Morgunblaðið - 13.11.2007, Page 35

Morgunblaðið - 13.11.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 35 ✝ Helga Guðjóns-dóttir fæddist í Reykjavík 15. maí 1920. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 4. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Þor- bergsson mótoristi frá Ísafirði, f. 13.6. 1884, d. 19.12. 1962 og Eggertsína Þ. Eggertsdóttir hús- móðir frá Híta- rdalsvöllum í Kol- beinsstaðahreppi á Mýrum, f. 3.9. 1890, d. 5.5. 1976. Systkini Helgu eru Guðný Elínborg, f. 26.10. 1918, d. 22.10. 1993, maki Adolf V. Theodorsson, f. 30.10. 1914, d. 23.4. 1991, Guðbjörn Eggert, f. 1.12. 1921, maki El- ínborg Davíðsdóttir, f. 16.12. 1922, látin, Áslaug, f. 13.8. 1925, maki Þorvaldur Guðmundsson, f. þeirra Einar, f. 1968. 3) Elínborg húsmóðir, 13.5. 1948, fyrrver- andi eigimaður Magnús Elías Hauksson, börn þeirra, Helga Bára, f. 1966, Gunnar Þór, f. 1967, Bárður Sigurðs, f. 1969, og Elísabet Rósa, f. 1977. Sambýlis- maður Elinborgar er Ómar Sig- fússon smiður. 4) Sigurbjörn blikksmiður og tamningarmeist- ari, f. 2. febrúar 1952, maki Fríða Hildur Steinarsdóttir hús- móðir, börn þeirra Steinar, f. 1977, Styrmir, f. 1980, Sylvía, f. 1984, Sara, f. 1991 og Sig- urbjörn, f. 1993. 5) Bárður Sig- urðs verkamaður, f. 8.9. 1956. Sambýlismaður Helgu til 25 ára er Sveinn Teitsson, trésmið- ur og málari frá Akranesi, f. 1.3. 1931. Foreldrar hans voru Unn- ur Sveinsdóttir og Teitur Bene- diktsson frá Akranesi. Börn hans og fyrri konu hans, Ágústu Ágústsdóttur, eru Árni, Halla, sem er látin og Unnur. Lang- ömmubörn Helgu eru 20. Helga verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 16.11. 1921, d. 2.2. 1999, Ágúst Haf- steinn, f. 23.6. 1928, d. 9.11. 1937. Eig- inmaður Helgu var Bárður Sigurðs. Bárðarson bifreiðar- stjóri, f. í Reykjavík 14.7. 1918, d. 8.11. 1974. Foreldrar hans voru Bárður Jón Sigurðsson, frá Bolungarvík og Guðbjörg Ólafía Magnúsdóttir frá Gröf á Rauðasandi. Helga og Bárður eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Ágústa Hafdís húsmóðir, f. 2.11. 1944 , maki Þorsteinn Rúnar Þorsteinsson hárskeri, börn þeirra eru Þor- steinn Örn, f. 1977, Guðbjörg María, f. 1979, og Bára Hrönn, f. 1981. 2) Guðbjörg Ólafia hús- móðir, f. 11.11. 1945, maki Garð- ar Einarsson verkamaður, sonur Þær hrannast upp allar ljúfu minningarnar þegar hún móðir mín er kvödd hinsta sinni. Við vorum fimm systkinin sem ólumst upp saman í traustum faðmi fjölskyld- unnar í Stangarholtinu. Við ólumst upp við þær allsnægtir sem börnum duga best, við öryggi, ástríki, virð- ingu og hlýju. Þá fyrst var tekist á við alvöru lífsins þegar skólagangan hófst í Austurbæjarskólanum. Það var regla á hlutunum hjá henni mömmu. Að morgni dags var skóla- taskan klár, með mjólk á flösku og smurðri normalbrauðssamloku með osti. Maður var kvaddur með faðm- lagi og kossi á kinn áður en haldið var í skólann. Það var komið heim eftir hádegi. Klukkan hálffjögur var kaffitíminn. Á borðum var gjarnan kakó og brotakex frá Frón, pönnu- kökur eða annað heimalagað góð- gæti. Kvöldmatur var klukkan sjö og maður var kominn í rúmið kl. 10. Já mamma var það sem kallast heimavinnandi húsmóðir. Hún var alltaf til staðar, jafnt í blíðu sem stríðu. Hún gerði gott úr öllu þótt oft væri þröngt í búi. Í huga okkar barnanna