Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SATURDAY 22. DECEMBER 2007 39 Elsku afi. Daginn eftir að þú fórst frá okkur fór ég allt í einu að hugsa um lag sem Louis Armstrong syngur. Þetta er lag sem ég hef aldrei tekið neitt sér- staklega eftir, en í þetta skiptið festist það alveg í höfðinu á mér og er þar enn. Í þessu lagi syngur hann um fallega veröld þar sem himinninn er svo fallega blár, blóm- in blómstra sem aldrei fyrr og allir elska hver annan. Í barnslegri trú vil ég trúa því að þú hafir sent það til mín til að segja mér frá því hvernig þín fyrsta upplifun á himnaríki er. Þetta hljómar afar vel og er akkúrat eins og við viljum öll hafa það. Núna þegar þú ert horfinn yfir móðuna miklu er vera þín hér falin minningum einum. Þessar minning- ar eru margar og gjöfular. Hugur minn hefur verið á fleygiferð síð- ustu tvær vikurnar, söknuðurinn og sorgin hefur verið mikil en nú hefur erill hins hversdagslega lífs tekið við að nýju og tíminn, sá mikli græðari, mun deyfa sársaukann hjá okkur sem eftir sitjum. Ég vil þakka þér fyrir þann tíma sem við höfum átt saman og þau spjöll sem við höfum átt í gegnum tíðina. Sérstaklega eru mér tvö spjöll afar minnisstæð. Þau áttum við eftir að þú veiktist. Eftir fyrra spjallið kvöddumst við með tár á hvarmi. Þá felldum við sorgartár. Þú varst orðinn mikið veikur og það virtist dagaspursmál hvenær þú færir. Tveimur dögum síðar hitt- Snorri Þorláksson ✝ Snorri Þorláks-son fæddist á Siglufirði 3. mars 1936. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 29. nóvember síð- astliðinn og var út- för hans gerð í kyrr- þey 6. desember. umst við aftur. Þá var allt annað að sjá þig og heyra í þér. Þú varst orðinn miklu hressari og hafðir braggast heldur mik- ið á þessum tveimur dögum frá því við hittumst síðast. Í þetta skiptið var ég kominn í sérstökum erindagjörðum. Við spjölluðum saman í drykklanga stund og aftur felldum við tár. Í þetta skiptið voru það gleðitár. Svo leið og beið. Þú tókst tvö skref áfram og svo eitt til baka, allt þar til yfir lauk og þú sofnaðir í hinsta sinn. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka þér fyrir þær stundir sem við höfum átt saman frá því ég fæddist í þennan heim. Þessar stundir hafa verið margar og allar hafa þær verið skemmtilegar og all- ar eru þær mér kærar og dýrmæt- ar. Í náðarnafni þínu nú vil ég sofna, Jesús. Bið ég í brjósti mínu blessaður hvíli Jesús. Sveipi svo í klæðum síns réttlætis Jesús, að á himnahæðum hjá þér lendi, Jesús. Mér í mótgangsmæðum miskunna, góði Jesús. Dreyra úr dýrstum æðum dreif þú á mig, Jesús. (Hallgrímur Pétursson.) Þótt þú sért farinn, elsku afi, þá lifir þú alltaf í huga mér og í bæn- um mínum. Þinn Arnór Bjarki. Elsku afi minn. Nú ertu kominn til hans Guðs og hættur að finna til. Við áttum svo margar góðar stundir saman niðri hjá þér og ræddum um Guð og Biblíuna og þú kenndir mér margt um Guð, sem er svo góður. Oftast þegar ég kom heim úr skólanum fór ég niður til þín í kaffi- tímanum því þú smurðir brauð með margskonar áleggi sem mér þótti svo gott. Mikið held að ég þessi jól verði skrýtin, því þetta eru fyrstu jólin okkar án þín. Ég á eftir að sakna þín mikið og á eftir að hugsa oft til þín, afi minn. Þinn Alexander. Nú er elsku afi minn farinn til hans Guðs. Mikið á ég eftir að sakna þess að afi er ekki niðri hjá sér þegar ég kem heim. Afi