Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 14
14 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „ÞAÐ ER svo mikilvægt að fólk viti að það skipti máli og að hægt sé að fara á stað þar sem skilningur ríkir á líðan þess. Það er líka auð- veldara að fara fram úr á morgnana ef þú veist að verkefni bíða þín,“ segir Erna Magn- úsdóttir, forstöðumaður Ljóssins – Endurhæf- ingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabba- meinsgreinda og aðstandendur þeirra. Starfsemi Ljóssins er nú flutt í nýtt 470 fer- metra húsnæði við Langholtsveg 43 og mun það efla starfsemina til muna. Einstök starfsemi Í Ljósinu er lagt kapp á að efla andlegan, lík- amlegan og félagslegan þrótt krabbameins- sjúkra, auk þess sem aðstandendur þeirra geta sótt stuðningshópa, fræðslu og tekið þátt í öllu starfi. „Þetta er einstök miðstöð á Norðurlönd- unum og gestir hafa komið frá Danmörku, Sví- þjóð og Færeyjum til að skoða okkar módel. Allt þetta handverk fléttað saman við líkams- rækt, listmeðferðir og andlega þætti eins og sjálfstyrkingu þykir mjög sérstakt. Svona stuðningur ætti tvímælalaust heima hjá fleiri hópum en þeim sem greinast með krabba- mein,“ segir Erna. Eftir áramót verður starfsemin efld töluvert og verða þá starfandi þrír iðjuþjálfar og jóga- kennari, auk aðstoðarfólks sem yfirleitt eru sjálfboðaliðar sem áður hafa verið þar í end- urhæfingu. „Verktakar koma einnig að starf- inu, eins og íþróttafræðingur, sálfræðingur og handverkskennarar, svo verður útivistin skemmtilegri þar sem við erum skammt frá Laugardalnum,“ segir Erna. fyrst í stuðning og endurhæfingu og að fólk sé velkomið strax eftir greiningu. Ekki þurfi tilvísun frá lækni heldur komi fólk á eigin for- sendum. Við fyrstu heimsókn fái það viðtal við iðjuþjálfa sem meti aðstæður viðkomandi, en svo ráði fólk ferðinni alveg sjálft. Spurð um kostnað slíkrar meðferðar segir Erna hann vera óverulegan. „Við söfnum styrkjum og fyrirtæki veita afslátt svo fólkið okkar þurfi að greiða sem minnst því það er dýrt að veikjast. Þeir sem geta greiða 2.500 króna félagsgjald,“ segir Erna Magnúsdóttir. Heimasíða Ljóssins er www.ljosid.org. Fólk á öllum aldri Nýverið var stofnaður herrahópur fyrir karla á besta aldri innan Ljóssins, en þeir kjósa gjarnan að halda hópinn að sögn Ernu. Í nýja húsinu sé nú verið að innrétta trésmíðaverk- stæði, þar sem góð aðstaða verði fyrir hvers- kyns smíði sem karlarnir hafi sóst eftir. Auk þess hafi verið stofnaður hópur fyrir yngra fólkið, en Ljósið tekur við fólki frá 18 ára aldri. Erna segir mikla samheldni ríkja innan Ljóssins. „Við erum eins og stór fjölskylda, það er reynt að passa upp á hvern og einn,“ segir hún. Erna leggur áherslu á að fólk komi sem Á erfiðum tímum er skilningur mikilvægur Starfsemi Ljóssins eflist til muna í nýju húsnæði Morgunblaðið/Brynjar Gauti Notalegheit Erna Magnúsdóttir, forstöðumaður Ljóssins, í nýju og rúmgóðu húsnæði við Langholtsveg, þar sem lögð er áhersla á að öllum líði vel. HEILBRIGÐISSTOFNUN Suðurnesja fær 159 milljónir kr. til viðhalds fasteigna og mannvirkja á næstu tveimur árum, sam- kvæmt skiptingu fjármálaráðherra