var heimilið höll. Marg- breytilegir réttir með girnilegum nöfnum voru á borðum. Hann gerist áreiðanlega ekki betri maturinn á fimm stjörnu hótelum. Það var eng- um afgöngum fleygt heldur allt endurunnið og framreitt sem lost- æti í næsta mál. Við systkinin vorum gjarnan í klæðskerasaumuðum fötum. Mamma var klæðskerinn og saum- aði, bætti og gerði við eftir þörfum. Ef eitthvað bjátaði á var mamma alltaf til staðar. Ef við vorum veik sat hún við rúmstokkinn og sagði okkur sögur eða söng falleg lög sem grópuðust í huga manns. Mamma var ekki stór á velli en stórbrotin var hún í orðsins bestu merkingu. Hún var listhneigð og fékkst við að mála þegar færi gafst. Hún hefði eflaust getað náð langt á þeirri braut, en það var fjölskyldan sem gekk fyrir. Pabbi fór alltof fljótt. Það var mikið áfall fyrir alla í fjölskyldunni og ekki síst mömmu. Við börnin vorum loksins komin til manns og þau gátu séð fram á að hafa meiri tíma saman. En svona er oft lífið. Þótt okkur fyndist lífið ekki fara mildum höndum um hana móður okkar sáum við það nokkrum árum seinna að gæfan hafði ekki alveg snúið baki við mömmu. Því riddarinn birtist sem í draumi þegar mamma kynnist honum Venna (Sveini Teitssyni), hrein- ræktuðum Skagamanni. Það var í Hreyfilshúsinu, á gömlu dönsunum. Mamma hafði mikið dálæti á gömlu dönsunum. Hún ljómaði eins og sólin þegar hún sveif um dans- gólfið. Takturinn, hreyfingarnar og fasið, allt frá náttúrunnar hendi. Annan eins öðling og drengskap- armann og hann Venna er vart hægt að finna. Venni minn, við systkinin færum þér hjartans þakk- ir fyrir þau 20 ár sem þið mamma áttuð saman, því það létti yfir henni og hún tók gleði sína á ný. En svo ég víki aftur að gömlum minningum. Ég fór á Landsmót hestamanna sem haldið var á Hól- um í Hjaltadal, árið 1966. Ég var nýfermdur 14 ára gutti og þóttist vel stæður eftir veglega ferming- arveislu! Átti heilar 15 þúsund krónur í bankabók. En á lands- mótinu sá ég ótaminn hest sem ég varð að eignast. Málið þoldi enga bið og ég hringdi heim. Aldrei þessu vant var mamma ekki heima. Ég bar upp erindið við pabba og sagði honum að peningarnir yrðu að koma norður strax, annars myndi ég missa af hestinum. Pabbi var af- ar hlýr og bóngóður maður og bar ótakmarkað traust til sonarins. Hann lofaði að senda aurana norð- ur. Ég veit að mömmu varð um og ó við tíðindin. Þetta voru miklir pen- ingar. En orð skyldu standa. Það sem var sagt og lofað, það stóð. Það vafðist ekki fyrir okkur systkinunum, á unglingsárunum, að fylgjast með tískunni. Það varð að klæðast skv. nýjustu tísku. Það vildi okkur börnunum til happs að mamma var ekki aðeins góður klæðskeri heldur var hún líka tísku- hönnuður í fremstu röð! Þegar hné eða olnbogar voru komnir í gegn voru saumaðar bætur báðum megin sem gerðu útlitið enn tískulegra. Það er gaman að minnast jóla- boða stórfjölskyldunnar, þar sem allir hittust í litlu íbúðinni í Stangó. Þar voru á borðum smákökur og súkkulaði og um kvöldið var slegið upp matarveislu þar sem borðin svignuðu undan veisluföngum. Það kom hreint ekki að sök í litlu íbúð- inni þótt gestirnir væru 25-30, það var alltaf nóg pláss. Þegar manni auðnast að lifa vel og lengi kemur að því að líkaminn verður þreyttur. Þá er hægt að segja að menn verði hvíldinni fegn- ir. Mamma, þú