Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 30
30 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HÆKKUN Á MATVÆLAVERÐI Fyrirsjáanleg hækkun á verðimatvæla um allan heim kemurverst niður á fátækasta fólk- inu í þróunarlöndunum. En verð- hækkun á matvælum mun einnig reynast þungt högg fyrir þá, sem minnst mega sín hér á Íslandi. Og þá er átt við aldraða, öryrkja og einstæð- ar mæður. Í samtali, sem Morgunblaðið átti við Þórólf Sveinsson, formann Lands- sambands kúabænda, í gær kom fram að mjólkurvörur hafa á þessu ári hækkað um 15% í Evrópu. Og Þór- ólfur sagði: „Þessi þróun er eftir hérna. Hún dynur yfir okkur á næsta ári. Við er- um að fá af því fréttir núna, að áburð- arverð gæti hækkað á bilinu 40-50%, við erum að fá fréttir af gríðarlegri hækkun á sáðvöru og það virðist verða áframhaldandi hækkun á fóðurverði.“ Í fréttaskýringu á forsíðu Morgun- blaðsins í fyrradag um þetta mál sagði m.a.: „Minnkandi framboð á matvælum í heiminum og sögulega hátt matvöru- verð á sér engin fordæmi. Umskiptin voru ófyrirséð, segir Jacques Diouf, forstjóri Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Ástandið skapar hættu á hungurs- neyð verði ekkert að gert, sérstaklega meðal íbúa fátækari landa heimsins. Matvælaverð hefur hækkað að með- altali um ríflega 40% á árinu skv. vísi- tölu FAO. Á sama tíma hafa birgðir heimsins af hveiti minnkað um 11% og ekki verið minni frá því árið 1980. Mjólkurverð hefur hækkað um 15% í Evrópu, kornvörur um 50%, mjólkur- duft um 70% og kakó um 60% svo dæmi séu tekin. Hér á landi hefur hveiti og mjöl hækkað um 5,4%, þrátt fyrir 7% skattalækkun og á eftir að hækka enn meira á komandi mánuð- um.“ Það er ekkert grín að fást við svona hækkanir. Það er nokkuð ljóst að grunnfæða fólks mun hækka mikið. Það hlýtur að vera mikið umhugsun- arefni fyrir ríkisstjórnina hvernig hún eigi að bregðast við. Hún hefur ákveð- ið svigrúm vegna þess, að einhver tími mun líða þangað til þessar hækkanir ríða yfir af fullum þunga. Þann tíma á ríkisstjórnin að nota til þess að átta sig á til hvaða mótvæg- isaðgerða er hægt að grípa. Það er ekki bara nauðsynlegt að grípa til mótvægisaðgerða vegna niðurskurð- ar á þorskveiðum. Það er líka nauð- synlegt að beita mótvægisaðgerðum í þágu þeirra þjóðfélagsþegna, sem minnst hafa handa á milli. Ríkisstjórnin getur ekki látið sem ekkert sé og beðið aðgerðarlaus eftir því, að verð á sumum matvælum margfaldist. Í sumum tilvikum er fárra kosta völ. En í öðrum tilvikum á að vera hægt að lækka eitthvað á móti. Fyrirsjáanlegar hækkanir á mat- vöru geta truflað þá kjarasamninga, sem framundan eru. Það ætti líka að vera ríkisstjórninni tilefni til að taka til hendi. Þótt svigrúmið sé nokkurt er það ekki mikið. VERÐBÓLGA OG VERSNANDI SKILYRÐI Bankastjórn Seðlabanka Íslandstilkynnti í fyrradag, að stýri- vextir yrðu óbreyttir um skeið. At- hyglisvert er að þessari ákvörðun hefur verið tekið nokkurn veginn hljóðalaust en þegar stýrivextir voru hækkaðir síðast varð töluvert póli- tískt umrót. Af rökstuðningi Seðlabankans fyr- ir þessari ákvörðun má sjá, að tölu- verður verðbólguþrýstingur er enn í hagkerfi okkar og raunar þarf ekki sérfræðilegan rökstuðning bankans til. Allur almenningur verður þessa var í daglegu lífi sínu og ekki munu fyrirsjáanlegar verðhækkanir á mat- vælum á næsta ári draga úr þeim þrýstingi. Á sama tíma er órói mikill á fjár- málamörkuðum um allan heim en ekki sízt