á sér- stöku fjármagni til viðhalds. Er það mesta framlagið sem ein stofn- un fær á þessu tímabili. Þegar mótvægisað- gerðir ríkisstjórnarinnar til að draga úr neikvæð- um áhrifum af tíma- bundnum samdrætti í aflamarki þorsks voru kynntar var sagt frá því að ríkisstjórnin hygðist verja einum milljarði kr. á rúmlega tveimur árum til framkvæmda við end- urbætur og viðhald fasteigna og mann- virkja í eigu ríkisins. Fjármálaráðherra hefur nú ákveðið skiptingu fjárins að teknu tilliti til ábendinga og tillagna Fasteigna ríkissjóðs og heilbrigðisráðuneytisins. Verja á 666 milljónum til þessara verkefna á næsta ári og 334 milljónum árið 2009. Næsthæsta framlagið fer til Heilbrigð- isstofnunar Vestmannaeyja, 139 milljónir kr., og 110 milljónir kr. til Heilbrigðisstofn- unarinnar í Ísafjarðarbæ. Nota á 67 millj- ónir til að gera við lögreglustöðina á Hornafirði en önnur framlög eru undir 50 milljónum kr. Ef landshlutarnir eru teknir saman sést að 195 milljónir renna til verkefna á Vest- fjörðum, 177 milljónir á Austur- og Suð- austurland, 167 milljónir á Vesturland, 163 milljónir á Norðurland, 159 milljónir á Suð- urnes og 139 milljónir kr. til verkefna í Vestmannaeyjum. Heilbrigðisstofnunin í Bolungarvík fær 2 milljónir úr þessum potti. Í bókun bæj- arráðs frá því í fyrradag er lýst von- brigðum með hlut bæjarins. Fram kemur það álit að koma hefði átt til móts við minni sjávarpláss með því til dæmis að veita fé til viðhalds bygginga í eigu sveitar- félaganna. Mest til Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja Heilbrigðisstofn- anir fá viðhald. ÚR VERINU Vestmannaeyjar | Fjöldi manns tók á móti Dala Rafni VE þegar hann kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti í gær. Er þetta sjötta nýja skipið sem kemur til Vestmannaeyja á þessu ári. Þegar Dala Rafn, sem er ísfisks- togskip, var lagstur að bryggju blessuðu prestar Landakirkju, Kristján Björnsson og Guð- mundur Örn Jónsson, skip og áhöfn. Útgerðinni barst mikill fjöldi gjafa og heillaóska og margir nýttu sér boð um að skoða skipið sem er allt hið glæsilegasta. Fimmta skipið með sama nafni Dala Rafn er í eigu Þórðar Rafns Sigurðs- sonar, útgerðarmanns og skipstjóra, og Ingu Eymundsdóttur konu hans og fjölskyldu þeirra. Þetta er fimmta skipið með sama nafni sem þau hafa átt. „Við byrjuðum í útgerð 11. maí 1975 en þetta er fyrsta nýsmíðin hjá okkur,“ sagði Þórð- ur Rafn í samtali við Morgunblaðið við komu skipsins í gær. „Ég er mjög ánægður með skipið og allan frágang hjá Pólverjunum.“ Dala Rafn er fjórða skipið sömu gerðar sem þeir hafa smíðað fyrir Íslendinga og komu þau öll á þessu ári. Hin eru Vestmannaey VE, Berg- ey VE og Vörður ÞH og hafa þau öll reynst vel. Hættir eftir 50 ár á sjó Skipstjóri á Dala Rafni er Eyþór, sonur Þórðar Rafns, sem fór þó einn og túr á þeim gamla. Í gær lét hann skipstjórnina loks form- lega í hendur syninum og sagðist hættur eftir 50 ár á sjó. Reyndar sagðist hann hafa kynnst sjómennsku strax átta ára gamall. „Þá reri ég með afa á trillu heima á Siglufirði en það er hálf öld síðan ég var fyrst skráður á bát. Það var á Jón Stefánsson VE og við það miða ég þegar ég segist hafa verið 50 ár á sjó.