Morgunblaðið - 03.02.2008, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
L
eikurinn hefst með
Stjörnustríði á Hótel
Loftleiðum miðvikudag-
inn 13. febrúar. Þá verð-
ur forsmekkurinn gef-
inn. Á meðal „stjörnu“-spekinga sem
spá í spilin verða Birkir Jón Jónsson
þingmaður, Davíð Oddsson seðla-
bankastjóri og Jón Steinar Gunn-
laugsson hæstaréttardómari.
Daginn eftir verður landsleikur á
milli Íslands, kvennasveitar Banda-
ríkjanna, þar sem Hjördís Eyþórs-
dóttir er liðsmaður, og tveggja
norskra sveita, heimsmeistara í
karlaflokki og Norðurlandameistara í
kvennaflokki. Bridgehátíðin hefst
fyrir alvöru um kvöldið með keppni í
tvímenningi, sem stendur fram á
föstudag, og sveitakeppnin verður frá
laugardegi til sunnudags.
Margir sterkustu briddsspilarar
heims hafa keppt á Bridgehátíð frá
því hún var fyrst haldin árið 1982 og
árið í ár verður engin undantekning
þar á. Til leiks mæta fjölmargir spil-
arar sem unnið hafa til helstu met-
orða. Á engan er hallað þegar nefndir
eru norsku heimsmeistararnir sem
lyftu Bermúdaskálinni í haust, Tor
Helness, Boye Brogeland og Erik
Sælensminde. Norska sveitin vann
raunar einnig sveitakeppnina á
Bridgehátíðinni í fyrra.
Fyrsta Bermúdaskálin
„Daginn! Daginn,“ heilsar Helness
og virðist hress á morgnana. Engin
ástæða til annars, því hann hafði sig-
ur kvöldið áður [fimmtudags] í fjórðu
umferð forkeppni norska meist-
aramótsins, sem leikin er með útslátt-
arfyrirkomulagi.
„Við verðum að vinna sex leiki í röð
til að komast í úrslitin, þar sem átta
til tíu pör etja kappi saman. Þá hefst
glíman fyrir alvöru,“ segir hann.
Helness hefur oft verið á meðal
keppenda á Bridgehátíð, en þetta er í
fyrsta skipti sem hann mætir til leiks
sem heimsmeistari. Til þess að kom-
ast á heimsmeistaramótið í Kína
þurfti norska sveitin að verða á meðal
fimm efstu í Evrópukeppninni og
náði hún þriðja sæti. „Þetta er í
fyrsta skipti sem Norðmenn vinna
heimsmeistarakeppnina í bridds,“
segir Helness. „Við höfum tvisvar
komist í úrslit, en töpuðum í bæði
skiptin.“
– Hvað breyttist?
„Ég veit það ekki,“ segir hann og
dæsir. „Í hverju liði eru þrjú pör og
að mínum dómi var þetta í fyrsta
skipti sem Noregur gat teflt fram
þremur góðum pörum, áður áttum
við tvö góð pör, og eitt síðra. Keppnin
stendur lengi og öll pörin þurfa því að
spila marga leiki. Þess vegna eigum
við ekki möguleika ef allir standa
ekki fyrir sínu. Það spilar líka inn í að
við höfum öðlast meiri reynslu.“
– Hvernig myndirðu lýsa keppn-
isstílnum?
„Við beitum norska stílnum, en þó
er þetta mismunandi eftir pörum.
Eitt þeirra spilar meira í anda Íslend-
inganna, leikur úthugsuð vinnings-
kerfi, en hin tvö spila frjálsara bridds
og sókndjarfara. Fjölbreytnin hjálp-
ar til, en auðvitað verðum við að vera
góðir spilarar!“
– Svo spilarðu póker!
„Já, briddsið hefur verið meira en
bara áhugamál síðustu árin, en ég
spila póker mér til gamans. Þú hefur
eflaust heyrt af háum verðlauna-
fjárhæðum á pókermótum, en ég er
ekki í þeim stellingum, heldur fyrst
og fremst að skemmta mér. Ég hef
spilað á netinu og í Las Vegas. Fyrir
tíu árum komst ég á lokaborðið í
Vegas, varð í fimmta sæti, og síðasta
sumar tók ég þátt í aðalkeppninni,
þar sem sex til sjö þúsund taka þátt,
og varð í 254. sæti.“
– Hvernig nýtist bridds í póker?
„Stærsti kosturinn er sá að maður
er vanur að halda einbeitingu klukku-
tímum saman og getur haldið það út
dögum saman.“
– Sonur þinn spilar líka!
„Honum gekk vel á pókermóti í
London fyrir tveimur árum, varð í
öðru sæti á mjög stóru móti og fékk
um tvær milljónir norskra króna í
verðlaunafé.“
– En hann spilar ekki bridds?
„Ekki enn, en hann skilur út á hvað
það gengur. Og talar um að hann vilji
læra það. Hann er aðeins 21 árs.“
– Hversu gamall varst þú þegar þú
byrjaðir að spila bridds?