í nágrannalöndum okkar bæði til austurs og vesturs. Það er engin ástæða til að ætla, að þessum óróleika sé lokið. Þvert á móti er ríkt tilefni til að álykta sem svo, að hann haldi áfram fram eftir næsta ári. Og hið sama gæti átt við hér. Hvaða rök eru fyrir því, að hlutabréfasjóðir hér, sem skráðir eru á markaði og eru fyrst og fremst safn skráðra hluta- bréfa í öðrum félögum, séu metnir á hærra verði en hin skráða eign þeirra segir til um? Það eru auðvitað engin efnahagsleg eða viðskiptaleg rök fyrir því. Eftir því sem mark- aðurinn hér verður þroskaðri er lík- legt að hann verði jafnframt raun- særri í verðmati á hlutafélögum. Þessi óróleiki mun auðvitað hafa áhrif á þróun efnahagsmála hér og þá jafnframt á ákvarðanir Seðla- bankans í vaxtamálum. Greiningardeild Kaupþings banka hefur komizt að þeirri niðurstöðu að ákvarðanir Seðlabankans nú bendi til þess að búast megi við hraðara vaxtalækkunarferli hjá Seðlabank- anum á næsta ári. Byggist þetta mat á sömu bjartsýni og einkenndi mat greiningardeildar Kaupþings og annarra banka á verðhækkun á markaðnum hér en það stendur ekki steinn yfir steini eftir af þeim spám? Það er ráðlegt fyrir alla aðila að búa sig undir áframhaldandi sterka vaxtastýringu Seðlabankans og sviptingar á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum svo og á hlutabréfa- markaðnum hér. Árið 2008 verður erfitt ár í þessum efnum. Jafnframt er nauðsynlegt að styrkja ýmsar eftirlitsstofnanir samfélagsins á borð við Fjármála- eftirlitið. Það er afar mikilvægt fyr- ir íslenzka bankakerfið á erfiðum tímum, eins og nú eru gengnir í garð, að Fjármálaeftirlitið sé trú- verðugt og spurning, hvort ekki sé skynsamlegt að sameina Seðla- banka og Fjármálaeftirlitið á ný til þess að styrkja báðar þessari stofn- anir í þeim verkefnum, sem þær standa frammi fyrir við breyttar að- stæður. Það er umhugsunarefni fyrir hinn nýja viðskiptaráðherra. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Samkvæmt bráðabirgðatölumHagstofunnar voru Íslendingar312.872 þann 1. desember oghafði fjölgað hér á landi um 5.600 manns á árinu. Í skýrslu Hagstof- unnar segir að undanfarin þrjú ár hafi fólksfjölgun verið óvenju hröð en nú hafi dregið nokkuð úr henni. Árleg fólks- fjölgun sé nú 1,8% samanborið við 2,6% frá 1. desember 2005 til 1. desember 2006 og 2,1% árið þar á undan. Erlendum rík- isborgurum hefur fjölgað mikið hér á landi undanfarin ár og er hlutfall þeirra af íbúum í heild nú 6,8% samanborið við 6% fyrir ári. Langflestir erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru á Íslandi eru með pólskt ríkisfang eða 8.350. „Fjölgunin á Íslandi var og er enn mik- il, að hluta vegna innflutnings frá öðrum löndum en náttúruleg fólksfjölgun á Ís- landi er líka mjög mikil,“ segir Ólöf Garð- arsdóttir, deildarstjóri mannfjöldadeildar Hagstofu Íslands. „Það virðist vera að draga úr fjölguninni í bili. Mikið af fólkinu sem vann tímabundið við framkvæmd- irnar fyrir austan er þegar farið og þar er nú fækkun í gangi. Austurland átti lengi við fólksfækkunarvanda að stríða en jafn- vel á meðan framkvæmdirnar við Kára- hnjúka voru í gangi fjölgaði ekki Íslend- ingum á svæðinu, þeim fækkaði jafnvel eitthvað sum árin. En einnig er bent á að þarna séu að vinna iðnaðarmenn sem eigi enn eftir að flytja lögheimili sitt á svæðið og það gæti breytt stöðunni. Sumir standa stutt við Annað er líka að fái verkamenn sem hingað koma í stuttan tíma dvalarleyfi til minnst sex mánaða fara þeir á íbúaskrá hjá Þjóðskrá. En það eru tilmæli frá Evr- ópusambandinu að ekki sé í íbúatölunni reiknað með fólki nema það hyggist búa í eitt ár eða lengur á landinu. Það getur því verið mjög erfitt að henda reiður á hlut- falli farandverkafólks í svona tölum.