Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SATURDAY 22. DECEMBER 2007 33 ÆTLA má að afurðir erfðarann- sókna sem á undanförnum vikum hafa verið kynntar almenningi um allan heim undir heitinu Decodeme, Navigenics og 23 and Me veki at- hygli margra, ekki síst á Íslandi þar sem menn virðast binda miklar von- ir við að erfðarannsóknir muni bera margvíslegan ávöxt. Þjónusta sú sem hér um ræðir mun höfða með beinum hætti til fleira fólks en erfðafræðin hefur gert til þessa, og er því brýnt að almenningur hafi aðgang að víðtækum upplýsingum og sjónarmiðum til að geta myndað sér vel ígrundaðar skoðanir á henni. Íslensk erfðagreining, sem býður upp á ofangreinda þjónustu í harðri samkeppni við erlenda aðila, hefur mikið bolmagn til að halda ágæti hennar á lofti hér á landi. Af þeim sökum er brýnt að íslenskir fjöl- miðlar bregðist ekki þeirri skyldu sinni að spyrja gagnrýninna spurn- inga um þær nýjungar sem nú eru í boði og efla um þær upplýsta um- ræðu. Þetta ber fjölmiðlum vita- skuld að gera á sem flestum svið- um, meðal annars með því að leiða í ljós mismunandi sjónarmið og láta þau takast á með málefnalegum hætti. Fjölmiðlar eiga ekki bara að vera ílát fyrir aðsendar greinar eða endursegja fréttatilkynningar hags- munaðila. Í þeirri orðræðu sem nú á sér stað um erfðavísindin þykir okkur brýnt að almenningi sé gert betur kleift að dæma um gildi mis- munandi sjónarmiða, og að sérfræð- ingar og hagsmunaaðilar eyði ekki púðri sínu í að gera lítið úr sjón- armiðum annarra eða væna þá um tilfinningasemi. Flestum má vera ljóst að hvorki sérfræðingar né hagsmunaaðilar hafa einkarétt á að skilgreina kosti og galla þeirra úrræða sem í boði eru til að stuðla að heilbrigði. Jafn- framt má ætla að upplýstur al- menningur sé fær um að meta í hvaða áttir sjónarmið mismunandi aðila kunna að sveigjast vegna fjár- hagslegra hagsmuna, stéttahags- muna eða annarra hagsmuna sem hljóta að koma við sögu. Þegar öllu er á botninn hvolft er eðli þeirrar þjónustu sem Íslensk erfðagreining, Navigenics og 23 and Me bjóða ekki með öllu ljóst. Ann- ars vegar er gefið í skyn að kaup- endur þjónustunnar muni fá aðgang að upplýsingum um líkurnar á því að þeir veikist af tilteknum sjúk- dómum og að þær upplýsingar gagnist þeim sem vilja tryggja heil- brigði sitt. Þannig segir meðal ann- ars á netsíðu Decodeme: „Calculate genetic risk for 17 diseases“ og „myCODE is my map to better health“. Hins vegar eru settir fram skýrir fyrirvarar þess efnis að not- endur þjónustunnar skuli ekki taka ákvarðanir viðvíkjandi heilsu sína á grundvelli þeirra upplýsinga sem veittar eru, heldur leita til heil- brigðisstofnana ef með þeim vakna spurningar varðandi slíkt. Þetta má túlka á þá leið að öðrum þræði sé verið að höfða til þarfar mannsins fyrir öryggi og heilbrigði jafnvel þótt seljendum sé ljóst að skír- skotun slíkra drauma kunni að vera mun víðfeðmari heldur en vísinda- legar undirstöður þjónustunnar gefa tilefni til. Rannsóknir hafa leitt í ljós að forvarnir gegn sjúkdómum tak- ast stundum vel en stundum ekki. Á sviði erfðafræði hefur um árabil ríkt sam- komulag meðal vís- indamanna og heil- brigðisyfirvalda víða um lönd um að sú þekking sem arfgerð- argreining veitir ein- staklingum þegar hún er framkvæmd í for- spárskyni sé yfirleitt svo vand- meðfarin að í hverju tilviki skuli veita víðtæka ráðgjöf um eðli henn- ar og afleiðingar. Engin vitneskja liggur fyrir um hvort erfðaupplýs- ingar á borð við þær sem mönnum býðst nú aðgangur að fyrir tilstilli Íslenskrar erfðagreiningar og ann- arra aðila muni raunverulega gagnast þeim, eða hvernig tryggja skuli að gagn hljótist af slíkum upp- lýsingum. Fyrir því eru fullkomlega eðlilegar ástæður og tiltölulega ein- faldar: Rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar og annarra hafa á undanförnum árum leitt í ljós að ákveðnar arfgerðir tengjast aukinni áhættu á að menn verði fyrir barðinu á ýmsum algengum sjúk- dómum. Þessi vitneskja er hins veg- ar svo ný af nálinni að ekki hefur enn gefist tími til að rannsaka hvort og hvernig hana megi hagnýta þannig að raunverulegur heilsufars- legur ávinningur hljótist af. Þessa óvissu ættu einstaklingar sem vilja ráða málum sínum sjálfir að hafa í huga þegar þeir taka afstöðu til þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar og annarra. Orðræða um erfðafræði Vilhjálmur Árnason og Stefán Hjörleifsson fjalla um erfðaupplýsingar »Engin vitneskja ligg-ur fyrir um hvort erfðaupplýsingar á borð við þær sem mönnum býðst nú aðgangur að muni raunverulega gagnast þeim. Vilhjálmur Árnason Stefán Hjörleifsson er heimilislæknir og aðjúnkt við læknadeild Háskóla Ís- lands. Vilhjálmur Árnason er prófess- or í heimspeki við Háskóla Íslands. Stefán Hjörleifsson                     
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.