Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SATURDAY 22. DECEMBER 2007 47 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9, Hana-nú ganga kl. 10. Skötuveisla á morgun, Þorláksmessu, kl. 12. Lokað á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Starfsfólk Gjábakka óskar öllum gestum félagsstarfsins gleðilegra jóla. Félagsstarf Gerðubergs | Leiðsögn í vinnustofum fellur niður til mánud. 7. janúar. Starfsfólk sendir þátttak- endum, samstarfsaðilum og velunn- urum um land allt bestu óskir um gleðiríka jólahátíð. Hæðargarður 31 | Notendaráð og starfsmenn Félagsmiðstöðvarinnar í Hæðargarði óska landsmönnum öll- um gleðilegrar hátíðar og árs og frið- ar. Opið virku dagana milli jóla og ný- árs. Starfsemin hefst að fullu strax eftir áramót. Uppl. í s. 568 3132. 75ára afmæli. 24. desem-ber verður Jón Ingi Júlíusson stjötíu og fimm ára. Hann tekur á móti vinum og ættingjum á morgun, laugar- daginn 22. desember, milli kl. 15 og 17 í húsi Verkalýðs- félagsins, Austurmörk 2, Hveragerði. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569- 1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er Saturday 22. December, 356. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Sá sem vill elska lífið og sjá góða daga, haldi tungu sinni frá vondu og vörum sínum frá að mæla svik. (1Pt. 3, 10.) Þjóðminjasafnið býður til fyrir-lestrar í dag kl. 13 um íslenskajólasiði. Fyrirlesari er TerryGunnell, dósent í þjóðfræði við HÍ, og ber erindi hans yfirskriftina The Icelandic Yule – Íslensku jólin, og fer fram á ensku. „Fyrirlesturinn er einkum hugsaður til að veita útlendingum innsýn í jóla- hefðir Íslendinga, en erindið ætti einnig að vera skemmtilegt og fræðandi fyrir innfædda,“ segir Terry, sem stundað hefur rannsóknir á jólasiðum á Norður- löndunum. Terry beinir sjónum sínum sérstak- lega að hlutverki náttúruvætta í ýmiss konar jólaþjóðtrú á Íslandi: „Allt frá landnámi var algengt að trúað væri á tilvist yfirnáttúrulegra vera á landinu. Um það leyti sem jólin eru haldin hátíð- leg, myrkrið færist yfir og snjórinn teygir sig úr fjöllunum niður í byggðir virðist sem þessar verur komi nær, og fari jafnvel á stjá á heimilum fólks,“ seg- ir Terry. „Íslensku jólasveinarnir eru af þessum meiði, og svipar um margt til norrænna afturgangna og tröllahópa, oskoreia eða juleskrei, sem um jól áttu það til að taka jafnvel yfir heilu húsinu ef ekki voru gerðar ráðstafanir til að verjast þeim.“ Grýlu og Leppalúða verða gerð góð skil í erindinu: „Grýla, sem heimsækir einnig Færeyinga um föstuinngang, virðist eiga ættingja bæði á Skotlandi og Írlandi, kerlinguna Cailleach sem er einskonar persónugervingur vetrarins. Í Vestur-Noregi fyrirfinnst tröllkonan Lusse, sem heimsækir mannabyggðir 13. desember.“ Fjölskylda jólasveinanna á sér því fyrirmyndir í þjóðtrú nágrannaland- anna, en einn vel þekktur jólaóvættur virðist þó með öllu séríslenskur: „Jóla- kötturinn fyrirfinnst hvergi á nágranna- löndunum, hann er kannski tengdur sið- um Norðmanna um jólageit sem frið- þægja þurfti með einhverjum hætti á jólum, ef ekki átti að fara illa. Ekki var mikið um ketti á Íslandi þegar jólakött- urinn kom fram á sjónarsviðið og kannski var þeim mun auðveldara fyrir ímyndunaraflið að leika lausum hala.