Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 34
34 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í VIKUNNI var frétt í fjölmiðlum þar sem fjallað var um ósk Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverf- isráðherra til ríkja í EES um að þau taki tillit til sérstöðu Íslands gagn- vart flugsamgöngum í aðgerðum vegna loftslagsbreyt- inga. Allt í einu hefur Þórunn vent kvæði sínu í kross og vill að önnur lönd taki tillit til sérstöðu Íslands, þ.e. að við fáum einhvers konar undanþágu. Öðru vísi mér áður brá. Hingað til hefur ráðherrann rembst eins og rjúpan við staurinn við að gagn- rýna þrotlausa vinnu síðustu ríkisstjórnar við að ná fram skiln- ingi á sérstöðu Íslands sem lauk með fullnaðarsigri okkar þegar íslenska ákvæðið var samþykkt. Þórunn og sérstaðan Samþykkt íslenska ákvæðisins var umhverfisvæn því með svigrúm- inu sem það innihélt var ýtt undir notkun endurnýjanlegra orkugjafa, en eins og allir vita er það hagstætt fyrir lofthjúpinn. Stóriðja á Íslandi mengar lofthjúpinn átta sinnum minna en sama stóriðja í öðrum löndum sem notar jarðefnaelds- neyti. Skilningurinn sem Þórunn vill fá núna hjá öðrum þjóðum vegna sérstöðu Íslands og flugsamgangna er hins vegar ekki reistur á um- hverfisvænum grunni. Flugvélar okkar nota sama eldsneyti og flug- vélar annarra ríkja og menga því jafnmikið og þær. Við framsóknarmenn tök- um undir með umhverf- isráðherra og teljum eðlilegt að sérstaða Ís- lands í flugsamgöngum sé rædd því hún er óneitanlega fyrir hendi þar sem við erum eyja langt uppi í norðri og flugsamgöngur eini raunhæfi samgöngu- mátinn fyrir farþega- flutning til landsins og frá. Við teljum hins vegar æskilegt að ráðherrar í ís- lensku ríkisstjórninni séu þokkalega samkvæmir sjálfum sér og falist því einnig eftir því að sérstaða Íslands sé áfram viðurkennd í íslenska ákvæðinu á næsta samningstímabili Kyoto-bókunarinnar. Össur beggja blands Hvert er markmið Íslands í samn- ingaferlinu sem á að ljúka á lofts- lagsráðstefnunni árið 2009 í Kaup- mannahöfn? Hvað á að gera við íslenska ákvæðið? Þórunn segir að hún vilji ekki að við viðhöldum ís- lenska ákvæðinu, Geir H. Haarde forsætisráðherra segir jú, við eigum að viðhalda því og Össur Skarphéð- insson iðnaðarráðherra segir enga tæknilega annmarka á að viðhalda ákvæðinu, útilokar ekkert á þessu stigi og er því beggja blands. Rík- isstjórnin sýnir ótrúlega linkind og heldur slaklega á mikilvægum hags- munum landsins í þessu máli. Vinnu- brögðin eru fyrir neðan allar hellur og ráðherrarnir róa ekki í sömu átt- ina. Sjálfstæðisflokkurinn og Sam- fylkingin verða að taka sér tak í mál- inu og ná sem fyrst samstöðu við ríkisstjórnarborðið um hvert skal stefna með íslenska ákvæðið. Linkind og samstöðuleysi Vinnubrögð stjórnarliða eru fyrir neðan allar hellur og ráð- herrarnir róa ekki í sömu átt- ina segir Siv Friðleifsdóttir Siv Friðleifsdóttir » Allt í einu hefur Þór-unn vent kvæði sínu í kross og vill nú að önn- ur lönd taki tillit til sér- stöðu Íslands, þ.e. að við fáum einhvers konar undanþágu. Höfundur er þingmaður. Í MORGUNBLAÐINU 19. des. skrifar Ómars Ragnarsson um grein eftir undirritaðan í Mbl.16.des. og ummæli í henni um Pál Einarsson. Í greininni sagði ég að Páll Einarsson hefði fullyrt í útvarpi að fylgni væri milli jarðhrær- inga við Upptyppinga og fyll- ingar í Hálslón. Ég sagði líka að Páll hefði tekið fram að eng- in vísindaleg þekking styddi fylgni þarna á milli. Ég gerði engar athugasemdir við þessi ummæli Páls Ein- arssonar. Það sem ég gerði at- hugasemdir við í grein minni og geri enn, var í viðtali við Pál nokkrum dögum síðar í sjón- varpi. Ég lýsti því viðtali þannig: „Síðar heyrði ég og sá Pál Ein- arsson í sjónvarpi þegar hann birti þau „vísindi“ að það væri greinileg fylgni milli hækkunar í Hálslóni og jarðhræringanna við Upptyppinga, sem örugg- lega enduðu með eldgosi. Páll sleppti þarna að segja sem áður að engin vísindaleg þekking sýndi fylgni þar á milli.“ Það er ljóst að Ómar hefur ekki náð öllum þessum orðum í greininni minni. Hann sér ekki að ástæðan fyrir aðfinnslu minni við spádóm Páls var ein- mitt sú að hann sniðgekk þá sjálfsögðu skyldu vísindamanns- ins að upplýsa að engin vís- indaleg þekking styddi fylgni milli Hálslóns og jarðhræringa við Upptyppinga. Ég orðaði aðfinnslu mína um sniðgöngu Páls þannig: „Ég efast ekki um prófgráður Páls Einarssonar en þykir miður hvað vísindamaðurinn leyfir sér stóra möskva þegar hann velur nákvæmni fyrir vísindi sín.