Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SATURDAY 22. DECEMBER 2007 21 MENNING ÞESSAR svokölluðu teiknimynda- sögur eru einfaldlega dónalegt drasl,“ sagði dauðhneykslaður gagn- rýnandi bókmenntatímaritsins Ga- teway um Avoid us eftir Hugleik Dagsson, enska útgáfu Forðist okkur sem var fyrsta bókin í okkur- flokknum sem nú telur fimm titla. Gagnrýnandinn hefur svo svakaleg orð um verk Hugleiks að þau missa í raun algjörlega marks, breytast úr gagnrýni í spennandi hól – að minnsta kosti fyrir suma. „Höfund- urinn er gæddur álíka miklum teikni- hæfileikum og hundurinn minn og textarnir eru eins ógeðfelldir og hugsast getur,“ heldur gagnrýnand- inn áfram og yfirhalninguna endar hann á því að benda á að Hugleikur sé sagður vera frægasti myndasögu- höfundur á Íslandi og hann bætir við: „Guð hjálpi íslensku þjóðinni ef það er satt!“ Þetta er líklega einmitt sá dómur sem Hugleikur vildi fá um bók sína, enda nánast allt satt og rétt sem seg- ir í honum. Útgefandi Hugleiks hefði ekki getað orðað kynningartexta bet- ur. Dómurinn er því birtur á kápu nýjustu bókar Hugleiks, Kaupið okk- ur. Teikningar Hugleiks eru smekk- lausar, groddalegar, viðbjóðslegar, dónalegar, níðingslegar jafnvel, dýrs- legar! En þær eru líka á köflum svakalega hlægilegar. Og stundum er mikill broddur í þeim. Kaupið okkur er kannski beittasta bók Hugleiks til þessa. Heitið bendir til þess að neyslumenningin sé um- fjöllunarefnið og það er rétt en Hug- leikur nálgast það með forvitnilegum hætti. Það er í raun ekki hin eiginlega neysla sem er í brennidepli heldur úr- gangurinn, það sem gengur af, eink- um niður af okkur, eftir neysluæðið. Hugleikur lýsir úrgangsmenning- unni, afgangssamfélaginu, því sem neyslan skilur eftir sig, því sem ligg- ur eftir okkur sem erum háð neysl- unni. Og neyslan verður að sóun, mengun, ekki bara umhverfisins heldur einnig hugarfarsins. Og einhvern veginn tekst Hugleiki að birta þessa sorglegu niðurstöðu, þennan niðurgang samfélagsins, með meinhæðnum en auðskiljanlegum, einföldum hætti. Þrálátur þarma- söngurinn gæti reynst einhverjum um megn og kannski má segja að þeir sem ekki sjá skoplegu hliðina á kápu- textanum ættu að fá sér annað les- efni. Niðurgang- ur sam- félagsins Hugleikur Dagsson BÆKUR Myndasaga Eftir Hugleik Dagsson, JPV-útgáfa 2007. Kaupið okkur Þröstur Helgason ÞAÐ mætti segja að þessi fyrsta barnabók um einkaspæjarann Fjóla Fífils sé nokkurs konar grínútgáfa af Da Vinci-lyklinum sem hefur veitt svo mörgum rithöfundum andagift seinustu ár. Sagan hefst á því að dýrmætu gullúri er stolið af heimsminjasafni, og Fjóli leggur af stað í leit að þjófunum ásamt aðstoðarfólki sínu. Það eru of- vitinn Fornfríður heimsminjvörður og snaróður suðrænn hamstur, Pedró Almarilló. Eltingaleik- urinn berst til framandi heims- hluta þar sem þau lenda í ýmsum hættum. Þótt Fjóli fáist við ráðgátu sem gengur alveg upp og fræðast má af um forvitnilega menningar- heima, þá er aðal bókarinnar grín. Aðalsöguhetjurnar, sem og aðrar persónur, gætu vel átt heima í skrípó-bókmenntum, enda mjög ýktar týpur bæði í út- liti og karakter. Fjóli er hálfgerð andhetja, enda ekki sá allra gáf- aðasti. Það er ekki spurning að stundum verða lesendur á undan honum að átta sig á aðstæðum, sem skapar enn meira grín, og það eru skemmtileg áhrif fyrir þenn- an aldurshóp. Stíllinn er hraður og bókin hefst á miklu sprelli og látum á fyrstu blaðsíðu, svo maður spyr sig hvort höfundi muni takast að halda dampi alveg út í gegn. Það tekst með glæsibrag og það er hvergi slakað á allan tímann. Grín og gaman í hverri setningu og oft ansi gott grín, fjarstæðukennt á köflum, sem féll í kramið hjá und- irritaðri. Það munu lesendur á aldrinum 8- 11 ára áreiðanlega taka undir. BÆKUR Barnabók Texti: Kristjana Friðbjörnsdóttir. Myndir: Ingi Jensson. JPV-útgáfa 2007. 136 bls. Fjóli Fífils: Skuggaúrið Hildur Loftsdóttir Kristjana Friðbjörnsdóttir Fyndin fleygiferð um heiminn Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.