Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Prag í Tékklandi er ein af fegurstu borgum Evrópu. Menning, listir og dulúð miðalda setur svip á Prag sem iðar af mannlífi. Fallegar byggingar, Karlsbrúin, Hradcanykastalinn, Stjörnuúrið, kirkjur, tónleikar, listasöfn, kristall og litskrúðugar verslanir. Við hefjum ferðina á flugi til Frankfurt og gistum eina nótt í Amberg áður en við leggjum af stað til Prag. Á leiðinni stoppum við í Pilsen hjá Pilsener Urquelle bjórverksmiðjunni, skemmtileg skoðunarferð, létt snarl og bjór. Við gistum í 4 nætur í Prag og förum þaðan t.d. til Karlsbad sem er einn þekktasti heilsubær landsins. Gamla ríkisborgin Nürnberg í Þýskalandi verður okkar síðasti áfangastaður og gistum við þar í 2 nætur. Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Verð: 118.200 kr. VOR 1 & 2 16. - 23. mars / 23. - 30. mars Sp ör - R ag nh ei ðu r In gu nn Á gú st sd ót tir Gullborgin Prag s: 570 2790 www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R EIGNARHALD Á ORKUAUÐLINDUNUM hinum megin frá,“ eins og Elín Smáradóttir gantast með. Sífellt er verið að vinna orku á meira dýpi og hefur það vakið spurn- ingar um ábyrgð ef eitthvað fer úr- skeiðis. Hvorki Bjarni né Ólafur höfðu erindi sem erfiði Frumvörp á síðustu áratugum með tillögum til að takmarka umráða- og hagnýtingarrétt landeigenda ýmist við ákveðið hitastig eða dýpt hafa ekki fengið framgang en þess má geta að þessi eignarréttindi eru stjórnarskrárvarin. Í þessu sambandi nefnir Aagot mjög áhugaverðar tillögur sem komu fram á Alþingi um miðja síðustu öld. „Í fyrsta lagi lagði Bjarni Bene- diktsson, sem síðar varð formaður Sjálfstæðisflokksins, fram frumvarp árið 1945 um breytingu á lögum um eignar- og notkunarrétt jarðhita, sem sett voru 1940. Meginatriðið í frum- varpi Bjarna var að setja hagnýtingu jarðhita mörk og lagði hann til að leyfi þyrfti til að bora dýpra en tíu metra. Í öðru lagi lagði Ólafur Jóhann- esson, sem síðar varð formaður Framsóknarflokksins, fram frum- varp árið 1956 sem byggðist á vinnu nefndar sem var auk Ólafs skipuð Jakobi Gíslasyni raforkumálastjóra og Gunnari Böðvarssyni yfirverk- fræðingi. Með frumvarpinu skrifaði Ólafur, sem var mikill lögspekingur, greinargerð um eignarhald á jarðhita sem birtist síðar í tímariti lögfræð- inga. Þar lagði hann fram þá tillögu að markalínan á eignarráðunum yrði sett við 100 metra dýpi og sá jarðhiti sem liggur dýpra væri sameign þjóð- arinnar. Það að afmarka eignarrétt E ignarhald á auðlindum í og á jörðu fylgir fast- eignum samkvæmt lög- um um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998. Eig- andi fasteignar hefur þar af leiðandi allar heimildir yfir auðlindum á og í fast- eign, sem ekki eru sérstaklega tak- markaðar með lögum, þ. á m. til hag- nýtingar jarðhita. Um vatnsréttindi landeigenda gilda vatnalög nr. 15/ 1923 en ný vatnalög, lög nr. 20/2006, munu að óbreyttu taka gildi 1. nóv- ember 2008. Elín Smáradóttir, lögfræðingur Orkustofnunar, segir þetta fyr- irkomulag alls ekki sjálfgefið og víð- ast hvar í löndunum í kringum okkur séu orkuauðlindirnar í eigu ríkisins. Það er heldur ekki allt sem sýnist í þessum efnum hér á landi. Það er all- tént skoðun Aagotar Vigdísar Ósk- arsdóttur lögfræðings, sem nú gegnir rannsóknarstöðu til þriggja ára við Lagastofnun Háskóla Íslands. Við- fangsefni hennar er auðlindaréttur með sérstakri áherslu á orkumál. Lagastofnun nýtur styrks frá Sam- orku, Samtökum orku- og veitufyr- irtækja á Íslandi, til að kosta rann- sóknarstöðuna. „Eftir að ég byrjaði að skoða orku- málin varð mér fljótt ljóst að mörgum spurningum er ósvarað varðandi eignarhald á auðlindunum. Þetta eru spurningar sem aðkall- andi er að svara í grundvall- aratriðum. Að því hef ég einbeitt mér undanfarna mánuði,“ segir Aagot. Hún hefur meðal annars kynnt sér þróun orkulöggjafarinnar á tutt- ugustu öldinni, með sérstakri áherslu á vatnalöggjöfina, og segir umræðu um eignarhald á orkuauðlindunum hafa staðið meira og minna í heila öld, bæði í samfélaginu og á Alþingi. Og hver er niðurstaðan? Því er fljótsvarað: Hún er rýr. Að minnsta kosti erum við enn að deila um það hver eigi vatnið og hver eigi jarðhit- ann djúpt í iðrum jarðar. „Við höfum sem þjóð ekki komist að niðurstöðu um það hvernig við ætl- um að haga þessum málum. Að vísu voru þjóðlendulögin á sínum tíma ákveðin lausn vegna þess að þá var skorið úr um það að ríkið færi með eignarhald á stórum landsvæðum þar sem mjög mikilvægar auðlindir er að finna. Þeim yfirráðum fylgja eign- arráð á téðum auðlindum,“ segir Aa- got. Í gildandi rétti eru engin dýpt- artakmörk og nær eignarhald vænt- anlega inn að miðju jarðar eða „þang- að til einhver kemur á móti manni Morgunblaðið/Ómar Hjálparfoss Mikil orka býr í fallvötnum þessa lands og má maðurinn sín lítils andspænis þeim. Þjóðinni og forráðamönnum hennar hefur líka gengið illa að koma sér saman um sjónarmið varðandi eignarhald á fossum og öðrum orkuauðlindunum gegnum tíðina. Er nú tímabært að taka af skarið? ORKAR TVÍMÆLIS Orkumál eru í deiglunni. Ekki síst afstaðan til eignarhalds á orkuauð- lindum landsins, hvort sem þær eru í fallvötnum eða iðrum jarðar, og orkufyrirtækjum og mannvirkjum. Tekist hefur verið á um þessi mál í samfélaginu og á Alþingi í heila öld en óyggjandi niðurstaða liggur ekki fyrir. Hvort er þyngra á vogarskál- unum, einkaeignarrétt- urinn eða hagsmunir al- mennings? Hvað með samspilið milli nýtingar og verndunar landsins? Er ekki tími til kominn að menn taki af skarið í þessum efnum – í eitt skipti fyrir öll? Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is                 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.