Morgunblaðið - 13.11.2007, Side 37

Morgunblaðið - 13.11.2007, Side 37
töskuna sem fylgdi honum hvert sem hann fór. Sigurður var einstaklega ættræk- inn og taldi ekki eftir sér að sinna fjarskyldum jafnt sem náskyldum ættingjum jafnt í daglega lífinu sem á fjölskyldustundum. Hann átti sterk- ar rætur í móðurætt vestur í Höll í Haukadal og Skjaldfönn í Ísafjarð- ardjúpi. Þangað leitaði hugur hans mjög oft og naut hann þess að hitta ættingja sína úr þessu vestfirska um- hverfi. Ekkert var betra á jólum en heimareykt sauðakjöt og rjúpur frá Skjaldfönn. Slíkur matur var há- punktur jólanna. Skapið hans var einnig vestfirskt. Það gat stundum rokið upp með stuttum snörpum vindsveiflum sem gengu hratt yfir en lognið fylgdi fast á eftir. Skoðanir hans voru staðfastar og réttsýnar. Sannleikur, heiðarleiki og réttlætis- kennd voru boðorð lífsins sem voru greypt í staðfasta lífssýn Sigurðar. Hann minnti mig oft á vestfirsku granítfjöllin sem standa í sæ fram og láta ekki öldurót eilífðarinnar hrófla við sér. Nú er frændi minn floginn til fegri landa og leiðir okkar liggja ekki oftar saman í þessu lífi. Að lokum þakka ég honum frændsemi og vináttu sem átti sér engin takmörk. Hugur minn er hjá Jórunni dóttur hans og sonum hennar þremur. Einnig hjá Jónínu (Ninnu) Þorsteinsdóttur sem var sambýliskona hans í aldarfjórðung og sinnti honum með slíkri ástúð eftir að Sigurður fékk heilablóðfall að eftir var tekið. Síðustu vikurnar voru Jór- unni og Ninnu erfiðar en með æðru- leysi sínu auðvelduðu þær Sigurði að kveðja þessa veröld. Með Sigurði er genginn heill maður og góður dreng- ur. Það má gera orð Benjamíns Franklíns að orðum Sigurðar: „Ég er búinn að lifa svo lengi í þessum heimi, að nú gerist ég forvitinn um að kynn- ast hinum“. Jón Hákon Magnússon og fjölskylda. Nú er ég kveð Sigga í hinsta sinn leitar hugurinn til æskuáranna. Það voru forréttindi að fá að alast upp í Skerjafirðinum á 4. tug síðustu aldar, í þessu örugga og einangraða umhverfi. Ærsl og leikir voru sí- stunduð og áhyggjur víðsfjarri. Á heitum sumrum útileikir og buslað í sjónum – en svo kom stríð. Hús, heimili og vinir tvístruðust, – en ekki við Siggi. Tæpum 7 áratugum síðar vorum við enn við leik og nú á golfvellinum , – við lékum okkar síð- asta hring aðeins nokkrum dögum áður en hann veiktist. Leiknum er lokið. Vissum ætíð hver af öðrum og vor- um samstiga um svo margt. Menntaskólanám og sjómennska – báðir fórum við á togara og seinna á hvalveiðar, fórum saman á síld til Siglufjarðar og tókum rispur á „eyr- inni“ þegar svarf að fjárhagslega. Tíminn leið og menntskælingar urðu menningarvitar, bækur og tón- list tekin alvarlega . Síðan tók við læknanám, hjónaband og ævistarf læknisins sem aldrei lauk. Segja má að læknastofa SÞG hafi verið hvar- vetna, hann var ávallt á vaktinni, hvort sem var hér heima eða á ferð- um erlendis. Það vita m.a. meðlimir Karlakórsins, golffélagarnir og Kí- nafarar, sem urðu vitni að því er Siggi reyndi að slá golfkúlu yfir Kína- múrinn með 7-járni. Siggi fór hvergi án þess að hafa golfsettið og lækna- töskuna með. Það var þungbært fyrir Sigga að missa Ragnheiði, sem féll frá langt um aldur fram. Síðustu áratugi áttu hann og Ninna hamingjuríkt líf sam- an og hefur hún annast hann af mik- illi natni í veikindunum. Siggi