Morgunblaðið - 22.12.2007, Side 19

Morgunblaðið - 22.12.2007, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SATURDAY 22. DECEMBER 2007 19 Belfast. AFP. | Dómari í Belfast á Norður-Írlandi sýknaði á fimmtu- dag 38 ára gamlan mann, Sean Hoey, af öllum ákærum um ábyrgð á sprengjutilræðinu í bænum Omagh 1998 en þar týndu 29 manns lífi og var ódæðisverkið hið mannskæðasta í sögu átakanna á Norður-Írlandi. Dómarinn fór hörðum orðum um rannsókn lög- reglunnar, sagði óvarlega hafa ver- ið farið með ýmis mikilvæg sönn- unargögn og að saksóknurum hefði einfaldlega ekki tekist að færa sönnur á mál sitt. Ákæran á hendur Hoey var í 56 liðum en hann er eini maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir morð í tengslum við ódæð- isverkið. Nokkrir aðrir hafa verið sakfelldir fyrir minni sakir. Hoey var m.a. gefið að sök að hafa verið sá sem bjó sprengjuna til. Ætt- ingjar fólksins sem dó í Omagh voru miður sín er þeir heyrðu dóm- inn, en samtök þeirra hafa barist hart fyrir því undanfarin níu ár að einhver sætti ábyrgð fyrir verkn- aðinum. Ættingjar óánægð- ir með lögregluna AP Ósátt Michael Gallagher fer fyrir samtökum ættingja en hann missti son sinn í ódæðinu í Omagh. Hann sagði það hneyksli að lögreglu hefði mistek- ist að ná fram sakfellingu. Ofgnótt sönnunargagna hefði verið fyrir hendi. ALLIR ættu að þekkja þá föðurlegu umvöndun að það sé slæmt fyrir augun að lesa í rökkri, ávallt beri að hafa nægt ljós. Hvað þá hina algengu fullyrðingu að maðurinn noti að- eins nokkra hundraðshluta af heilabúi sínu, eða þá að átta glös af vatni á dag komi heilsunni í lag. Hætt er við að margir þurfi að taka til í frasageymslunni hjá sér því rannsókn bandarískra vísinda- manna bendir til að fullyrðingarnar þrjár séu í hópi nokkurra „læknis- fræðilegra goðsagna“. Engin svæði heilans eru þannig algerlega óvirk, svo varla sitja yfir níu tíundu hlutar ónýttir; neglur halda ekki áfram að vaxa eftir and- látið, eins og sumir hafa haldið fram; rakstur veldur því ekki að hár vaxi hraðar, fyrstu hárbrodd- arnir eru síður fíngerðir en vaxnir hárendar og af því stafar missýnin; lestur í myrkri skaðar ekki augun; fátt bendir til að farsímar trufli tæki á sjúkrahúsum; óþarft er að drekka átta vatnsglös á dag, taka verður tillit til annars vökva sem innbyrtur er og – að lokum – neysla kalkúns veldur ekki sérstaklega mikilli syfju eins og ýmsir hafa tal- ið. Goðsagnir afhjúpaðar AÐ minnsta kosti 50 týndu lífi í sjálfsmorðsárás á mosku nálægt borginni Peshawar í norðvestur- hluta Pakistans í gær. Um þúsund manns voru samankomin í mosk- unni í því skyni að halda Eid al- Adha-trúarhátíðina. Mikil spenna er í Pakistan en þingkosningar eiga að fara þar fram í janúar. 50 féllu í Pakistan LÍKUR eru á að smástirni muni rekast á reiki- stjörnuna Mars í næsta mánuði, eða 1 á móti 75, sem telst nokkuð líklegt á mæli- kvarða stjörnu- fræðinnar. Að sögn vísindamanna Geim- ferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA, er sjaldgæft að slík líkindi séu fyrir árekstri en smástirnið er áætlað svipað að stærð og það sem eyddi 60 milljónum trjáa í Síberíu 1908. Telja frjóir hugir geimverur þá hafa verið á ferðinni. Árekstur á Mars? KEVIN Rudd, nýr forsætisráð- herra Ástralíu, kom í óvænta heimsókn til Íraks í gær en hann vill kalla ástralska herinn heim frá Írak og er það breyting frá stefnu fyrri stjórnar. Rudd hitti Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, og sagði honum að 550 manna herlið Ástr- alíu yrði farið frá Írak fyrir lok júní á næsta ári. Hann lofaði hins vegar að Ástralía myndi áfram styðja við bakið á Írökum og m.a. munu Ástr- alar áfram taka þátt í að þjálfa liðs- menn íraska hersins og lögregl- unnar, en sú þjálfun fer fram í nágrannaríkinu Jórdaníu. Kevin Rudd Rudd í Bagdad FJÖLDI breskra kvenna, 35-54 ára, í millistétt, sem lætur lífið af sjúk- dómum er tengjast neyslu áfengis tvöfaldaðist á tímabilinu 1991-2005. Fjöldi dauðsfalla var 14 á hverjar 100.000 konur og eru fleiri Bretar sagðir látast af völdum áfengis en vegna brjósta- og leghálskrabba. Hættulegt áfengi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.