Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SATURDAY 22. DECEMBER 2007 35
GUÐRÍÐUR Arnardóttir,
bæjarfulltrúi Samfylking-
arinnar í Kópavogi, er enn við
sama heygarðshornið í Morg-
unblaðsgrein 20. desember þar
sem hún fjallar um trún-
aðargögn sem hún fékk aðgang
að sem pólitískt kjörinn
fulltrúi. Hendur mínar eru sem
fyrr bundnar. Ég get ekki rætt
við hana í blöðunum um starfs-
lokasamninga sem eðli máls
samkvæmt eiga að fara leynt,
bara ítrekað að þeir eigi sér
eðlilega skýringu. Það breytir
engu þótt hún segi að lög um
réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna komi ekki í veg
fyrir það. Umferðarlögin koma
heldur ekki í veg fyrir það. Um
þessi málefni er fjallað í sveit-
arstjórnarlögunum, eins og ég
benti á í fyrri grein minni. Þar
segir m.a.: „Sveitarstjórn-
armenn skulu gæta þagn-
arskyldu um það sem þeir
verða áskynja í starfi sínu og
leynt á að fara samkvæmt lög-
um eða eðli máls. Þagn-
arskyldan helst áfram eftir að
sveitarstjórnarmaður lætur af
þeim störfum.“
Gleðileg jól.
Gunnar I. Birgisson
Trúnaður virtur
Höfundur er bæjarstjóri
í Kópavogi.
Í BANDARÍKJUNUM er hefð
í meiðyrðamálum þannig að sönn-
unarbyrðin er hjá þeim sem fer í
mál. Þannig þurfa frægð-
arpersónur að sanna að logið hafi
verið upp á þær telji þær sig eiga
eitthvað sökótt við fjölmiðla eða
einstakling. Í Bretlandi er þessu
öfugt farið. Sá sem farið er í meið-
yrðamál við þarf að sanna að allt
sé satt og rétt sem haldið var
fram.
Við á Íslandi fórum bresku leið-
ina þar til fyrir nokkrum árum
þegar íslenskir dómarar ákváðu
að sönnunarbyrðin sjálf væri lítils
virði. Í stað þess taka þeir fyrst og
síðast tillit til persónuréttar. Ef
einhver telur brotið á persónurétti
sínum, ef honum sárna skrifin, ef
hann móðgast, skipta staðreyndir
og sannleikur litlu og viðkomandi
eru dæmdar fébætur.
Þannig var það í Héraðsdómi á
dögunum. Tvenn ummæli í
Fréttablaðinu voru þar dæmd
dauð og ómerk. Meðal annars fyr-
irsögn á einum af þessum fjöl-
miðlapistlum sem blaðamenn
skrifa og birtast á sömu síðu og
sjónvarpsdagskráin. Þar mátti
ekki nota myndlíkingu um dag-
skrárstefnu Skjás eins og birta
með mynd af andliti Skjás eins á
þeim tíma, Magnúsi Ragnarssyni.
Af því að það særði hann og móðg-
aði og því koma til fébætur.
Það mátti ekki heldur segja frá
því í Fréttablaðinu að starfsfólk á
markaðsdeild 365 væri að upp-
nefna Magnús sín á milli og hafa
eftir uppnefnið. Það særði hann og
móðgaði og því koma til bætur.
Þá mátti ekki koma með yfirlýs-
ingar um einkalíf Magnúsar í DV,
eftir að Séð og heyrt birti frétt um
skilnað. Það særði þá sem áttu í
hlut og peningar látnir bæta það.
Í heildina voru Magnúsi Ragn-
arssyni, leikara og fyrrverandi
sjónvarpsstjóra Skjás eins, dæmd-
ar 1,5 milljónir í bætur vegna
meiðyrða. 365 á að auki að greiða
480 þúsund krónur til að standa
straum af birtingu dómsins í dag-
blöðum og 480 þúsund krónur í
málskostnað.
Við erum á hálum ís, svo ekki sé
meira sagt, þegar við hverfum al-
veg frá bresku leiðinni og búum til
þá séríslensku með persónurétt að
leiðarljósi. Við hljótum að gera þá
kröfu að meiðyrðalöggjöfin sé
byggð á sannleika en ekki hug-
lægu mati á því hvort einhverjum
líði illa eða móðgist.
Hvað þá þegar tekið er inn í
reikninginn að fórnarlamb hrotta-
legrar hópnauðgunar getur ekki
gert ráð fyrir nema broti af þeim
bótum sem Magnús fær af því að
hann móðgaðist út í Fréttablaðið,
DV og 365.
Mikael Torfason
365 dæmt fyrir
meiðyrði
Höfundur er rithöfundur
og blaðamaður.
