Morgunblaðið - 13.11.2007, Side 23

Morgunblaðið - 13.11.2007, Side 23
Jón Ingi Bergsteinsson ereinn þeirra sjálfboðaliðasem leggja Rauða kross-inum lið. „Ég er tvítugur nemi í Háskól- anum í Reykjavík og sinni heim- sóknarþjónustu fyrir Rauða kross- inn.“ – Hvernig fer það fram? „Ég mæti svona tvisvar í mánuði og spila fyrir fólkið sem býr í sambýli við Skjólbraut í Kópavogi. Ég spila ýmis gömul lög, bæði þjóðlög og skemmtileg dægurlög, eitthvað sem þetta fólk þekkir, en það er á aldrinum 70 ára og upp úr.“ – Hvers vegna fórst þú að gera þetta? „Mér var boðið að byrja sem sjálfboðaliði í Menntaskólanum í Kópavogi, þá var skólinn í samstarfi við Rauðakrossdeild Kópavogs og þetta var valgrein. Ég valdi þetta og fannst það mjög áhugavert. Ég hef bæði verið með félagsstörf fyrir börn og unglinga og einnig spilað á öðru heimili fyrir eldra fólk. Svo var mér boðið að halda áfram að koma og spila í haust og ég sló til.“ – Er þetta gefandi starf? „Mjög svo, það er gott að komast í öðruvísi umhverfi en maður er vanur og geta skemmt fólki.“ – Dansar fólk þegar þú spilar? „Nei, það situr og syngur með og sumt af því biður mig að spila óskalög, oft er ég send- ur heim með bunka af óskalögum sem ég þarf að læra og spila svo næst. Þetta sýnist nokkur vinna en er það ekki í raun ef maður hefur áhuga á því sem maður er að gera. Ég hvet fólk til þess að athuga með sjálf- boðastarfið, þar er svo margt sem hægt er að velja úr og það er ábyggilega hægt fyrir flesta að finna þar eitthvað við sitt hæfi og sem stemmir fyrir þeirra tímaplan.“ Spila óskalög Morgunblaðið/Ómar Söngvasveinn Jón Ingi Bergsteinsson á Skjólbrautinni á góðri stundu með gítarinn. Júlíana Elín Kjartansdóttir erein af þeim sem hafa lagtRauða krossinum lið semsjálfboðaliði. „Ég byrjaði fyrir réttu ári. Þann- ig var að ég byrjaði á að fara á kynningarfund Rauða krossins, í framhaldi af því valdi ég að aðstoða við þetta verkefni,“ segir Júlíana. „Það var komið af stað hópi leið- beinenda fyrir nýbúabörn í Fella- skóla. Hér er gífurlega hátt hlutfall skólanema nýbúabörn. Starfið í þessari mynd sem það er nú byrjaði í upphafi þessa árs.“ – Hvað gerið þið? „Við setjumst niður með börn- unum og aðstoðum þau við heima- nám vikunnar, þetta eru lítil börn úr 2. og 3. bekk sem við erum að hjálpa með heimanámið. Þessi börn eiga það sameiginlegt að fá litla eða enga aðstoð við heimanámið á heimili sínu. Sum þessara barna eiga íslenskan föður en oft er því þannig háttað að faðirinn er lítið heima og móðirin er erlend og talar litla íslensku.“ – Hvernig gengur að fá börnin til að skilja heimanámið? „Þegar við fáum þau til samstarfs eru þau öll búin að læra einhverja íslensku en mjög mismikla, einkum bar á þessu í haust. Sum barnanna komu í vor og eru því ekki sleip í ís- lenskunni.“ – Hvernig gengur börnunum að læra annað en íslenskuna? „Þau eru missterk í náminu eins og öll börn eru. En það er yndislegt að hjálpa þeim og kynnast þeim. Stærsti hópurinn er frá Asíu og svo er stór hópur frá Austur-Evrópu.“ – Er mismunur á hegðun þessara barna eftir löndum? „Nei, það get ég ekki sagt, þau eru yfirleitt stillt og róleg en geta verið fjörug.“ – Hvaða fólk er með þér? „Það er fólk á ýmsum aldri, sum- ir fyrrverandi kennarar sem hættir eru formlegum störfum. Svo eru nokkrar ungar stúlkur sem eru í háskólanum. Ég sjálf er hljóðfæra- leikari í Sinfóníuhljómsveit Ís- lands.“ – Spilar þú fyrir krakkana? „Nei, það hef ég ekki gert ennþá en það getur verið að það komi að því.“ – Er þetta tímafrekt starf? „Nei, þetta er einn klukkutími í viku. Rauði krossinn gætir þess vel að ofnota ekki aðstoð sjálfboðaliða.“ – Hvers vegna valdir þú að að- stoða á þennan hátt? „Mér þótti gaman að aðstoða mín eigin börn við heimanám, ég á tvo syni sem eru vaxnir upp úr að fá aðstoð við nám hjá mér, ég saknaði þess að geta ekki hjálpað neinu barni svo mér datt í hug að gera þetta. Þetta starf reynist mjög vel og þörfin virðist vera gífurleg. Það komast ekki öll nýbúabörn að sem þyrftu á þessari aðstoð að halda, því þarf að forgangsraða og þess vegna mættu miklu fleiri leiðbein- endur bætast í hópinn. Við miðum við tvö börn á mann í hjálparstarf- inu, fleiri börnum yrði erfitt að sinna. Mér finnst mikilvægt að Ís- lendingar taki vel á móti innflytj- endum og þeir fái aðstoð við að að- lagast samfélaginu og ná tökum á íslenskunni.“ Yndislegt að leiðbeina börnum Morgunblaðið/Ómar Leiðbeinandinn Júlíana Björg Kjartansdóttir aðstoðar börn við heima- námið og finnst sjálfboðaliðavinnan einkar gefandi. Rauði krossinn hefur upp á fjölmargt að bjóða sjálfboðaliðum. Júlíana Elín Kjartansdóttir sagði Guðrúnu Guðlaugsdóttur hvers vegna hún valdi að leiðbeina nýbúabörnum og Jón Ingi Berg- steinsson kynnti hana fyrir spilagleði á Skjólbraut. 91, 105 og 130 hö. ÓDÝRIR OG GÓÐIR DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 568 6411 WWW.RAFVORUR.IS · RAFVORUR@RAFVORUR.IS daglegtlíf Þau Matthías Lýðsson og Haf- dís Sturludóttur létu gamlan draum rætast er þau hófu að framleiða Lostalengjur. »24 vaxtarsprotar Fólk í dag vill fá meira út úr hjónabandinu en áður, segja þær Guðfinna Eydal og Álfheið- ur Steinþórsdóttir. »24 daglegt |þriðjudagur|13. 11. 2007| mbl.is Drauma- tískusýning allra súkku- laðifíkla fór fram í New York nú um helgina. En á 10. alþjóðlegu súkkulaðisýning- unni var að finna hátísku- súkkulaðifatnað sem efalítið gladdi ekki síður bragðlauka en augu við- staddra. Fylgihlutir, og í sum- um tilfellum fatnaður, fyrirsætn- anna var enda úr dökku súkkulaði, ljósu súkkulaði og hvítu súkkulaði og því örugglega algjört hnossgæti. Haustlauf Jafnvæg- isskynið verður að vera í lagi fyrir svona súkkulaðifatnað. Sykursæt Sannkallaður konfektmola- klæðnaður. Tískusýning fyrir bragð- laukana Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.