Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 50
Ég hef aflað mér milljóna dala með þessum línum … 55 » reykjavíkreykjavík Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HÚN er vel rokkuð, uppfærsla Vesturports á Jesus Christ Superstar, einu frægasta verki Andrew Lloyd Webber og Tim Rice. Það er kannski ekki skrítið þegar horft er til tveggja af aðalleikurunum, sem eru bona fide rokkarar, og manni myndi ekki bregða við að sjá þá í sömu múnderingu strigsandi niður Laugaveginn. Hér erum við að tala um þá Krumma, oftast kenndan við Mínus, en hann leikur Jesú Krist og Jenna oftast kenndan við Brain Police, en hann fer með hlutverk Júdasar. Þess fyrir utan er blærinn á sýningunni dökkur og harður, eig- inlega gotneskur („gothic“), hvort sem litið er til sviðs- myndar eða tónlistar, en hljómsveitina skipa m.a. þeir Bjarni og Bjössi, félagar Krumma í Mínus. Tekist á við endurtekninguna Jesus Christ Superstar var frumsýnt árið 1970 og hefur síðan verið sett upp margsinnis víða um veröld. Rými til túlkunnar er þó þröngt, og verkinu fylgja nokkuð stífar reglur um uppsetningu. Vesturport fer fram á ystu nöf að því leytinu til, eins og við mátti búast, og m.a. var sótt um undanþágu hvað stærð hljómsveitarinnar varðar. „Þetta mátti ekki vera of seif,“ segir Björn. „Ég vildi taka áhættu með þetta verk. Eins og hægt væri a.m.k. Það má vel segja að þetta verk sé orðin einhver klisja, og leikhúsheimurinn er uppfullur af stöðugum end- urtekningum. Það er síðan spurning hvað hægt er að ganga langt í endursköpun – innan endurtekningarinnar. Við fór- um bara grimmt í þetta, reyndum að skilja gamalgrónar hugmyndir um þetta verk við okkur, og reyna að blása ein- hverju nýju og fersku inn í þetta.“ Sumir segja söngleikjaformið útjaskað, og það sé ekki að finna mikið listrænt kjöt á þeim beinum. Björn Hlynur við- urkennir fúslega að þetta sé form sem hann hafi ekki kunn- að að meta hér áður fyrr. „En þetta er ekki söngleikur, heldur ópera. Rokkópera. Og formið er magnað, fari maður rétt að þessu. Tónlistin er frábær, samsöngurinn, eða kór- inn, sterkur og það er hægt að nýta þetta á áhrifamikinn hátt. En ég hefði aldrei lagt út í þetta ef Krummi og Jenni hefðu ekki verið til. Ég var búinn að hugsa þetta allt saman út frá þeim.“ Krummi rifjar upp í framhaldinu að hann og Björn hafi kynnst í gegnum myndina Strákarnir okkar (2005) en þar fór Björn með aðalhlutverkið en Mínus sá um tónlistina. Þeir hafi kíkt í kollu meðfram tökum og svona og með þeim tókst kunningsskapur. Þegar Björn hafi ámálgað þessa hugmynd við hann hafi hann ekki verið lengi að hugsa sig um og hann segist vera að finna sig vel í leikhúsinu. „Ég segi þér í einlægni að þegar ég fékk þetta tilboð, þá var það einfaldlega eitthvað sem ekki var hægt að hafna. Þetta var „once in a lifetime“ dæmi. Ég er að komast að hlutum sem ég vissi ekki að ég byggi yfir. En mér hefur alltaf þótt leikhúsið spennandi, og ég er t.d. mjög mikill áhugamaður um kvikmyndir og hef alltaf verið.“ Rokk! Rokkið smýgur um allt í sýningunni eins og fram hefur komið og blaðamaður imprar á því að það sé nú heilmikið rokk í Birni. Hann sé nú eiginlega bara rokkari. Björn fer undan í nettum flæmingi, reynir að gera lítið úr kenning- unni. En þá hringir síminn hans. Hringitónninn? „Ace of Spades“ með Motorhead í fjöltónalegri dýrð... ROKKÓPERAN JESUS CHRIST SUPERSTAR VERÐUR FRUMSÝND FÖSTUDAGINN 28. DESEMBER NÆST- KOMANDI Í BORGARLEIKHÚSINU. BLAÐAMAÐUR SAT RENNSLI Í VIKUNNI OG RÆDDI EFTIR ÞAÐ VIÐ LEIKSTJÓR- ANN, BJÖRN HLYN HARALDSSON OG STJÖRNUNA SJÁLFA, KRUMMA. Krummi „Ég segi þér í einlægni að þegar ég fékk þetta tilboð, þá var það einfaldlega eitthvað sem ekki var hægt að hafna.“ Ó, JESÚS ... BRÓÐIR BESTI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.