Morgunblaðið - 13.11.2007, Síða 2

Morgunblaðið - 13.11.2007, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FLEST allra verstu óveður á Norður-Atlantshafi síðast- liðin fimm ár urðu umhverf- is Ísland. Þá er verið að tala um fárviðri með vindhraða yfir 40 metra á sekúndu. Þetta er samkvæmt bráða- birgðaniðurstöðum athug- unar norskra nemenda Har- aldar Ólafssonar prófessors í veðurfræði. Athugunin byggðist á gögnum frá gervitunglum sem greina vind yfir sjó og náði hún til Norður-Atlantshafsins frá 62°N og norður á pól. Haraldur sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirfram hafi verið talið að veðrin dreifðust meira á svæðinu milli Íslands, Jan Mayen, Svalbarða og Norður-Noregs. „Það kemur eitt og eitt aftakaveður í norðurhöfum en langflest af verstu veðrunum verða milli Íslands og Grænlands, fyrir sunnan Ísland og fyrir austan Ísland,“ sagði Haraldur. Flest aftakaveðrin sem urðu milli Íslands og Grænlands voru norðaustanveður. Við Ísland og fyrir sunnan og austan landið voru veðrin ýmist af norðaustri, suðvestri eða suðaustri. Fárviðranna er helst von að vetrarlagi eða frá því í október og fram í mars. Niðurstaðan kom á óvart „Niðurstaðan kom á óvart því það er mjög útbreidd hugmynd í Skandinavíu að það verði mjög slæm veður á hafsvæðunum milli Norður- Noregs og Svalbarða. Þar verða vissulega vond veður en þau verða bara ekki eins vond og hér. Þau eru hins vegar þannig að það er ekki ólík- legt að það sé erfiðara að spá þeim,“ sagði Har- aldur. Næsta skrefið í rannsókninni er að skoða hvernig óveðrunum var spáð. Í framhaldi af því verður reynt að greina hvað fór úrskeiðis í veð- urspám, ef eitthvað fór úrskeiðis, og túlka nið- urstöðurnar. Haraldur sagði að sér þætti afar líklegt að öllum þessum veðrum hafi verið vel spáð a.m.k. sólarhring fyrirfram. Ætlunin er að athuga hvernig þau komu út í 2-3 daga spám. Rannsóknum haldið áfram í vetur Líklegt er talið að ferðum fjölgi um þetta hafsvæði í framtíðinni. Haraldur sagði að norska rannsóknarráðið ætli að styrkja rann- sóknir á veðurfari og veðrum á þessum slóðum, þ.e. á hafsvæðinu milli Grænlands, Noregs og Íslands og í Barentshafi. Í febrúar í vetur verð- ur rannsóknarflug frá Norður-Noregi svipað og var hér í fyrravetur. Þá verður flogið út í verstu veðrin til að mæla orkuskipti yfir sjó og kortleggja þau. Norska veðurstofan og norskir háskólar eru í fararbroddi þeirrar rannsóknar. Verstu óveðrin á Norður-Atlantshafi undanfarin fimm ár urðu við Ísland Gerð verður athugun á því hversu nákvæmlega veðurspár sögðu fyrir um fárviðrin á hafinu               Haraldur Ólafsson veðurfræðingur GUÐNÝ Halldórsdóttir kvikmyndaleikstjóri hlaut í gær Íslensku bjartsýnisverðlaunin árið 2007. Það var Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sem afhenti henni verðlaunin, ásamt ávísun að upphæð 1.000.000 kr., í Iðnó við hátíðlega athöfn. Þetta var í 27. sinn sem verðlaunin eru afhent en þau voru áður kennd við danska athafnamanninn Peter Brøste sem veitti þau í fyrsta sinn árið 1981. Garðar Cortes varð fyrstur til að hljóta Bjartsýnisverðlaunin en í fyrra hlaut Hörður Áskelsson orgelleikari þau. Alcan á Íslandi er bakhjarl bjartsýnisverðlaunanna. Á myndinni má sjá verðlaunahafann Guðnýju Hall- dórsdóttur með blómvönd, aðrir á myndinni eru, frá vinstri, Halldór Þorgeirsson, eiginmaður Guðnýjar, Vigdís Finnbogadóttir, Rannveig Rist og Ólafur Ragn- ar Grímsson. Morgunblaðið/Kristinn Guðný hlaut bjartsýnisverðlaunin Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is HJÖRLEIFUR B. Kvaran, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, seg- ir að stækkun Hellisheiðarvirkjun- ar og bygging Bitruvirkjunar og Hverahlíðarvirkjunar séu til að mæta orkusölu til Alcans vegna ál- versins í Straumsvík og til Norður- áls vegna álvers í Helguvík. Gangi samningarnir ekki eftir við Alcan séu nægir