Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 349. TBL. 95. ÁRG. SATURDAY 22. DECEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is Leikhúsin í landinu Það er gaman í leikhúsi >> 52 Fáðu heitustu íslensku og erlendu lögin til eignar í Vodafone tónlistarsímann þinn Gríptu augnablikið og lifðu núna RIFJAR UPP JÓL ELDRAUÐ SNJÓÞOTA VAR ÞAÐ FLOTTASTA SEM TIL VAR Í VERÖLDINNI >> BÖRN FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is MIKLAR breytingar hafa orðið á eignarhaldi Eimskipafélagsins síðan brot þau sem Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað um áttu sér stað. Mörgum er í fersku minni hrókering- arnar frægu sem urðu í íslensku at- hafnalífi haustið 2003 þegar Lands- bankinn og tengdir aðilar náðu völdum í félaginu. Fram til þess má segja að óskabarn þjóðarinnar hafi verið dýrmætasti steinninn í safni Kolkrabbans svokallaða, sem hafði töglin og hagldirnar í stjórn félagsins um áratuga skeið. Eftir að hinir nýju eigendur höfðu lagt í miklar breyt- ingar á skipulagi félagsins var það selt um mitt ár 2005 til Avion Group þar sem Magnús Þorsteinsson var helsti eigandi. Hann setti félagið síð- an á markað í ársbyrjun 2006 en er enn stærsti hluthafinn í því, ásamt Björgólfi Guðmundssyni. Félagið er því ekki lengur í hönd- um sömu eigenda og þegar málsatvik umrædds máls áttu sér stað og fari svo að Eimskip þurfi að greiða sekt og skaðabætur vegna brotanna er alls ekki útilokað að núverandi eigendur muni leita réttar síns gagnvart fyrri eigendum. Það er ef til vill til marks um kald- hæðni örlaganna, að æðstu stjórn- endur Eimskipa í dag; þeir Baldur Guðnason, forstjóri félagsins, og Guð- mundur P. Davíðsson, forstjóri Eim- skips á Íslandi, voru báðir hátt settir starfsmenn Samskipa á sínum tíma – en þeir voru að vísu báðir hættir þeg- ar brotin áttu sér stað. Þá var Ás- björn Gíslason, forstjóri Samskipa, áður starfsmaður Eimskips. Óskabarn Mikið hefur breyst. Eignarhald Eimskips breytt Stjórnendur hinum megin borðs Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is TEKJUR Reykjavíkurborgar, og þar með útgjöld einstaklinga og fyrirtækja, vegna lóðaleigu af íbúðar- og atvinnuhúsnæði og fasteignasköttum koma til með að aukast um 1,2 milljarða á næsta ári, með óbreyttum skatthlutföllum, að sögn Sig- urðar Snævarr borgarhagfræðings. Í gær birti yfirfasteignamatsnefnd ákvörðun sína um breytingu á fasteignamati. Almenn hækk- un á landsvísu er 12%, en fer eftir svæðum allt frá 6% upp í 20%. Fyrrnefndar tekjur borgarinnar eru um 9,4 milljarðar á árinu 2007 að sögn Sig- urðar og miðaði hann við 12% hækkun í Reykjavík. Skattar lækka í Garðabæ, ekki í Reykjavík Í samtali við Morgunblaðið sagði Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri að hækkunin færi fram úr því sem borgarstjórn hefði miðað við við gerð fjár- hagsáætlunar, en almennar skattalækkanir væru 1,2 milljarða tekjuauka og 270 milljónum í sértæk- ar aðgerðir væri þá í raun kominn inn í fjárhags- áætlun borgarinnar fyrir næsta ár kvaðst Dagur ekki hafa séð nákvæmar tölur um áhrif hækkunar- innar á fjárhaginn en borgarstjórn myndi fara yfir málið sem fyrst á nýju ári. Að sögn Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra í Garðabæ, munu fasteignaskattar þar lækka á næsta ári svo íbúar fái örlitla raunlækkun á sínum greiðslum. Ekki fengust upplýsingar um tekju- auka Kópavogs og Hafnarfjarðar vegna fasteigna- matsins. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópa- vogi, sagði sérstakar skattalækkanir ekki á dagskrá vegna þessa, en sagði bæinn engu að síð- ur hafa minnkað álögur að undanförnu. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sagði hækk- unina yfir forsendum fjárhagsáætlunar næsta árs. Ákvörðun um hugsanlega lækkun gjalda sagði hann tekna eftir áramót þegar bæjarstjórn og bæjarráð taka aftur til starfa. „Það er alveg ljóst að við þurfum að skoða þau mál,“ sagði hann. | 4 ekki á dagskrá. Frekar kæmi til greina að létta álögum af einstökum hópum fólks. „Við vorum bú- in að áætla hækkunina og búin að setja til hliðar 270 milljónir í sérstakar aðgerðir í húsnæðismál- um. Við munum fara yfir hverjir standa höllum fæti á húsnæðismarkaði og reyna að tryggja að þeir fjármunir nýtist þeim best sem þurfa mest á þeim að halda.“ Aðspurður hvort mismunurinn á Tekjur Reykjavíkur aukast um 1,2 milljarða  Gjöld og skattar fylgja 12% hækkun fasteignamats  Skattalækkun ekki á dagskrá Í HNOTSKURN »Hjá Reykjavíkurborg er lóðaleiga 0,08% afbæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði, en fast- eignaskattar nema 0,225% af matsverði íbúð- arhúsnæðis og 1,65% af atvinnuhúsnæði. »Holræsagjald í Reykjavík er 0,105% afmatsverði húsnæðis og lóðar, en það renn- ur ekki í borgarsjóð, heldur til OR. Vatnsgjald miðast við fermetrafjölda húsnæðis og er því óháð breyttu fasteignamati. Í DAG er sólargangur stystur – á vetrarsólstöðum – á morgun fer daginn að lengja á ný. Samkvæmt Almanaki Háskólans eru sólstöður, eða sólhvörf, sú stund þegar sól kemst lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári, á tímabilinu 20.-22. júní og 20.-23. desember. Breyti- leiki dagsetninganna stafar fyrst og fremst af hlaupársdögunum sem skotið er inn vegna þess að alman- aksárið er ekki jafnlangt árstíða- árinu. Í skammdeginu er hver sólar- geisli mikils virði, eins og berlega sást á Eskifirði í vikunni. Á þessum stysta degi ársins gerir veðurspá ráð fyrir suðvestanátt, víða 8-13 m/s og éljum. Léttir til austanlands síðdegis. Hiti verður nálægt frostmarki.Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Dimmast í dag en svo birtir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.