Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 22
22 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hveragerði | Lögð verður áhersla á íþróttamannvirki í fjárfestingum Hveragerðisbæjar á næsta ári, sam- kvæmt fjárhagsáætlun ársins sem samþykkt hefur verið. Þar ber hæst yfirbyggðan gervigrasvöll ásamt að- stöðuhúsi við Grýluvöll. Fram kom í máli Aldísar Haf- steinsdóttur bæjarstjóra, þegar hún kynnti fjárhagsáætlunina, að yf- irbyggt gervigras myndi gjörbreyta allri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar og losa um tíma í íþróttahúsi bæj- arins, sem starfsemin hefur sprengt utan af sér fyrir löngu. Verið er að kanna möguleika á uppblásnu tjaldi yfir gervigrasið. Það yrði þá upphitað og hugsanlegt að koma fyrir gólfi fyrir aðrar íþróttagreinar. Aldís tekur fram við Morgunblaðið að þessi kostur sé enn til athugunar. Aðstaða af þessu tagi er mun ódýrari en hefðbundnar íþróttahallir sem byggðar hafa ver- ið. Gert er ráð fyrir 200 milljónum kr. til verksins á fjárhagsáætlun. Athuga möguleika á uppblásnu knattspyrnuhúsi ÁRBORGARSVÆÐIÐ Eyrarbakki | Byggðsafn Árnesinga vinnur nú að heimildamynd um Húsið á Eyrarbakka og hefur feng- ið til þess styrki frá nokkrum að- ilum. Um er að ræða 45 mínútna leikna mynd. Andrés Indriðason, kvikmynda- gerðarmaður og rithöfundur, samdi handritið og stjórnaði tökum og klippingu. Kvikmyndatökumað- ur er Jóhannes Jónsson frá Ísafirði. Tónlist var samin sérstaklega fyrir heimildamyndina af Elínu Gunn- laugsdóttur tónskáldi. Um þessar mundir er verið að ljúka klippingu myndarinnar og frágangi hennar. Heimildamynd gerð um Húsið Selfoss | Ragnheiður Guðmunds- dóttir (Heiða) í Auðsholti 5 í Hruna- mannahreppi var heiðruð af mjólk- urbúinu á Selfossi á fimmtudaginn fyrir að hafa gefið mjólkurbíl- stjórum fyrirtækisins að borða í hálfa öld eða frá 1958. Guðmundur Geir Gunnarsson, mjólkurbússtjóri MS á Selfossi, seg- ir að 14 bú á Suðurlandi sjái nú um að fæða mjólkurbílstjóra en enginn hefur sinnt þessari þjónustu jafn lengi og Heiða. Lengst af sá hún um hádegisverð fyrir bílstjórana en hin síðari ár hefur það verið morg- unverður. Guðmundur Jóhannsson og Gunn- ar Friðriksson mjólkurbílstjórar hafa verið hvað lengst í fæði hjá Heiðu en síðustu fimm ár hefur Björn Magnússon notið gestrisni og veitinga í Auðsholti. „Það er alltaf jafn yndislegt að koma til Heiðu, borðin svigna undan kræsingum og við höfum leyst hin ýmsu þjóð- félagsmál í morgunmatnum,“ sagði Björn. Hefur haldið mér gangandi Heiða segir það hafa verið for- réttindi í sínu lífi að hafa sinnt þessu hlutverki fyrir mjólkurbílstjórana í öll þessi ári, það hafi gefið henni mikið og í rauninni haldið henni gangandi eins og hún orðaði það. „Þetta hafa allt verið yndislegir menn sem hingað hafa komið enda hef ég litið á þá sem hluta af fjöl- skyldunni minni, svo góða vini og fé- laga hef ég eignast þessi 50 ár,“ sagði Heiða þegar hún tók við þakk- lætisvotti frá MS fyrir störf sín um leið og hún hætti að sinna starfinu. Heiða dvelur nú á Selfossi hjá syni sínum vegna veikinda sem komu upp í byrjun desember. Þakklæti Mjólkurbílstjórarnir Guðmundur Geir og Björn Magnússon, heimsóttu Heiðu á Selfoss og heiðruðu hana fyrir langt og gott starf. Alltaf jafn gott að koma til Heiðu Selfoss | Byggingarmagn í miðbæ Selfoss minnkar um tæp 8% frá aug- lýstri