Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 4
4 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is MATSVERÐ fasteigna, fasteigna- mat, hækkar almennt um 12% frá áramótum samkvæmt ákvörðun yfirfasteignamatsnefndar, með hliðsjón af breytingu verðlags fast- eigna. „En svo eru ýmis frávik í báðar áttir,“ segir Pétur Stefáns- son, formaður nefndarinnar. Fast- eignamat lækkar hins vegar hvergi og hefur ekki gert sl. sex ár. Hækkunin hefur m.a. áhrif á út- svar en matið er lagt til grundvall- ar við álagningu ýmissa opinberra gjalda, s.s. fasteignaskatts, lóða- leigu og holræsagjalds. Matið hækkaði almennt um 10% í fyrra. 6-20% hækkun Matsverð íbúðarhúsa og íbúðar- lóða á Seltjarnarnesi, í Stykkis- hólmi, á Blönduósi, Eyrarbakka, Stokkseyri og í þéttbýli í Snæ- fellsbæ hækkar um 16%. Á tveimur stöðum hækkar matið um 20%, þ.e. á Siglufirði og á Búðum í Fá- skrúðsfirði. Spurður um skýringar á því nefnir Pétur að hugsanlega séu samgöngubætur á þessum stöðum, fyrirhugaðar eða yfir- staðnar, að hafa áhrif. Undir það tekur bæjarstjóri Fjallabyggðar. Minni hækkanir, eða um 6%, eru á matsverði íbúðarhúsa á Akranesi og á suðurfjörðum Vestfjarða m.a. á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal. Sömu sögu er að segja af norðausturhorni landsins, á Kópa- skeri, Raufarhöfn og Bakkafirði sem og í Grímsey og Hornafirði. Atvinnuhúsnæði hækkar víða um 20% Mest er hækkun á matsverði at- vinnuhúsnæðis á höfuðborgar- svæðinu, í Reykjanesbæ, Borgar- nesi, Akranesi, Akureyri, Selfossi og í Hveragerði eða 20%. Á nokkr- um stöðum hækkar matið mun minna eða um 6%, t.d. á Snæfells- nesi, í Dalabyggð, á Þórshöfn, í Vopnafjarðarhreppi og á ákveðnu svæði á Suður- og Suðausturlandi. Matsverð atvinnuhúsa og at- vinnuhúsalóða verður óbreytt á Vestfjörðum frá og með Reykhóla- hreppi að og með Strandabyggð, í Grímsey, Fjallabyggð, Norður- þingi (að frátaldri Húsavík), Tjör- neshreppi, Svalbarðshreppi, Langanesbyggð (að frátaldri Þórs- höfn) og í Vestmannaeyjum verður óbreytt. Matsverð sumarhúsa og sumar- húsalóða hækkar um 20% á Suður- og Suðvesturlandi svo og í Sval- barðsstrandarhreppi, Fnjóskadal og Aðaldælahreppi. Fasteignaskattur lækkar eða stendur í stað Fasteignagjöld í Garðabæ munu ekki hækka þrátt fyrir hækkanir á fasteignamati. Þetta næst með því að lækka fasteignaskatta á íbúða- húsnæði úr 0,24% í 0,22% og sömu- leiðis með lækkun vatnsskatts. „Þetta gerir það að verkum að íbú- ar í Garðabæ eru að borga um 5% meira í fasteignagjöld en í fyrra,“ segir Gunnar Einarsson, bæjar- stjóri. „Að jafnaði þýðir þetta ör- litla raunlækkun.“ Hins vegar ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að halda hlutfalli fast- eignaskatts óbreyttu milli ára sem þýðir að fasteignagjöld borgarbúa hækka í takt við hærra fasteigna- mat. Á fundi borgarstjórnar lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins fram tillögu um lækkun fast- eignaskatta en sú tillaga var felld. Sama staða er t.d. uppi í Hafnar- firði. Bjartsýni að aukast „Þetta eru ánægjulegar fréttir,“ segir Þórir Kristinn Þórisson, bæj- arstjóri Fjallabyggðar um 20% hækkun fasteignamats á Siglufirði. „Þetta segir okkur það að hjá okk- ur er uppsveifla. Hér hefur fast- eignaverð verið of lágt alltof lengi og sú þróun er nú að breytast. Það er meiri bjartsýni hér í fólki.“ Og ástæða bjartsýninnar eru Héðinsfjarðargöng sem verða opn- uð eftir tvö ár. „Þau munu breyta gríðarlega miklu. Þetta sýnir okk- ur að þróunin er þegar hafin.“ Í um áratug hefur það færst í aukana að fólk kaupi íbúðarhús á Siglufirði og búi þar hluta úr ári. Eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hefur m.a. aukist af þeim sökum. Lítið er enn um nýbyggingar. „En við erum að stækka sjúkrahúsið og leikskólann en íbúðarhús eru ekki í byggingu hér að ráði,“ segir Þórir. Hann segir ekki tilefni til að lækka fasteignaskatta. Hlutfallið verði það sama á næsta ári og í ár. Hækkað fasteignamat á því eftir að skila sér í auknum tekjum bæjar- ins. Fasteignamat mun almennt hækka um 12% Hækkanir á íbúðarhúsnæði mestar á Siglufirði og Fáskrúðsfirði Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Bjartsýni Fasteignamat íbúðarhúsnæðis á Siglufirði hækkar um 20% um áramótin. Það finnst bæjarstjór- anum mikil gleðitíðindi og undirstrika þá bjartsýni sem ríki, m.a. vegna bættra samgangna. Í HNOTSKURN »Vísitala íbúðaverðs á höf-uðborgarsvæðinu var 351,9 stig í nóvember 2007 (janúar 1994=100) og lækkaði um 1,5% frá