Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 20
20 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Ís- lands, Schola cantorum og einsöngv- ararnir Gunnar Guðbjörnsson og Bjarni Thor Kristinsson fá frábæra dóma á tónlistarvefnum Classics Today fyrir nýja plötu með Eddu I eftir Jón Leifs. Stjórnandi flutnings- ins er Hermann Baümer. Gagnrýnandinn, David Hurwitz, segir í upphafi að biðin eftir að verk- ið kæmi út hafi verið löng, en útkom- an hafi verið biðarinnar virði. Hann rekur sögu verksins og greinir frá því að Jón hafi látist áður en hann náði að ljúka þriðja og síðasta hluta Eddunnar og hafi heldur aldrei heyrt verkið flutt. Hurwitz talar um Jón sem …„flóttamann frá Þýskalandi í seinni heimsstyrjöldinni,“ sem hafi „snúið aftur til lands sem var illa í stakk búið til að flytja tónlist af þessari stærðargráðu…“ Það er því ekki full ljóst í dómnum að Jón hafi verið íslenskt tónskáld. Hurwitz telur að ef ekki væri fyrir erfitt tungumálið, íslenskuna, gæti Eddan vel öðlast vinsældir annars staðar. Hann segir verkið muni koma þeim þægilega á óvart sem þekki aðra tónlist Jóns, og litrík raddsetning Jóns þoli vel hlustun í 75 mínútur. Í lokin segir hann: „Stórkostlegur víðóma hljómburður gerir þessa útgáfu að stórviðburði. Ekki láta hana fram hjá ykkur fara.“ Jón Leifs gleður Sinfóníuhljómsveit Íslands Í KVÖLD kl. 20 verða haldnir jólatónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þar verða flutt verk eftir Händel, Bach, Caccini, Brahms, Reger, Vivaldi og Humperdinck. Verkin flytja Arnbjörg María Danielsen sópran og Guðbjörg Sandholt mezzosópr- an, Hrönn Þráinsdóttir á pí- anó, Guðný Þóra Guðmunds- dóttir á fiðlu og víólu og Melkorka Ólafsdóttir á flautu. Aðgangseyrir er 1.500 krónur en 1.000 krónur fyrir nemendur og eldri borgara. Miðasala fer fram í kirkjunni. Tónlist Jólatónleikar í Fríkirkjunni Arnbjörg María Danielsen OLGA Bergmann og Val- gerður Guðlaugsdóttir verða með leiðsögn um sýningu sína í Nýlistasafninu í dag kl. 15. Titill sýningarinnar er Stofnun um almannaheill, In- stitution for the Common Good upp á ensku. „Hvar fær einstaklingurinn alla þá umönnun á sál og lík- ama sem hugsast getur? Hjá hinu opinbera, nánar tiltekið, Stofnun um almannaheill,“ segir m.a. á vef Ný- listasafnsins um sýninguna. Hinar ýmsu stofnanir hafi löngum verið almenningi uppspretta hvers- kyns ánægju. Stofnun um almannaheill sjái um sína og leitin að lífshamingjunni sé á enda. Myndlist Olga og Valgerður með leiðsögn Olga Bergmann ÚTGÁFUTÓNLEIKAR hljómplötu með verkum Svein- björns Sveinbjörnssonar, höf- undar þjóðsöngs Íslands, verða haldnir í Ráðhúsinu í Reykja- vík í dag kl. 17. Diskurinn er gefinn út af Naxos plötuútgáfunni og dreift víða um heim. Flytjendur eru þau Sigurgeir Agnarsson selló- leikari, Nína Margrét Gríms- dóttir píanóleikari, Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari. Á tónleikunum mun tónlistarfólkið flytja verk af geisladisknum og verður aðgangur ókeypis og öllum heimill. Tónlist Verk Sveinbjörns flutt í Ráðhúsinu Auður Hafsteinsdóttir Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAÐ var á Barónsborg á árunum kringum og eftir 1960 og biðin eft- ir jólunum jafn mikil þraut og hún hefur alltaf verið íslenskum börn- um. Í þeim þjáningum var þó líkn. Það var dagurinn þegar stóra Lára, forstöðukona, litla Lára fóstra, og Kristín fóstra settust niður með krökkunum, og opnuðu litlu bókina sem eldri krakkarnir, sem þekktu hana vissu vel um. „Megum við sjá jólaköttinn?