Morgunblaðið - 13.11.2007, Page 22
Eftir Jón Sigurðsson
Blönduós | Aðalgata 11
á Blönduósi er reisulegt
hús sem staðið hefur í
heila öld. Þetta gamla
hús var töluvert farið að
líða fyrir aldur sinn og
var komin tími til að
hlúa að því og það veru-
lega. Þeim sem unna
gamla bæjarhluta
Blönduós hefur orðið að
ósk sinni um endurbætur
á húsinu því eigendur
hússins, hjónin Sigurður
Jóhannesson og Sigrún
Lovísa Sigurðardóttir,
hafa heldur betur sýnt
hug sinn í verki.
Í sumar var gerður
nýr grunnur að húsinu
og núna er verið að fjar-
lægja bárujárn af því og
til stendur að setja í það
nýja glugga og klæða
það fyrir veturinn.
Það má segja það að
það fari endurnýj-
unarbylgja um gamla
bæjarhlutann á Blöndu-
ósi því fyrir dyrum
stendur að gera upp
gömlu kirkjuna sem hef-
ur verið gefin og afhelg-
uð. Fleiri gömul hús
hafa verið gerð upp á
þessu svæði á und-
angengnum árum þann-
ig að þeir sem leggja
leið sína um gamla bæ-
inn geta horfið aftur um
100 ár og látið hugann
reika, andað að sér sög-
unni og fersku lofti Hú-
naflóans.
Aldargamalt í
endurnýjun lífdaga
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Smíðar Guðmundur Sigurjónsson og Helgi
Bragason, starfsmenn trésmiðjunnar Stíg-
anda, voru einbeittir við gluggaísetningu.
22 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
SUÐURNES
GARÐAR K. Vil-
hjálmsson, bæj-
arfulltrúi í
Reykjanesbæ, var
kosinn nýr
fulltrúi í stjórn
Sambands sveit-
arfélaga á Suð-
urnesjum á aðal-
fundi sem haldinn
var á Vallarheiði
um helgina. Var
hann kosinn í stað Steinþórs Jóns-
sonar, fráfarandi formanns, sem
ekki gaf kost á sér.
Stjórnin var að öðru leyti endur-
kjörin. Samkvæmt hefðinni er komið
að fulltrúa Garðs að taka við for-
mennsku. Verður Oddný Harð-
ardóttir bæjarstjóri því væntanlega
kosin formaður SSS á fyrsta stjórn-
arfundi. Með þeim í stjórn eru Jóna
Kristín Þorvaldsdóttir úr Grindavík,
Óskar Gunnarsson úr Sandgerði og
Birgir Örn Ólafsson úr Vogum, öll
forsetar bæjarstjórna.
Nýr formað-
ur hjá SSS
Oddný
Harðardóttir
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Grindavík | Verið er að skipuleggja
eða undirbúa skipulagningu stórra
iðnaðarsvæða í
landi Grindavík-
ur. Jafnframt
mun bærinn efna
til markaðssetn-
ingar á bænum til
uppbyggingar
iðnaðar. Þar er
horft til orkufreks
stóriðnaðar með
lítilli mengun um-
hverfis.
Ólafur Örn
Ólafsson, bæjarstjóri Grindavíkur-
bæjar, kynnti þessi áform þegar bæj-
arstjórarnir á Suðurnesjum sögðu frá
því sem efst er á baugi hjá þeim á að-
alfundi Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum.
Viðbrögð við niðurskurði
Þessi nýja stefnumörkun kemur í
kjölfar niðurskurðar þorskveiðiheim-
ilda og óánægju forsvarsmanna
Grindavíkurbæjar með það að ekki
skuli hafa verið tekið tillit til sjávarút-
vegsins í bæjarfélaginu við ákvörðun
mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar.
Ólafur Örn rifjar það upp í samtali
við Morgunblaðið að Grindavík hafi
byggt allt sitt á fiskveiðum og fisk-
vinnslu. Útgerðir þar missi mestan
þorskkvóta allra sveitarfélaga í tonn-
um talið við niðurskurð stjórnvalda á
aflaheimildum í haust.
Viðbrögð forsvarsmanna bæjar-
félagsins eru að leggja meiri áherslu á
iðnaðaruppbyggingu og nýta til þess
þá kosti sem svæðið hefur yfir að
ráða, svo sem mikið land, góða stað-
setningu og mikinn jarðhita.
