Morgunblaðið - 22.12.2007, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.12.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SATURDAY 22. DECEMBER 2007 17 ÞÝSKA fyrirtækið Exorka GmbH og Hekla Energy GmbH, ný- stofnað dótturfélag Jarðborana í Þýskalandi, hafa gengið til sam- starfs um borframkvæmdir ytra og var samningur þess efnis nýverið undirritaður í München. Verðmæti samningsins er um 1,5 milljarðar króna sem hækkar í þrjá milljarða nýti verkkaupi ákvæði þess efnis að framlengja verkefnið um sex holur til viðbótar. Um er að ræða borun á sex djúp- um jarðhitaholum í S-Þýskalandi. Áætlað er að dýpt hverrar holu verði allt að fimm kílómetrar og er það mesta dýpt sem íslenskt fyr- irtæki hefur nokkru sinni borað, að því er segir í fréttatilkynningu. Flutningi á hinum nýja há- tæknibor Hekla Energy á borsvæði Exorku er að mestu lokið, en vinnu við tengingar og frágang verður lokið fyrir jól. Reiknað er með að sjálfar borframkvæmdirnar hefjist að fullu strax eftir áramót og verð- ur beitt svonefndri stefnubor- unartækni. Hekla Energy var stofn- að í sumar í framhaldi af kaupum á stórum borum í Þýskalandi. Dótturfélag Jarðborana borar djúpt í Þýskalandi Boranir Skrifað undir samning, í neðri röð f.v. Phil Hutchings frá Exorka International og Thor Növig, framkvæmdastjóri Hekla Energy. Fyrir aft- an þá eru Ásgeir Margeirsson og Bent Einarsson frá Jarðborunum. DÓMNEFND á vegum tímarits- ins Frjálsrar verslunar hefur valið Andra Má Ingólfsson, for- stjóra og eiganda Primera Travel Group, mann árs- ins í íslensku at- vinnulífi árið 2007. Hlýtur hann heiðurinn fyrir framúrskarandi árangur og dugnað við að stækka fyrirtækið en með yfirtökum er það orðið þriðja stærsta ferðaskrifstofa á Norðurlöndunum með um 60 millj- arða króna veltu á þessu ári. Andri Már er eini eigandi Primera Travel Group. Á þessu ári flytja tólf fyrirtæki í eigu Andra í sjö löndum yfir eina milljón farþega til um fimm- tíu staða í heiminum. Andri Már maður ársins Andri Már Ingólfsson SKIPT hefur verið um nafn á fé- laginu Perla Investments ehf. og nefnist það nú Salt properties ehf. og er orðið hluti af félagasamstæðu Ró- berts Wessman. Starfsemin hefur jafnframt verið flutt og er nú til húsa á annarri hæð í Bergstaðastræti 6. Þær breytingar urðu líka að hjónin Orri Ingvason og Auður Hansen seldu sinn hlut í félaginu Perla In- vestments en verða fyrst um sinn áfram með stjórnartaumana í Fast- eignasölunni Perla Investments SL á Spáni. Þá hafa þau hjónin sett á stofn nýtt fjárfestingarfyrirtæki, Rex Capital, sem starfa mun á inn- lendum sem erlendum vettvangi. Eftir áramót verður starfsemi fast- eignasölunnar á Íslandi flutt í annað húsnæði, en skrifstofur hennar á Spáni eru á sama stað og áður. Meg- inviðfangsefni Salt Properties verða fasteignaþróun og fjárfestingar á því sviði, segir í fréttatilkynningu. Perla verður Salt Properties EIGENDUR glugga- og glerfyr- irtækisins PGV í Hafnarfirði hafa keypt Glerborg, eitt elsta og rótgrónasta glerframleiðslufyrir- tæki landsins. Dótturfélag Glerborg- ar, Gler og speglar – Speglabúðin, fylgir með í kaupunum. Saga Capital Fjárfestingarbanki hafði milligöngu um eigendaskiptin. Í tilkynningu kemur fram að sam- einað fyrirtæki Glerborgar og PGV muni starfa undir merkjum Gler- borgar og verða starfsmenn fyrir- tækisins um 45 eftir sameiningu. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfsmannahaldi vegna samein- ingarinnar. Þorsteinn Jóhannesson, núverandi framkvæmdastjóri PGV, verður framkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis. Glerborg, sem var að stærstum hluta í eigu Antons Bjarnasonar og Hafsteins Þórðar- sonar, hefur sérhæft sig í framleiðslu á glerrúðum og sérframleiðslu úr gleri eins og til dæmis skurði, slípun og sandblæstri. PGV var stofnað árið 2002 og er stærsta fyrirtæki landsins í framleiðslu á viðhaldsfríum glugg- um og hurðum úr harðplastsefni. Glerborg skiptir um eigendur Morgunblaðið/Golli Sameining Þorsteinn Jóhannesson stýrir sameinuðu fyrirtæki. ◆ ◆ -hágæðaheimilistæki vi lb or ga @ ce nt ru m .is GJAFAKORT KAFFIVÉLAR - MATVINNSLUVÉLAR - POTTAR & PÖNNUR - SAFAPRESSUR - ELDHÚSÁHÖLD Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is fást í Eirvík JÓLAGJAFIRNAR EIRVÍK REYKJAVÍK: Laugardag 22. des kl. 11-18 Sunnudag, Þorláksmessu kl. 13-17 Aðfangadag 24. des kl. 10-12 Þriðja í jólum, 27. des LOKAÐ OPNUNARTÍMAR UM JÓLIN: EIRVÍK AKUREYRI: Laugardag 22. des kl. 11-15 Sunnudag, Þorláksmessu LOKAÐ Aðfangadag 24. des LOKAÐ Þriðja í jólum, 27. des 10-18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.