minn var góður afi. Hann hjálpaði mér oft að læra heima eftir skóla. Afi minn átti mikið plötusafn og fannst mér mjög gaman að hlusta á tónlist hjá honum afa, sérstaklega íslenska tónlist. Flest mánaðamót forum við bræður í göngu með afa, afi þurfti að útrétta í bankanum. Á leiðinni töluðum við mikið saman og á heimleiðinni keypti afi handa okk- ur nammi til að borða. Mikið á ég eftir að sakna þess að afi er ekki niðri hjá sér þegar ég kem heim. Ég á eftir að sakna elsku afa míns mjög mikið. Gabríel Snorrason. Elsku afi minn. Nú ertu ekki lengur hjá okkur, heldur ertu orðinn engill hjá honum Guði. Ég veit að ég hitti þig aftur þegar ég er búinn að vera gamall maður og verð sjálfur engill. Þá getum við aftur farið að tefla saman og fengið okkur brauð með bjúga. Ég skal taka með mér plötuna með Ladda svo við getum hlustað á Superman-lagið. Ég á eftir að sakna þín alla ævi. Þinn Mikael. ✝ Reynir Guð-jónsson fæddist á Gestsstöðum á Búðum við Fá- skrúðsfjörð 14. júní 1936. Hann andaðist á hjúkr- unarheimilinu á Fáskrúðsfirði 22. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ólafía B. Jónsdóttir, f. 2.12. 1892, d. 25.6. 1964, og Guðjón Bjarna- son, f. 15.3. 1892, d. 25.4. 1979. Reynir var yngst- ur 14 systkina, systkini hans eru Sigurður, f. 26.1. 1915, d. 23.9. 1967; Kristín, f. 13.7. 1916, d. 16.5. 2001; Sigurbjörn, f. 14.6. 1918, d. 23.11. 1947; Jón Ársæll, f. 15.1. 1920, d. 23.2. 1989; Lilja, f. 11.4. 1921, d. 17.10. 2001; Þorleifur Bragi, f. 23.7. 1922; Heiðveig, f. 15.10. 1923, d. 16.1. 1985; Unnur, f. 16.7. 1925, d. 8.5. 1982; Baldur Marinó, f. 6.12. 1926, d. 31.10. 1932; Axel, f. 17.1. 1928, d. 3.2. 1998; Friðfinnur Júlíus, f. 7.5. 1929, 19.8. 2004; Arnfríður, f. 1.11. 1932; og Baldvin, f. 25.4. 1935. Reynir kvæntist 26. desember 1957 Láru Hjartardótt- ur, f. 15. júlí 1938, þau hófu búskap á Bergi 1956 en byggðu síðar Stuðlaberg og bjuggu þar síðan. Þau eiga sex börn, þau eru: Baldvin rafiðnaðarfræð- ingur, kvæntur Margréti Gunn- arsdóttur, þau eiga 4 börn, Rúnar Sigurður læknir, kvæntur Jónu Björgu Guðjónsdóttur, þau eiga 4 börn og eitt barnabarn, Kjartan útgerðarstjóri, kvænt- ur Ester Brune, þau eiga 4 börn, Ólafur Guðjón búfræð- ingur, kvæntur Júlíu Guðna- dóttur, hann á 5 börn og 2 barnabörn, Sverrir Rafn sjúkra- þjálfari, kvæntur Hrefnu Björnsdóttur, þau eiga 3 börn, Hjördís Lilja snyrtifræðingur, gift Skúla Þór Sveinssyni, þau eiga 3 börn. Útför Reynis var gerð frá Fáskrúðsfjarðarkirkju 27. októ- ber. Jarðsett var í Kolfreyju- staðarkirkjugarði sama dag. Góður vinur, Reynir Guðjónsson bifreiðastjóri og verktaki á Fá- skrúðsfirði, er látinn. Fyrir rúmu ári greindist Reynir með krabbamein og gekkst undir margvíslegar aðgerðir og voru batahorfur á tíma góðar. Bjartsýni ríkti og von um betri daga. Hann var alltaf jákvæður og stutt í léttleikann þegar ég heyrði í honum. Reynir var fæddur á Fáskrúðs- firði, yngstur í stórum systkina- hópi, þar sem regla og iðjusemi voru aðalsmerki. Skólaganga hans var ekki löng en nýttist vel. Reynir tók snemma bílpróf og ekki leið á löngu þar til mátti sjá hann á glæsidrossíu sem þeir bræður Baldvin og hann keyptu í félagi. Þá voru ekki margir bílar á göt- um kauptúnsins svo að þeir vöktu nokkra athygli. Þetta varð vísir að ævistarfi Reynis en um hálfa öld starfaði hann sem bifreiðastjóri. Fyrir utan fínu drossíuna var keyptur