Grindavíkurbær á þegar skipulagt
50 ha iðnaðarsvæði sem hugsað var
fyrir fiskeldi vestast í Grindavíkur-
landi, við Sandvík. Verið er að skipu-
leggja um 150 ha iðnaðarsvæði við
Húsatóftir, rétt vestan við bæinn. Þá
er ætlunin að taka upp viðræður við
meðeigendur bæjarins að óskiptu
landi Járngerðarstaða um að taka frá
og skipuleggja allt að 500 hektara iðn-
aðarsvæði austan Grindavíkurvegar
að Reykjanesbrautinni.
„Jafnhliða þessum undirbúningi
verður farið í öfluga markaðssetningu
á þessum svæðum til stóriðju. Við
sækjumst eftir samstarfi við aðila til
að byggja upp,“ segir Ólafur Örn.
Hann tekur fram að ekki sé verið að
hugsa um álver heldur fremur iðnað
sem mengar umhverfið lítið. Segir að
margt komi til greina í því efni. Sér-
staklega er horft til orkufreks iðnað-
ar. Segir bæjarstjórinn að ákjósan-
legt væri að vinna með Hitaveitu
Suðurnesja til að nýta orkuna sem
þar er til uppbyggingar í sveitarfé-
laginu.
Taka frá land fyrir
stóriðju í Grindavík
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Orka Grindvíkingar vilja nota orku sem virkjuð er í bæjarlandinu til at-
vinnusköpunar þar. Frá orkuveri Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi.
Í HNOTSKURN
»Nú er um 200 ha iðnaðar-svæði ónotað í Grindavík
eða í skipulagsvinnu.
»Hugmyndir eru uppi umað bæta við allt að 500 ha
svæði, fyrir stóriðju.
Ólafur Örn
Ólafsson
SVEITARSTJÓRNARMENN á
Suðurnesjum telja tímabært að hug-
að verði að stækkun húsnæðis Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja og umræðu
vegna nýrra framhaldsskóla. Kemur
það fram í ályktun sem samþykkt
var á aðalfundi SSS um helgina.
Umræðan kemur í kjölfar frétta
um fjölgun nemenda í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja sem þegar hefur
sprengt utan af sér húsnæði sem ný-
lega var stækkað og nýja framhalds-
skóla. Stjórnendur Grindavíkurbæj-
ar hafa vakið athygli á því að
Grindavík sé eitt stærsta byggðarlag
landsins þar sem ekki er boðið upp á
framhaldsnám. Hafa verið viðræður
við Fjölbrautaskóla Suðurnesja um
námsframboð þar.
Í ályktun SSS er vakin athygli á
mikilli fjölgun íbúa á öllu svæðinu.
Sérstaklega er tekið fram að brýnt
sé að hefja vinnu við stofnun fram-
haldsskóla í Grindavík auk þess sem
áfram verði staðið að uppbyggingu
framhaldsskólastarfs á Vallarheiði.
Vilja fram-
haldsskóla í
Grindavík
Skálholt | Skálholtskórinn mun
halda útgáfutónleika í Skálholts-
dómkirkju laugardaginn 17. nóv-
ember næstkomandi, ásamt
Barna- og Kammerkór Bisk-
upstungna. Tónleikarnir hefjast
klukkan 17.
Meðal annars flytur Skálholts-
kórinn tónlist af disk sínum, „Mín
sál, þinn söngur hljómi“, sem út
kom í haust á vegum Skálholts-
staðar. Einnig verður flutt kant-
atan „Leyfið börnunum að koma
til mín“ eftir Jón Ásgeirsson og
tónlist við ljóð Jónasar Hallgríms-
sonar, en þann 16. nóvember, á
Degi hinnar íslensku tungu, eru
liðin 200 ár frá fæðingu hans.
Einsöngvari með kórunum verður
Hrólfur Sæmundsson.
Aðgangur er ókeypis og eru all-
ir velkomnir.
Skálholtskórinn
með útgáfutón-
leika í kirkjunni
LANDIÐ
Þorlákshöfn | Stórsveit Suðurlands
kemur fram á tónleikum Tóna við
hafið í Þorlákshöfn á morgun, mið-
vikudag, ásamt djasssöngkonunum
Kristjönu Stefánsdóttur og Guð-
laugu Dröfn Ólafsdóttur.
