Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SATURDAY 22. DECEMBER 2007 31 FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Mér finnst þetta eðlileg og rétt-mæt spurning og full ástæðatil þess að þetta atriði verðitekið til sérstakrar skoðunar í nefndinni,“ segir Sigurður Kári Krist- jánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður menntamálanefndar, þegar hann er spurður hvort ósamræmi felist í því að hafa ákvæði sem banni ráðningu dæmdra kynferðisbrotamanna í leik- og grunnskóla en ekki í framhaldsskóla á sama tíma og samskonar ráðningarbann ríki innan æskulýðshreyfingarinnar varðandi þá sem starfi með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri, sam- kvæmt æskulýðslögum sem samþykkt voru í mars á þessu ári. Að sögn Sigurðar Kára eru full rök fyrir því að sömu sjónarmið gildi um nemendur í framhaldsskóla og í grunn- skóla, sérstaklega yngri nemendur í framhaldsskóla. „Mér finnst því vel koma til greina að framhaldsskólalögunum verði breytt með hliðsjón af því sem segir í grunnskólalögunum, a.m.k. hvað varðar framhaldsskólanema yngri en 18 ára,“ segir Sigurður Kári og bendir á að mark- miðið með fyrrgreindu ákvæði í frum- varpi til laga um leik- og grunnskólann sé að reynt verði að koma í veg fyrir það að ráðnir séu til starfa einstaklingar sem séu þeirrar gerðar að líklegt sé að þeir brjóti gegn börnum. Tregur til að gefa kynferð- isbrotamönnum afslátt Spurður hvort hann telji ástæðu til þess að takmarka ákvæðið einvörðungu við þau brot kynferðisbrotakaflans er snúi að börnum segir Sigurður Kári vissulega ólíkar leiðir til útfærslu koma til greina. „Við þurfum bara að fá tíma til að skoða þessi mál í kjölinn og komast að niðurstöðu. Sjálfur er ég þó tregur til að gefa einhverja afslætti gagnvart þeim sem gerst hafa brotlegir við kynferðis- brotakaflann, því þau brot eru mjög al- varleg hvort sem þau hafa beinst gegn börnum eða fullorðnum. Brotin eru þess eðlis að það er álitamál hvort þeir sem gerst hafa sekir um þau séu heppilegir til að kenna börnunum okkar. Mér finnst að það sé frekar ástæða til að gera meiri kröfur en minni í þessum efnum.“ Ekki hefur enn farið fram efnisleg um- ræða í menntamálanefnd um skólafrum- vörpin þrjú er varða leik-, grunn- og framhaldsskólann sem menntamálaráð- herra lagði fram á nýafstöðnu haustþingi. Frumvörpin hafa verið send til umsagnar hjá þar til gerðum aðilum og rennur um- sagnarfrestur, eftir því sem blaðamaður kemst næst, út 22. janúar nk. Í framhald- inu mun menntamálanefnd fjalla um frumvörpin. Barnaverndarstofa hyggst gera athugasemd við frumvarpið „Ég skil ekki að þetta hafi ekki ratað inn í frumvarpið til framhaldsskólalaga,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um ákvæði í frum- varpi til nýrra leik- og grunnskólalaga sem leggur bann við ráðningu einstak- linga sem hlotið hafa refsidóm fyrir brot á kynferðisbrotakafla almennra hegning- arlaga. „Ég fagna þessu ákvæði og tel að það eigi að sjálfsögðu líka að vera inni í lögunum um framhaldsskólann,“ segir Bragi og tekur fram að gerð verði at- hugasemd þess efnis í umsögn Barna- verndarstofu um frumvarpið sem skila þurfi til menntamálanefndar í janúar nk. Að sögn Braga hefur í barnaverndar- lögum síðan árið 2002 verið ákvæði um fortakslaust bann við ráðningu einstak- linga sem hlotið hafa refsidóm vegna kynferðisbrota gegn börnum. Segir hann það hafa þótt algjört nýmæli á sínum tíma, en þó verið í samhljóman við þá þró- un sem verið hafi í málaflokknum í ná- grannalöndum okkar, þeirra á meðal í Bretlandi og á Norðurlöndunum. Að sögn Braga treystu menn sér árið 2002 hins vegar ekki til þess að láta ákvæðið gilda fyrir aðrar stofnanir en þær sem störfuðu samkvæmt barnaverndarlögum, þeirra á meðal eru t.d. meðferðarheimili og sam- býli. Ákvæðið gildi hins vegar ekki um