Morgunblaðið - 03.02.2008, Síða 10

Morgunblaðið - 03.02.2008, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Prag í Tékklandi er ein af fegurstu borgum Evrópu. Menning, listir og dulúð miðalda setur svip á Prag sem iðar af mannlífi. Fallegar byggingar, Karlsbrúin, Hradcanykastalinn, Stjörnuúrið, kirkjur, tónleikar, listasöfn, kristall og litskrúðugar verslanir. Við hefjum ferðina á flugi til Frankfurt og gistum eina nótt í Amberg áður en við leggjum af stað til Prag. Á leiðinni stoppum við í Pilsen hjá Pilsener Urquelle bjórverksmiðjunni, skemmtileg skoðunarferð, létt snarl og bjór. Við gistum í 4 nætur í Prag og förum þaðan t.d. til Karlsbad sem er einn þekktasti heilsubær landsins. Gamla ríkisborgin Nürnberg í Þýskalandi verður okkar síðasti áfangastaður og gistum við þar í 2 nætur. Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Verð: 118.200 kr. VOR 1 & 2 16. - 23. mars / 23. - 30. mars Sp ör - R ag nh ei ðu r In gu nn Á gú st sd ót tir Gullborgin Prag s: 570 2790 www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R EIGNARHALD Á ORKUAUÐLINDUNUM hinum megin frá,“ eins og Elín Smáradóttir gantast með. Sífellt er verið að vinna orku á meira dýpi og hefur það vakið spurn- ingar um ábyrgð ef eitthvað fer úr- skeiðis. Hvorki Bjarni né Ólafur höfðu erindi sem erfiði Frumvörp á síðustu áratugum með tillögum til að takmarka umráða- og hagnýtingarrétt landeigenda ýmist við ákveðið hitastig eða dýpt hafa ekki fengið framgang en þess má geta að þessi eignarréttindi eru stjórnarskrárvarin. Í þessu sambandi nefnir Aagot mjög áhugaverðar tillögur sem komu fram á Alþingi um miðja síðustu öld. „Í fyrsta lagi lagði Bjarni Bene- diktsson, sem síðar varð formaður Sjálfstæðisflokksins, fram frumvarp árið 1945 um breytingu á lögum um eignar- og notkunarrétt jarðhita, sem sett voru 1940. Meginatriðið í frum- varpi Bjarna var að setja hagnýtingu jarðhita mörk og lagði hann til að leyfi þyrfti til að bora dýpra en tíu metra. Í öðru lagi lagði Ólafur Jóhann- esson, sem síðar varð formaður Framsóknarflokksins, fram frum- varp árið 1956 sem byggðist á vinnu nefndar sem var auk Ólafs skipuð Jakobi Gíslasyni raforkumálastjóra og Gunnari Böðvarssyni yfirverk- fræðingi. Með frumvarpinu skrifaði Ólafur, sem var mikill lögspekingur, greinargerð um eignarhald á jarðhita sem birtist síðar í tímariti lögfræð- inga. Þar lagði hann fram þá tillögu að markalínan á eignarráðunum yrði sett við 100 metra dýpi og sá jarðhiti sem liggur dýpra væri sameign þjóð- arinnar. Það að afmarka eignarrétt E ignarhald á auðlindum í og á jörðu fylgir fast- eignum samkvæmt lög- um um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998. Eig- andi fasteignar hefur þar af leiðandi allar heimildir yfir auðlindum á og í fast- eign, sem ekki eru sérstaklega tak- markaðar með lögum, þ. á m. til hag- nýtingar jarðhita. Um vatnsréttindi landeigenda gilda vatnalög nr. 15/ 1923 en ný vatnalög, lög nr. 20/2006, munu að óbreyttu taka gildi 1. nóv- ember 2008. Elín Smáradóttir, lögfræðingur Orkustofnunar, segir þetta fyr- irkomulag alls ekki sjálfgefið og víð- ast hvar í löndunum í kringum okkur séu orkuauðlindirnar í eigu ríkisins. Það er heldur ekki allt sem sýnist í þessum efnum hér á landi. Það er all- tént skoðun Aagotar Vigdísar Ósk- arsdóttur lögfræðings, sem nú gegnir rannsóknarstöðu til þriggja ára við Lagastofnun Háskóla Íslands. Við- fangsefni hennar er auðlindaréttur með sérstakri áherslu á orkumál. Lagastofnun nýtur styrks frá Sam- orku, Samtökum orku- og veitufyr- irtækja á Íslandi, til að kosta rann- sóknarstöðuna. „Eftir að ég byrjaði að skoða orku- málin varð mér fljótt ljóst að mörgum spurningum er ósvarað varðandi eignarhald á auðlindunum. Þetta eru spurningar sem aðkall- andi er að svara í grundvall- aratriðum. Að því hef ég einbeitt mér undanfarna mánuði,“ segir Aagot. Hún hefur meðal annars kynnt sér þróun orkulöggjafarinnar á tutt- ugustu öldinni, með sérstakri áherslu á vatnalöggjöfina, og segir umræðu um eignarhald á orkuauðlindunum hafa staðið meira og minna í heila öld, bæði í samfélaginu og á Alþingi. Og hver er niðurstaðan? Því er fljótsvarað: Hún er rýr. Að minnsta kosti erum við enn að deila um það hver eigi vatnið og hver eigi jarðhit- ann djúpt í iðrum jarðar. „Við höfum sem þjóð ekki komist að niðurstöðu um það hvernig við ætl- um að haga þessum málum. Að vísu voru þjóðlendulögin á sínum tíma ákveðin lausn vegna þess að þá var skorið úr um það að ríkið færi með eignarhald á stórum landsvæðum þar sem mjög mikilvægar auðlindir er að finna. Þeim yfirráðum fylgja eign- arráð á téðum auðlindum,“ segir Aa- got. Í gildandi rétti eru engin dýpt- artakmörk og nær eignarhald vænt- anlega inn að miðju jarðar eða „þang- að til einhver kemur á móti manni Morgunblaðið/Ómar Hjálparfoss Mikil orka býr í fallvötnum þessa lands og má maðurinn sín lítils andspænis þeim. Þjóðinni og forráðamönnum hennar hefur líka gengið illa að koma sér saman um sjónarmið varðandi eignarhald á fossum og öðrum orkuauðlindunum gegnum tíðina. Er nú tímabært að taka af skarið? ORKAR TVÍMÆLIS Orkumál eru í deiglunni. Ekki síst afstaðan til eignarhalds á orkuauð- lindum landsins, hvort sem þær eru í fallvötnum eða iðrum jarðar, og orkufyrirtækjum og mannvirkjum. Tekist hefur verið á um þessi mál í samfélaginu og á Alþingi í heila öld en óyggjandi niðurstaða liggur ekki fyrir. Hvort er þyngra á vogarskál- unum, einkaeignarrétt- urinn eða hagsmunir al- mennings? Hvað með samspilið milli nýtingar og verndunar landsins? Er ekki tími til kominn að menn taki af skarið í þessum efnum – í eitt skipti fyrir öll? Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is                 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.