Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SATURDAY 22. DECEMBER 2007 37 MINNINGAR Erfitt á ég með að finna hinn fullkomna texta til að lýsa elsku Röggu ömmu. Því ákvað ég að lítil stutt heimatilbúin þula um hvaða minningar skjóta upp kollinum þeg- ar ég hugsa til hennar væri skemmtilegri kostur heldur en bjag- aður texti frá mér þó að engin sé ég heldur ljóðakona. Ekkert ljóð eða texti getur þó sagt hversu mikið ég á eftir að sakna hennar um ókomin ár. Bænir og sögur okkur amma kenndi, ætíð með spil í annarri hendi. Leikir, föndur og klettaklifur, var okkar skemmtilegi siður. Haddi paddi heimalingur, vafði henni sér um fingur. Kalla kisusögur oft var á hlustað, meðan af öðrum húsgögnum var dustað. Vanda branda gættu þinna handa, sagði amma að vanda. Appelsínur um jólin, kerti og spil, í denn þá þýddi það að vera til. Minningar hér og minningar þar minningar alstaðar. Ásthildur M. Jóhannsdóttir. Er komið var á Bröttugötuna í Borgarnesi hugsaði ég oft með mér: „Ljúft að vera komin í óvænta heim- sókn til hennar Röggu ömmu. Það er svo gaman að koma á óvart og sjá andlit hennar ljóma er hún sér mann! En svo verður það svo erfitt að kveðja þar sem ég er eflaust ekki að fara að sjá hana fyrr en eftir marga mánuði ef ekki eftir heilt ár. Ég fæ þá þéttingskveðjuknús eins og það væri síðasta knúsið okkar. Ragnheiður Ingibjörg Ásmundsdóttir ✝ RagnheiðurIngibjörg Ás- mundsdóttir fædd- ist á Hvítárvöllum í Borgarfjarðarsýslu 23. ágúst 1920. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 21. nóv- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Borgarnes- kirkju 1. desember. Get ekki annað en ósk- að þess í hvert skipti að svo verði ekki!“ Ekki var það nógu oft sem maður gat komið til Borgarness frá Parísinni. Var það því heldur erfitt að sætta sig við að hafa komið aðeins níu klukkustundum of seint til þess að geta séð síðasta andlits- ljómann og kvatt hana er hún lést. Ekkert flug var deginum áður. Þetta er einn af þeim þáttum sem takast þarf á við ef maður tekur þá ákvörðun að búa erlendis. Ekki er- um við eilíf svo það þýðir ekkert ann- að en halda jafnaðargeði og líta á björtu hliðarnar eins og hún hefði gert. Ragga amma, þessi hugulsama, orkumikla, ákveðna og elskulega amma. Ekki vantaði upp á málgleð- ina né sköpunarhæfileikana. Það væri hægt að skrifa heila bók um ævi- og skáldsögur Röggu ömmu allt frá því er hún reyndi að raka af sér freknurnar í að semja heila Kalla kisu-seríu. Naut ég þess mikið að fræðast um hennar æskuár og situr þá einna helst í mér tilfinningin sem ég fékk er hún lýsti því í smáatriðum er vinur hennar lék sér með eldspýt- urnar. Vildi svo óheppilega til að hann potaði þeim að henni svo alls- vakalega logaði í fötum hennar. Hleypur hún því sem fætur toga í átt til mömmu sinnar en nær hann þá að henda henni í jörðina og slökkva eld- inn áður en inn í hús var komið. Ekki var það fögur sjón fyrir móður að sjá dóttur sína, fimm ára trítlu, alla brennda. Kom þá aloe vera-plantan til björgunar er hún var lögð á brunninn líkama hennar heilu dag- ana. Elsku amma, þú munt ávallt vera ofarlega í minningu minni og hjarta mínu, á ég eftir að sakna þín mikið. Er ég stolt af að vera ein af 74 af- komendum þínum. Hvíldu í friði. Þitt ömmubarn Heiða Björg Jóhannsdóttir. ✝ Sigrún Krist-jánsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1. ágúst 1955. Hún lést á heimili sínu þann 5. desember sl. Sigrún var dóttir Kristjáns Erlendar Haraldssonar f. 12.5. 