Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SATURDAY 22. DECEMBER 2007 17 ÞÝSKA fyrirtækið Exorka GmbH og Hekla Energy GmbH, ný- stofnað dótturfélag Jarðborana í Þýskalandi, hafa gengið til sam- starfs um borframkvæmdir ytra og var samningur þess efnis nýverið undirritaður í München. Verðmæti samningsins er um 1,5 milljarðar króna sem hækkar í þrjá milljarða nýti verkkaupi ákvæði þess efnis að framlengja verkefnið um sex holur til viðbótar. Um er að ræða borun á sex djúp- um jarðhitaholum í S-Þýskalandi. Áætlað er að dýpt hverrar holu verði allt að fimm kílómetrar og er það mesta dýpt sem íslenskt fyr- irtæki hefur nokkru sinni borað, að því er segir í fréttatilkynningu. Flutningi á hinum nýja há- tæknibor Hekla Energy á borsvæði Exorku er að mestu lokið, en vinnu við tengingar og frágang verður lokið fyrir jól. Reiknað er með að sjálfar borframkvæmdirnar hefjist að fullu strax eftir áramót og verð- ur beitt svonefndri stefnubor- unartækni. Hekla Energy var stofn- að í sumar í framhaldi af kaupum á stórum borum í Þýskalandi. Dótturfélag Jarðborana borar djúpt í Þýskalandi Boranir Skrifað undir samning, í neðri röð f.v. Phil Hutchings frá Exorka International og Thor Növig, framkvæmdastjóri Hekla Energy. Fyrir aft- an þá eru Ásgeir Margeirsson og Bent Einarsson frá Jarðborunum. DÓMNEFND á vegum tímarits- ins Frjálsrar verslunar hefur valið Andra Má Ingólfsson, for- stjóra og eiganda Primera Travel Group, mann árs- ins í íslensku at- vinnulífi árið 2007. Hlýtur hann heiðurinn fyrir framúrskarandi árangur og dugnað við að stækka fyrirtækið en með yfirtökum er það orðið þriðja stærsta ferðaskrifstofa á Norðurlöndunum með um 60 millj- arða króna veltu á þessu ári. Andri Már er eini eigandi Primera Travel Group. Á þessu ári flytja tólf fyrirtæki í eigu Andra í sjö löndum yfir eina milljón farþega til um fimm- tíu staða í heiminum. Andri Már maður ársins Andri Már Ingólfsson SKIPT hefur verið um nafn á fé- laginu Perla Investments ehf. og nefnist það nú Salt properties ehf. og er orðið hluti af félagasamstæðu Ró- berts Wessman. Starfsemin hefur jafnframt verið flutt og er nú til húsa á annarri hæð í Bergstaðastræti 6. Þær breytingar urðu líka að hjónin Orri Ingvason og Auður Hansen seldu sinn hlut í félaginu Perla In- vestments en verða fyrst um sinn áfram með stjórnartaumana í Fast- eignasölunni Perla Investments SL á Spáni. Þá hafa þau hjónin sett á stofn nýtt fjárfestingarfyrirtæki, Rex Capital, sem starfa mun á inn- lendum sem erlendum vettvangi. Eftir áramót verður starfsemi fast- eignasölunnar á Íslandi flutt í annað húsnæði, en skrifstofur hennar á Spáni eru á sama stað og áður. Meg- inviðfangsefni Salt Properties verða fasteignaþróun og fjárfestingar á því sviði, segir í fréttatilkynningu. Perla verður Salt Properties EIGENDUR glugga- og glerfyr- irtækisins PGV í Hafnarfirði hafa keypt Glerborg, eitt elsta og rótgrónasta glerframleiðslufyrir- tæki landsins. Dótturfélag Glerborg- ar, Gler og speglar – Speglabúðin, fylgir með í kaupunum. Saga Capital Fjárfestingarbanki hafði milligöngu um eigendaskiptin. Í tilkynningu kemur fram að sam- einað fyrirtæki Glerborgar og PGV muni starfa undir merkjum Gler- borgar og verða starfsmenn fyrir- tækisins um 45 eftir sameiningu. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfsmannahaldi vegna samein- ingarinnar. Þorsteinn Jóhannesson, núverandi framkvæmdastjóri PGV, verður framkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis. Glerborg, sem var að stærstum hluta í eigu Antons Bjarnasonar og Hafsteins Þórðar- sonar, hefur sérhæft sig í framleiðslu á glerrúðum og sérframleiðslu úr gleri eins og til dæmis skurði, slípun og sandblæstri. PGV var stofnað árið 2002 og er stærsta fyrirtæki landsins í framleiðslu á viðhaldsfríum glugg- um og hurðum úr harðplastsefni. Glerborg skiptir um eigendur Morgunblaðið/Golli Sameining Þorsteinn Jóhannesson stýrir sameinuðu fyrirtæki. ◆ ◆ -hágæðaheimilistæki vi lb or ga @ ce nt ru m .is GJAFAKORT KAFFIVÉLAR - MATVINNSLUVÉLAR - POTTAR & PÖNNUR - SAFAPRESSUR - ELDHÚSÁHÖLD Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is fást í Eirvík JÓLAGJAFIRNAR EIRVÍK REYKJAVÍK: Laugardag 22. des kl. 11-18 Sunnudag, Þorláksmessu kl. 13-17 Aðfangadag 24. des kl. 10-12 Þriðja í jólum, 27. des LOKAÐ OPNUNARTÍMAR UM JÓLIN: EIRVÍK AKUREYRI: Laugardag 22. des kl. 11-15 Sunnudag, Þorláksmessu LOKAÐ Aðfangadag 24. des LOKAÐ Þriðja í jólum, 27. des 10-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.