“ Spuna Ómars um reiði mína, ófrægingarherferð, bannlista, árás á starfsheiður o.fl.o.fl. tek ég sem skáldskap honum og öðrum til gamans en ekki til að taka mark á. Ég hvet fólk til að lesa grein Ómars á bls. 36 í Mbl. 19.des. Birgir Dýrfjörð Spuni Ómars Ragnarssonar Höfundur er rafvirki. UM miðja vikuna lagði forysta Alþýðusambands Íslands fyrir rík- isstjórnina hugmyndir sambandsins um að- gerðir ríkisvaldsins til þess að greiða fyrir kjarasamningum. Það vekur sérstaka athygli okkar þingmanna Frjálslynda flokksins að hryggjarstykkið í tillögum ASÍ eru skattatillögurnar sem við höfum flutt á Al- þingi nú í haust og er að finna á þingskjali 15. Sérstakur persónuafsláttur Þar er lagt til að taka upp sérstakan persónuafslátt sem einungis lágtekjufólk myndi fá og kemur hann til viðbótar nú- verandi persónu- afslætti og leiðir til þess að launamaður með tekjur að 150 þús- und kr. á mánuði mun ekki greiða skatt. Í frumvarpi okkar fjór- menningana er gert ráð fyrir að sérstaki persónuafslátturinn fari lækkandi með vaxandi mán- aðartekjum og falli niður við 250 þúsund kr. mörkin. ASÍ leggur til sömu útfærslu en miðar efri mörkin við 300 þúsund kr. á mánuði. Fyrir vikið verða tillögur ASÍ dýrari en Frjálslynda flokksins en ekki liggur fyrir hver munurinn gæti verið. Alþýðusambandið hefur fram til þessa lagt áherslu á allt aðra leið til þess að ná fram lækk- un skatta á lág- tekjufólk, sem felst í a.m.k. einu lægra skattþrepi. Stjórnvöld hafa tekið þeirri leið illa og er það að von- um. Slík útfærsla mun flækja skattkerfið og verða kostnaðarsöm. Þegar við vorum að móta tillögur Frjáls- lynda flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í vor varð það nið- urstaða okkar að mun betra væri að fara þá leið að hafa sérstakan persónuafslátt til við- bótar núverandi per- sónuafslætti og kerfið að öðru leyti óbreytt til þess að ná fram kjarabótum fyrir lág- tekjufólk og sér- staklega aðdraða og öryrkja. Þessar skattaáherslur voru kosningamál okkar sem var fylgt eftir með sérstöku frumvarpi eins og fyrr er getið. Greinilegt er að forysta ASÍ hef- ur skipt um skoðun og tekið upp nánast sömu tillögur og er að finna í frumvarpi okkar. Ég efa það ekki að ASÍ hefur kynnt sér frumvarp okkar og málflutning í vor og er ekkert nema gott eitt um það að segja ef hann hefur haft áhrif og leitt til stefnubreytingar ASÍ. Þessi leið er miklu aðgengilegri fyrir stjórnvöld og líklegri til þess að ná fram að ganga en gamla leiðin með mörg skattþrep. Bætt kjör lágtekjufólks Það er sérstaklega athyglisvert að tvö helstu þingmál þingmanna Frjálslynda flokksins á þessu hausti, sem miða að því að bæta kjör lágtekjufólks, hafa fengið miklar og góðar undirtektir. Til- lögur í frumvarpi þingmanna Frjálslynda flokksins um bætt kjör ellilífeyrisþega og öryrkja með því að afnema tengingu bótaþega við tekjur maka síns og að afnema skerðingu bóta vegna viðbótarlíf- eyrissparnaðar hefur ríkisstjórnin tekið upp á sína arma og boðar lagabreytingar eftir áramótin og nú tekur forysta ASÍ upp skatta- tillögur okkar og vill fá ríkisstjórn- ina til þess að fallast á þær og greiða þannig fyrir kjarasamn- ingum. Þetta er mikil viðurkenning fyrir málflutning okkar þingmanna Frjálslynda flokksins á haust- þinginu og staðfestir að við höfum verið að flytja skynsamlegar til- lögur til þess að draga úr vaxandi misskiptingu í þjóðfélaginu. Við fögnum þessum árangri og bendum á að við eigum fleiri góð frumvörp á þinginu. ASÍ tekur upp skattatillögur Frjálslynda flokksins Mikil viðurkenning fyrir málflutning okkar, segir Kristinn H. Gunnarsson »Hryggj-arstykkið í tillögum ASÍ eru skattatillög- urnar sem við þingmenn Frjálslynda flokksins höfum flutt á Alþingi nú í haust Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er formaður þingflokks Frjálslynda flokksins. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Athugið hversu langur brennslutími er gefinn upp Munið að slökkva á kertunum i l Slökkvilið Höfuðborgar- svæðisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.