„Ég byrjaði að spila heima hjá for-
eldrum mínum níu ára gamall og tók
þátt í fyrsta mótinu tólf eða þrettán
ára. Og þá byrjaði gamanið. Eftir það
hef ég spilað í næstum fjörutíu ár
samfleytt.“
– Hvað heillar við briddsið?
„Það er erfitt að segja. Ég hef
stúderað stærðfræði, tölfræði og tölv-
unarfræði – segi stundum að ég muni
tölur en síður nöfn. En þetta snýst
um meira en það. Bridds er ástríðu-
fullur leikur og þrátt fyrir að ég hafi
spilað ótal spil áratugum saman, þá
endurtekur spilið sig aldrei. Hver
hönd er ný og hver leikur nýr. Það
heillar, auk þess sem maður eignast
góða vini og spreytir sig á spennandi
keppni.“
Hann bætir við eftir stundarþögn.
„Og svo fæ ég að ferðast til Ís-
lands!“
Óviðeigandi gagnrýni
„Þetta hefur verið gott ár,“ segir
Hjördís Eyþórsdóttir, sem mætir til
leiks á Bridgehátíð, eini íslenski at-
vinnumaðurinn í íþróttinni. Og þar
sem hún er með varanlega búsetu í
Bandaríkjunum gat hún unnið sér inn
rétt til að keppa í öðru af tveimur
kvennalandsliðum Bandaríkjanna á
heimsmeistaramótinu sl. haust. Það
tókst og sveitin hafnaði í fimmta sæti
eftir að hafa tapað fyrir Frökkum í
átta liða úrslitum með einu stigi.
„Þetta er grátlega lítill munur eftir
96 spil,“ segir hún. „Lokastaðan var
178 gegn 177 stigum! En það var mik-
ill heiður að keppa fyrir hönd Banda-
ríkjanna og skemmtileg lífsreynsla.“
– Það vakti athygli að hin banda-
ríska sveitin, sem vann keppnina,
gagnrýndi Bush við verðlaunaaf-
hendinguna.
„Mér fannst það óviðeigandi og
ekki rétti staðurinn fyrir slíkar yf-
irlýsingar,“ segir Hjördís. „Þegar
menn koma fram fyrir hönd síns
lands, þá varðar engan um það hvar
þeir standa í pólitík.“
Hjördís mætir til leiks með tveim-
ur stöllum sínum úr bandaríska lið-
inu, Rozanne Pollack og Cheri Bjerk-
an, en sú fjórða er Valerie
Westheimer. Allt eru þetta þekktar
landsliðskonur og hefur Bjerkan m.a.
orðið heimsmeistari kvenna. Sjálf
hefur Hjördís unnið ófáa Bandaríkja-
meistaratitla, en slík mót fara fram
þrisvar á ári, og hún vann silfrið á
HM í Montreal árið 2002.
– Hvað spilarðu mikið á dag?
„Í keppnisferðum spilar maður frá
níu á morgnana til ellefu á kvöldin,
oftast eru tarnirnar þrjár yfir daginn
og stendur hver þeirra í þrjá til fjóra
tíma. Yfirleitt eru mótin vikulöng.
Maðurinn minn [Curtis Cheek] er
einnig atvinnumaður og það sýnir
hversu álagið er mikið að hann verð-
ur aðeins heima í tvær vikur í janúar,
febrúar og mars, en ég verð aðeins
meira heima, því ég spila líka á net-
inu.“
– Þar hefurðu spilað á móti kunn-
um viðskiptajöfri!
„Já, ég spila í hópi með Jimmy
Cayne, sem hefur verið mikið í frétt-
um upp á síðkastið, eftir að Bear
Sterns, sem hann var forstjóri fyrir,
tapaði háum fjárhæðum vegna svo-
nefndra undirmálslána. Einhvern
tíma var talað um 700 milljónir – doll-
ara!“
Árvakur/Arnór Ragnarsson
Meistarar Norska sveitin sigraði í fyrra, Jan Petter Svendsen, Erik
Sælensminde, Rune Hauge og Tor Helness.
Byrjaði að spila bridds níu ára
Bridgehátíð hefst um miðjan febrúar og koma
þátttakendur víða að. Pétur Blöndal rýndi í spilin
og talaði við heimsmeistarann Tor Helness og at-
vinnumanninn Hjördísi Finnbogadóttur.
» „Þetta er grátlega
lítill munur eftir 96
spil,“ segir Hjördís.
„Lokastaðan var 178
gegn 177 stigum! En
það var mikill heiður að
keppa fyrir hönd
Bandaríkjanna og
skemmtileg lífsreynsla.“
Lágmúli - Smáratorg - Laugavegur - Smáralind - Spöngin - Garðatorg - Setberg - Keflavík - Grindavík - Selfoss - Laugarás
Borgarnes - Stykkishólmur - Grundarfjörður - Búðardalur - Ísafjörður - Bolungarvík - Patreksfjörður - Sauðárkrókur
Blönduós - Hvammstangi - Skagaströnd - Húsavík - Kópasker Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstaðir - Seyðisfjörður
Fáskrúðsfjörður - Höfn - Neskaupstaður - Reyðarfjörður - Eskifjörður
www.lyfja.is - Lifið heil
VEISTU AÐ VATN
ER BESTI
SVALADRYKKURINN?