átti dótturina Jórunni og þrjá dóttursyni, er öll voru honum hugleikin eins og oft kom fram í okkar samtölum. Hef- ir hún staðið þétt við hlið föður síns í veikindunum ásamt systkinum hans. Að leikslokum þakka ég samfylgd- ina og kveð æskuvin minn, sem í allri framkomu, tilsvörum og hegðun var engum líkur. Jón Þorgeir (Jorri.) Sönggleði er orð sem kemur fyrst upp í hugann, þegar hugurinn reikar aftur og leitar uppi minningar um samverustundir með Sigurði Þ. Guð- mundssyni eða Sigga lækni á árunum með Karlakór Reykjavíkur og síðar með eldri félögum karlakórsins. Þau urðu líka 50 árin frá því Sigurður hóf að syngja með kórnum árið 1956 og þar til hann stóð síðast á palli með eldri félögum Karlakórs Reykjavíkur vorið 2006. Skömmu síðar var þess- um lífsglaða og síkvika manni kippt út úr dagsins önn og nú er hann allur – sá sem við héldum að yrði allra karla elstur. Hér verður ekki rakinn farsæll fer- ill Sigurðar sem læknis, en innan Karlakórs Reykjavíkur bar hann sæmdarheitið Siggi læknir. Og hann bar ábyrgð á því öðrum fremur og alls óbeðinn, að halda kórnum í söng- hæfu ástandi áratugum saman, ef eitthvað bjátaði á í raddböndunum og heilsunni. Í félagsskap eins og kór verða til margar gjöfular minningar sem fylgja félögunum lífið á enda. Sigurð- ur Þ. Guðmundsson var einn af þeim sem var örlátur gerandi og gerði lífið þess virði að lifa því. Við sem fórum í fræga ferð Karlakórs Reykjavíkur til Kína haustið 1979, eigum saman þá stund þegar hinn ástríðufulli golfari sveiflaði kylfunni og hugðist slá kúl- una yfir Kínamúrinn. Múrinn sá reyndist of hár í þetta skipti og önnur kúla ekki til skiptanna. Bjartsýnis- maðurinn Sigurður taldi ekki þörf á því. Þessi niðurstaða varð okkur söngmönnum helstu vonbrigði ferð- arinnar, slíkar voru væntingarnar. Eftir að Sigurður gekk til liðs við eldri félaga í Karlakór Reykjavíkur var hann öflugur félagi í þeim hópi og þar kynntist ég ekki síst félagsmála- manninum en saman vorum við þar í stjórn um áratug. Voru málin jafnan afgreidd fljótt og örugglega þegar hann átti í hlut. Hinn söngglaði tenór hefur nú kvatt. Við, samferðamennirnir af söngpöllum, hérlendum og erlend- um, þökkum allar gjöfular stundir. Kæra Ninna, Jórunn og aðrir að- standendur. Okkar samúð er hjá ykkur. F.h. eldri söngfélaga úr Karlakór Reykjavíkur, Reynir Ingibjartsson. Haustið 1944 var Menntaskólinn í Reykjavík enn sex vetra skóli og ný- nemarnir í fyrsta bekk voru um og innan við fermingaraldur. Þá var við lýði sá góði siður að byrja daginn með morgunsöng á sal, en stundum vildi bregða við að fólk væri tregt til að hefja upp raust sína af þrótti svo árla dags. Þegar undirtektirnar voru með dræmasta móti greip Hjörtur söng- kennari, sem lék undir, gjarnan til þess ráðs að kalla hátt og snjallt: „Heyrið vella!“ og þá var eins og los- að væri um stíflu, lag Björgvins Guð- mundssonar við kvæði Gríms Thom- sens, „Heyrið vella á heiðum hveri“, hljómaði svo að undir tók í salnum. Gegnum magnaðan kliðinn mátti þá stundum heyra skæra drengjarödd, varla komna úr mútum. Þá rödd átti Sigurður Þ. Guðmundsson. Sú bjarta rödd átti eftir að fylgja okkur bekkj- arsystkinum hans lengi síðan og æv- inlega til gleði, fyrst í samveru skóla- áranna og eftir það á mismunandi stopulum samfundum í áranna rás. Sigurður