1936 og Erlu Hjartardóttur f. 21.11. 1936. Bræður Sigrúnar eru Har- aldur Kristjánsson f. 25.3. 1961, Svein- björn Kristjánsson f. 31.8. 1966 og Kristján Ragnar Kristjánsson f. 9.1. 1976. Sigrún giftist Benedikt Helga Benedikt- syni f. 14.4. 1953 en þau slitu sam- vistum. Sigrún og Benedikt eignuðust tvö börn, Ragnar Orra Benediktsson f. 20.1. 1978, sam- býliskona hans er Helga Sigurðar- dóttir f. 1.2. 1985 og Erlu Heiðrúnu Benediktsdóttir f. 10.1. 1982, sam- býlismaður hennar er Guðmundur Rún- ar Árnason 27.5. 1975. Þau eiga eina dóttur, Erlen Ingu Guðmundsdóttur f. 7.12. 2004. Útför Sigrúnar fór fram frá Fossvogskapellu þann 17. desem- ber síðastliðinn. Elsku vinkona. Þá ertu farin út á hinar víðáttumiklu lendur. Kannski loksins friður í hjarta eftir langa og stranga baráttu fyrir lífinu. Lausn frá áþján og þreyttum huga. Í fellibyl lífsins stóðstu og reyndir allt þitt besta til að standa hann af þér en varst ofurliði borin. Minningar mínar um þig eru margar og góðar því við vorum samferða um langa hríð en svo skildi leiðir eins og gengur. Ein myndin af þér birtist mér tær í hug- skoti. Það var fljótlega eftir að ég kom vestur að Núpi og sá þig tilsýnd- ar í græna hermannajakkanum þín- um og þröngu útvíðu gallabuxunum. Ein fallegasta stúlkan í hópnum. Brosið þitt einstaklega smitandi og þú pírðir augun á þann hátt að heill- aði alla í kringum þig. Ekki hvarflaði það að mér á þeim tíma að ég ætti eftir að verða í lífi þínu og einn í vinahópnum. Allar góðu stundirnar í Asparfellinu, Ingólfs- strætinu, veturinn okkar á Fáskrúðs- firði þegar við vorum saman næstum daglega og fundum nauðsyn þess að njóta samvista við hvert annað í skammdeginu og tilbreytingar- leysinu. Alltaf fundum við upp á ein- hverju til að gera og aldrei skorti um- ræðuefni, hafðir enda skoðanir á öllu. Þú bjóst alltaf hlýtt og fallegt heimili og naust þess að gera vel við þig og þína. Mér yljar minning um þig að borða kjúkling með höndunum án þess að káma þig út á meðan aðrir kláruðu eldhúsrúllu heimilisins. Gest- risni, greiðvikni, manngæska og hlýja eru orð sem vakna þegar ég hugsa til þín. Kannski varstu þess vegna við- kvæmari en aðrir fyrir mótlæti þótt þú bærir þig alltaf vel. Innra með þér var kvika sem fáir gátu snert. Hún gerði vart við sig á stöku augnablik- um, en jafn harðan tókst þér að loka fyrir og setja upp píreygða sjarma- brosið þitt. Þú barst þjáninguna ein. Alla tíð kunnirðu að meta fjöl- breytta tónlist, sögur, ljóð eða bara góðan brandara. Við gátum setið í stofunni með gítar, sungið út í eitt, hlegið út í eitt og stundum vakað út í eitt. Við vorum ung og glöð en áttum líka okkar sorgir. Við misstum ástvini og lífið barði á okkur miskunnarlaust. Ég hitti þig síðast þegar þú áttir af- skaplega erfitt. Ég kom í Hlaðgerð- arkot og við töluðum saman um heima og geima. Það var bjart yfir þér og þú hafðir trú á að núna kæmist þú loksins inn á veginn til bata. Þú varst skjálfandi og óttaslegin, en full vonar. Síðasta faðmlag okkar var þétt og innilegt og ég var bjartsýnn þegar ég kvaddi þig. Ég fann kvikuna bakvið fallega píreygða brosið þitt. Nú ertu horfin. Við hittumst síðar. Í Guðs friði. Aðstandendum öllum bið ég Guðs blessunar og styrks í sorg sem knýr svo hastarlega á. Þú tími eins og lækur áfram líður um lífsins kröppu bugður alltof fljótt. Markar okkur mjög svo undan svíður, minnir á þig, gengur