skilur eftir þig sterk- ar og fallegar minningar. Við söknum þín sárt og þökkum þér allt það sem þú varst okkur. Hvíl í friði mamma mín. Þinn sonur Sigurbjörn Bárðarson (Diddi). Elsku amma. Það er erfitt að trúa því að þú sért farin og komir aldrei aftur. Ég og fjölskyldan syrgjum þig og hörmum missi okkar. En á sama tíma brosum við í gegnum tárin, því nú þjáistu ekki lengur, heldur hefur fengið hvíldina og við vitum að þér líður vel núna. Og það veitir okkur huggun. Ég sakna þin óskaplega mikið, amma og græt þig mikið. Með tím- anum mun sorgin víkja fyrir öllum góðu minningunum sem ég á um þig-sem yndislega og góða ömmu, sem vildir allt fyrir mig gera. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Ég mun aldrei gleyma þér. Þín, Bára. Elsku amma Helga. Það er erfitt að sætta sig við það að þú sért farin, en svona er víst lífið og enginn lifir að eilífu. Það er erfitt að kveðja þig en við minnumst þín og allra gleðistund- anna með þér og afa Venna. Það var alltaf tilhlökkun sem fylgdi því að fara í heimsókn til ykk- ar afa, þið voruð svo ánægð að fá okkur í heimsókn. Það voru alltaf miklar kræsingar á borðum og þú varst snillingur í að segja okkur sögur af ýmsu. Ósjaldan dróst þú fram myndaalbúmin og kynntir fyr- ir okkur ættingja og raktir sögu þína og annarra úr fjölskyldunni. Það vita það flestir sem þekkja til að pabbi er mikið stríðinn og urðum við oft fyrir stríðni hans í matarboð- um, þú varst þá fljót að skamma hann því þú vildir aldrei að það hall- aði á neinn og trúðir alltaf því besta um alla. Það var líka svo gott að tala við þig, þú varst svo hlý og yndisleg. Hún amma var ekki stór kona en hún var sterkur persónuleiki með stórt hjarta og mikinn hug. Elsku amma, við kveðjum þig og þökkum fyrir að hafa notið þeirra forréttinda að hafa kynnst þér. Vit- andi það að þú ert komin í góðan fé- lagsskap á góðum stað þar sem Bári afi tekur á móti þér. Elsku afi Venni, við vottum þér samúð okkar, við vitum að missir þinn er mikill sem allra í fjölskyld- unni. Þín barnabörn, Steinar, Styrmir, Sylvía, Sara og Sigurbjörn. Helga Guðjónsdóttir Sunnan yfir sæinn breiða sumarylinn vinda leiða. Draumalandið himinheiða hlær og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Gakk þú út í græna lundinn, gáðu fram á bláu sundin. Mundu, að það er stutt hver stundin, stopult jarðneskt yndi þitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Allt hið liðna er ljúft að geyma, – láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma, – segðu engum manni hitt! Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! (Jóhannes úr Kötlum.) Nú get ég ekki hringt í hana Hönnu vinkonu mína í dag eins og ég hef gert undanfarin 50 ár, en mig langar til að minnast hennar með nokkrum orðum. Við vorum saman í herbergi á heimavist Hér- aðsskólans á Laugarvatni veturinn 1954-1955 og höfum haldið vinskap síðan þá. Hanna giftist ung honum Kitta sínum, sem var með skemmtilegri mönnum sem ég hef kynnst. Sam- Hansína Einarsdóttir ✝ Hansína Einars-dóttir, eða Hanna eins og hún var kölluð, fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 13. nóvember 1940. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 11. ágúst síðastliðinn og var jarðsungin frá Ísa- fjarðarkirkju 18. ágúst. an áttu þau fimm börn, Einar Val, Kristin, Steinar Örn, Ólöfu Jónu og Guð- mund Annas. Að auki var alltaf fullt hús hjá henni af gestum og annarra manna börn- um. Þar á meðal voru mín börn sem fengu að vera hjá þeim hjónum á Engjaveg- inum og njóta þess að vera á þessu líflega og hlýja heimili. Ég sagði oft við hana: „Þetta er eins og á brautarstöð hjá þér, alltaf einhver að koma þá ann- ar fer.“ Verð ég ævinlega þakklát þeim hjónum fyrir tryggð og vin- áttu. 5. apríl 1994 féll snjóskriða á sumarbústað þeirra hjóna í Tungu- dal. Kristján lést í flóðinu og Hanna slasaðist mikið, svo árin á eftir voru henni og krökkunum erf- ið. En hún Hanna vinkona var ótrú- leg, kankvísa brosið og létta lundin alltaf til staðar. Svo þegar hún varð 60 ára hélt hún upp á afmælið á Kanaríeyjum, en þar hitti hún hann Birgi, sem átti svo eftir að verða förunautur hennar árin sem eftir komu og reynast henni ein- staklega vel. Hann var hugulsamur og góður við hana í veikindum hennar. Það er þakkarvert að eiga trygga vini og er ég þakklát Hönnu fyrir allar þær góðu minningar og stundir sem við áttum saman. Við Siggi hugsum til ykkar, Birgir og fjölskylda Hönnu, og sendum einlægar samúðarkveðjur á afmælisdegi hennar. Hvíl í friði kæra vinkona. Helga. Elsku afi, það eru margar skemmtileg- ar minningar sem koma upp í hugann, þegar ég horfi til baka. Ég man þegar ég var hjá ykkur ömmu á Bjarka- brautinni og gisti á gólfinu við hlið- ina á rúminu ykkar, og þegar við vöknuðum um morguninn þá var ég búin að rúlla yfir og komin við rúmstokkinn hjá þér. Þú varst ótrúlega duglegur að taka mig með þér þegar þú varst að lesa af raf- magninu út um allar sveitir. Þér fannst líka svo skemmtilegt hvað ég var áhugasöm að þvo bílinn þinn og fékk 1000 kr fyrir að launum. Elsku afi, þú varst yndislegur Gestur Sigurðsson ✝ Gestur Sigurðs-son fæddist 18. desember 1918 á Siglufirði. Hann lést í Reykjavík 27. október síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 5. nóvember. persónuleiki og alltaf jafn gott og gaman að koma til þín ömmu. Þú sýndir ávallt ein- lægan áhuga á öllu því sem við vorum að gera og lagðir þig fram að muna hvað öll barnabörn og barnabarnabörn voru að gera í það skiptið. Óskari Ísak fannst svo gaman að koma til ykkar, honum fannst svo gaman að fá að leika með staf- inn þinn og vasaljósið á bak við for- stofuhurðina. Þú hafðir svo gaman að labba með honum og Andra Snæ út um alla íbúð, og læðast inn í eld- hús og ná í nokkur kex eða smá sætabrauð. Það verður skrítið að koma til ömmu og heyra ekki í út- varpinu þínu hátt stilltu og þú að hlusta. Elsku afi, ég kveð þig með sökn- uði í hjarta. Þín Jónína. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL GUNNARSSON, Vallartröð 12, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 14. nóvember kl. 13.00. Gunnar Hreindal, Sigurbjörn Hreindal, Elsa Skarphéðinsdóttir, Guðbjörg Hreindal, Örn Hreindal, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, REYNIS ÁSTVALDAR JAKOBSSONAR, Maríubakka 32, Reykjavík. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar Karítasar. Valgerður Guðmundsdóttir, Ómar Reynisson, Aðalheiður Björgvinsdóttir, Ásta Kristín Reynisdóttir, Tómas Sveinsson, Hafþór Reynisson, Guðmundur Haukur Reynisson, Kolbrún Franzdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.