Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 10
10 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Svo er bara eftir að taka ákvörðun um hvort fara á í 2+1 veg eða 2+2 áður en hann verður boðinn út. VEÐUR Það er ekki oft að skipan héraðs-dómara á Norðurlandi eystra og Austurlandi komi fjölmiðlum og öðrum í uppnám. Þó hefur það gerzt nú eftir að Árni M. Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, skipaði Þorstein Davíðsson til þess að vera héraðsdómari við héraðsdóm Norð- urlands eystra með 75% starfs- skyldu og við héraðsdóm Austur- lands með 25% starfsskyldu.     Dómnefnd úr-skurðaði Þorstein Dav- íðsson hæfan til að gegna þessu embætti. Gagn- rýnendur segja, að dómnefndin hafi úrskurðað aðra „hæfari“.     Í 12. grein laga um dómstóla,þriðja kafla segir: „Dómnefnd skv. 3 mgr. skal láta dómsmála- ráðherra í té skriflega og rök- studda umsögn um umsækjendur um embætti héraðsdómara.“ Í lögum þessum segir hvergi að dómnefnd skuli raða umsækjendum í hæfnisröð. Í lögum segir hvergi að dómsmálaráðherra skuli fara að til- lögum nefndarinnar.     Umsækjendur eru allir hæfir.Settur dómsmálaráðherra skipar einn úr þeirra röðum. Hvað veldur þá uppnámi Fréttablaðsins og Stöðvar 2 og þeirra, sem hafa tjáð sig um málið?     Það er augljóst. Þorsteinn Dav-íðsson er sonur eins umsvifa- mesta og jafnframt umdeildasta stjórnmálaleiðtoga okkar samtíma, Davíðs Oddssonar.     Hvernig væri að áhugamenn umDavíð Oddsson gerðu upp sakir við hann sjálfan?     En opinberuðu ekki hugleysi sittmeð því að veitast að syni hans. STAKSTEINAR Þorsteinn Davíðsson Hvað veldur uppnámi þeirra? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                            !  *(!  + ,- .  & / 0    + -          !                        12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (    "     $    $ %% &% &                :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? &    & "&  &  "&  &   &   &  &   &   &                          *$BC %%%%                ! *! $$ B *! '( )%  %( %    *  <2 <! <2 <! <2 ' )   %+ , -%. /   CC -                  6 2  D2!   "#       $ %  &  B  D 8    2!    '    (         %  &      )   %  &   *  D6 B       '*!          +               ! 01 %%22  % %3 %+ , Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Gestur Guðjónsson | 20. desember Auðvitað… telur Árni Mathiesen, dýralæknir og settur dómsmálaráðherra að hann hafi forsendur til að ganga gegn mati matsnefndar val- inkunnra lögmanna sem gaf það álit að 3 aðrir ein- staklingar væru hæfari en sjálfstæð- ismaðurinn Þorsteinn Davíðsson. „Ég er ekki sammála áliti nefndarinnar“ er viðkvæðið hjá dýralækninum sem bendir á að hann hafi valdið. Þetta viðhorf minnir mig á… Meira: gesturgudjonsson.blog.is Hans Haraldsson | 21. desember Fátækt á Íslandi Árlegar biðraðir hjá mæðrastyrksnefnd vekja jafnan umræðu um fátækt á Íslandi en sumir telja að hún sé hér landlæg. Svarið við spurning- unni um það hvort fátækt sé til staðar á þessu landi veltur í raun á því hvort fátækt sé skilgreind sem föst stærð eða afstæð. Á seinni hluta ævinnar þurfti Karl Marx að horfast í augu við þá stað- reynd að þrátt fyrir … Meira: polites.blog.is Ágúst Ólafur Ágústsson | 21. des. Söngur og pólitík Í gærkvöldi fór ég á stór- tónleika sænsku söng- konunnar Karolu í Grafarvogskirkju. Tón- leikarnir voru yndislegir en söngkonan eyddi talsverðum tíma í að spjalla við tónleikagesti um trúna og boðskapinn sem var auðvitað fróð- legt. Eins og flestir vita er Karola heimsfræg í Svíþjóð enda þekkt Júró- visjónstjarna. Grafarvogskirkja hentaði ágætlega fyrir svona tónleikahald … Meira: agustolafur.blog.is Ólína Þorvarðardóttir | 21. desember Frjósemisdansinn um jólatréð Mynd hinnar heilögu guðsmóður með jesú- barnið í fangi er órjúf- anlegur hluti jólanna í