Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SATURDAY 22. DECEMBER 2007 19 Belfast. AFP. | Dómari í Belfast á Norður-Írlandi sýknaði á fimmtu- dag 38 ára gamlan mann, Sean Hoey, af öllum ákærum um ábyrgð á sprengjutilræðinu í bænum Omagh 1998 en þar týndu 29 manns lífi og var ódæðisverkið hið mannskæðasta í sögu átakanna á Norður-Írlandi. Dómarinn fór hörðum orðum um rannsókn lög- reglunnar, sagði óvarlega hafa ver- ið farið með ýmis mikilvæg sönn- unargögn og að saksóknurum hefði einfaldlega ekki tekist að færa sönnur á mál sitt. Ákæran á hendur Hoey var í 56 liðum en hann er eini maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir morð í tengslum við ódæð- isverkið. Nokkrir aðrir hafa verið sakfelldir fyrir minni sakir. Hoey var m.a. gefið að sök að hafa verið sá sem bjó sprengjuna til. Ætt- ingjar fólksins sem dó í Omagh voru miður sín er þeir heyrðu dóm- inn, en samtök þeirra hafa barist hart fyrir því undanfarin níu ár að einhver sætti ábyrgð fyrir verkn- aðinum. Ættingjar óánægð- ir með lögregluna AP Ósátt Michael Gallagher fer fyrir samtökum ættingja en hann missti son sinn í ódæðinu í Omagh. Hann sagði það hneyksli að lögreglu hefði mistek- ist að ná fram sakfellingu. Ofgnótt sönnunargagna hefði verið fyrir hendi. ALLIR ættu að þekkja þá föðurlegu umvöndun að það sé slæmt fyrir augun að lesa í rökkri, ávallt beri að hafa nægt ljós. Hvað þá hina algengu fullyrðingu að maðurinn noti að- eins nokkra hundraðshluta af heilabúi sínu, eða þá að átta glös af vatni á dag komi heilsunni í lag. Hætt er við að margir þurfi að taka til í frasageymslunni hjá sér því rannsókn bandarískra vísinda- manna bendir til að fullyrðingarnar þrjár séu í hópi nokkurra „læknis- fræðilegra goðsagna“. Engin svæði heilans eru þannig algerlega óvirk, svo varla sitja yfir níu tíundu hlutar ónýttir; neglur halda ekki áfram að vaxa eftir and- látið, eins og sumir hafa haldið fram; rakstur veldur því ekki að hár vaxi hraðar, fyrstu hárbrodd- arnir eru síður fíngerðir en vaxnir hárendar og af því stafar missýnin; lestur í myrkri skaðar ekki augun; fátt bendir til að farsímar trufli tæki á sjúkrahúsum; óþarft er að drekka átta vatnsglös á dag, taka verður tillit til annars vökva sem innbyrtur er og – að lokum – neysla kalkúns veldur ekki sérstaklega mikilli syfju eins og ýmsir hafa tal- ið. Goðsagnir afhjúpaðar AÐ minnsta kosti 50 týndu lífi í sjálfsmorðsárás á mosku nálægt borginni Peshawar í norðvestur- hluta Pakistans í gær. Um þúsund manns voru samankomin í mosk- unni í því skyni að halda Eid al- Adha-trúarhátíðina. Mikil spenna er í Pakistan en þingkosningar eiga að fara þar fram í janúar. 50 féllu í Pakistan LÍKUR eru á að smástirni muni rekast á reiki- stjörnuna Mars í næsta mánuði, eða 1 á móti 75, sem telst nokkuð líklegt á mæli- kvarða stjörnu- fræðinnar. Að sögn vísindamanna Geim- ferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA, er sjaldgæft að slík líkindi séu fyrir árekstri en smástirnið er áætlað svipað að stærð og það sem eyddi 60 milljónum trjáa í Síberíu 1908. Telja frjóir hugir geimverur þá hafa verið á ferðinni. Árekstur á Mars? KEVIN Rudd, nýr forsætisráð- herra Ástralíu, kom í óvænta heimsókn til Íraks í gær en hann vill kalla ástralska herinn heim frá Írak og er það breyting frá stefnu fyrri stjórnar. Rudd hitti Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, og sagði honum að 550 manna herlið Ástr- alíu yrði farið frá Írak fyrir lok júní á næsta ári. Hann lofaði hins vegar að Ástralía myndi áfram styðja við bakið á Írökum og m.a. munu Ástr- alar áfram taka þátt í að þjálfa liðs- menn íraska hersins og lögregl- unnar, en sú þjálfun fer fram í nágrannaríkinu Jórdaníu. Kevin Rudd Rudd í Bagdad FJÖLDI breskra kvenna, 35-54 ára, í millistétt, sem lætur lífið af sjúk- dómum er tengjast neyslu áfengis tvöfaldaðist á tímabilinu 1991-2005. Fjöldi dauðsfalla var 14 á hverjar 100.000 konur og eru fleiri Bretar sagðir látast af völdum áfengis en vegna brjósta- og leghálskrabba. Hættulegt áfengi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.