“ Ólöf segir að þótt margir útlendingar hafi unnið fyrir austan við framkvæmd- irnar þar og hafi mikil áhrif á þróun íbúa- tölu þar séu þeir útlendingar mun fleiri sem starfi á höfuðborgarsvæðinu við hvers kyns byggingaframkvæmdir, á Suðurnesjum og hluta Suðurlands. Hlut- fall útlendinga sé hins vegar mun lægra vegna þess hve fjölmenn svæði sé um að ræða. Útlendingarnir voru lengi flestir á Vestfjörðum þar sem þeir unnu í fisk- vinnslunni og enn er hlutfallið þar talsvert hátt. Ólöf bendir á að íbúum fjölgi nú hraðar á Suðurnesjum og þeim hlutum Suður- lands sem liggi næst Reykjavík en á sjálfu höfuðborgarsvæðinu. Ekki er búið að gera á þessu miklar rannsóknir en hugs- anlegt er að svo sé komið að atvinnusvæði höfuðborgarinnar nái nú yfir mun stærri hluta landsins en áður. Betri samgöngur gera fólki kleift að búa í Hveragerði og í Keflavík en stunda vinnu í Reykjavík. Tvöföldun Reykjanesbrautar getur ýtt enn frekar undir þessa þróun. Þumalfingursreglan um fæðingartíðni er að fjölgunin verði til lengri tíma að vera minnst 2,1% á ári til að þjóð fækki ekki, þ.e. nógu margir þurfa að fæðast til að koma í stað beggja foreldra og þeirra sem deyja ótímabærum dauða. Eru þá að sjálf- sögðu ekki tekin með í reikninginn áhrif af hugsanlegum innflutningi. En séu fyrir hendi mjög fjölmennir árgangar á barn- eignaaldri og jafnframt að fólk lifi tiltölu- lega lengi dugar lægri fæðingatíðni í heila kynslóð áður en fækkun byrjar að segja til sín, segir Ólöf. Fæðingartíðni ekki hærri hjá innflytjendum hér Annað sem skiptir máli er að barn- eignaaldur er enn tiltölulega lágur hér, konur eignast hér börn fyrr á ævinni en í nágrannalöndunum. Ólöf segir þa röðum innflytje aði fleiri börn e sjaldgæft hér e gengt meðal s Bandaríkjunum arra landa teku semismynstur,“ ur getur haldist þarf alls ekki a okkar fjölmenn svo að pólskar nema 1,2 börn. Það er auðvit hingað koma al er um að ræða ingu, er tímabu einhverra auka barnaeignahugl stendur. Þá ge lægri en almen hópi.“ Fjölgunin síð Hagstofan að ja orðið hér á lan unda áratugarin landi sé hún jaf Evrópu er um 20. öld og í sa ópulönd hefur verið há. Við up gat hver kona v ur börn á lífsleið há í evrópsku s að, konur hér á tvö börn um æv Nokkuð dregur úr fólksfjölgun Erlendum verkamönnum fækkar þar sem fram- kvæmdum við Kára- hnjúkavirkjun er að ljúka og nú fækkar fólki á Aust- urlandi, segir yfirmaður mannfjöldadeildar Hag- stofunnar. =5!:;6 $ $  $ $ $ $ $ $! $" EC &B ?    6!  !6796H899= 5-  ) #       0    7   ?C   &B     &B   6796H899= $ $  $ $ $ $ $ $! $"    &B      B %&'   675=$677= 899=       5!4<9 ?. 6 )% NC  I ? Í HNOTSKURN »Fram undir 1980 var mikil fólks-fjölgun hérlendis nær eingöngu rakin til náttúrulegrar fjölgunar. »Frá 1. desember í fyrra til 1. des-ember í ár var fjöldi aðfluttra umfram brottflutta rúmlega 3.000. Á sama tíma voru fæddir umfram dána tæplega 2.600 talsins. »Með hugtakinu flutningsjöfnuðurer átt við aðflutta umfram brott- flutta. Náttúruleg fólksfjölgun á árinu nam tæpum 0,8% en hlutfall flutningsjafnaðar var 1,1%. Ólöf Garðarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.