kaupendur að orkunni, en Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að Norðurál haldi sínu striki í sambandi við Helgu- vík. Jákvæðar niðurstöður Í samningunum eru fyrirvarar um að OR fái jákvæða niðurstöðu í umhverfismati og að næg orka finnist á svæðinu, að sögn Hjör- leifs. Hann segir að vandræðalaust ætti að vera að finna orku vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar en framkvæmdir vegna hinna virkjananna séu skemmra á veg komnar. Tilraunaboranir hafi farið fram en bora þurfi meira til að finna út úr því hvort hægt sé að virkja á svæðinu. Hins vegar séu niðurstöður frekar jákvæðar. 90 MW til Norðuráls á Grundartanga Hellisheiðarvirkjun var tekin í notkun í fyrra og þar eru nú fram- leidd 90 MW. Síðar í þessum mánuði verður 35 MW bætt við framleiðsluna. Haustið 2008 bæt- ast enn við 90 MW og segir Hjör- leifur að búið sé að ráðstafa þeim til Norðuráls á Grundartanga. 90 til 100 MW bætast síðan við 2010. Bitruvirkjun á að vera allt að 135 MW jarðvarmavirkjun og Hvera- hlíðavirkjun allt að 90 MW. Hjör- leifur segir að 90 MW virkjun kosti um 15 milljarða króna. Ráðgert er að þessar tvær virkjanir komist í gagnið seint á árinu 2010 og fyrri hluta árs 2011. Það er í samræmi við samningana við Alcan og Norð- urál, að sögn Hjörleifs, en sam- kvæmt áætlunum á að afhenda orkuna á síðasta ársfjórðungi 2010 og fyrri hluta árs 2011. Fjárfesting Orkuveitu Reykjavíkur vegna 90 MW jarðvarmavirkjunar nemur um 15 milljörðum króna Fyrirhugaðar framkvæmdir og orkusala haldast í hendur Hjörleifur B. Kvaran Ragnar Guðmundsson FARÞEGUM í strætó fjölgaði und- anfarna tólf mánuði um 13,65%, eða úr 711.176 í 808.242, sem er 97.066 fleiri farþegar en árið á undan. Árið áður hafði farþegum fjölgað um 10,52%, eða um 67.718 farþega. Í tilkynningu frá Strætó kemur fram að fjölgunin nær til allra leiða í leiðakerfi fyrirtækisins. Þar kemur einnig fram að það megi ætla að meðal námsfólks hafi notkunin á þjónustu strætó aukist um u.þ.b. 30% á milli ára sem bendi til að áhrifa skólakortanna sé tekið að gæta svo um munar, en sem kunnugt er fá námsmenn nú frítt í strætó. Sem dæmi um tilteknar leiðir þá flutti leið 1, Hafnarfjörður-Reykja- vík, um 88.426 farþega í ár miðað við 73.608 í fyrra, en þetta er aukning um 20,12%. Ennfremur flutti leið 6, milli Grafarvogs og Hlemms, nú 81.281 farþega miðað við 49.745 far- þega í fyrra, en það er aukning upp á 63,40% á milli ára. Mest varð aukn- ingin þó á leið 28, sem er innanbæj- arleið í Kópavogi, en hún flutti nú 16.253 farþega í stað 9.345 í fyrra, sem er aukning upp á 65,87%. Farþegum í strætó fer fjölgandi Áhrifa skólakorta tekið að gæta HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi ákvörðun dómsmálaráðherra frá því 8. október sl. um framsal 18 ára litháísks ríkisborgara. Ekki var samstaða meðal dómara Hæstarétt- ar og skilaði Hjördís Hákonardóttir sératkvæði þar sem fram kemur að hún telji að staðfesta hefði átt úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Í framsalsbeiðninni sem barst dómsmálaráðuneytinu snemma í september kemur fram að pilturinn sæti rannsókn vegna fimm þjófn- aðarbrota sem hann er grunaður um að hafa framið. Dómsmálaráð- herra ákvað að fallast á beiðni lithá- ískra stjórnvalda en verjandi pilts- ins kærði úrskurðinn til Héraðsdóms Reykjavíkur sem aftur synjaði kröfu verjandans um að ógilda ákvörðun ráðherra. Í dómi Hæstaréttar er vísað í lög um framsal sakamanna, en í 10 gr. laganna segir m.a. að bann sé lagt við framsali „ef hér á landi er til meðferðar mál fyrir annan verknað en þann sem hann óskast fram- seldur fyrir og sem getur varðað minnst 2 ára fangelsi“. Til með- ferðar eru hins vegar fjögur mál vegna ætlaðra brota piltsins hér á landi, m.a. vegna þjófnaðar og fíkni- efnabrota. Hæstiréttur synjar fram- salsbeiðni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.