Stórsveit Suðurlands er skipuð
tónlistarfólki sem allt tengist Suð-
urlandi á einhvern hátt og hefur
áhuga á stórsveitartónlist. Stjórn-
andi er Vignir Þór Stefánsson. Efn-
isskrá tónleikanna samanstendur af
þekktum stórsveitarlögum í anda
Glenn Miller og fleiri meistara.
Þetta eru þriðju tónleikar Tóna
við hafið þennan vetur og verða
þeir í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss og
hefjast klukkan 20.
Stórsveit Suður-
lands leikur á
Tónum við hafið
Eftir Örn Þórarinsson
Siglufjörður | Bæjarstjórn Fjalla-
byggðar samþykkti á dögunum að
taka tilboði Rauðku ehf. í fjögur hús
sem í eru sex íbúðir í Siglufirði. Til-
boð fyrirtækisins hljóðaði upp á 40
milljónir króna en á húsunum hvíla
75 milljónir. Vonir standa til að
Varasjóður íbúðalána greiði mis-
muninn þannig að skuldir sveitar-
sjóðs lækki við þetta um 75 millj-
ónir króna.
Óskar Kr. Óskarsson, bæjarstjóri
Fjallabyggðar, sagði í samtali við
fréttaritara að nú væri unnið að því
að finna hentugt húsnæði fyrir þá
sem í húsunum búa, en tvær íbúð-
anna standa þegar auðar. Óskar
sagðist reikna með að þær íbúðir
yrðu afhentar mjög fljótlega og aðr-
ar jafnóðum og fólk flytti úr þeim.
Þessi hús standa við götuna Hafn-
artún og voru byggð í félagslega
húsnæðiskerfinu á sjöunda áratugn-
um.
Tilbúnir við opnun ganga
Rauðka ehf. er nýstofnað hluta-
félag sem einstaklingar standa að.
Tilgangur félagsins er tengdur
ferðaþjónustu. Það hefur auk áð-
urnefndra íbúða fest kaup á einu
húsi á hafnarsvæðinu sem áður var
nýtt til fiskverkunar.
Óskar bæjarstjóri sagði að auk
þessa, að létta skuldabagga af sveit-
arsjóði, gerðu menn sér vonir um að
þarna kæmi öflugt ferðaþjónustu-
fyrirtæki sem yrði tilbúið með starf-
semi um það leyti sem jarðgöngin
verða opnuð.
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Ný not Fjallabyggð selur fjögur íbúðarhús með alls sex íbúðum. Þau verða
notuð við ferðaþjónustu. Hér eru tvö af húsunum við Hafnartún.
Selja íbúðir fyrir
ferðaþjónustu
AÐALFUNDUR Sambands sveitar-
félaga á Suðurnesjum lýsti yfir full-
um stuðningi við áform um bygg-
ingu álvers í Helguvík.
Fram kemur að brýnt sé að setja
sterkar stoðir undir atvinnulífið á
svæðinu og rifjað upp í því sam-
bandi að stærstu hópuppsagnir í
sögu þjóðarinnar hafi komið á síð-
asta ári í kjölfar brotthvarfs varn-
arliðsins og að þorskkvótinn hafi
verið skertur. Það álit er látið í ljósi
að afskipti stjórnvalda hljóti fyrst
og fremst að miða að því að liðka til
fyrir framvindu verkefnisins, að því
gefnu að ytri skilyrðum sé fullnægt.
Styðja nýtt ál-
ver í Helguvík
SVEITARSTJÓRNARMENN
leggja ríka áherslu á að þeir fjár-
munir sem urðu til vegna sölu á
hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja,
fjármagnstekjuskattur sveitarfé-
laganna vegna söluandvirðis HS og
sölu ríkisins af eignum á Keflavík-
urflugvelli renni til uppbyggingar á
Suðurnesjum enda séu þar mörg
verkefni óunnin. Í ályktun aðal-
fundar SSS er þess óskað að haft sé
samráð við sveitarfélögin um val á
verkefnum og úthlutun fjármagns.
Fjármagnið
á Suðurnesin
♦♦♦