Morgunblaðið - 13.11.2007, Qupperneq 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG VILDI AÐ EINHVER MUNDI
BJÓÐA MÉR Á GRÍMUBALL!
NEI!
Í ALVÖRUNNI?!?
STUNDUM
FÆ ÉG
HEIMÞRÁ...
EN ÞAÐ ER KANNSKI
EÐLILEGT ÞEGAR MAÐUR
ER AÐ HEIMAN...
ÉG HELD AÐ Í OKKUR ÖLLUM
SÉ LÖNGUN TIL AÐ FARA
AFTUR TIL STAÐARINS SEM
VIÐ VORUM ALIN UPP Á!
HVAÐ HEFUR
ÞÚ VERIÐ
LENGI AÐ
HEIMAN?
TÆPT
KORTER
AF HVERJU LEST
ÞÚ ALLTAF
FYRIR MIG Á
KVÖLDIN EN
EKKI MAMMA?
VEGNA ÞESS LESTUR
FYRIR SVEFNINN ER
PABBASTARF
ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ ÞAÐ
SÉ EINA „PABBASTARFIГ
SETTIR
ÞÚ EKKI
DISKINN
ÞINN Í
VÉLINA?
SAGA KVÖLDSINS
HEITIR, „ÁSTÆAÐN
FYRIR ÞVÍ AÐ
DRAUMAPRINSINN
BJÓ EINN“
DRAUMA
HVAÐ?
ÞAÐ ER MJÖG MIKILVÆGT
FYRIR VÍKING AÐ
FORGANGSRAÐA...
OG ÁTTA SIG Á
ÞVÍ HVAÐ SKIPTIR
HANN MESTU
MÁLI Í LÍFINU
LEYFÐU
MÉR AÐ
GISKA...
SKIPIÐ
ÞITT... ER
ÞAÐ EKKI?
ÞÚ ERT
AÐ VERÐA
HEITARI
PABBI, ÉG ER
HRÆDDUR Í
ÞESSU SAFNI...
MÁ ÉG SOFA VIÐ
HLIÐINA Á ÞÉR?
AUÐVITAÐ,
KALLI
VIÐ GETUM HELDUR EKKI
SOFNAÐ... MEGUM VIÐ LÍKA
FÆRA OKKUR HINGAÐ
AUÐVITAÐ
ÉG FÆ AÐ MINNSTA KOSTI AÐ
KYNNAST BEKKJARSYSTKINUM
KALLA TÖLUVERT BETUR
EINS OG ÉG HÉLT!
ÞAÐ HEFUR
EINHVER
ÁTT VIÐ
ÞESSA
VALSLÖNGVU
ÞAÐ REYNDI EINHVER
AÐ DREPA MARY JANE
OG NARNA LEMARR LÉT
SIG HVERFA RÉTT ÁÐUR
EN TÖKUR HÓFUST
dagbók|velvakandi
Enn á að herja á lífeyrisþega
Í Blaðinu í lok september er grein
eftir viðskiptaráðherra um flatan
skatt. Undir flestum kring-
umstæðum yrði ég feginn ef flatur
skattur yrði tekinn upp en það er eitt
í greininni sem er stórvarasamt og
vona ég að það komi aldrei til fram-
kvæmda. Þar er sagt: flatur skattur
með skattleysismörkum þó þannig að
ef tekjur eru undir skattleys-
ismörkum er viðkomandi greiddur
mismunurinn. Um leið yrði hvers
kyns tekjutrygging vegna elli, örorku
og atvinnuleysis afnumin. Já, einmitt
það. Flatur skattur á semsagt að
koma öllum til góða nema lífeyr-
isþegum. Að leggja til að tekjutrygg-
ing elli- og örorkulífeyrisþega yrði af-
numin segir allt sem segja þarf.
Engir aðrir í þjóðfélaginu eiga að
taka á sig kjaraskerðingar til móts
við flatan skatt nema lífeyrisþegar.