deiliskipulagstillögu, sam- kvæmt nýrri tillögu sem bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt. Deiliskipulagið er umdeilt í sveit- arfélaginu og bárust 1.147 athuga- semdir, flestar á undirskriftalistum. Starfshópur á vegum bæjarins hefur farið yfir þessar athugasemdir og reynt að koma til móts við þær, að því er fram kom hjá Þorvaldi Guð- myndssyni bæjarfulltrúa á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Í nýrri tillögu er byggingarmagn minnkað úr 48.900 fermetrum í 45.100 fermetra. Bílastæðum fækkar og íbúðum fækkar um 24. Það er meðal annars gert með því að fella brott úr skipulaginu tilteknar bygg- ingar og lækka nokkrar um eina hæð. Þá er gert ráð fyrir þeim mögu- leika að menningarmiðstöð geti risið á byggingarreit við Ártorg. Áfram er gert ráð fyrir að flest hús á þessu svæði verði rifin, þar á meðal svo- kallað Pakkhús. Deiliskipulagstillagan var sam- þykkt með atkvæðum fulltrúa meiri- hlutans í bæjarstjórn en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu at- kvæði á móti. Gagnrýndu þeir meðal annars samninga við Miðjuna ehf. sem þeir telja að feli í sér íþyngjandi skuldbindingar fyrir bæinn. Byggingarmagn minnkar um tæp 8% NÚ er ljóst að hin geysivinsæla sýn- ing á Óvitum slær aðsóknarmetið hjá Leikfélagi Akureyrar en sýn- ingum verður hætt 6. janúar til þess rýna fyrir frumsýningu farsans Fló á skinni. Uppselt hefur verið á allar sýn- ingar á Óvitum og að lokinni sýn- ingunni 28. desember hafa fleiri séð verkið en sáu Fullkomið brúðkaup á Akureyri, en það er vinsælasta sýning LA frá upphafi. Áhorfendur verða þá orðnir tæplega 12.000. Reyndar verður Fullkomið brúð- kaup áfram aðsóknarmesta sýning LA í heild sinni, því alls sáu um 26.000 manns sýninguna þegar gestir í Reykjavík eru taldir með. Að sögn Magnúsar Geirs Þórð- arsonar, leikhússtjóra LA, er stefnt að útgáfu sýningarinnar Óvita á DVD fyrir páskana og sýningin snýr aftur á svið Samkomuhússins í september á næsta ári. Óvitar eftir Guðrúnu Helgadótt- ur voru frumsýndir hjá LA 15. sept- ember sl. í leikstjórn Sigurðar Sig- urjónssonar. Jón Ólafsson samdi nýja tónlist við verkið við texta Davíðs Þórs Jónssonar. 18 börn taka þátt í sýningunni og leika við hlið fullorðinna leikara. Óvitar slá Akureyrar- met LA Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is SVEINN Í Kálfsskinni hefur vasast í öllu síðustu áratugi og nú er komin út bók um karlinn sem heitir einmitt Vasast í öllu. Björn Ingólfsson fyrr- verandi skólastjóri á Grenivík ritaði. „Mér fannst hálf skrýtið að fara út í þessa bókarskrif og ekki þess virði að skrifa bók um fullorðna menn sem hafa ætlað sér að gera ýmislegt en ekki gert,“ sagði Sveinn í léttum tón í samtali við Morgunblaðið. „Ég er auðvitað kominn á karlagrobbsald- urinn og reyni að halda uppi eigin ágæti – þótt ekkert sé.“ Óhætt er að segja að titill bókar- innar sé vel við hæfi. Of langt mál yrði að telja upp allt sem Sveinn hef- ur fengist við en nefna má að hann var starfandi húsasmíðameistari í 48 ára og bóndi í 40 ár. Og lengi fékkst hann við stjórnmál, var t.d. sveitar- stjóri Árskógshrepps í 10 ár og sat eitt kjörtímabil í bæjarstjórn Dalvík- urbyggðar, 1988 til 2002, eftir að Dalvík, Svarfaðardalur og Árskógs- hreppur sameinuðust. „Nú er ég bara ellilífeyrisþegi,“ sagði Sveinn í gær, en bætti svo við að hann og Ása, kona hans, væru enn með ferðaþjónustu í Ytri-Vík. Sveinn segir stiklað á stóru í bók- inni, margt nefnt en mörgu líka sleppt sem hefði verið hægt að fjalla um. „Þetta er ekki afrekabók, ég vildi að fólk hefði gaman af henni og þarna er því fjallað um ýmisleg skemmtileg augnablik úr lífinu.