Í NÝÚTKOMINNI Sögu, tímariti
sögufélags, er grein eftir Guðna Th.
Jóhannesson sagnfræðing um loft-
varnir og almannavarnir á Íslandi
1951-1973. Greinin nefnist „Ef
kjarnorkusprengja spryngi yfir
Reykjavík dæju allir bæjarbúar.“ Á
bls. 27 er sagt frá greinargerð sem
unnin var fyrir íslensk stjórnvöld í
kringum 1960. Þar er
m.a. greint frá áætl-
unum um brottflutning
vegna hugsanlegrar
kjarnorkuárásar. Fram
kemur að flytja þyrfti
alla frá Keflavík-
urflugvelli nema þá sem
sinntu lífsnauðsyn-
legum störfum. Enn
fremur er greint frá því
að íbúar í Hvalfirði yrðu
líklega að flýja þaðan og
einnig stórir hópar úr
höfuðborginni.
Hvers vegna er
minnst á þessa þrjá staði á Íslandi,
Keflavíkurflugvöll, Reykjavík og
Hvalfjörð? Reykjavík var talin í
hættu vegna þess að hún var höf-
uðborg og Keflavíkurflugvöllur var
auðvitað talinn skotmark vegna þess
að þar var herstöð. En ástæðan fyr-
ir því að Hvalfjarðar var sérstaklega
getið var sú að í Hvalfirði var að
finna áratugum saman stærstu her-
stöð og herbirgðastöð á Íslandi utan
Keflavíkurflugvallar. Þar hafði jörð-
in Miðsandur verið tekin eign-
arnámi undir þessa herstöð og íbúar
Hvalfjarðar urðu að sætta sig við
návist hennar án þess að vera
spurðir.
Árið 2002 gáfu stjórnvöld út
reglugerð um umferð og dvöl manna
á varnarsvæðum. Þar var gert ráð
fyrir að öll varnarsvæði á Íslandi
yrðu sérstaklega auglýst sem slík,
enda umferð Íslendinga verulega
takmörkuð um þessi svæði. Þetta
var vandlega gert með Keflavík-
urflugvöll en stjórnvöld gleymdu
varnarsvæðinu í Hvalfirði. Það var
aldrei lýst varnarsvæði eins og
stjórnvöldum bar að gera.
Þegar ég vakti athygli utanrík-
isráðuneytisins á þessu haustið 2006
tók það utanríkisráðuneytið átta
mánuði að svara fyrirspurn minni og
þurfti ítrekanir til. Ástæðan er nátt-
úrlega þessi pínlega handvömm
ráðuneytisins. Svarið kom loks í júní
2007. Bréf mitt (sent 17. október
2006) hafði hins vegar þau áhrif að
utanríkisráðuneytið flýtti sér að
gefa út auglýsingu þremur vikum
eftir móttöku bréfs míns, þar sem
tilkynnt var að „varn-
arsvæðið“ í Hvalfirði
skyldi tekið í borg-
araleg not og fært
undir forræði fjár-
málaráðuneytisins.
Ástæðan fyrir því
að ég greini frá þessu
er sú að árum saman
var sveitarstjórn þá-
verandi Hvalfjarð-
arstrandarhrepps (nú
Hvalfjarðarsveitar)
talin trú um að þar
sem NATO-stöðin í
Hvalfirði væri „varn-
arsvæði“ þyrfti alls ekki að láta
meta umræddar eignir í fast-
eignamati þrátt fyrir skýlaus laga-
fyrirmæli þar um og þar af leiðandi
fékk sveitarfélagið engar tekjur af
fasteignagjöldum af öllum þessum
eignum. Þar sem NATO-stöðin í
Hvalfirði væri „varnarsvæði“ þyrfti
ekki heldur að ákveða notkun þessa
landsvæðis í aðalskipulagi þrátt fyr-
ir skýlaus lagafyrirmæli þar um.
Þegar fjármálaráðuneytið fékk
yfirráð yfir NATO-stöðinni í nóv-
ember 2006, var fljótlega tekin
ákvörðun um að selja þetta „varn-
arsvæði“ hæstbjóðanda. Meiri
mannsbragur hefði nú verið á því að
afhenda Hvalfjarðarsveit og íbúum
hennar þennan skika með öllum
mannvirkjum. NATO-stöðin stend-
ur á einhverjum fallegasta stað á Ís-
landi innarlega í Hvalfirði og mögu-
leikarnir óþrjótandi í ferðamennsku
og mörgu öðru svona alveg í grennd
við höfuðborgarsvæðið. Það hefðu
verið nokkrar bætur fyrir allan
átroðninginn, kjarnorkuárásarhætt-
una og fasteignagjaldatekjuleysið
öll þessi ár.
