Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 26
lifun 26 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Það er vissulega svolítið skrítið að setja sig í jóla-stellingar í hitanum í júlí og mála jólamynd, enþað er líka gaman og ögrandi. Það er mjög gef-andi að leggja eitthvað af mörkum til góðra málefna,“ segir Rannveig Ásbjörnsdóttir eða Ransý sem málaði með vatnslitum myndina sem skreytir jólakortið þetta árið sem Svölurnar senda frá sér og selja til styrkt- ar hinum ýmsu samtökum eða stofnunum. Svölurnar eru félag flugfreyja sem flestar eru hættar að starfa sem slík- ar en allar flugfreyjur eru velkomnar í félagið. „Við Svölurnar höfum starfað frá því árið 1974 en þessi félagsskapur var í raun stofnaður upp úr saumaklúbb þar sem nokkrar fyrrverandi flugfreyjur hittust reglulega. Við erum á öllum aldri og okkur líður vel saman. Við er- um alltaf með skemmtilega jólafundi og eins förum við árlega saman í vor- ferðalag. Við hittumst á fundum einu sinni í mánuði yfir veturinn og í októ- ber pökkum við alltaf Svölukortinu. Við þurfum að hringja út, senda bréf og keyra út pantanir og þetta er heil- mikil vinna sem öll er unnin í sjálf- boðastarfi en er mjög gefandi á allan hátt.“ Víða vantar betri tæki Allur ágóði af jólakortasölunni renn- ur óskiptur til styrktar þeim sem minna mega sín. Svöl- urnar hafa meðal annars styrkt Reykjalund, MND- félagið og MS-félagið. „Við höfum lagt mikla áherslu á það undanfarið að styrkja börn en við erum hættar að styrkja ríkisreknar stofnanir, okkur finnst að þær eigi að hugsa um sína. Við styrkjum frekar sjálfseignarstofnanir eins og Reykja- lund,“ segir Ransý sem sjálf hefur notið meðferðar og endurhæfingar þar. „Mörg tæki voru úr sér gengin og slitin og við Svöl- urnar vorum sammála um að leggja okkar af mörkum til að bæta úr því. Við gáfum til dæmis þrekhjól sem þolir mjög þungt fólk og er á allan hátt mjög fullkomið.“ Skellti sér í listnám Ransý málaði ekki aðeins myndina á Svölukortinu þessi jól, hún gerði það líka í fyrra sem og árið 2000. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir að föndra og gera eitt- hvað í höndunum og skellti mér í listnám í kvöldskóla í Fjölbraut í Breiðholti þegar sonur minn hóf nám við skól- ann fyrir nokkrum árum. Þetta var almennt listnám en að því loknu fór ég í Iðnskólann í Hafnarfirði og útskrifaðist þaðan sem útstillingahönnuður. Ég fór síðan í Myndlista- skóla Kópavogs og Myndlistarskóla Reykjavíkur og lærði að mála með olíulitum en vatnslitirnir höfða meira til mín, þeir eru svo þægilegir til að ferðast með í bústað- inn eða útlönd,“ segir Ransý sem finnst skemmtilegt að mála úti í náttúrunni. Hún hélt sýningu í sumar í Geysi- shúsinu í Austurstræti og fékk góð viðbrögð. „Við það efldist sjálfstraustið og ég ákvað að koma mér upp vinnustofu hér heima í bílskúrnum til að geta sinnt þessu almennilega.“ Dóttirin sendir jólaskraut frá Ameríku Allt leikur í höndum Ransýar og þess má sannarlega sjá merki á heimili hennar sem er eins og hvert annað jólahús núna á aðventunni. Þar stendur stór jólasveinn vörð um fallega skreytt jólatré og hún hefur búið til engla sem hún setur í hvern glugga á forstofuhurðinni. Borð- krókurinn í eldhúsinu er umvafinn jólalandi sem hún hef- ur komið fyrir í breiðri gluggakistunni. Þar eru meðal annars stór hús og inni í þeim loga ljós. „Hún dóttir mín hefur verið að senda mér þessi hús frá Kaliforníu þar sem hún býr. Hún er alltaf að bæta í safnið hjá mér og núna vantar mig bara kirkju til að fullkomna þetta. Ég tók mynd um daginn af foreldrum mínum við jólaþorpið mitt til að senda út til barnabarnanna, svo þau fái aðeins að njóta þess.“ „Annars er jólaskrautið hjá mér samtíningur, bæði Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jólahús Í stofunni stendur stór jólasveinn vörð um fallega skreytt jólatré. Morgunblaðið/Frikki Listakona Ransý nýtur þess að mála á vinnustofunni og þar er ekki síður jólalegt en á heimilinu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Snjóbreiður Gluggakisturnar verða að jólalandi. Flugfreyjur láta gott af sér leiða Jólastemning Jólakortið í ár er með fallegri mynd af jóla- legum glugga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.