huga kristinna manna. Um hana hafa verið sungnir sálmar og lof- söngvar um aldir. Í forkristnum trúar- brögðum sem sum hver tíðkast enn, til dæmis í Afríku og á Indlandi, er það þó önnur móðir sem tignuð er í tilefni af hækkandi sól. Það er móðir jörð. Þó að fæstir átti sig á því, má vart á milli sjá hvor er meira áberandi í jóla- haldi okkar nútímamanna, María mey eða móðir jörð. Tákn þeirrar fyrr- nefndu blasir við í trúarlegum skreyt- ingum, tákn þeirrar síðarnefndu breið- ir út ilmandi arma inni á heimilum landsmanna um hver einustu jól – það er nefnilega jólatréð. Jólin marka komu nýrrar tíðar, þau eru endaskeið skammdegisins, boð- berar um bjartari og lengri daga. Er því vel við hæfi að kalla þau „hátíð ljóssins“. Þessi tímamót, sem nor- rænir menn nefna „jól“ (yule á ensku), hafa verið haldin hátíðleg frá því í árdaga, löngu áður en kristnir menn gerðu þau að fæðingarhátíð frelsara síns. Þess vegna er margt í jólahaldi okkar sem á rætur að rekja til ævafornra trúarbragða og frjóse- missiða. Á það ekki síst við um þá venju að skreyta jólatré og dansa í kringum það. Kona verður tré Í fornum arfsögnum eru þess ýmis dæmi að manneskjur ummyndast í tré. Af einhverjum ástæðum á þetta einkum við um konur. Ein þeirra var veiðigyðjan Daphne, dóttir vatnaguðs- ins Nereusar, sem var sonur jarð- argyðjunnar Gæju. Daphne heillaði guðinn Appolló svo mjög að hann varð frávita af ást til hennar. En hún vildi ekki þýðast fegurðar- og skáldskap- arguðinn og lagði á flótta. Hann elti að sjálfsögðu og gekk svo hart fram að um síðir leitaði hún á náðir föður síns og bað hann að afmá kvenleika sinn og fegurð. Nereus breytti henni í lárviðartré. Hár hennar varð að laufskrúði, armar hennar að greinum og húðin að trjá- berki. Fæturnir urðu rætur. En Appolló var í álögum ástarinnar og þrá hans dvínaði ekki við þessi umskipti. Hann féll að trénu, faðmaði stofn þess og kyssti laufgreinarnar. … Meira: olinathorv.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR HAFLIÐI Jónsson, fyrrverandi garð- yrkjustjóri Reykja- víkurborgar, andaðist á Elliheimilinu Grund miðvikudaginn 19. desember sl. Hafliði fæddist 20. október 1923 á Pat- reksfirði, sonur hjónanna Jónínu Guð- rúnar Jónsdóttur hús- móður og Jóns Indr- iðasonar skósmiðs, sjómanns og verka- manns. Hafliði var tíundi í röð tólf þeirra systkina sem upp komust. Að loknu Barnaskólanámi á Patreksfirði gekk Hafliði í Ung- mennaskólann á Núpi tvo vetur, langaði svo að nema við Kenn- araháskóla Íslands en fjárhagur leyfði það ekki. Hann lagði stund á nám við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykj- um í Ölfusi og útskrifaðist þaðan sem garðyrkjufræðingur vorið 1942. Að námi loknu réð hann sig til Kaupfélags Ísfirðinga til að veita forstöðu nýrri gróðurhúsa- stöð í Reykjanesi við Djúp og var þar um sumarið 1942. Frá árinu 1943 starfaði Hafliði sem fastráðinn garð- yrkjumaður hjá skrúðgörðum Reykja- víkurbæjar, sem svo var nefndur þá, og varð svo ráðinn fyrsti eiginlegi garðyrkju- stjóri Reykjavíkur- borgar árið 1956 og gegndi því starfi til ársins 1985. Hafliði átti þátt í að gera Laugardalinn að því útivistarsvæði sem hann er orðinn. Kom Grasagarðinum þar á legg og hönnun Austurvallar eins og hann er nú er hans verk. Hafliði átti mörg áhugamál, einkum verk myndhöggvara, og átti hlut að máli við stofnun Ár- bæjarsafns. Hann fékkst einnig við ritstörf, líkt og bróðir hans Jón úr Vör, og birti ýmislegt undir höfundarnafn- inu „Hafliði Jónsson frá Eyrum“, meðal annars frásagnarþættina „Við Brellurætur“ og „Ævisögu Kristínar Dahlsted veitingakonu“. Hafliði kvæntist Guðleifu Hall- grímsdóttur, fædd 15. apríl 1926, látin í maí 1989, og áttu þau fimm syni saman en fyrir átti Hafliði einn son. Andlát Hafliði Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.