var vel í stakk búinn til að láta að sér kveða í morgunsöngnum, gæddur þessari glæsilegu rödd, en líka áræðinn og ekki þrúgaður af óframfærni. Hann kunni vel við sig í margmenni, ætíð glaður og reifur, hlýlegur í viðmóti, hreinn og beinn. Lífsfjörið geislaði af honum, líka vegna þess hvað hann var kvikur í hreyfingum og snöggur upp á lagið. En þótt hann kynni vel að njóta dags- ins og gleðjast með glöðum var hon- um ekki síður gefin einbeitni og sá dugnaður sem nægði til að ná settu marki. Allir þessir eðliskostir komu að notum í farsælu læknisstarfi og gerðu honum kleift að verða að ómet- anlegu liði þegar mikið lá við, ekki einungis í krafti menntunar og færni heldur einnig með góðvilja og upp- örvandi viðmóti, eins og mörg okkar fengu að reyna. Þótt Sigurður væri dökkur á brún og brá var yfirbragðið bjart, rétt eins og söngröddin. Sú birta leikur líka um minningu hans í hugum okkar allra gamalla skólasystkina hans. Þakkir fyrir samveruna að fornu og nýju verða héðan af aðeins skrifaðar í vindinn, en þeim sem stóðu honum nærri eru sendar innilegar samúðar- kveðjur. Árni Gunnarsson, Brynjólfur Sandholt, Hallberg Hallmundsson, Pétur Erlendsson, Ragnar Halldórsson. Kynni okkar félaga og Sigurðar hófust að marki fyrir tæpum 30 árum þegar hann var að láta af formennsku í Nesklúbbnum og benti á einn okkar sem eftirmann sinn og varð úr því góður félagsskapur sem entist æ síð- an. Við sátum flestir, ásamt Sigurði, í stjórn klúbbsins næstu 15 árin og bar aldrei skugga á samvinnuna. Á stjórnarfundum var Sigurður ávallt málsvari þeirra góðu siða sem einkenna golfleikinn og hvikaði aldrei frá þeim reglum um siðprýði og heið- arleika sem þar gilda. Eftir að beinum afskiptum okkar af stjórn klúbbsins lauk hélt samvera okkar áfram. Við héldum hátíðar- kvöld einu sinni á vetri þar sem karl- arnir sáu um matseldina og konurnar nutu með okkur. Við lékum snóker reglulega allan veturinn og þar gat Sigurður leiðbeint okkur, en hann hafði töluvert spilað snóker á yngri árum og virtist engu hafa gleymt. Sömuleiðis var nokkurra daga Hjal- teyrarferð fastur liður á dagskrá á hverju sumri og spiluðum við þá öll golf í Svarfaðardal, á Akureyri og stundum á Húsavík. Eins var oft far- ið á trillu út á Eyjafjörðinn og dorgað og þar var Sigurður aldeilis á heima- velli eins og svo víða annars staðar. Þessar hátíðarstundir og Hjalteyrar- ferðir okkar voru tilhlökkunar- og umræðuefni allt árið enda vinskapur og sönn gleði ávallt í fyrirrúmi. Eins og í mörgum golfklúbbum voru allmargir læknar í Nesklúbbn- um en aðeins einn þeirra bar þann titil þar, Sigurður læknir. Hann var ætíð reiðubúinn að miðla af þekkingu sinni og ljá mönnum tíma sinn eins og góðum lækni sæmir og nutu margir Nesklúbbsmenn góðs af. Sigurður naut þeirrar gæfu að eignast Ninnu fyrir sambýliskonu s.l. aldarfjórðung. Þau nutu þess að ferðast saman og minnumst við eink- um frásagna þeirra af árlegum golf- ferðum þeirra til Tælands s.l. 10 ár. Ninna annaðist Sigurð af einstakri umhyggju í erfiðum veikindum hans s.l. eitt og hálft ár og sendum við henni og öðrum aðstandendum Sig- urðar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Jónatan og Sigrún. Ólafur og Bergljót. Pétur Orri og Kristín. Ævar og Laufey. Það var dapurleg fréttin sem birt- ist í Morgunblaðinu