Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 36
36 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Senda á e-n?
Enska sækir stöðugt á,oftast með svo áber-andi hætti að ágengninblasir við öllum en
stundum nánast smeygir hún sér
inn í tunguna. Dæmi af síð-
arnefnda toganum er að nú hika
menn ekki við að senda skeyti eða
póst á einhvern, t.d.: Við sendum
bréf á hundrað stærstu fyr-
irtækin í landinu (5.4.07) og Hót-
unarbréf send á einn af meintum
gerendum (29.6.07). Hér gætir
augljóslega áhrifa frá ensku (mail
on) en fram til þessa höfum við
sent eða skrifað einhverjum bréf
eða sent skeyti til tiltekins lands.
Umsjónarmaður kann þessu illa.
Rétt er að geta þess að sagn-
arsambandið senda e-ð á e-n er
kunnugt í öðru samhengi. Í máli
íþróttamanna (boltamanna) mun
vera algengt að tala um að senda
eða gefa boltann á einhvern
(‘senda boltann til einhvers’). Þar
er merkingin önnur auk þess sem
um ‘sérmál’ (íþróttamál) er að
ræða.
Fallstjórn
Áður hefur verið minnst á það
á þessum vettvangi (58. þáttur) að
þeirrar tilhneigingar virðist gæta
í nútímamáli að nota jafnan þágu-
fallsmynd af lýsingarhættinum
tengdur, einnig þar sem hún á
alls ekki við. Svo virðist sem falls-
tjórn lýsingarháttarins tengdur
[tengdur einhverjum] hafi hér
áhrif. Dæmi: Hann var ákærður
fyrir grimmilega meðferð á hund-
um og að hafa skipulagt hunda-
slagsmál [‘hundaat’] og veðmál
tengdum [tengd] slagsmálunum
(23.8.07); Rannsókn efnahags-
brotadeildar á meintum skatta-
lagabrotum nokkurra ein-
staklinga tengdum [tengdra]
Baugi Group er á síðustu metr-
unum (2.8.07); Femínistafélag Ís-
lands fagnar úrskurði siðanefndar
Sambands íslenskra auglýs-
ingastofa (SÍA) vegna kæru á
hendur Vífilfelli tengdri [tengdr-
ar] auglýsingu um kók zero
(10.6.07) og Hvalveiðar í vís-
indaskyni og kostnaður þeim
tengdum [tengdur] kostuðu ís-
lenska ríkið um 700 milljónir
króna (24.5.07). Svo virðist sem
lýsingarhátturinn tengdur stýri
falli á sjálfum sér en skýring á
fyrirbærinu liggur ekki í augum
upp. En það er ekki aðeins lýs-
ingarhátturinn tengdur sem er
ofurseldur þessum örlögum, sbr.
eftirfarandi
dæmi: eftir að
hafa hlustað á
lofræður
beggja fram-
bjóðenda
skreyttum
[skreyttar]
kerskni í garð
hvors annars
þá … (25.5.07)
og Mig aldrei
hefur sárara
snert afdrif saklausrar og ást-
úðlegrar stúlku, óháðri [óháðrar]
mér.
Á eða í?
Forsetningarnar á og í vísa oft
til hreyfingar á stað (með þolfalli)
eða kyrrstöðu á stað (með þágu-
falli), t.d. setjast á stólinn en sitja
á stólnum og setjast í sófann en
sitja í sófanum. Merking forsetn-
inganna er að því leyti ólík að á
vísar yfirleitt til hins ytra en í til
hins innra. Þetta er þó ekki alveg
svona einfalt því að stundum er
gerður munur, t.d. segjum við
fara í hús en fara á pósthús. Ef
betur er að gáð má sjá að forsetn-
ingin á vísar oft til stofnana (á
þingi, á skrifstofunni, á sjúkra-
húsi, niður á lögreglustöð o.s.frv.)
en í hins vegar miklu sjaldnar (í
stofunni, í húsinu, í byggingunni, í
leikhúsi o.s.frv.). Það er sam-
kvæmt þessari reglu sem sagt er:
Þar [á skerinu] hringdi hann á
Neyðarlínuna (19.10.07) og af
sama meiði er orðasambandið
fara/skeppa á bíó en hvorugt
dæmanna getur talist til fyr-
irmyndar.
