Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SATURDAY 22. DECEMBER 2007 57 JÓLAMYNDIN Í ÁR ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ÚR BÝFLUGNABÚINU Í BULLANDI VANDRÆÐI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI „BEOWULF ER EINFALDLEGA GULLFALLEG...“ ENTERTAINMENT WEEKLY JÓLAMYND SEM KEMUR ALLRI FJÖLSKYLDUNNI Í SANNKALLAÐ JÓLASKAP Vince Vaughn Paul Giamatti KRINGLAN - BARNAPÖSSUN ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 13:00 LEYFÐ EKKERT HLÉ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 14:40 LEYFÐ EKKERT HLÉ SANTA CLAUSE 2 kl. 16:40 LEYFÐ EKKERT HLÉ GRINCH kl. 18:30 LEYFÐ EKKERT HLÉ NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! ÍKORNARNIR ALVIN, SÍMON OG THEÓDÓR SLÁ Í GEGN SEM SYNGJANDI TRÍÓ! STÓRSKEMMTILEG GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA OG JÓLAMYNDIN Í ÁR. eee GÓÐ SKEMMTUN FYRIR YNGSTU BÖRNIN - S.V. MBL VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI ATH! AÐEINS Í 3D Í KRINGLUNNI BÍÓUNUM ÁFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍ OG SELFOSSI TÖFRAPRINSESSAN m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:20 LEYFÐ I AM LEGEND FORSÝNING kl. 10:30 B.i.16 ára FRED CLAUS kl. 5 - 8 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ TÖFRAPRINSESSAN m/ísl. tali kl. 3 - 5:30 - 8 LEYFÐ I AM LEGEND FORSÝNING kl. 10:30 B.i. 14 ára BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 3 LEYFÐ FRED CLAUS kl. 5:30 - 8 LEYFÐ HITMAN kl. 10:30 B.i. 16 ára BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI WWW.SAMBIO.IS SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI TÖFRAPRINSESSAN m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ FRED CLAUS kl. 6 - 8 LEYFÐ I AM LEGEND FORSÝNING kl. 10:30 POWERSÝNING B.i.14 ára BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ BEE MOVIE m/ensku tali kl. 10 LEYFÐ SIDNEY WHITE kl. 8 LEYFÐ Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA eru átta stelpur og þrír strákar úr Hafnarfirði. Þetta er svona gleðipönkpopp, eitt lagið er á dönsku, annað á ensku og það þriðja á íslensku,“ segir Jón Sæ- mundur Auðarson, eigandi Dead Records og Nonnabúðarinnar, sem stendur fyrir tónleikum með hljómsveitinni Naflakuski í Nonnabúð í dag. Tilefnið er útgáfa þriggja laga hljómplötu með sveitinni. „Þetta er diskur númer tvö í útgáfu Dead Records. Sú fyrsta heitir See You In Hell með The Way Down, sem hita einmitt upp á tónleikunum.“ Jón Sæmundur segist ekki hafa miklar áhyggjur af plássleysi, þótt um ellefu manna sveit sé að ræða. „Við verðum líklega bara í port- inu fyrir utan, ef veður leyfir. Ann- ars verðum við í búðinni, ég er með lítið svið þar,“ segir Jón Sæmund- ur og bætir því við að plötuútgáfan gangi vel, þótt ekkert sé reyndar upp úr henni að hafa fjárhagslega. „Það eru engir samningar gerðir, við gefum bara út og tökum upp í kostnað.“ Harður bransi Nokkuð er liðið síðan Nonnabúð flutti sig um set, en hún er nú við Laugaveg 29, á bak við Brynju þar sem glerverkstæði var áður til húsa. „Það gengur mjög vel, við er- um að vinna að nýrri línu núna sem við ætlum að frumsýna í Kaup- mannahöfn í febrúar. Fötin eru gerðarleg, úr góðu efni og það eru litlir fítusar í þeim sem henta listamönnum,“ segir Jón Sæmundur. „En svo er ég með ýmislegt fyrir jólin, eins og til dæmis svona „drottinn blessi heimilið“-skilti sem er handprentað. Svo er ég með nýja listamannaboli af Finni Jónssyni af ljósmynd eftir Jón Kaldal ljósmyndara. Þetta er sería sem við höfum verið með, við höf- um meðal annars verið með Kjar- val og Ástu Sigurðar.“ Nonnabúð hefur verið að færa út kvíarnar að undanförnu og nú er hægt að kaupa fatnað undir nafni Dead í Bandaríkjunum. „Ég rek fyrirtæki ásamt öðrum aðila í Bandaríkjunum, Dead In America. Það gengur mjög vel, við erum að selja í verslanir í bæði Atl- anta og Chicago. En þetta er bara rétt að byrja, þetta stækkar með nýju línunni því hún er undir- staðan að þessu öllu,“ segir Jón Sæmundur og bætir því við að fljótlega verði hægt að kaupa fatn- að í gegnum netið, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. En er þetta ekki harður bransi? „Er ekki allt harður bransi? Er ekki lífið harður bransi?“ spyr Jón Sæmundur að lokum. Helskífur í ham Hljómsveitin Naflakusk heldur tónleika í Nonnabúð í dag Morgunblaðið/Brynjar Gauti Útgefandi „Það eru engir samningar gerðir, við gefum bara út og tök- um upp í kostnað,“ segir Jón Sæmundur um Dead Records. Tónleikar Naflakusks hefjast kl. 17. The Way Down hitar upp. Að- gangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Platan fæst í Nonna- búð og kostar 1.000 kr. www.dead.is. AÐALMAÐUR hljóm- sveitarinnar Coldplay, Chris Martin, er orð- inn pípulagningamað- ur í skýli fyrir heiml- islausa. Martin er vel þekkt- ur fyrir góðgerð- arstarf sitt og hefur nú verið að nota hæfi- leika sína í að hjálpa til í skýli fyrir alkóhólista í London. „Chris hefur verið að laga pípulagn- irnar fyrir þau. Hann gerir eitthvað fyr- ir skýlið á hverju ári að kostnaðarlausu. Hann virðist vera nokkuð handlaginn,“ sagði heimildarmaður í viðtali við Daily Express. Martin, sem er giftur Hollywood dís- inni Gwyneth Paltrow, vill ekki láta nafns síns getið í góðverkunum. „Það hjálpa okkur um 7000 sjálfboðaliðar um hver jól og meðal þeirra leynast frægir einstaklingar en við getum ekki nafn- greint þá sem vilja það ekki,“ segir tals- maður samtakanna sem reka skýlið. Það var nýlega sagt frá því að vinnan við næstu plötu Coldplay héldi Martin andvaka allar nætur. En hann er staðráðinn í að gera þessa fjórðu hljóðversplötu bandsins jafn vin- sæla og X+Y sem kom út 2005 og hefur því verið að vinna myrkranna á milli að nýju efni. Talið er að nýjasta platan eigi að bera nafnið Prospekt og koma út í febrúar á næsta ári. Popppípari Chris Martin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.