“ var spurt, og unaðshrollur fór um litla mannskapinn þegar allir fengu að sjá myndina af grábröndóttu óargadýrinu, með risastóra kryppu – óargadýri sem teygði svo hvæsandi fram klærnar og var til alls víst. Svo var það Grýla, með ferlega hönd og haltan fót, ekki var hún frýnilegri. Þetta var sannarlega hryllileg sæluvíma. Svo kom það besta þegar byrjað var að syngja: Stekkjastaur kom fyrstur stinnur eins og tré Þetta kunnum við öll, og kunn- um vel. Ár eftir ár voru vísurnar sungnar og alltaf af jafn mikilli hjartans gleði og alltaf þokuðust jólin töluvert nær þegar bókin var opnuð ár hvert. Á toppi ljóðabókalistans Jólin koma, ljóðabók Jóhann- esar úr Kötlum, hlýtur að vera mest lesna barnabók okkar fyrr og síðar. Enn í dag trónir hún á toppi bóksölulista yfir mest seldu ljóðbækurnar – enn í dag, 75 árum eftir að hún kom fyrst út árið 1932. Um tíma var bókin illfáan- leg, en síðustu ár hefur hún komið með jólin í hillur bókabúðanna undanbragðalaust. Á vefnum um Jóhannes úr Kötlum, johannes.is, kemur fram að nú hafi þetta in- dæla kver verið prentað í 24. sinn. Skyldi það ekki vera einsdæmi með íslenskar bækur? Svanur Jó- hannesson sonur skáldsins þekkir verk föður síns vel og gleðst yfir velgengni þessa sígilda skáld- skapar. „Ég var svo lítill þegar pabbi orti þetta og tildrög þess bar aldr- ei beint á góma,“ segir Svanur. „Hann orti kvæðin um það leyti sem hann flutti til Reykjavíkur og bókin kom út 1932, fyrsta útgáfan. Ég skal ekki segja með til- drögin, en mér dettur í hug að jólasveinahefðin hafi verið rík í Dölunum, þar sem hann var. Hann starfaði þar sem kennari.“ Jólin koma var fyrsta bókin í röð barnabóka eftir Jóhannes úr Kötlum, en margir muna eflaust einnig eftir Ömmusögum og Bakkabræðrum úr sömu útgáfu- röð. Fyrsta ljóðið í bókinni var Bráðum koma blessuð jólin, en þar voru líka Jólasveinakvæðið vinsæla, Grýlukvæði, Jólakött- urinn og loks kvæðið Jólabarnið. „Jólin koma, er sú langvinsælasta þessara bóka. Þetta er látlausasta bókin á markaðnum í dag, en þó hans vinsælasta bók. Hún er nú búin að vera í hópi söluhæstu bóka fyrir jólin í nokkur ár, og ekkert lát virðist vera á því. Mér finnst það merkilegt á tímum hraða og breytinga.“ „Vandi er um slíkt að spá“ Og bókin lifir. Það kunna allir eitthvað úr þessari bók, og í hana er vitnað í tíma og ótíma, án þess að fólk geri sér jafnvel grein fyrir því. „Mér fannst það merkilegt í fyrradag, að fyrrverandi forsætis- ráðherra og núverandi seðla- bankastjóri skyldi taka sér í munn: „…vandi er um slíkt að spá,“ án þess að geta heimildanna. En þetta virðist vera ríkt í þjóð- inni, og kannski ekki óeðlilegt.