Morgunblaðið - 03.02.2008, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.02.2008, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 33. TBL. 96. ÁRG. SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is SUNNUDAGUR FJÖL- BREYTNI MYRKIR MÚSÍK- DAGAR HEFJAST FIMM KYNSLÓÐIR >> 34 SÆTUR SIGUR VÍÐFÖRULL Í ÓPERUHEIMINUM KRISTINN SIGMUNDSSON >> 30 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is UMRÆÐUR um eignarhald á orkuauðlindum landsins hafa staðið meira og minna í heila öld, bæði í samfélaginu og á Alþingi. Og hver er nið- urstaðan? Því er fljótsvarað: Hún er rýr. Að minnsta kosti erum við enn að deila um það hver eigi vatnið og hver eigi jarðhitann djúpt í iðrum jarðar. Þetta er alltént niðurstaða Aagotar Vigdís- ar Óskarsdóttur lögfræðings. „Við höfum sem þjóð ekki komist að niðurstöðu muni. Frumvarp iðnaðarráðherra, sem nú er til umfjöllunar í þingflokkum, gengur öðrum þræði út á að eignir ríkisins á orkusviðinu verði ekki framseldar einkaaðilum með varanlegum hætti. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef um það næðist pólitísk samstaða á Al- þingi síðar að selja einkaaðilum land til nýtingar á orkuauðlindum, t.a.m. í afmörkuðum tilvikum, væri það að sjálfsögðu heimilt þrátt fyrir ákvæði frumvarpsins. Heit umræða í heila öld  Umræður um eignarhald á orkuauðlindum hafa staðið í hundrað ár  Niðurstaðan rýr  Skortur á leikreglum skaðlegur, segir formaður Samfylkingar  Eignir ekki framseldar, samkvæmt frumvarpi  Orkar tvímælis | 10 um það hvernig við ætlum að haga þessum málum. Að vísu voru þjóðlendulögin á sínum tíma ákveðin lausn vegna þess að þá var skorið úr um það að ríkið færi með eignarhald á stórum landsvæðum þar sem mjög mikilvægar auðlindir er að finna. Þeim yfirráðum fylgja eignarráð á téðum auðlind- um,“ segir Aagot. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, telur að skortur á leikreglum á þessum markaði hafi verið skaðlegur. Segir hún löngu tímabært að skýrt sé kveðið á um eignar- hald á orkuauðlindum til að verja almannahags- Fallvatn Hver á eignarréttinn? Daniel Sturridge er sparkið í blóð borið og hefur framganga hans vakið athygli um víðan völl. Sumir spá því að hann verði lausnin á framherjavandræðum, sem Man- chester City hefur glímt við. Sturridge er eins og stormsveipur Evrópubúar eru margir vonsviknir með stefnu stjórnar Bush og vonast eftir grundvallarbreytingu á bandarískri utanríkisstefnu eftir forsetakosningarnar. Stirt samband í stjórnartíð Bush Í Bandaríkjunum er komin fram lít- il en vaxandi hreyfing gegn skatt- heimtu. Þekktasti málsvari hennar er leikarinn Wesley Snipes sem undanfarið hefur átt í vök að verj- ast fyrir dómstólum. Snipes vill ekki borga skattinn RAGNA Hermannsdóttir var 56 ára þegar hún útskrifaðist af náttúru- sviði úr öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1980. Tvítug hafði hún hafið nám í Garðyrkju- skólanum á Reykjum, útskrifast það- an, gift sig og stofnað garðyrkjustöð í Hveragerði ásamt manni sínum. Fyrir einskæra tilviljun tók hún sem valfag kúrs í myndlist í mennta- skólanum og eftir það varð ekki af listabrautinni snúið. Þá var hún gift kona og saman höfðu þau hjónin alið upp þrjú fósturbörn. Árin liðu og þegar ekki var lengur pláss fyrir hana í garðyrkjustöðinni, eins og hún segir, fékk hún mikinn áhuga á ljósmyndun. Hún hætti að reykja og keypti sér myndavél fyrir peningana sem ella hefðu farið í sígarettur, kom sér upp ljósmynda- stofu og stundaði samhliða nám í ljósmyndun í bandarískum bréfa- skóla. Hún útskrifaðist eftir tvö ár, fékk réttindi og síðar tók hún nám- skeið í faginu í Sun Valley í Idaho. Straumhvörf Ragna segir myndlistarkúrsinn forðum daga hafa valdið straum- hvörfum í lífi sínu. Hún fluttist til Reykjavíkur og hóf nám í Myndlista- og handíðaskólanum og skömmu síðar skildu þau hjónin. Síðar hélt hún til Bandaríkjanna í ljósmynda- skóla og hóf þar að búa til bókverk, sem að hluta eru á sýningu hennar í Suðsuðvestur í Keflavík, sem nú stendur yfir. Eftir að Ragna útskrif- aðist úr Myndlista- og handíðaskól- anum ákvað hún, sextug að aldri, að reyna að komast inn í Ríkisakadem- ínua í Amsterdam. „Það var spenn- andi að vera í Hollandi,“ segir Ragna, sem nú er 83 ára og á að baki langan og litskrúðugan feril. | 22 Á miðjum aldri gekk Ragna Hermannsdóttir í gegnum miklar breytingar Svo lengi lærir sem lifir Á áttugasta og fjórða aldursári heldur hún sýningu á listaverkum sínum Árvakur/Kristinn Ævintýralegt líf Ragna Hermannsdóttir hefur lært garðyrkju, ljósmyndun og myndlist, m.a. í Ríkisakademíunni í Amsterdam. VIKUSPEGILL „ÞAÐ voru vonbrigði að samningar skyldu ekki takast um tillögur þær sem ASÍ lagði fram, ég reiknaði satt að segja með að það myndi ganga. Mér fannst þetta borð- leggjandi kostur og mér kom á óvart að þetta skyldi verða niðurstaðan,“ segir Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, þar sem hún ræðir m.a. stöðu kjaraviðræðnanna og tillögur sem ASÍ lagði fyrir stjórnvöld. „Í þessari ríkisstjórn eru ólík- ir flokkar og það hlýtur að auka breidd í afstöðunni. Við vitum ekki hvort það er gott eða slæmt, við vitum það ekki fyrr en samningar eru búnir. Fyrirfram tel ég að það sé af hinu góða. En það er nýtt að semja við ríkis- stjórn sem hefur svona mikinn meirihluta og hvaða áhrif það hefur er ekki ljóst enn þá.“ | 28-29 Ólíkir flokkar ríkisstjórnar auka breidd í afstöðunni Ingibjörg R. Guðmundsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.