Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 24
|Saturday|22. 12. 2007| mbl.is daglegtlíf Bolvíkingar hafa nýtt aðvent- una vel til að undirbúa komu jólanna og er bærinn nú ljósum prýddur. »28 bæjarlífið Austurríska borgin Vín er sann- kölluð jólaborg og þangað er gaman fyrir gesti að koma á að- ventunni. »28 ferðalög Jólaskrautið hefur tilfinn- ingalegt gildi fyrir Rannveigu Ásbjarnardóttur sem skreytir heimili sitt hátt og lágt. »26 innlit barnaefni. Mikil útgáfa er á barnaefni á disk- um, ekki sízt á banda- rísku efni. Sumt af því er gott. Annað verra. Það er mikið framboð af erlendum sjónvarps- stöðvum og þess jafnan gætt að hafa einhverjar barnarásir með í þeim pökkum, sem fólki bjóðast af erlendum stöðvum. Er hugsanlegt að bókaútgefendur séu í samkeppni við þetta myndefni, miklu frekar en leikföng? Víkverja sýnist að svo sé og þarf ekki annað en fylgjast með háttsemi barna til þess að komast að þeirri niðurstöðu. Hvað veldur því að tals- maður bókaútgefenda nefnir þetta myndefni ekki? Er ástæðan kannski sú að einhverjir bókaútgefendur standa að útgáfu á slíku myndefni? Víkverji leyfir sér að fullyrða að það er myndefnið sem dregur úr lestri bóka hjá börnum og til þess að sporna gegn þeirri þróun þarf að grípa til sérstakra ráðstafana og það á heimilum fólks en ekki utan þeirra. Áhyggjur Kristjáns B. Jón- assonar eru réttmætar. Það er al- varleg þróun ef börn hætta að lesa bækur en horfa í staðinn stöðugt á útlent myndefni. Það er t.d. engin spurning að máltilfinning þeirra dofnar ef þau horfa of mikið á erlent myndefni. Það er þó skömminni skárra þegar það efni er talsett. Hvað segir Kristján B. Jónasson um þessa tilgátu Víkverja? Er hún alveg út í hött? Á baksíðu Morg-unblaðsins í gær, föstudag, birtist frétt þess efnis, að engin barnabók hefði komizt á lista yfir 10 mest seldar bækur að þessu sinni. Um þetta segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags ís- lenzkra bókaútgefenda í samtali við Morg- unblaðið: „Bóksala almennt er mjög góð. Í því ljósi vekur það óneitanlega sérstaka athygli að engin barnabók skuli rata inn á topp 10 met- sölulistann fyrir þessi jól og er það ákveðið áhyggjuefni því það gæti þýtt að færri kaupi barnabækur í ár en í fyrra.“ Síðan segir Kristján: „Það hefur verið mikið áhyggju- efni hjá mörgum bókaútgefendum að verðstríð á leikfangamarkaði mundi hafa neikvæð áhrif á barna- bókasöluna og e.t.v. eiga þær áhyggjur átt rétt á sér. Leikföng hafa verið ódýr og auðvitað hlýtur að vera tilhneiging, bæði út af því og þeirri umfjöllun, sem verið hefur um leikföng, að fólk kaupi frekar leik- föng en bækur fyrir börnin.“ Það er auðvitað alvarlegt mál, mjög alvarlegt, að börn lesa færri bækur en áður. En er skýring Krist- jáns rétt eða er ástæðan kannski dýpri og þar með alvarlegri? Það er augljóst að börn sækjast mjög í það myndefni sem er á boð- stólum úti um allt. Það er hægt að leigja myndbönd og diska með       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Þ að er einhver hrífandi stemmning við það að kaupa nokkrar jóla- gjafir á síðustu stundu, jafnvel á sjálfan Þorlák. Í því felst einhver einkennileg jóla- leg ánægja og spenna sem eykur á gleðina. Það er líka sagt að skemmtilegra sé að gefa en að þiggja. Í tímaskortinum skemmti- lega eru þó nokkrar reglur sem ráðlegast er að fara eftir og sú fyrsta er að kaupa jólagjöf handa ástinni í lífi sínu og börnunum. Síð- an má huga að foreldrunum og tengdó blessuðum og svo systkinum og vinum þegar á tímann fer að líða. Þegar tíminn er af svo skorn- um skammti má ekki eyða miklu af honum í vangaveltur. Takið ör- skotsstund í að greina persónuleika jólagjafaþegans og áhugamál og kaupið síðan það fyrsta sem þið tengið við viðkomandi. Það er lík- legast til að vera það rétta. Þegar halla fer á Þorlák og allar gjafir komnar í hús jafnast svo ekkert við að fá sér súkkulaði með alvöru rjóma. Það er líka sönn jólaánægja. Jólaánægja á síðustu stundu Jólatíminn Úr eru sígild gjöf, karlmannsúr frá DKNY 13.500 kr., kvenmannsúr, 16.600 kr. Meba. Tignarlegt fyrir dívuna Veski, 4.900 kr. leðurhanskar, 6.300 kr. Drangey. Silfruð Belti, 4.990 kr. leður- hanskar, 5.990 kr. Company. Silkimjúkt dekur Krem, olía og fleira í gjafa- pakka, 4.790 kr. Body Shop. Vasi Hið ein- falda er oft sígildast, 1.140 kr. Búsáhöld. Herralegt Hátíðlegir tískulitir sem henta jól- unum, 2.990 kr. hvert bindi, Dressmann. Hagnýtt Hanski, 1.450 kr. og potta- leppar, 750 kr. stk. Duka. Útivera Skíða- húfa, 2.490 kr. og gleraugu, 4.490 kr. Útilíf. Sportlegt Trefill frá Puma, 2.490 kr. og hanskar, 2.490 kr. Útilíf. Frjálslegt form Skál frá Alessi. 8.500 kr. Casa. Krúttlegt Jólasokk- ar, 1.290 kr. Cobra. uhj@mbl.is Stjörnujól Kertastjakar fyrir ljósið í lífi þínu. Parið 200 kr. Tiger. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.