fyrra mánuði. »Síðastliðna 3 mánuði hækk-aði hún um 2,1%, síðast- liðna 6 mánuði hefur hún hækkað um 4,8%. »Hækkun síðastliðna 12mánuði var 14,1%. UMBOÐSMAÐUR Alþingis gerir at- hugasemdir við þá túlkun dómsmálaráðu- neytisins, að þóknanir, sem fangar fá fyrir vinnu sína, séu ekki skattskyldar tekjur. Tekur umboðsmaður undir þá afstöðu fjármálaráðuneytisins, að orðalagið þókn- un í lögum breyti engu um skattskyldu þessara greiðslna. Hefur umboðsmaður Alþingis beint þeim tilmælum til dóms- og kirkju- málaráðuneytisins að framkvæmd á greiðslu þóknana til fanga fyrir vinnu eða nám verði færð til þess horfs að hún sam- rýmist ákvæðum gildandi skattalaga að þessu leyti. Eigi að ná fram því markmiði, að þóknanir fanga séu undanþegnar skatt- skyldu, sé þörf á frekari lagabreytingum. Telur tekjur fanga skattskyldar „ATHÖFNIN í dag staðfesti með augljósum og skýrum hætti fyrir mér, hve mikils virði er fyr- ir Eistlendinga og aðrar þjóðir í A-Evrópu að verða með þessum hætti hluti af landamæralausri álfunni,“ segir Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, sem var viðstaddur hátíðlega at- höfn í Tallinn í Eistlandi, í gær, í tilefni stækkunar Schengen- svæðisins úr 15 ríkjum í alls 24. „Þjóðirnar líta á þetta sem lokaskrefið við að ljúka þeirri einangrun, sem kommúnisminn kallaði yfir þær. Auk þess stað- festa þær enn betur samtöðu sína með öðrum Evrópubúum. Fagnaðarbylgjan var augljós í Tallinn og endurspeglaðist í mik- illi flugeldasýningunni yfir borg- inni í lok hinnar formlegu athafn- ar.“ Samanlagð- ur íbúafjöldi í ríkjunum 24 er um 400 milljónir manna en nú bættust Malta og átta A- Evrópuríki, þ.á m. Tékk- land, Ung- verjaland, og Eistland, í hópinn. Björn sagði þetta ekki aðeins skipta miklu fyrir þjóðirnar, sem nú gerast aðilar að Schengen. „Á milli Helsinki og Tallinn sigla um fimm milljónir manna ár hvert og Finnar eru þar í meiri- hluta, þetta auðveldar þeim að sjálfsögðu ferðina og á enn eftir að auka tengslin milli þessara tveggja þjóða sem hafið skilur.“ Schengen-ríki fagna stækkun Flugeldum skotið á loft í Tallinn Björn Bjarnason Þú getur valið úr fjölbreyttu úrvali ferða hjá þremur ferðaskrifstofum. Allt í einu gjafabréfi. Úrval-Útsýn: 585 4000 Sumarferðir: 514 1400 Plúsferðir: 535 2100 UMSÆKJENDURNIR þrír sem ekki fengu stöðu héraðsdómara við Héraðsdóm Aust- urlands þrátt fyrir að vera metnir hæf- astir, munu allir óska eftir rökstuðningi við ákvörðunina. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Árni Mathiesen, settur dómsmálaráð- herra, skipaði Þorstein Davíðsson aðstoð- arsaksóknara og deildarstjóra hjá lög- reglustjóraembætti höfuðborgarsvæðisins í embættið. Nefndin sem fjallaði um hæfni umsækjendanna komst að þeirri nið- urstöðu að þrír þeirra væru mjög vel hæf- ir, en tveir hæfir. Þorsteinn, sem áður gegndi stöðu aðstoðarmanns dóms- málaráðherra, var metinn hæfur. Þeir sem sóttu um embættið voru, auk Þorsteins, Guðmundur Kristjánsson hæstarétt- arlögmaður, Halldór Björnsson aðstoð- armaður hæstaréttardómara, Pétur Dam Leifsson, lektor við lagadeildir Háskóla Ís- lands og Háskólans á Akureyri, sem allir voru metnir mjög vel hæfir og Ragnheiður Jónsdóttir, löglærður fulltrúi sýslumanns- ins á Húsavík, sem var metin hæf. Óska eftir rökstuðningi RANNSÓKN lögreglu höfuðborgarsvæð- isins á Fáskrúðsfjarðarmálinu svonefnda er lokið og var málið sent embætti rík- issaksóknara í gær. Lögregla leggur til að sex verði ákærðir. Niðurstaða lögreglu- embættisins er að rökstuddur grunur sé um stórfelld brot á lögum um ávana- og fíkniefni og almennum hegningarlögum. Alls eru sex manns í haldi vegna máls- ins. Varðhald yfir þremur þeirra var framlengt til 29. janúar næstkomandi, en einn er í varðhaldi til 10. janúar. Fimmti maðurinn afplánar þegar fangelsisvist vegna annarra mála, en sá sjötti er í haldi lögreglunnar í Færeyjum. Alls var lagt hald á um 40 kíló af fíkni- efnum, þar af um 24 kíló af amfetamíni, 14 kíló af e-töfludufti og um 1.700 e-töflur. Rannsókn fíkniefnadeildar lögregl- unnar var umfangsmikil og teygði anga sína víða. Segir lögreglan, að mánuðum saman hafi staðið yfir rannsókn á hugs- anlegum innflutningi á miklu magni af fíkniefnum hingað til lands sem síðar leiddi til handtöku þriggja manna í og við skútu á Fáskrúðsfirði að morgni 20. sept- ember sl. Í framhaldinu voru fleiri menn handteknir og yfirheyrðir. Rannsókn lokið – sex verði ákærðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.