Brjóta eða brotna?
Það vefst naumast fyrir nokkr-
um manni að mikill munur er á
sagnorðunum brjóta og brotna.
Fyrrnefnda sögnin vísar til verkn-
aðar (‘mola, mölva’) en hin síð-
arnefnda til breytingar (‘hrökkva í
sundur, bresta, molna’). Þannig er
allur munur á því að brjóta (lög) á
manni og því er alda brotnar e-s
staðar. Orðasambandið eitthvað
brotnar á einhverju ‘eitthvað
strandar á einhverju’ er algengt
og gagnsætt að merkingu. Í nú-
tímamáli er stundum farið rangt
með það, t.d.: [Að Samfylkingin
muni] finna mál til að láta brjóta
á (14.10.07); Siv Friðleifsdóttir,
sem hafði haft forystu um það
innan þingflokksins að efna til
átaka og láta brjóta á auðlinda-
ákvæðinu, samþykkti líka (9.3.07);
tilraunir ákveðins hluta Fram-
sóknar til þess að skapa sérstöðu
og láta brjóta á stjórnarskrár-
bindingu auðlindaákvæðis stjórn-
arsáttmálans (9.3.07) og fara í við-
ræður og láta þá brjóta á
málefnum (20.5.07).
Úr handraðanum
Jóhan Hendrik W. Poulsen
hringdi frá Færeyjum og sagði
frá því að árið 1994 hefði hann
ferðast hjólríðandi um Ísland.
Einhvers staðar á Norðurlandi sá
hann að einhver sérvitringur, eins
og hann orðaði það, auglýsti: Ból
og biti, augljóslega í merkingunni
‘bed and breakfast’. ‘Sérvitr-
ingnum’ frá Færeyjum fannst
þetta snjöll þýðing og kom henni
á framfæri í heimalandi sínu. Nú
er þetta algengt mál í Færeyjum
og Íslendingum sem koma þangað
finnst þetta eftirminnilegt að sögn
Jóhans.
Umsjón-
armaður óskar
lesendum
gleðilegra jóla
og farsæls
komandi árs
með kærri þökk
fyrir ánægjuleg
samskipti á
liðnum árum.
jonf@rhi.hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson
118. þáttur
ÞAÐ athyglisverðasta í umræðu
undanfarinna vikna um trúboð og
skólastarf eru ofsafengin viðbrögð
nokkurra áhrifamanna innan Þjóð-
kirkjunnar. Efasemdir um ágæti
þess að tengja saman starf skóla
og kirkju hafa oft verið settar
fram. Yfirmenn Þjóðkirkjunnar
hafa ætíð brugðist
ókvæða við þessum
efasemdaröddum en
nú keyrir um þver-
bak. Fólk sem vogar
sér að íhuga hvort
betur fari á að kenn-
arar kenni trúar-
bragðafræði en að
prestar séu með trú-
boð í opinberum skól-
um er úthrópað sem
siðlausir föðurlands-
svikarar. Biskupinn
gengur svo langt að
kalla Siðmennt ,,hat-
röm samtök“ fyrir þetta eitt. Gíf-
uryrðin létu heldur ekki á sér
standa í grein Geirs Waage, sókn-
arprests og fyrrverandi formanns
Prestafélags Íslands, sunnudaginn
16. desember þar sem hann bregst
við stuttu áliti sem undirritaður
skrifaði í 24 Stundir um trúboð og
skólastarf 7. desember.