“ Sveinn dregur ekki dul á að hann hafi gaman af því að umgangast fólk. „Ég hef átti því láni að fagna að eign- ast ágætis kunningja og góða vini innan um. Ég hef alltaf gaman af öllu og því fengist við ýmislegt. Þetta er því eflaust réttnefni á bókinni, þó ég sé svo sem ekkert að mæla með því að menn séu að taka þátt í of mörgu. Menn verða að kunna sér hóf.“ Þegar Sveinn er spurður hvort hann hafi ekki kunnað sér hóf, svar- ar hann að bragði: „Nei, líklega ekki. Það hefur oft verið töluvert at í kringum mig, en þegar ég horfi yfir veginn sé ég að ef til vill hefði verið betra að hafa færra í takinu og gera betur. En ég sé ekki eftir neinu, ég hef haft gaman af öllu og mér finnst ótrúlega skemmtilegt að vera gam- all.“ Sveinn er mikill Eyfirðingur og er þess fullviss að bjart sé framundan. „Þegar göngin verða komin til Siglu- fjarðar og búið að lengja flugbraut- ina á Akureyri verður blómlegt hér og þá verður gaman í eyfirskum byggðum. Við eigum mikið inni og það er margt spennandi framundan. Best væri ef Eyjafjörður yrði eitt sveitarfélag og það verður innan fárra ára. Það á ekki að vera neinn barlómur í Eyfirðingum.“ „Ótrúlega skemmti- legt að vera gamall“ Ljósmynd/Kristján Vasast í öllu Sveinn Jónsson, fyrrverandi bóndi og þúsundþjalasmiður í Kálfsskinni, og Björn Ingólfsson rithöfundur. Hann skráði sögur Sveins. Í HNOTSKURN »Sveinn Jónsson er 75 ára.„Það er góður aldur, eins og reyndar allur aldur. Það má ekki einblína á hvað maður er gamall heldur njóta þess að vera til á meðan það er hægt. Maður verð- ur að hafa gaman af lífinu,“ segir hann. Eiginkona Sveins er Ása Marinósdóttir ljósmóðir. AKUREYRINGURINN sem vann 23 milljónir í laugardagslottóinu 8. desember hefur gefið sig fram. Mið- inn var seldur í Úrvali við Hrísalund á Akureyri og er sjálfvalsmiði. Vinningshafinn, kona á besta aldri, eins og það er orðað í frétt frá Íslenskri getspá, lét ekki verða af því að skoða miðann fyrr en hún heyrði umfjöllun um stórvinninga sem komið hafa á Akureyri á árinu. Bónusvinningurinn í Víkingalott- óinu sem gekk út núna í vikunni fór einnig til Akureyrar og er sá vinn- ingshafi búinn að gefa sig fram. „Það má búast við að jólagjafirnar á hans heimili verði með stærra sniði þetta árið en vinningurinn hans hljóðaði upp á rúmar 54 milljónir króna,“ segir í tilkynningu frá Getspánni. Akureyringar hafa verið með ein- dæmum happasælir á árinu, en sam- tals hafa komið 192 milljónir í stór- vinningum norður. Í október var einn með tvöfaldan 1. vinning í Vík- ingalottóinu eða 105 milljónir og auk þess var miði með 10 milljóna kr. vinningi seldur á Akureyri í apríl. 192 millj. króna til Akureyrar ÁRLEG blysför í þágu friðar verð- ur á morgun, Þorláksmessu, á veg- um Samtaka hernaðarandstæðinga. Gengið verður frá Samkomuhúsinu í Hafnarstræti og út á Ráðhústorg. Séra Hannes Örn Blandon flytur ávarp og félagar úr Kór Akureyr- arkirkju syngja. Blys verða seld í upphafi göngunnar. Gangan hefst klukkan 20. Árleg blysför ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.