Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 40
40 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát hjartkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, GUÐBJARGAR ÁSGEIRSDÓTTUR. Kærar þakkir til starfsfólks í Furugerði 1 og starfsfólks Droplaugarstaða fyrir góða umönnun. Jón Ásgeir Eyjólfsson, Margrét Teitsdóttir, Atli G. Eyjólfsson, Lára G. Friðjónsdóttir, Hafsteinn Eyjólfsson, Linda Ólafsdóttir, Haukur Eyjólfsson, Kristín B. Eyjólfsdóttir, Gunnar Þorláksson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, ÁSTRÁÐS VALDIMARSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks deilda 6-E og 7-A Landspítalans í Fossvogi. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Kristjana Margrét Guðmundsdóttir, Guðrún Ástráðsdóttir, Már Þorvaldsson, Hjördís Ástráðsdóttir, Peter Tompkins, Brynja Ástráðsdóttir, Pétur Bjarnason og afabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför BRIGITTE ÁGÚSTSSON, Lindasíðu 2, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun. Friðrik Halldórsson, Pétur Halldórsson, Eygló Halldórsdóttir, Kári Halldórsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FILIPPÍU KRISTJÁNSDÓTTUR frá Flateyri. Guð blessi ykkur öll og gleðilega jólahátíð. Ásbjörg Ívarsdóttir, Jón Sigurðsson, Agnes Einarsdóttir, Kristján Einarsson, Soffía Ingimarsdóttir, Jóhannes Einarsson, Jóhanna Jakobsdóttir, Reynir Einarsson, Ólöf Stefánsdóttir, Hannes Oddsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Háaleitisbraut 20. Sérstakar þakkir til starfsfólks 4 B á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hinrik Einarsson, Helga H. Magnúsdóttir, Grétar Einarsson, Guðný Stefánsdóttir, Eygló Einarsdóttir, Haukur Reynisson, Bára Einarsdóttir, Gunnar Bjarnason, Erlendur Steinar Einarsson, Haraldur Einarsson, Gerður Kristjánsdóttir, Jóhanna Einarsdóttir, Ársæll Ársælsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýndan samhug og hlýju við andlát og útför SIGURÐAR SIGFÚSSONAR, Stafholtsey, Borgarfirði. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkra- húss Akraness fyrir frábæra umönnun og nær- gætni. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Blöndal, Sigfús Blöndal, Jóhanna Sigurðardóttir, Knút P. í Gong Jón Páll Blöndal, Pálfríður Sigurðardóttir, Sigríður Huld Blöndal, Kári Blöndal í Gong, Sigurður Aron Blöndal. ✝ Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför SIGMUNDAR ÞRÁINS JÓNSSONAR. Sérstakar þakkir til Péturs Heimissonar læknis og annars starfsfólks sjúkrahússins á Egilsstöðum fyrir einstaka umönnun og umhyggju. Guð blessi ykkur öll. Ingveldur Anna Pálsdóttir, Jón Þráinsson, Íris M. Þráinsdóttir, Sigríður Sigmundsdóttir, Þór Ragnarsson, Anna Birna Þráinsdóttir, Sigurður J. Jónsson, Þórhalla Sigmundsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson og barnabörn. ✝ Við viljum þakka öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar, bróður og barnabarns, KRISTINS VEIGARS SIGURÐARSONAR, Birkiteig 17, Keflavík. Anna Guðbjörg Kristinsdóttir, Birgir Stefánsson, Sigurður Óskar Sólmundarson, Vilborg Rós Eckard, systkinin, afar, ömmur, langamma og langafi. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug við andlát og útför SIGURBERGS ÞORBJÖRNSSONAR (Kúdda), til heimilis að Silfurbraut 2, Höfn í Hornafirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjá Málefnum fatl- aðra og starfsfólk á Hjúkrunarheimilinu á Höfn fyrir einstaka umönnun og hlýju. Ágústa Vignisdóttir, bræður hins látna og fjölskyldur. ✝ Hjördís Ragn-arsdóttir fædd- ist á Leifsstöðum í Eyjafirði 29. sept- ember 1929. Hún lést á St. Jósepsspít- ala í Hafnarfirði 3. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Lilja Oddsdóttir og Ragnar Brynjólfs- son. Bjuggu þau á Akureyri og fluttu seinna til Reykja- víkur. Hjördís var næstelst tíu systkina og eru þrjú þeirra á lífi. Eiginmaður Hjördísar er Sig- urbjörn Ágústsson og bjuggu þau öll sín hjúskaparár í Hafnarfirði. Þau eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Kolbrún, f. 1947, maki Marvin Frið- rikson. 2) Ágúst, f. 1950, maki Jenný Wolfram. 3) Hildur, f. 1951, maki Magn- ús Már Júlíusson. 4) Ragnar, f. 1955, og 5) Hjördís, f. 1958, maki Kolbeinn Árnason. Barna- börnin eru tíu og barnabarnabörnin níu. Útför Hjördísar var gerð frá Fossvogskapellu 12. desember, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Með þessum orðum viljum við kveðja hana ömmu Hjördísi okkar. Amma var einstök kona, sjálfstæð, hugmyndarík og indæl og að mörgu leyti á undan sinni samtíð. Hún var vel lesin og þótti skemmtilegt að rök- ræða um það sem var að gerast í samfélaginu hverju sinni, um pólitík, trúarbrögð og heimspeki. Síðustu ár- in las hún fjöldann allan af bókum í hverri viku ásamt öllum fréttablöð- unum. Að koma heim til ömmu og afa á Hjallabrautina var alltaf jafn skemmtilegt þar sem málefni líðandi stundar voru rædd yfir kaffibolla. Þegar við vorum yngri bjuggu amma og afi á Blómvangi 1. Ósjaldan heimsóttum við þau þangað og þar var leikið, spjallað og föndrað saman, enda amma mikil handverkskona. Amma var mjög þolinmóð, gaf sér ávallt tíma fyrir okkur krakkana og aldrei sáum við hana skipta skapi þrátt fyrir ærsl og prakkarastrik barnabarnanna. Það var alltaf tekið vel á móti okkur á Blómvangi 1 og nóg um að vera enda sameinaði Blómvangurinn stórfjölskylduna bæði yfir hátíðir og aðra daga. Marg- ar minningar tengjast þessum stað þar sem amma Hjördís með sínum klóku orðum og ráðum hafði mikil áhrif á okkur, nokkuð sem hefur fylgt okkur fram að þessu og mun fylgja okkur áfram um ókomna framtíð. Elsku afi Dúddi, hugsanir okkar eru hjá þér á þessum erfiðu tímum. Við eigum eftir að sakna ömmu Hjör- dísar og okkur langar til að kveðja hana með tilvitnun úr Bókinni um veginn eftir Lao Tse sem hún hafði mikið dálæti á. Þegar maður hefur tæmt sig af öllu, mun friðurinn mikli koma yfir hann. Allir hlutir koma fram í tilvistina og menn sjá þá hverfa aftur. Eftir blóma ævinnar fer hvað eina aft- ur til upphafsins. Að hverfa aftur til upphafsins er friðurinn: það er að hafa náð takmarki tilvistar sinnar. Ásta og Ívar. Elsku amma. Við eigum margar og góðar minn- ingar um okkar samverustundir. Þú varst alltaf svo afslöppuð og til í alls konar dund, áttir nóg af tíma fyrir okkur barnabörnin. Þú hafðir unun af því að skapa fallega hluti og einnig kunnir þú að njóta þess sem fallegt er. Við fengum þetta ljóð, Vetrarsól- hvörf, að láni og kveðjum þig með því. Stynur jörð við stormsins óð og stráin kveða dauð, hlíðin er hljóð, heiðin er auð. – Blómgröf, blundandi kraftur, við bíðum, það vorar þó aftur. Kemur skær í skýjum sólin, skín í draumum um jólin. Leiðir fuglinn í för og fleyið úr vör. Arni sofa hugir hjá, – þeir hvíldu dag og ár. Stofan er lág, ljórinn er smár. – Fortíð, fram líða stundir, senn fríkkar, því þróttur býr undir. Hækkar ris og birtir í búðum, brosir dagur í rúðum. Lítur dafnandi dug og djarfari hug. Vakna lindir, viknar ís og verður meira ljós. Einhuga rís rekkur og drós. – Æska, ellinnar samtíð, við eigum öll samleið – og framtíð. Aftni svipur sólar er yfir, sumrið í hjörtunum lifir. Blikar blóms yfir gröf, slær brú yfir höf. (Einar Benediktsson) Hvíl í friði, þín barnabörn Harpa, Ingvar og Kári. Hjördís Ragnarsdóttir Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.