Geir er þekktur fyrir að nota
efsta stig lýsingarorða um velflest
viðfangsefni samtímans og sjást
ekki fyrir í ummælum sínum eins
og þegar hann í Kastljósþætti ný-
lega talaði í sömu andrá um nas-
isma Þýskalands og giftingar sam-
kynhneigðra í kirkju.
Morgunblaðið sá ástæðu til að
bregðast hart við þeim ummælum
og húðskamma klerkinn. Út-
úrsnúningum og skammaryrðum
Geirs er engin ástæða til að svara,
slík ummæli dæma sig sjálf. Það
sem er öllu alvarlegra í málflutn-
ingi Geirs er tilraun hans til að
endurskrifa söguna. Sögufölsun er
þekkt aðferð þeirra sem barist
hafa gegn framförum í mannkyns-
sögðunni. Grein Geirs
er dæmi um það. Hafa
skal það sem sannara
reynist.
Í fyrsta lagi kannast
Geir ekki við að kirkj-
an hafi gert nokkuð á
hlut kvenna í sögunni
og segir að full sátt
hafi verið um að kon-
ur vígðust til prests í
Þjóðkirkjunni. Geir
ætti að þekkja söguna
betur en það. Í ævi-
sögu Auðar Eir sem
ber heitið ,,Sólin kem-
ur alltaf upp á ný“ fer hún ítarlega
yfir andstöðu þeirra innan kirkj-
unnar sem ,,voru ekki reiðubúnir
að sammælast um að kjósa konu
sem prest“. Afskiptaleysi yf-
irstjórnar kirkjunnar gagnvart til-
raunum hennar til að hljóta prests-
kosningu kemur skýrt fram.
Daginn sem Auður Eir var vígð til
prests, þann 29. september 1974,
fundu nafngreindir prestar sig
knúna til að mótmæla því harðlega
í Morgunblaðinu. Einn þeirra
komst svo að orði: ,,Þess vegna lít
ég á vígslu kvenpresta sem and-
lega kynvillu, afbrigðilega, en ekki
eðlilega“. Einnig má geta þess að
niðurstöður rannsóknar um prest-
embættisveitingar, sem birtist í
Kirkjuritinu árið 1999, sýna að
karlar voru hvað eftir annað valdir
til prestembætta þótt þeir hefðu
minni starfreynslu og menntun en
konur sem sóttu um sömu embætti
frá miðju ári 1996 til ársloka 1998.
Ég ætla rétt að vona að séra Geir
verði ekki fenginn til að fjalla um
sögu kirkjunnar í skólum í sinni
sveit.
Í öðru lagi segir Geir að enginn
prestur hafi mótmælt lögum um
staðfesta samvist samkynhneigðra
árið 1996. Þetta er alrangt. Hið
rétta er að Þjóðkirkjan hafnaði því
alfarið að staðfest samvist gæti
farið fram innan hennar. Í því felst
að sjálfsögðu andstaða við athöfn-
ina.
Í þriðja lagi segir Geir að ,,Eng-
an prest hef ég heyrt veitast að
heimilum og fjölskyldum samkyn-
hneigðra, allra sízt biskupinn“. Það
er augljóst að klerkurinn býr í ein-
hverjum allt öðrum veruleika en
við hin. Lengst gekk biskupinn í
ummælum sínum þegar hann var
spurður um hvort leyfa ætti sam-
kynhneigðum að ganga í hjónaband
í fréttum NFS í upphafi árs 2006:
,,Ég held að hjónabandið eigi það
inni hjá okkur að við allavegana
köstum því ekki á sorphauginn al-
veg án þess að hugsa okkar gang“.
Það athyglisverðasta í málflutn-
ingi presta Þjóðkirkjunnar sem
andvígir eru að gefa samkyn-
hneigða saman er að þeir beita
sömu rökunum og þeir sem börð-
ust harðast gegn því að konur yrð-
ur vígðar sem prestar. Þetta má
m.a. sjá í bók Auðar Eir og í fjöl-
mörgum greinum sem birst hafa í
Morgunblaðinu á umliðnum árum.