fyrsta dag nóv- embermánaðar. Andlátsfregn; við sjónum blasti brosandi andlit sem mér var heldur betur kunnugt. Vinur og söngbróðir um margra ára skeið, Sigurður Guðmundsson læknir, lát- inn. Í innstu fylgsnum hugans fannst mér vera sagt: Nei, nei, ekki strax. En svo byrjuðu minningarnar ósjálf- rátt að streyma fram. Leiðir okkar Sigurðar lágu saman á vængjum söngsins um langt árabil, í Karlakór Reykjavíkur. Við sungum báðir 2. tenór. Svo margar eru sam- verustundirnar, hlaðnar samstilltum söngvahljóm og glaðværð, að ég get ekki látið hjá líða að minnast hans nokkrum orðum, nú þegar sól sígur að sævarbarmi. Sigurður skipaði alveg sérstakan sess í Karlakór Reykjavíkur. Það var ekki bara hin bjarta tenórrödd sem prýddi stöðu hans í kórnum, hann var læknir og taldi það ekki eftir sér að láta kórinn njóta þess. Eins og kunn- ugt er var Karlakór Reykjavíkur mjög virkur í utanlandssöngferðum, oft löngum og erfiðum ferðum. Þá var Sigurður öryggishlekkurinn sem stóð vaktina því hann var sjálfur í áhöfninni og ávallt tilbúinn með sinn læknishug og -hendur, ef eitthvað bar út af í heilsufarinu. Ég held að söngfélagarnir hafi aldrei gert sér grein fyrir því hvað Sigurður leysti þarna þýðingarmikið hlutverk af hendi, alltaf í sjálfboðavinnu og af einstakri alúð. Gleggst dæmi um þetta er frammistaða hans í söngför til Kína árið 1979 en þá gerðist at- burður sem varð okkur söngfélögun- um öllum hryggðarefni. Þá var betra en ekki að læknirinn okkar skyldi vera með í för. Ég veit að Sigurði vini mínum hefði ekki verið að skapi að ég skrifaði mik- ið hól um hann, frekar hefði hann kos- ið að ég segði eitthvað spaugilegt en hann kunni vel að meta smellnar vís- ur og gamanmál. Sigurði þótti vænt um Karlakór Reykjavíkur og mun söngferill hans þar hafa nálgast hálfa öld. Svo var það golfíþróttin sem átti einnig hug hans sem frístundaiðja. Meira að segja var golfkúla höfð með í fyrr- nefndri söngferð til Kína, það upp- lýstist þegar við söngfélagarnir vor- um á göngu upp Kínamúrinn og sáum þá allt í einu Sigga lækni standa álengdar að handleika golfkylfuna – svo kom höggið og kúlan flaug yfir múrinn. Hann var spurður á eftir hver tilgangurinn hefði verið: Nú, ég sá fram á heimsfrægð með auðveld- um hætti því þetta hefur enginn ann- ar í heiminum gert! svaraði hann og brosti með glettnissvip sem við þekktum svo vel. Já, það er margs að minnast þegar Siggi læknir er kvaddur. Ég hef minnst hans hér sem söngfélaga um langt árabil en á þeim vettvangi kynnast menn oft náið og af einlægni, svo var og með okkur Sigga. Kynni mín af honum eru mér afar hugþekk. Myndin sem hann skilur eftir í hug- ans ranni einkennist af glaðværð og góðvild sem spunnin er saman við hina gullnu þræði sönggyðjunnar. Slík blanda er vís til þess að treysta vináttu og bræðralag, sem of lítið er af í hinum harða heimi. Ég kveð þennan kæra vin minn með virðingu og þakklæti og óska honum fararheilla yfir heiðina háu. Ástvaldur Magnússon. Kveðja frá Karlakór Reykjavíkur „Ísland, Ísland eg vil syngja …“ Á þessari setningu úr ljóði Huldu (Unn- ar Bjarklind) hefst einkennissöngur Karlakórs Reykjavíkur. Sigurður Þ. Guðmundsson bæði gat og vildi syngja. Hann hóf vegferð sína með kórnum haustið 1955 með Sigurði Þórðarsyni, tónskáldi og stofnanda kórsins og