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
3
59
11
0
1/
07
K
ratar eru kratar, – í Al-
þýðuflokknum og í Sam-
fylkingunni. Og ganga
aftur. Nú hefur það
gerst, að Björgvin G.
Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur
skipað nefnd til að rýmka reglur um
fjárfestingar erlendra aðila hér á
landi og tekur fram, að vel komi til
greina að hleypa erlendum aðilum að
sjávarútveginum. Er engu líkara en
hann hafi fundið rykfallið minnisblað
frá þeim tíma, sem flokksbróðir hans,
Jón Sigurðsson, sat í sama stóli. En
hætt er við, að miðinn lendi aftur of-
an í skúffunni og rykfalli. Þorskstofn-
inn er ekki til sölu á erlendum upp-
boðsmörkuðum.
Það var trúaratriði hjá krötum, að
það yrði lögfest, að nytjastofnar á Ís-
landsmiðum væru sameign íslensku
þjóðarinnar. Þetta er almenn yfirlýs-
ing og geðþekk og við greiddum öll
atkvæði með henni á Alþingi. Til þess
voru þorskastríðin háð að svo sé. En
auðvitað þýddi yfirlýsingin, að fisk-
veiðiheimildirnar yrðu ekki seldar út-
lendingum. Löggjafinn er sam-
kvæmur sjálfum sér. Vonandi!
Fiskverkafólk hefur misst vinnuna
í sjávarplássum um allt land. Sum-
part vegna breyttra framleiðsluhátta.
Sumpart skertra aflaheimilda. Og
þetta er saga, sem við þekkjum öll,
og teygir anga sína til áranna áður
en kvótakerfið var lögfest. Ég hygg,
að viðskiptaráðherra hafi, meðan
hann var óbreyttur þingmaður, lýst
yfir áhyggjum sínum af þessari þró-
un. Þess vegna hlýtur hann að svara
því nú, hvaða áhrif hann telji, að það
muni hafa á sjávarbyggðir, ef fisk-
veiðiheimildirnar komast smátt og
smátt í hendur útlendinga, – ef nytja-
stofnar á Íslandsmiðum hætta að
vera sameign íslensku þjóðarinnar.
Því að ein eftirgjöf leiðir til annarrar.
Og markmiðið hjá hinum eina og
sanna krata að ryðja burt öllum
hindrunum á vegferðinni til Evrópu-
sambandsins.
Einar K. Guðfinnsson sjávar-
útvegsráðherra hefur bent á, að því
verði ekki haldið fram með neinum
rétti, að ekki séu til staðar áhuga-
samir innlendir fjárfestar, þegar
kemur að fjárfestingum í íslenskum
sjávarútvegi, og tekur kaup Brims á
Útgerðarfélagi Akureyringa sem var
sem dæmi. Og hann segir enn frem-
ur: „Í fyrsta lagi mega menn ekki
gleyma að útlendingar hafa heimild
til óbeinnar fjárfestingar í íslenskum
sjávarútvegi. Þær heimildir eru
rýmri en margir hafa gert sér grein
fyrir. Í öðru lagi þá geta útlendingar
fjárfest í íslenskum sölufyrirtækjum,
svo dæmi séu nefnd, og þess hefur
raunar orðið vart síðustu misserin.“
Í viðtali við 24 stundir 19. janúar
ítrekar hann, að skoðun sín og stefna
Sjálfstæðisflokksins sé óbreytt í
þessum efnum og bætir við: „Sjávar-
útvegurinn er mjög sérstök atvinnu-
grein og hér er um að ræða nýting-
arrétt á okkar helstu auðlind. Við
háðum okkar landhelgisstríð á sínum
tíma til þess að fá óskoraðan rétt til
nýtingar á okkar efnahagslögsögu.
Og ég vil ekki að við glötum þeim ár-
angri í einhverju fljótræði.“
Atvinnulíf okkar og gjaldeyrisöflun
er ekki eins háð sjávarútveginum og
áður. Eftir sem áður stendur hann
PISTILL » Og markmiðið hjá hin-
um eina og sanna krata
að ryðja burt öllum hindr-
unum á vegferðinni í Evr-
ópusambandið.
Halldór
Blöndal
Fiskveiðiheimildirnar séu í höndum Íslendinga
undir lífskjörum og byggð hér á
landi. En auðvitað ekki nema hann
búi við eðlileg rekstrarskilyrði og ör-
yggi. Flestir eða allir, sem gera út á
fiskveiðar, hafa keypt til sín kvóta og
margir allan kvótann, sem þeir eiga.
Og það eru þeirra sjálfsögðu mann-
réttindi að fá að nýta hann, ráða yfir
því sem þeir hafa keypt. Ég vænti
þess, að mannréttindanefnd Samein-
uðu þjóðanna geri ekki athugasemdir
við það.
Hljóðpistlar Morgunblaðsins,
Halldór Blöndal les pistilinn
HLJÓÐVARP mbl.is