vörubíll sem var atvinnu- tæki Reynis alla tíð og endurnýjaði hann bílana eftir þörfum. Reynir var fljótur til ef á þurfti að halda, það má segja að hann hafi alltaf staðið vaktina. Reynir var mikill hestamaður, átti gæðinga sem hann var stoltur af, það var hans líf og yndi að um- gangast þá. Hann hafði gaman af að spjalla þegar tími vannst til og voru þá hestarnir oft efstir á baugi. Reynir var góðviljaður og aldrei lagði hann stein í götu neins, reyndar taldi flesta vini. Reynir var mikill gæfumaður í einkalífi, eignaðist góða konu, Láru Hjartardóttur og áttu þau sex mannvænleg börn, elstur er Bald- vin, þá Rúnar, Kjartan er þriðji í röðinni, síðan Ólafur og Sverrir, Hjördís er yngst. Öll eru börnin vel menntuð og foreldrum sínum til sóma á allan hátt. Barnabörnin eru orðin fjölmörg, allt efnilegir einstaklingar. Það var alltaf gaman að koma á heimili þeirra Láru og Reynis, við- mót þeirra var slíkt að um var tal- að og kappkostað var að öllum liði sem best. Reynir var stakur reglu- maður á vín og tóbak án þess að vera fanatískur. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hann að samferðarmanni. Guð blessi Láru mína og alla þeirra afkomendur. Guðrún Einarsdóttir. Reynir Guðjónsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elsku móður okkar, GUÐRÚNAR S. GÍSLADÓTTUR, Keflavík. Bestu óskir um gleðilega hátíð og Guðs blessun á nýju ári. Örn Erlingsson, Ingunn Þóroddsdóttir, Steinn Erlingsson, Hildur Guðmundsdóttir, Steinunn Erlingsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Þorsteinn Erlingsson, Auður Bjarnadóttir, Pálína Erlingsdóttir, Stefanía Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ARA STEINBERGS ÁRNASONAR, Lindasíðu 2, Akureyri. Sérstakar þakkir til Runólfs Pálssonar læknis, starfsfólks á deild 13 E Landspítala, Lyflækninga- deild Sjúkrahúss Akureyrar og Heimahlynningu á Akureyri fyrir góða umönnun. Guðrún Elísabet Aradóttir, Júlíus Fossberg Arason, Fríður Leósdóttir, Ingunn Kristín Aradóttir, Hinrik Karlsson, Jón Björn Arason, Helga Guðjónsdóttir, Árni Arason, Sveinbjörg Pálsdóttir, Rúnar Arason, Dýrleif Skjóldal, afa- og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra er sýndu samúð og hlýju við andlát og útför vinar okkar, JÓNS PÁLMA KARLSSONAR (Jónsa), Heiðarbraut 37, Akranesi, áður til heimils í Skorholti, Melasveit. Jón Sveinsson, Guðrún Magnúsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, tengdadóttur og ömmu, SVÖVU VALGEIRSDÓTTUR. Guðjón Ingi Sigurðsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Sæþór Árni Hallgrímsson, Sigurður Guðjónsson, Anna Rún Tryggvadóttir, Arnar Guðjónsson, Hildur Rósa Konráðsdóttir, Camilla Sæmundsdóttir og ömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, sonar, bróður, mágs og tengdasonar, GEIRS HELGA GEIRSSONAR yfirvélstjóra, Leirutanga 26, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarþjónustunnar Karítas og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Helga Guðjónsdóttir, Guðjón Reyr Þorsteinsson, Eybjörg Geirsdóttir, Tómas Haukur Richardsson, Nína Björk Geirsdóttir, Pétur Óskar Sigurðsson, Geir Jóhann Geirsson, Alexander Aron Tómasson, Eybjörg Sigurðardóttir, Nína Geirsdóttir, Þorvaldur Geirsson, Lovísa Geirsdóttir, Valgerður Geirsdóttir, Viktor Arnar Ingólfsson, Guðjón Haraldsson, Nína Schjetne.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.