Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SATURDAY 22. DECEMBER 2007 23 SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | Dúxinn við brautskráningu stúdenta af haustönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Anna María Ævarsdóttir, tók á móti verðlaunum sínum í kjól sem hún hannaði og saumaði sjálf. Hún tók textíl sem auka- fag í vetur og var kjóllinn lokaverkefni hennar í því. Annars gekk Önnu Maríu vel í tungumálum og fékk sérstök verðlaun fyrir árangurinn. „Mér hefur alltaf þótt gaman að því að læra tungumál,“ segir hún. Anna María hyggur á nám í geisla- og lífeindafræði við Háskólann í Reykjavík í haust. Þangað til starfar hún sem leiðbeinandi við fyrsta bekk Holtaskóla í Keflavík. Þar sér hún um einn hóp af þremur og starf- ar með tveimur reyndum kennurum. „Þær hjálpa mér þvílíkt mikið. Ég gæti ekki gert þetta án þess,“ segir Anna María. Hún hefur unnið með náminu í leikskóla og segir að það sé ekki svo ólíkt. „Þetta er ótrúlega þroskandi,“ segir hún um starfið með börnunum. Hún æfir körfubolta með Njarðvík og leikur með lið- inu í annarri deild Íslandsmótsins eftir að hafa skipt úr Keflavík í haust. „Þetta var dálítil breyting en það tóku flestir vel í þetta,“ segir Anna María um vista- skiptin sem ekki eru alltaf vel séð hjá stuðnings- mönnum liðanna í Reykjanesbæ. Njarðvíkingar eru að byggja upp nýtt lið og hefur gengið ágætlega í vetur. Svo vildi til að Njarðvík dróst á móti Keflavík í Lýsing- arbikarnum. „Við töpuðum að vísu en það var gaman að leika á móti gömlu liðsfélögunum,“ segir Anna María. Nú útskrifuðust 62 nemendur frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, þar af 44 stúdentar, 9 iðnnemar, 6 úr starfsnámi, einn meistari, einn úr listnámi og einn af starfsbraut. Að venju voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur í ýmsum greinum. Nú var í fyrsta skipti veitt- ur styrkur úr Styrktarsjóði FS sem Gunnar Sveinsson og Kaupfélag Suðurnesja stofnuðu. Þrír nemendur, Birgir Ólafsson, Jóhanna María Kristinsdóttir og Örn Viljar Kjartansson, fengu stuðning fyrir góðan árang- ur í samskiptum og tjáningu í áfanganum SAM 106. Dúxinn hannaði og saum- aði útskriftarkjólinn Ljósmynd/Guðmann Kristþórsson Fjölskyldan Helena Ösp, Elva Rún, Anna María, Guð- rún Einarsdóttir og Ævar Már Finnsson við útskriftina. LANDIÐ Hella | Nemendur úr níunda bekk Grunnskólans á Hellu fengu á dög- unum ferð til Reykjavíkur, veislu á Pizza Hut og miða á sýninguna Leg í Þjóðleikhúsinu. Krakkarnir unnu fyrstu verðlaun í verkefninu „Ung- lingar, lýðræði og heimabyggðin“ en úrslit voru tilkynnt í júní. Verkefnið er miðað við ungt fólk á aldrinum þrettán til sautján ára. Tólf nemendur úr áttunda bekk Grunn- skólans á Hellu voru meðal þátttak- enda. Þau tóku þátt í hugmynda- vinnu um það hvað mætti gera til að bæta samfélagið á 21. öldinni og gera það eftirsóknarverðara til búsetu, meðal annars með gerð ritgerða og síðan var ein hugmynd valin með at- kvæðagreiðslu til frekari útfærslu. Fyrir valinu varð hugmyndin að byggja skautasvell sem myndi draga fólk og fjármagn til sveitarfélagsins. Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni standa fyrir verkefninu og buðu samtökin nemendunum í borg- arferð en sparisjóðirnir á Íslandi, sem eru aðalstyrktaraðilar verkefn- isins, kostuðu verðlaunin. Skautasvell til að bæta byggðina Hugmynd Nemendur úr Grunnskólanum á Hellu fengu leikhúsferð í verð- laun fyrir góða hugmynd til að bæta heimabyggð sína. Barðaströnd | Tvær veturgamlar systur frá Innri-Múla heimtust á Barðaströnd 18. desember. Það væri ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að þær eru útigengnar. Þær komu úr Hagadal ásamt nokkrum öðrum kindum þegar bændur á Innri-Múla voru að leita að heimtum kindum sem vantaði þegar farið var að hýsa. Elstu menn muna ekki eftir því að kind hafi komið úti- gengin úr Hagadal áður. Heimtur eru með besta móti hjá bændum á Innri-Múla þetta árið, að því er fram kemur í upplýsingum sem Ásgeir Sveinsson hefur sent Morgunblaðinu. Vantar einungis tvær tvílembdar ær sem hafa komið á Melanesi á Rauðasandi undanfarin ár. Smalasvæðið er víðáttumikið land sem er allt smalað gangandi og með hundum enda mikið af hlíðum, klettum og kjarri. Fyrstu leitir taka 10 daga fyrir 5-8 manns. Á þessu hausti eru bændur á Innri-Múla bún- ir að smala og leita að fé í 40-50 daga. 40-50 daga að smala Heimtar Barði og Ásgeir Sveins- synir með útigöngugimbrarnar. Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Prima-krydd, sem fram- leitt var hjá Tindafelli í Kópvogi og er víða að finna í eldhúsum lands- manna, er á leiðinni til Blönduóss. Þessa dagana er verið að flytja framleiðslueiningar norður og stefnt er að því að hefja framleiðslu fljótlega í janúar. Framleiðslan verður fyrst um sinn í bráðabirgðahúsnæði þar sem áður var Krútt-bakarí en á vormánuðum er fyrirhugað að byggja varanlegt húsnæði yfir framleiðsluna við höf- uðstöðvar Vilkó á Blönduósi. Það er einmitt Vilkó sem er að kaupa þetta fyrirtæki í bæinn og renna frekari stoðum undir rekstur fyrirtækisins. Að sögn Guðmundar Sveinssonar hjá Vilkó mun atvinnutækifærum fjölga á Blönduósi með tilkomu þess- arar kryddverksmiðju. Það er því ljóst að tilveran verður krydduð í orðsins fyllstu merkingu á Blönduósi á nýju ári. Krydd í tilveruna á Blönduósi Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Flutningur Kryddframleiðslunni er komið fyrir í bráðabirgðahúsnæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.