Morgunblaðið - 22.12.2007, Síða 23

Morgunblaðið - 22.12.2007, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SATURDAY 22. DECEMBER 2007 23 SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | Dúxinn við brautskráningu stúdenta af haustönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Anna María Ævarsdóttir, tók á móti verðlaunum sínum í kjól sem hún hannaði og saumaði sjálf. Hún tók textíl sem auka- fag í vetur og var kjóllinn lokaverkefni hennar í því. Annars gekk Önnu Maríu vel í tungumálum og fékk sérstök verðlaun fyrir árangurinn. „Mér hefur alltaf þótt gaman að því að læra tungumál,“ segir hún. Anna María hyggur á nám í geisla- og lífeindafræði við Háskólann í Reykjavík í haust. Þangað til starfar hún sem leiðbeinandi við fyrsta bekk Holtaskóla í Keflavík. Þar sér hún um einn hóp af þremur og starf- ar með tveimur reyndum kennurum. „Þær hjálpa mér þvílíkt mikið. Ég gæti ekki gert þetta án þess,“ segir Anna María. Hún hefur unnið með náminu í leikskóla og segir að það sé ekki svo ólíkt. „Þetta er ótrúlega þroskandi,“ segir hún um starfið með börnunum. Hún æfir körfubolta með Njarðvík og leikur með lið- inu í annarri deild Íslandsmótsins eftir að hafa skipt úr Keflavík í haust. „Þetta var dálítil breyting en það tóku flestir vel í þetta,“ segir Anna María um vista- skiptin sem ekki eru alltaf vel séð hjá stuðnings- mönnum liðanna í Reykjanesbæ. Njarðvíkingar eru að byggja upp nýtt lið og hefur gengið ágætlega í vetur. Svo vildi til að Njarðvík dróst á móti Keflavík í Lýsing- arbikarnum. „Við töpuðum að vísu en það var gaman að leika á móti gömlu liðsfélögunum,“ segir Anna María. Nú útskrifuðust 62 nemendur frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, þar af 44 stúdentar, 9 iðnnemar, 6 úr starfsnámi, einn meistari, einn úr listnámi og einn af starfsbraut. Að venju voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur í ýmsum greinum. Nú var í fyrsta skipti veitt- ur styrkur úr Styrktarsjóði FS sem Gunnar Sveinsson og Kaupfélag Suðurnesja stofnuðu. Þrír nemendur, Birgir Ólafsson, Jóhanna María Kristinsdóttir og Örn Viljar Kjartansson, fengu stuðning fyrir góðan árang- ur í samskiptum og tjáningu í áfanganum SAM 106. Dúxinn hannaði og saum- aði útskriftarkjólinn Ljósmynd/Guðmann Kristþórsson Fjölskyldan Helena Ösp, Elva Rún, Anna María, Guð- rún Einarsdóttir og Ævar Már Finnsson við útskriftina. LANDIÐ Hella | Nemendur úr níunda bekk Grunnskólans á Hellu fengu á dög- unum ferð til Reykjavíkur, veislu á Pizza Hut og miða á sýninguna Leg í Þjóðleikhúsinu. Krakkarnir unnu fyrstu verðlaun í verkefninu „Ung- lingar, lýðræði og heimabyggðin“ en úrslit voru tilkynnt í júní. Verkefnið er miðað við ungt fólk á aldrinum þrettán til sautján ára. Tólf nemendur úr áttunda bekk Grunn- skólans á Hellu voru meðal þátttak- enda. Þau tóku þátt í hugmynda- vinnu um það hvað mætti gera til að bæta samfélagið á 21. öldinni og gera það eftirsóknarverðara til búsetu, meðal annars með gerð ritgerða og síðan var ein hugmynd valin með at- kvæðagreiðslu til frekari útfærslu. Fyrir valinu varð hugmyndin að byggja skautasvell sem myndi draga fólk og fjármagn til sveitarfélagsins. Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni standa fyrir verkefninu og buðu samtökin nemendunum í borg- arferð en sparisjóðirnir á Íslandi, sem eru aðalstyrktaraðilar verkefn- isins, kostuðu verðlaunin. Skautasvell til að bæta byggðina Hugmynd Nemendur úr Grunnskólanum á Hellu fengu leikhúsferð í verð- laun fyrir góða hugmynd til að bæta heimabyggð sína. Barðaströnd | Tvær veturgamlar systur frá Innri-Múla heimtust á Barðaströnd 18. desember. Það væri ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að þær eru útigengnar. Þær komu úr Hagadal ásamt nokkrum öðrum kindum þegar bændur á Innri-Múla voru að leita að heimtum kindum sem vantaði þegar farið var að hýsa. Elstu menn muna ekki eftir því að kind hafi komið úti- gengin úr Hagadal áður. Heimtur eru með besta móti hjá bændum á Innri-Múla þetta árið, að því er fram kemur í upplýsingum sem Ásgeir Sveinsson hefur sent Morgunblaðinu. Vantar einungis tvær tvílembdar ær sem hafa komið á Melanesi á Rauðasandi undanfarin ár. Smalasvæðið er víðáttumikið land sem er allt smalað gangandi og með hundum enda mikið af hlíðum, klettum og kjarri. Fyrstu leitir taka 10 daga fyrir 5-8 manns. Á þessu hausti eru bændur á Innri-Múla bún- ir að smala og leita að fé í 40-50 daga. 40-50 daga að smala Heimtar Barði og Ásgeir Sveins- synir með útigöngugimbrarnar. Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Prima-krydd, sem fram- leitt var hjá Tindafelli í Kópvogi og er víða að finna í eldhúsum lands- manna, er á leiðinni til Blönduóss. Þessa dagana er verið að flytja framleiðslueiningar norður og stefnt er að því að hefja framleiðslu fljótlega í janúar. Framleiðslan verður fyrst um sinn í bráðabirgðahúsnæði þar sem áður var Krútt-bakarí en á vormánuðum er fyrirhugað að byggja varanlegt húsnæði yfir framleiðsluna við höf- uðstöðvar Vilkó á Blönduósi. Það er einmitt Vilkó sem er að kaupa þetta fyrirtæki í bæinn og renna frekari stoðum undir rekstur fyrirtækisins. Að sögn Guðmundar Sveinssonar hjá Vilkó mun atvinnutækifærum fjölga á Blönduósi með tilkomu þess- arar kryddverksmiðju. Það er því ljóst að tilveran verður krydduð í orðsins fyllstu merkingu á Blönduósi á nýju ári. Krydd í tilveruna á Blönduósi Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Flutningur Kryddframleiðslunni er komið fyrir í bráðabirgðahúsnæði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.