títt og ótt. Ekkert kvikt sem andar fær þig flúið, það fölnar allt og máist burt um síð. Galdur enginn getur á þig snúið þú glottir bara’ og hæðist alla tíð. Samt linar þú og læknar hjartasárin og leggur við þau smyrsl þín sérhvern dag. Svo tínast eitt og eitt í burtu árin eins og dægrin björt um sólarlag. Valgeir Skagfjörð. Elsku Sigrún vinkona. Okkur langar að kveðja þig í fáein- um orðum. Við vorum harmi slegin þegar við fréttum að þú værir fallin frá. Við höfðum þekkt þig alla okkar ævi og skrítið verður að heyra ekki blíðu röddina þína aftur þegar þú hringdir eða komst í kaffi til mömmu. Síðasta sumar varstu mikið hjá mömmu og áttuð þið góðar stundir saman og við systkinin settumst ætíð við eldhúsborðið hjá ykkur og mikið var spjallað og hlegið. Þú tókst okkur ætíð opnum örmum og knús og koss var það fyrsta sem við fengum þegar við hittumst og það síðasta þegar við kvöddumst. Nú ertu á góðum stað hjá Guði og lítur eftir fjölskyldunni þinni og öllum sem þér þótti vænt um, um ókomna tíð. Elsku Ragnar Orri, Erla Heiðrún, Kristján, Erla, Haraldur, Sveinbjörn og Kristján Ragnar og fjölskyldur ykkar og ástvinir, okkar innilegustu samúðarkveðjur og Guð veri með ykkur Vertu Guð faðir faðir minn í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. Helga, Ragnheiður og Davíð Karl Siggubörn. Kæra systir. Þá er þessari ferð þinni lokið hér á jörð. Við eigum allar þær minningar sem eftir þig lifa. Því miður er mér orða vant á þessari stundu og vil því kveðja þig með einu af okkar uppá- halds lögum. Hvernig á ég, Guð, að eignast huggun í hjarta? Hvernig get ég, Guð, geisla sólar séð bjarta? Ó, veit mér styrk því nótt er myrk, og lát þú mig ei sökkva í húmið svarta. Minning lifir mæt, milt var hjarta þitt, kæri. Ei ég inna læt, þinn ljúfleik ég mæri. Í hugsun skýr og vinum hlýr af lífinu það besta kaust ætíð læra. Allra vitjar sorgin og sárindi. Sviði fylgir oft lífsins hverflyndi. Svala sálu nú, sorg, Guð, huggaðu mína, til lífsins byggðu brú, frá brjósti særðu, mér, þína. Ó, ver mér hjá og lát mig sjá kærleiksgeisla bjart frá sólu þinni skína. Allra vitjar sorgin og sárindi. Sviði fylgir oft lífsins hverflyndi. (Davíð Baldursson.) Ég sakna þín alltaf, Sveinbjörn bróðir. Sigrún Kristjánsdóttir Elsku besti pabbi minn. Nú ertu laus úr fjötrum líkamans og þrautagöngu þinni lok- ið.Við tekur annað brýnna verkefni sem þér ber að leysa í líki engils. Ég vil þakka þér fyrir góðar samverustundir í gegn- um tíðina. Mér fannst sem lítilli stúlku alltaf spennandi að koma í Kópavoginn til ykkar Dúnu. Ferðin hófst alltaf flugleiðis frá Vestmanna- eyjum og gistum við iðulega part úr sumri hjá ykkur. Oft var farið niður á Tjörn til að gefa öndunum brauð og ýmislegt var brallað með stjúpson- um þínum, þeim Ásgeiri og Friðriki, sem voru nálægt mér í aldri. Seint gleymi ég sjóferðinni sem þú bauðst mér í en þá sigldum við frá Reykjavík til Eyja. Hún byrjaði vel, Magnús Stefánsson ✝ Magnús Stef-ánsson fæddist í Reykjavík 4. októ- ber 1937. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 13. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Kópavogs- kirkju 21. desember. ég sat mikið úti á dekki og horfði á múkkana sveima yfir en fljótlega skreið ég í koju og hélt mér þar þangað til þú komst og sagðir mér að við værum að sigla inn í höfnina í Eyjum. Mikil gleðitíðindi voru það fyrir mig enda hafa sjóferðalög ekki beint heillað mig eftir þessa ferð. Mér er einnig minn- isstætt að þegar þú áttir leið sjóleiðis til Eyja þá hafðir þú alltaf samband við okkur systurn- ar og bauðst okkur ósjaldan í heim- sókn niður í bát 32. Þar opnaðist æv- intýraheimur. Jóla- og afmælisgjafir frá ykkur Dúnu voru spennandi. Stundum voru þær keyptar í útlöndum þegar þú hafðir verið í siglingum og ekki var það nú verra. Einn dag þegar ég var nýbyrjuð að búa komst þú fær- andi hendi með Kenwood-hrærivél undir hendi og færðir mér. Sú vél er enn í stöðugri notkun, þú hefur sennilega fundið það á þér að ég ætti eftir að hafa unun af bakstri. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Elsku pabbi, ég vona að þér líði vel í nýjum heimkynnum og látir ljós þitt skína þar eins og þú gerðir hér í þessu lífi. Ég vil aftur þakka þér fyr- ir allt sem þú gerðir fyrir mig og vil ég kveðja þig með þessu ljúfa kvæði sem mér er svo annt um. Starfsfólki Sunnuhlíðar í Kópavogi vil ég þakka fyrir góða umönnun. Hvíl þú í friði. Þín dóttir Guðmunda. Fjölskyldan var í forgangi hjá afa og hann hafði mik- inn áhuga á að deila með okkur tíma sínum. Fyrir það er ég mjög þakk- lát. Sterkasta minning sem ég á um afa Sigurð er afi syngjandi í voða stórum Volvobíl lag með frumsömd- um texta og mér þótti ég afar lán- söm að eiga svona sniðugan afa. Við sungum oft saman í þeim fjölmörgu dagsferðum sem afi skipulagði með barnabörnum sínum en þar af voru ferðirnar í tívolí í Hveragerði vin- sælastar. Afi fór með mér í öll tæk- in af því að ég þorði ekki ein og lagði það jafnvel á sig að láta margra arma kolkrabba snúa sér í hringi. Sundferðirnar voru tíðastar og ekki síður skemmtilegar. Afi stakk upp á sundkeppnum yfir laugina, stundum vann ég og stundum vann hann. Fyrir mér var mikilvægast að keppa til að sigra en markmið hans var örugglega að æfa mig í sundi. Við spiluðum líka oft saman á spil, Ólsen Ólsen og Tuttugu og einn. Löngu seinna fannst mér skrítið að Sigurður Jónsson ✝ Sigurður Jóns-son fæddist í Hafnarfirði 11. des- ember 1913. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni sunnudaginn 11. nóvember síðastlið- inn. Útför Sigurðar fór fram í kyrrþey frá Grafarvogs- kirkju 16. nóvem- ber. afi hafi viljað spila við mig þekkt fjárhættu- spil því ég gat ekki ímyndað mér að hann hefði gaman af slíku. Hann var nefnilega einstaklega hagsýnn og sparsamur. Enn síðar varð mér hins vegar ljóst að afi var líklegast bara að þjálfa mig í reikningi. Mér þykir það til marks um hvað hann var útsjónasamur í að blanda saman námi og leik. Væntumþykja og hlýja um- kringdu afa. Hann hafði mikinn áhuga á lífi og högum barnabarna sinna og vildi eiga virkan þátt í að koma undir okkur fótunum. Hann var því mikilvæg stoð í lífi okkar allra. Afi vissi alltaf hvað ég var að gera, hvernig fjárhagurinn væri, hvernig námið gengi og hvaða áform ég hefði. Honum þótti mik- ilvægt að vita hvernig ég stæði í líf- inu og velta fyrir sér hvernig ég gæti haft það betra. Mér þótti vænt um að hann virtist aldrei leggja dóm á áform mín eða skoðanir. Þess í stað hrósaði hann mér fyrir að vera dugleg enda fannst mér alltaf að afi stæði með mér og hefði óbil- andi trú á mér. Afi var alltaf blíður og þolinmóður og ég mun alltaf muna hvað honum þótti vænt um mig og mér um hann. Í hjarta mínu lifir sú væntumþykja sem einkenndi samband okkar og allar þær góðu stundir sem við deildum saman. Ásthildur Valtýsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.