skóla þar sem þeir séu reknir samkvæmt sérlögum. Spurður hvort hann telji of víðtækt að láta ráðningarbannið í leik- og grunn- skóla sem og æskulýðsstarfi gilda um refsidóma gagnvart öllum kynferðis- brotakaflanum eða hvort aðeins eigi að miða við brot sem snúi að börnum og ung- mennum yngri en 18 ára svarar Bragi því til að sér finnist eðlilegt að tiltaka öll kyn- ferðisbrot. „Mér finnst að börnin eigi að njóta vafans og því tel ég ekki að undan- skilja eigi ákveðin brot kaflans. Kjarninn er sá að við verðum að gera mjög ríka kröfu til þess að þeir sem taka að sér ábyrgðarstörf með börnum, óháð því á hvaða aldri börnin kunna að vera, hafi mjög heilbrigða og sterka siðferðisvit- und. Hafi menn hlotið refsidóm fyrir kyn- ferðisbrot þá tel ég það næga ástæðu til að sniðganga slíkan einstak- ling í þessi störf.“ Engin ástæða til að slaka á kröfum Spurður hvort ástæða sé til þess að láta ákvæðið að- eins ná yfir kennara sem kenni framhaldsskólanem- endum yngri en 18 ára svarar Bragi því neitandi og efast um að slíkt sé í reynd fram- kvæmanlegt t.d. innan áfangakerfis. „Ég sé heldur enga sérstaka ástæðu til að slaka á kröfum í þessum viðkvæmu störf- um. Mér finnst að börn og ungmenni eigi að njóta vafans í slíkum tilvikum og að við eigum ekki að taka neina áhættu í því. Þetta er líka spurning um að samfélagið gefi mjög sterk skilaboð um það að við gerum afar ríkar kröfur til siðferðisvit- undar þeirra sem starfa með börnum og ungu fólki. Ég held ekki að við förum á mis við neina góða uppalendur þó við setjum þetta inn í lög, þvert á móti,“ segir Bragi. Að sögn Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns og fulltrúa Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs í menntamála- nefnd Alþingis, er fullkomlega eðlilegt að löggjöfin reyni að vernda börn gegn þeim ofbeldismönnum sem hafa tilhneigingu til að sækjast eftir störfum með börnum. Í samtali við Morgunblaðið bendir hún á að ákvæði nýrra æskulýðslaga, sem banni dæmdum kynferðisbrotamönnum að starfa með börnum og ungmennum yngri en 18 ára, hafi fengið mikla umfjöllun í menntamálanefnd í fyrra og verið mjög umdeilt. Bendir hún í því samhengi á að kyn- ferðisbrotakaflinn nái ekki aðeins yfir kynferðisofbeldi gagnvart börnum held- ur einnig önnur kynferðisbrot sem snúi t.d. að vændi og klámi. Veltir hún upp þeirri spurningu hvort eðlilegt sé að ein- staklingur, sem hafi enga barnagirnd en gerst hafi brotlegur við kynferðisbrota- kaflann varðandi eitthvað sem snúi að klámi eða vændi, geti ekki fengið starf sem kennari í framhaldsskóla. Þáverandi minnihluti menntamála- nefndar gerði í séráliti sínu um æskulýðs- lögin, sem samþykkt voru á Alþingi í mars a þessu ári, alvarlega athugasemd við ákvæðið sem bannar ráðningu dæmdra kynferðisbrotamanna til starfa innan æskulýðshreyfingarinnar þar sem vinnan feli í sér starf með börnum og ungmennum yngri en 18 ára, en í sama ákvæði var einnig að finna bann til fimm ára við ráðningu einstaklinga sem hlotið hefðu refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Minnihlutinn taldi ákvæðið ganga of langt við að útiloka fólk frá vinnu og efaðist um að slíkt ákvæði stæðist meðalhófsreglu sem virða beri við stjórnsýslu. Ætti bannið að ná yfir fleiri brot? Í nefndaráliti þáverandi minnihluta segir m.a.: „Í [10.] greininni er fyrirskip- að að útilokaðir frá þessum störfum [þ.e. skipulögðum æskulýðsstörfum] séu a) ævilangt, þeir sem hafa gerst brotlegir við kafla XXII. í hegningarlögum, um kynferðisbrot, og b) fimm ár eftir dóm, þeir sem hafa gerst brotlegir við fíkni- efnalögin (nr. 65/1974). Raunar eru alvar- legustu brot á fíkniefnasviði undanskilin og hefur ekki komið í ljós hvaða efnisleg rök liggja þar að baki.“ Minnihlutinn taldi sjálfsagt að hafa í æskulýðslögum ákvæði svipað þeim sem sé að finna í 36. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 en þar er eins og fyrr segir bann- að að ráða til starfa við umönnun barna og hjá barnaverndaryfirvöldum einstak- linga sem brotið hafa af sér samkvæmt kynferðisbrotakafla almennra hegning- arlaga ef brotið beinist gegn einstaklingi undir 18 ára aldri. Að mati minnihlutans komu í mennta- málanefnd ekki fram nein rök fyrir því að hin tilteknu brot á hegningarlöggjöf væru ástæða til atvinnubanns. „Rétt er að hafa í huga að brot gegn XXII. kafla hegningarlaga og gegn fíkniefnalögum eru ekki öll jafnalvarleg, en engin að- greining þeirra er reynd í frumvarpinu,“ segir m.a. í nefndarálitinu og bent á að þessi brot hljóti að þurfa að skoða í sam- hengi við almenn afbrot og sýna fram á að þau séu æskulýð sérstaklega skeinuhætt. „Þetta má einnig orða með þeim hætti að sé almennum kynferðisbrotamönnum meinað ævilangt að sinna æskulýðsstarf- semi hljóti að koma sterklega til álita að láta slíkt bann ná einnig til morðinga, til ræningja, til manna sem gerst hafa sekir um heimilisofbeldi, til fjárglæframanna.“ Í samtali blaðamanns við fagmenn á þessu sviði bentu þeir á að þessi upptöldu brot væru eðlisólík. Þannig segðu fræðin að mun meiri líkur væru á því að kynferð- isbrotamenn endurtaki óæskilega hegð- un sína og brjóti þannig aftur af sér held- ur en t.d. morðingjar. Hve lengi á brotasaga að fylgja einstaklingum út í samfélagið? Alls bárust tíu skriflegar umsagnir við æskulýðslögin þegar þau voru til umfjöll- unar snemma á þessu ári. Flestir um- sagnaraðilar litu lagafrumvarpið til æskulýðslaga jákvæðum augum. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, gerði hins vegar athugasemd við fyrr- nefnda 10. gr. frumvarpsins og taldi ákvæðið þess efnis að óheimilt væri að ráða einstaklinga sem hlotið hefðu refsi- dóm vegna kynferðisbrota og fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, vera of afdráttarlaust. „Spurning er hversu lengi brotasaga á að fylgja einstaklingum út í samfélagið að afplánun lokinni og hversu mikilvæga við viljum gera brota- sögu í samfélagi okkar. Hafa dæmdir brotamenn fyrir brot af þessu tagi valdið vanda í æskulýðsstarfi? Undirritaður þekkir ekki dæmi þess,“ skrifaði Helgi m.a. í umsögn sinni. Tók hann fram að eðlilegra væri að ákvæðið yrði sett fram sem heimildarákvæði en ekki sem af- dráttarlaust skilyrði í æskulýðsstarfi. Gera á ríka siðferðiskröfu til þeirra er starfa með börnum Bragi Guðbrandsson Kolbrún Halldórsdóttir Sigurður Kári Kristjánsson Corbis Hvað með framhaldsskólann? Verði frumvörp til laga um leik- og grunnskóla að lögum er óheimilt að ráða dæmda kynferðisbrotamenn til starfa á þeim vettvangi. » „Ég held ekki að við förum á mis við neina góða uppalendur þó við setjum þetta inn í lög, þvert á móti.“ að misskilning að konur úr enda á Íslandi eigi að jafn- en innfæddar, það sé afar enda þótt fyrirbærið sé al- sumra innflytjendahópa í m. „Fólk sem flyst til ann- ur oft með sér ákveðið frjó- “ segir Ólöf. „Þetta mynst- t í einhverjar kynslóðir en ð gera það. Ef við skoðum nasta hóp, Pólverja, er það konur eiga að jafnaði ekki tað ekki hægt að alhæfa en ls konar hópar af fólki. Oft fólk sem er mikið á hreyf- undið að reyna að afla sér atekna og ekki endilega í leiðingum meðan á því etur frjósemin verið enn nnt gerist hjá umræddum ðustu árin er mikil og segir afn mikil fjölgun hafi ekki ndi frá því um miðbik sjö- ns og í engu öðru Evrópu- fn mikil, meðaltalsfjölgun í 0,2%. Lífslíkur jukust alla amanburði við önnur Evr- fæðingartíðni hér á landi pphaf sjöunda áratugarins vænst þess að eignast fjög- ðinni. En þótt tíðnin sé enn samhengi hefur hún lækk- á landi eignast nú rúmlega vina. r 468!5=8 $$           <!:66 )                M M  $$    /                 5!984 = 5&& %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.