söng með öllum helstu stjórnendum hans. Með aðalkórnum til ársins 1991 og síðan með eldri fé- lögum á meðan heilsan leyfði. Sigurð- ur vann ýmis störf fyrir kórinn og var varaformaður hans 1981-1982. Hann var fararstjóri í söngferð til Banda- ríkjanna og Kanada árið 1981. Sig- urður var einstaklega bóngóður mað- ur, sama hversu hlaðinn störfum hann var, aldrei sagði hann nei við bón um að sinna verkefnum fyrir kór- inn. Það var aldrei lognmolla kringum Sigga Gúmm, eins og við félagarnir kölluðum hann. Hann var sérlega snar í snúningum, kom með skemmtileg leiftrandi tilsvör og var gæddur góðum gáfum. Við sungum saman um langt árabil, vorum radd- félagar, deildum saman herbergi í ýmsum ferðum kórsins og spiluðum saman brids með góðum vinum. Það væri hægt að segja margar skemmtilegar sögur af vini mínum Sigga. Í hugann kemur minning úr ferð kórsins til Kína árið 1979. Siggi, sem var forfallinn golfspilari, tók með sér golfkylfu og þrjár golfkúlur. Þeg- ar komið var að Kínamúrnum mikla dró hann fram golfgræjurnar, skellti sér út fyrir múrinn og hóf tilraunir við að slá bolta þvert yfir þetta mikla mannvirki. Boltarnir skullu á veggn- um, en enginn þeirra vildi yfir. Ekki sigraði Siggi múrinn, en best gæti ég þó trúað því að enn í dag megi greina merki á múrnum eftir barning Sigga ef grannt væri skoðað. Sigurður og Jónína, hans góða vin- kona til margra ára, voru búin að skrá sig í ferð með kórnum til Mið- Evrópu sumarið 2005. Ekki síst hafði hann hug á að hitta vin sinn Pál Pampichler Pálsson, fyrrum stjórn- anda Karlakórs Reykjavíkur, í Graz. Af því varð því miður ekki sökum veikinda hans. En ég hafði í fartesk- inu gjöf til Páls frá Sigga. Íslenskt brennivín og staup svo Páll gæti skál- að fyrir sínum góða vini, sem hugsaði hlýtt til hans yfir hafið. Okkur kór- félögum var það mikil ánægja að Siggi gat mætt á tónleika okkar síð- astliðið vor, þar sem hann skemmti sér virkilega vel. Sé líf handan dauðans er ég sann- færður um að Siggi Gúmm iðkar sitt golf á grænum grundum og syngur 2. tenór í þúsund radda himneskum karlakór undir stjórn Sigurðar Þórð- arsonar, glaður og reifur. Karlakór Reykjavíkur sendir Jór- unni dóttur Sigurðar og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Sér- staka kveðju fær Jónína, sem sýndi honum einstaka umhyggju í veikind- um hans. Tómas Sigurbjörnsson. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 37 ✝ Þökkum innilega öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR IBSEN, Brúnavegi 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarþjónustunni Karitas, læknum og starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans, 11E, og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, sem önnuðust hann í erfiðum veikindum. Megi blessun fylgja störfum ykkar. Kristín Guðmundsdóttir, Kristján Sigurgeirsson, Dröfn Guðmundsdóttir, Sigurður M. Magnússon, Þórir Ibsen, Dominique Ambroise, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, HJARTAR MAGNÚSSONAR, fv. lögskráningarstjóra í Reykjavík, Safamýri 42, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki hjúkrunarheimilis Hrafnistu á Vífilsstöðum fyrir alúð og kærleiksríka umönnun. Sigurlaug Jóhannsdóttir, Jóhann Hjartarson, Jónína Ingvadóttir, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.