“ Jólasveinahefð í Dölunum Svanur segir að á liðnum árum hafi oft verið reynt að gefa Jóla- sveinakvæðið í bókinni út á annan hátt í skrautlegra formi. „Ég segi ekki að það gangi ekki, en þetta form á bókinni virðist henta mark- aðnum. Þetta einfalda og gamla. Teikningar Tryggva Magnússonar slá allt út, enda var hann frábær teiknari. Tryggvi var sveitungi pabba. Hann var úr Saurbænum en pabbi úr Laxárdalnum og þeir voru á svipuðu reki. Það segir til um það að í þeirra tíð þar hafi þessi jólasveinahefð verið til. Mér finnst þessi bók þurfi alltaf að vera til og vil ekki breyta henni. Það eru alltaf einhverjir sem vilja gera meira glamúr úr henni, en ég er búinn að reka mig á að það gengur ekki,“ segir Svanur. „Við settum Jólasveinakvæðið inn á vefinn hans pabba núna, með myndum eftir Ólaf Pétursson sem teiknaði þær á frímerkjaseríu fyr- ir Íslandspóst, en myndirnar hans Tryggva eru þar líka.“ Jólin koma – aftur og enn á ný  Jólakvæði Jóhannesar úr Kötlum eru nú í 24. prentun, eiga 75 ára afmæli og tróna á toppi bóksölulista ljóðabóka  Hún er langvinsælasta bók skáldsins Jólakötturinn „ Þið kannizt við jólaköttinn, – sá köttur var gríðarstór.“ Óargadýr með risastóra kryppu. TENGLAR .............................................. johannes.is „ÞAÐ þarf að auka þátt listgreina- kennslu í skólakerfinu og styrkja menntun kennara á því sviði,“ segir Ólafur Kvaran, en hann hefur verið ráðinn prófessor í listasögu og list- fræði við Kennaraháskóla Íslands. Ólafur hefur störf fyrsta janúar næstkomandi og verður þá fyrstur manna til þess að gegna prófess- orsstöðu í listasögu og listfræði. „Þetta sýnir það hvað kennsla í list- greinum á að vega þungt innan Kennaraháskólans og ber þess merki að hún sé í sókn.“ Í kennslunni verður lögð sérstök áhersla á íslenska og alþjóðlega listasögu og tengsl safna og skóla. „Það er mjög brýnt að við tengjum í auknum mæli saman skólakerfið í heild sinni og lista- og menning- arsöfnin og þetta verður þáttur í mínu kennslustarfi að koma á þess- um tengslum. Það verður að tryggja aðgengi nemenda í grunnskólum að hinum listræna og menningar- sögulega arfi og það gerum við með- al annars með því að efla þessa þætti í kennaramenntuninni.“ Ólafur var forstöðumaður Lista- safns Íslands í áratug frá 1997, en hefur undanfarið stýrt vinnu við fimm binda ritverk um sögu ís- lenskrar myndlistar sem kemur út haustið 2009. Fyrst um sinn mun Ólafur verða að hálfu leyti í leyfi frá KHÍ á meðan hann lýkur því verki. Prófessor í listum við KHÍ Prófessor Ólafur í nýju hlutverki. FRANSKA út- gáfufyrirtækið Gallimard hefur keypt útgáfu- réttinn að nýj- ustu skáldsögðu Jóns Kalmans Stefánssonar, Himnaríki og helvíti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bókaforlaginu Bjarti sem gefur verkið út á íslensku. Verkið kemur út hjá Gallimard á næsta ári og að sögn Bjarts er það markmið franska forleggjarans að gera Jón Kalmann „að evrópskum höfundi“. Heyrði Jón Kalman lesa upp Tildrög útgáfusamningsins má rekja til Bókmenntahátíðar í Reykjavík sl. haust, er ritstjóri frá Gallimard heyrði Jón Kalman lesa upp úr verkinu, sem þá var ekki enn komið út. Um leið og bókin var heimt úr prentsmiðju var hún send til Frakklands þar sem hún endaði stuttu seinna á útgáfulista Gallim- ard. Að sögn Bjarts væntir franska fyrirtækið „langrar og skemmti- legrar siglingar“ með Jóni Kal- man, sem er „eitt af stærstu nöfn- um evrópskra nútímabókmennta“, eins og segir í fréttatilkynningu um málið. Himnaríki og helvíti til Frakklands Jón Kalman Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.