Þetta leggur til samfylkingarmaður
en helstu loforð Samfylkingarinnar
fyrir síðustu kosningar voru þau að
leggja höfuðáherslu á að bæta kjör
lífeyrisþega. Gerir viðskiptaráðherra
sér grein fyrir að mjög margir lífeyr-
isþegar eru með tekjutryggingu uppá
30-40 þúsund krónur. Á að afnema
það til að flatur skattur verði tekinn
upp? Ég yrði ansi hræddur um að al-
mennir launþegar myndu láta í sér
heyra ef til dæmis orlof upp á 10%
yrði afnumið til að koma upp flötum
skatti. Eða að barnabætur yrðu af-
numdar. Ég vona að forsvarsmenn
lífeyrisþega verið vel á verði gagn-
vart svona fáránlegum hugmyndum
ráðherra í ríkisstjórn.
Lífeyrisþegi.
Allir hlakka til
NÚ nálgast jólin og um áramót eru
lausir kjarasamningar verkalýðsins,
þá bíða einnig öryrkjar sem setið
hafa á hakanum í öllu svokölluðu
launaskriði. Við höfum beðið eftir
rauða litnum í stjórnmálunum, hinum
mannlega þætti, og vonumst við eftir
að eftir okkur verði munað. Við
hlökkum til eins og börnin. Við getum
ekki leyft okkur að brosa í búðinni
vegna þess að við erum að eyða síð-
ustu krónunni. Við hlökkum til að
brosa með samfélaginu eins og aðrir.
Við treystum á hina nýju rík-
isstjórn sem hefur gefið fyrirheit um
betri tíma fyrir þá lægst settu í þjóð-
félaginu. Veit ég vel að þegar margir
fá hlutdeild í almannatryggingunum
þá vegur það þungt, en hver vill ekki
sjá brosandi þjóð í ferðamanna-
straumnum þar sem enginn ágirnist
annarra hlut heldur hefur efni á því
að kaupa sínar nauðsynjar upp á eig-
in spýtur?
Vil ég leggja til málanna þá skoðun
mína að ríkisstjórnin sem við höfum í
dag sé sú réttlátasta sem hugsast
getur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
langa reynslu að baki og er mátt-
arstólpi stjórnarinnar og Samfylk-
ingin er mannúðar- og jafnrétt-
isflokkur. Ég á von á að með þessum
pólum muni Íslendingar ná lendingu í
mörgum erfiðum málum eins og Evr-
ópubandalagsmálum sem ég tel að
séu þýðingarmikil fyrir okkur í þeim
alheimshreyfingum sem eiga sér stað
um þessar mundir. Við verðum að
treysta nágrönnum okkar og skilja
það mikilvæga markmið að samein-
aðir stöndum vér, sundraðir föllum
vér. Þetta er aldagömul speki sem á
jafnmikinn rétt á sér í dag og þegar
þetta var fyrst sagt. Ég lít á það sem
vor í stjórnmálum okkar sem er að
eiga sér stað nú. Stjórnmálin hafa
verið að þróast undanfarin ár og jarð-
vegurinn undirbúinn fyrir nýtt nú-
tímaþjóðfélag þar sem meira jafn-
ræði ríkir í hugmyndafræðinni.
Framtak einstaklingsins er virt, því
að þegar einstaklingurinn getur ein-
hverju áorkað brosir þjóðfélagið með
þeim sem hefur lagt sitt af mörkum
að bæta þjóðfélagið.
Öryrkja þyrstir í að vera með og
leggja sitt af mörkum til bætts sam-
félags. Öryrkjar eru mislitur hópur
sem allir vilja verða viðurkenndir
sem fyrsta flokks þjóðfélagsþegnar
eins og aðrir. Við vonumst til að geta
brosað um jólin eins og þorri lands-
manna. Ég treysti þessari ríkisstjórn
til góðra verka fyrir landsmenn alla
hvernig sem í pottinn er búið, áfram
mannúð og sanngirni fyrir alla.
Bjarni Þór Þorvaldsson,
Hraunbæ 182, Reykjavík.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Stafganga nýtur aukinna vinsælda hér á landi og má víða sjá fólk í þess
háttar göngu, bæði úti í náttúrunni og á götum borgarinnar. Þessi maður
var í stafgöngu við Vífilsstaðavatn í góða veðrinu á laugardaginn.
Morgunblaðið/Sverrir
Stafganga við Vífilsstaðavatn