“ Fyrirlesturinn er öllum opinn og ókeypis. Finna má nánari upplýsingar um viðburði á vegum Þjóðminjasafnsins á slóðinni www.thjodminjasafn.is. Þjóðfræði | Fyrirlestur um íslenska jólasiði í Þjóðminjasafninu í dag kl. 13 Uppruni jólasveinanna  Terry Gunnell fæddist í Brighton á Englandi 1955. Hann lauk BA- gráðu í leiklistar- fræðum frá Há- skólanum í Birm- ingham 1977, gráðu í kennslu og uppeldisfræði frá sama skóla 1978, bac.phil.-gráðu í ís- lensku fyrir erlenda stúdenta frá HÍ 1981 og doktorsnámi í íslenskum fræðum frá Háskólanum í Leeds árið 1991. Terry hefur starfað við kennslu í framhalds- og háskóla, hann varð stundakennari við HÍ 1991, síðar lekt- or og dósent. Terry er kvæntur Þor- björgu Jónsdóttur, fyrrv. skrifstofu- stjóra, og eiga þau tvær dætur. Tónlist Organ | Jólatónleikar Diktu, Ölvis, Rass og For a Minor Reflection verða á Organ í Hafnarstræti. Húsið opnar kl. 21.30 og kostar 500 kr. inn. Uppákomur Samstarfshópur Friðarhreyfinga | Ís- lenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og leggur gangan af stað kl. 18. Fólk er hvatt til að mæta tím- anlega. Gangan í ár er sú tuttugasta og áttunda í röðinni. Að venju verða kyndlar seldir á Hlemmi í upphafi göngunnar. Fyrirlestrar og fundir Þjóðminjasafn Íslands | Terry Gunnell flyt- ur fyrirlestur kl. 13 um gömlu íslensku jólin. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og nefnist The Icelandic Yule. Fjallað er um trú og siði kringum íslensku jólin í aldanna rás, frá heiðnum goðum til gárunga og hrekkjóttra íslenskra jólasveina. Fréttir og tilkynningar AA-samtökin | Neyðarsími AA-samtak- anna er 895 1050. Börn Dimmuborgir | Jólasveinarnir taka á móti gestum á Hallarflöt í Dimmuborgum í Mý- vatnssveit alla daga í desember kl. 13-15. MENN gera sér ýmislegt til skemmtunar svona rétt fyrir jól, eins og þessi mynd sýnir, tekin í dýragarði í Kína. Björninn hefur verið þjálfaður til að klappa og dansa fyrir gesti. Nær öruggt má telja að birninum er ekki skemmt. Uppátæki manna eru oft og tíðum skrítin og þá ekki síst fyrir jólin Jólabjörn í Kína Reuters FRÉTTIR Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali AÐALFUNDUR Félags lög- giltra endurskoðenda (FLE) var haldinn á Grand hóteli Reykjavík föstudaginn 16. nóv- ember sl. Nýkjörinn formaður félagsins er Margret G. Flóvenz og er hún fyrsta konan sem gegnir því embætti. Varaformaður er Jóhann Unnsteinsson og aðrir í stjórn eru María Sólbergs- dóttir, Knútur Þórhallsson og Þórir H. Ólafsson. Félag löggiltra endurskoð- enda var stofnað árið 1935. Markmið þess er m.a. að við- halda og auka faglega þekkingu félagsmanna, samræma vinnu- brögð og bæta þjónustu fé- lagsmanna við viðskiptavini og aðra, er byggja á störfum endurskoðenda. FLE stendur fyrir kynningu á starfssviði félagsmanna og er í forsvari fyrir þá á opinberum vettvangi, gætir hagsmuna þeirra og vinnur að því að al- mennt aðhald sé með starfsemi og framkvæmd starfa endur- skoðenda. FLE stendur fyrir fundum og ráðstefnum fyrir endurskoð- endur og gefur út tímaritið FLE-fréttir. Framkvæmdastjóri FLE er Arnbjörg Edda Guðbjörns- dóttir. Faglegur framkvæmda- stjóri er Gunnar Sigurðsson endurskoðandi, segir í frétta- tilkynningu. Nýkjörin stjórn FLE Knútur Þórhallsson, Jóhann Unnsteinsson, Margret G. Flóvenz, Þórir H. Ólafsson og María Sólbergsdóttir. Ný stjórn Félags löggiltra endurskoðenda ...flott sólgleraugu. Gjöf sem gleður! 2008 collection
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.