En úr því að fjármálaráðuneytið
var staðráðið í að selja NATO-
stöðina hæstbjóðanda hefði a.m.k.
verið lágmark að ráðgast um stöðu
mála við sveitarfélagið. Varla var
hægt að auglýsa til sölu mannvirki
sem hvergi voru til í fasteignamati?
Varla var hægt að auglýsa til sölu
mannvirki sem ekki voru til í að-
alskipulagi, þannig að væntanlegur
kaupandi hefði ekkert fast í hendi
um hvaða landnotkun sveitarfélagið
myndi leyfa þarna?
Fjármálaráðuneytið hafði engar
áhyggjur af þessu og lét Ríkiskaup
auglýsa eftir hæstbjóðanda í þessar
eignir. Sveitarstjórn frétti af þessu
á skotspónum og tókst að fá fund
með fulltrúum fjármálaráðuneyt-
isins þremur dögum áður en eign-
irnar voru auglýstar til sölu. Lítið
var á þeim fundi að græða. Fram-
haldið þekkja menn. Skeljungur
bauð hæst í eignirnar eða 470 millj-
ónir og auðvitað í trausti þess að
sveitarfélagið myndi heimila olíu-
birgðastöð á þessu svæði við gerð
aðalskipulags.
Fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar er
ég mjög ósáttur við þessi vinnu-
brögð utanríkisráðuneytis og fjár-
málaráðuneytis. Ég hef nú kvartað
til umboðsmanns Alþingis yfir því að
seldar skuli vera eignir sem hvergi
eru til skráðar og það án nokkurs
samráðs við sveitarfélagið. Að
stjórnvöld skuli telja sveitarstjórn
trú um að „varnarsvæði“ skuli und-
anþegin skipulagslögum og lögum
um skráningu og mat fasteigna. Við
bætist svo þegar ráðuneyti dregur
sveitarfélag í 8 mánuði á svari og
setur reglugerðir sem skyldar ráðu-
neytið sjálft til þess að lýsa ákveðið
landsvæði varnarsvæði en gleymir
svo að framfylgja eigin reglugerð.
Þetta verður að teljast léleg
stjórnsýsla og ámælisverð fram-
koma gagnvart íbúum Hvalfjarð-
arsveitar. Yfir henni er kvartað til
umboðsmanns Alþingis.
Varnarsvæði til sölu
Einar Örn Thorlacius ræðir
um sölu á fyrrverandi
„varnarsvæði“ í Hvalfirði
»Meiri mannsbragurhefði nú verið á því
að afhenda Hvalfjarð-
arsveit og íbúum hennar
þennan skika með öllum
mannvirkjum.
Einar Örn Thorlacius
Höfundur er sveitarstjóri
Hvalfjarðarsveitar.
Til sölu glæsileg tveggja herbergja kjallaraíbúð,
Snorrabraut 36, frábær staðsetning v/miðbæinn,
nýjar skolpleiðslur, nýjir ofnar, ný gólfefni, nýjar innréttingar,
nýjar hurðir og fl. Íbúðin er ósamþykkt.
Verð 18,9 millj. - veðbandalaus.
Tek jafnvel V-8 jeppa eða pickup
allt að 6 millj. sem innborgun.
Jón Egilsson hdl., sími 568 3737/896 3677.
Til sölu glæsileg
2ja herbergja kjallaraíbúð
Afmælisþakkir
Hjartans þakklæti sendi ég til allra vina og
ættingja sem heiðruðu mig og glöddu á 80 ára
afmæli mínu 30. september og gerðu daginn
ógleymanlegan. Með ósk um gleðileg jól og
farsælt komandi ár. Guð veri með ykkur öllum.
Lifið heil.
Guðbjörg Lilja Guðmundsdóttir
Kristján Páll Sigfússon
Bjarna Benediktssonar-styrkir
til lögfræði- og sagnfræðirannsókna
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2008
Rannís
Rannsóknamiðstöð Íslands
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
www.rannis.is
Auglýst er eftir umsóknum um rannsóknarstyrki úr sjóði til
minningar um Bjarna Benediktsson lagaprófessor og forsætis-
ráðherra. Veittir verða sex styrkir árið 2008 til rannsókna á sviði
stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttar annars vegar og hag- og
stjórnmálasögu 20. aldar hins vegar.
Úthlutun miðast við faglegt mat á gæðum rannsóknarverkefnis,
færni og reynslu umsækjanda til að stunda rannsóknir og aðstöðu
hans til að sinna verkefninu. Sjóðurinn er í vörslu
Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís).
Reglur og umsóknareyðublöð er að finna á
heimasíðu Rannís, www.rannis.is.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111