Þetta sýnir hversu veikum fótum
málflutningur þeirra stendur. Nið-
urstaða kirkjuþings nú á haustdög-
um um að viðhalda aðskiln-
aðarstefnu kirkjunnar í garð
samkynhneigðra, með því að skil-
greina sambúð gagnkynhneigðra
og samkynhneigðra með mismun-
andi hætti, staðfestir þetta enn
frekar. Kirkjuþing steig hins vegar
stórt framfaraskerf með því að
heimila prestum að staðfesta sam-
vist. Þökk sé fjölda presta og safn-
aðarmeðlima kirkjunnar sem barist
hafa fyrir mannréttum lesbía og
homma innan hennar.
Þekking á sögu þjóðarinnar er
lykillinn að öflugri sjálfsmynd og
velgengni. Kennslu í sögu mætti
enn efla í grunn- og framhald-
skólum. Saga kristninnar er stór
hluti þessarar sögu og því er mik-
ilvægt að segja hana. Þessa sögu á
að segja á grunni sagnfræði, þjóð-
félagsfræði og trúarbragðafræði.
Það fer miklu betur á því að kenn-
arar segi þessa sögu en þjónar til-
tekinnar trúar og kirkju. Grein
Geirs er skýrt dæmi um það.
Gleðileg jól.
Hvers vegna þessi ofsi?
Baldur Þórhallsson
gerir athugasemdir
við skrif Geirs Waage
» Sögufölsun er þekktaðferð þeirra sem
barist hafa gegn fram-
förum í mannkynssög-
unni. Grein Geirs er
dæmi um það. Hafa skal
það sem sannara reyn-
ist.
Baldur Þórhallsson
Höfundur er prófessor í stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands.
ÉG vil sem heimilislæknir
leggja nokkur orð í belg þar sem
nú standa yfir við-
ræður vegna þjón-
ustusamnings SÁÁ og
heilbrigðisráðuneyt-
isins en núverandi
þjónustusamningur
rennur út um áramót-
in.
Áfengismeðferð er
fyrir löngu búin að
sanna gildi sitt á Ís-
landi og má segja að
það séu forréttindi að
vera Íslendingur og
eiga kost á slíkri
þjónustu sem er í
fremstu röð í heim-
inum. Í alþjóðlegum
samanburði er með-
ferðin einnig kostn-
aðarlega hagkvæm.
Ég hef reynslu af
því að starfa sem
heimilislæknir í Sví-
þjóð og Noregi þar
sem aðgengi að góðri
áfengismeðferð er
takmarkað og verður
starfsumhverfi lækn-
isins mun erfiðara
fyrir vikið.
Óskandi væri að sú skógarferð
(orðalag sem Þórarinn Tyrfings-
son notar sjálfur) sem lagt hefur
verið af stað í eigi skjótan og far-
sælan endi í notalegu rjóðri, því ís-
lenskt heilbrigðiskerfi þolir enga
bið eða óvissu með áframhaldandi
þjónustusamning. Allur kostnaðar-
auki fyrir skjólstæðinga áfeng-
ismeðferðar er allsendis ótækur og
er óskandi að hægt verði að ná
eðlilegri lendingu í þessu mik-
ilvæga máli sem fyrst.
Á minnisblaði formanns samn-
inganefndar heilbrigðisráðherra er
minnst á tilvísun í áfengismeðferð.