“ Eyþór skipstjóri er mjög ánægður með skipið og segist hlakka til að byrja. „Þetta er miklu meira skip en sá gamli sem gefur okkur meiri möguleika. Hann er stærri, aflmeiri og betur tækjum búinn. Við lentum í brælu á heimleið- inni og reyndist hann hið besta sjóskip þannig að fyrstu kynni lofa góðu,“ sagði Eyþór. Vantar meiri kvóta Kvótinn er um 1.400 þorskígildi sem Eyþór segir að sé ekki nóg. „Okkur vantar meiri kvóta og það verður hlutverk pabba að fara í það mál nú þegar hann er kominn í land.“ Dala Rafn er 29 m langur og 10,4 m á breidd. Að- alspil eru lágþrýstispil, 20 tonn hvort. Íbúðir eru fyrir fjórtán en gert er ráð fyrir tólf í áhöfn. Vinnsludekkið er mjög rúmgott en bún- aðurinn er smíðaður í Vélsmiðjunni Þór og er tilbúinn. Breiddin gerir það að verkum að lest- in er mjög rúmgóð og tekur 166 kör, eða fjóra gáma. Dala Rafn er sjötta skipið sem kemur til Vestmannaeyja á árinu. Hin eru Guðmundur VE, Vestmannaey VE, Bergey VE, Gullberg VE og Álsey VE. Sjötta nýja skipið til Eyja á árinu Morgunblaðið/Sigurgeir Blessun Eigendur ásamt prestunum sem blessuðu skip og áhöfn við komuna. Séra Guðmundur Örn, Eyþór skipstjóri, Ingi Rafn, sonur hans, Þórður Rafn, Inga og séra Kristján. Nýtt skip Dala Rafn er 29 metra langur og 10,4 metrar á breidd. Hann er nýsmíði frá Póllandi og fjórða skipið sömu gerðar sem hingað kemur. Dala Rafn VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum frá Póllandi í gær FULLTRÚAR Landssambands smábáta- eigenda og sjómannasamtakanna skrifuðu undir kjarasamning um kaup og kjör sjó- manna á smábátum í gær. Samningurinn markar tímamót í sögu smábátaeigenda þar sem hann er sá fyrsti í sögu lands- sambandsins. Áður höfðu verið gerðir samningar í Bolungarvík og Ísafirði, en nú er kominn á samningur sem nær til allra smábátaeigenda og sjómanna sem róa hjá þeim. „Þetta er ákaflega mikilvægur samning- ur en það hefur tekið um þrjú ár að ná þessu markmiði. Þetta fór í gegnum tvo að- alfundi hjá okkur og síðan hefur þetta verið kynnt stig af stigi fyrir svæðisfélögunum. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki svæðisfélaganna og því verður hann kynntur fyrir þeim á næstunni. Þetta er stórt skerf sem mun efla útgerð smábáta enn frekar,“ segir Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri LS. Samningurinn nær bæði til netaveiða og línuveiða, hvort sem beitt er í landi eða um borð. Samkvæmt honum eru ákvörðuð ákveðin lágmarkskjör, sem miðast við brúttóaflaverðmæti að frádregnum kostn- aði við sölu á markaði. Þá eru sjómönnum tryggð lágmarkskjör og í samningnum er kauptrygging á mánuði í samræmi við það sem er í gildi á bátum yfir 12 tonnum. Þá er samið um hlífðarfatnað og fæðispeninga, lífeyrismál, tekið á uppsagnarfresti og tryggingamál færð til svipaðs forms og á stærri bátunum. Sé tekið dæmi um fjóra í áhöfn á beitn- ingarvélbát skipta þeir með sér 26,5% af heildarverðmæti. Ofan á það koma launa- tengd gjöld og orlof. Hitt rennur til útgerð- arinnar. Tímamóta- samningur smábáta- manna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.