Þessu útspili á SÁÁ að taka feg-
inshendi. Í gegnum árin hefur að-
gengi að áfengismeðferð verið
mjög opið og hefur
hver sá sem telur sig
hafa þörf getað skráð
sig á biðlista í með-
ferð með því að
hringja í innlagn-
arsíma SÁÁ. Sem bet-
ur fer hafa ekki verið
neinar hindranir á því
að veikir einstaklingar
komist sem fyrst í
meðferð. Þessi inn-
hringingaraðferð get-
ur stuðlað að því að
gera biðlista óþarflega
langa og er þessi til-
högun nú fyrir löngu
orðin úrelt og er
reyndar hvergi við-
höfð í þeim löndum
sem við berum okkur
saman við. Betur fer á
því að heimilislæknar
vísi í áfengismeðferð
en með því fyr-
irkomulagi kemst á
skipulögð samvinna
heilsugæslunnar og
SÁÁ. Hér á ég aðeins
við tilvísun í afeitr-
unarmeðferð og grein-
ingarviðtöl á Vogi en frekari þörf
sjúklings á eftirmeðferð á að vera
ákvörðun lækna á Vogi. Það er
mikilvægt að undirstrika að slík
tilhögun á ekki að vera hindrun á
því að sjúklingar fái áfeng-
ismeðferð ef þörf er á. Í slíkum
þjónustusamningi á að vera hægt
að búa þannig um hnútana að
nægjanlegt fjármagn fylgi sjúk-
lingnum fyrir meðferðarkostnaði
og minnki líkur á ófyrirséðum
hallarekstri.
Lögð hefur verið rík áhersla á
lykilhlutverk heilsugæslunnar við
að fyrirbyggja þann skaða sem af
misnotkun áfengis og vímuefna
hlýst. Ef heilsugæslan er ekki virk
í ákvarðanatöku um innlagnir í
áfengismeðferð og hefur ekki yf-
irsýn yfir þá einstaklinga sem fara
í meðferð erum við ekki að nýta
okkur möguleika heilbrigðiskerf-
isins til fullnustu. Kostir tilvísunar
heimilislæknis eru ótvíræðir og
munu gagnast sjúklingum og þeim
sem starfa við meðferð. Tengsl
SÁÁ og heilsugæslunnar munu efl-
ast sem er hagur allra. Þekking
heilsugæslunnar á heilsufari skjól-
stæðinga sinna sem kemur fram í
tilvísun mun gagnast meðferðarað-
ilum. Heilsugæslan fær einnig
betri skilning á mikilvægi með-
ferðarinnar og aukin áhuga á
íhlutun og greiningu fíknsjúkdóma
og að leiðbeina sjúklingum í við-
eigandi meðferðarúrræði. Heilsu-
gæslan tæki þannig virkari þátt í
meðferðarferlinu og gæfi sjúkling-
um betri stuðning að lokinni með-
ferð og er ég þess fullviss að
draga mun úr ávísun lækna á
ávanabindandi lyf. Með þessu fyr-
irkomulagi verða störf heim-
ilislæknisins með þennan sjúk-
lingahóp og aðstandendur þeirra
markvissari og auðveldari.
SÁÁ hefur unnið mikið og gott
starf við að útrýma fordómum um
áfengissýki sem í hugum Íslend-
inga er nú sjúkdómur eins og hver
annar. Í þessu sambandi má benda
á að einangrun geðsjúkdóma heyr-
ir nú sögunni til og nú er breytt
landslag með opnari tengslum inn-
an heilbrigðiskerfisins og þess
gætt að mikilvægar upplýsingar
um heilsufar sjúklings séu saman
komnar hjá heimilislækni hans
sem hefur þannig heildaryfirsýn
yfir heilsufar skjólstæðings síns.
Með ósk um að skóg-
arferðin endi sem
fyrst í notalegu rjóðri
Eyjólfur Guðmundsson
vill nánari samvinnu
heimilislækna og SÁÁ
» Þessi inn-hringing-
araðferð getur
stuðlað að því að
gera biðlista
óþarflega langa
og er þessi til-
högun nú fyrir
löngu orðin úr-
elt …
Eyjólfur Guðmundsson
Höfundur er heilsugæslulæknir.