Morgunblaðið - 03.02.2008, Side 14

Morgunblaðið - 03.02.2008, Side 14
14 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ nýju raforkulaganna 2003 þar sem skapaður er grundvöllur fyrir sam- keppni í raforkuframleiðslu. „End- anleg niðurstaða í bótamálum vegna vatnsréttinda Kárahnjúkavirkjunar liggur ekki fyrir en meirihluti mats- nefndar, sem skilaði áliti sínu sl. sum- ar, gengur út frá sjónarmiðum sem hafa að einhverju leyti fest sig í sessi og byggjast á Blönduúrskurðinum svonefnda. Í kröfugerð vatnsrétt- arhafa í þessu máli skjóta upp koll- inum ný sjónarmið um verðlagningu fallréttinda, þ.e. að miða eigi bætur við hlutfall af tekjum starfseminnar, þ.e. af raforkusölunni,“ segir Aagot. Í þessu sambandi hefur verið vísað til dóms í undirrétti í Noregi þar sem fallist var á þessi sjónarmið að hluta til. „Þar átti að vísu í hlut lítil virkjun og Norðmenn eru komnir inn á sam- eiginlegan orkumarkað, þannig að það horfir öðruvísi við og óvíst að sama niðurstaða yrði um stærri virkj- anir.“ Einkaeignarréttur auðlinda kemur ekki í veg fyrir takmarkanir á rétti til hagnýtingar og eru ríkinu faldar heimildir til að takmarka og stýra nýtingu. Nýtingarleyfi eru nauðsyn- leg vegna allrar nýtingar auðlinda í jörð, nema til heimilis- og búsþarfa. Þetta þykir nauðsynlegt til að stýra og samræma nýtingu með heildar- hagsmuni og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Elín Smáradóttir bendir á, að fram komnar hugmyndir um að takmarka með lögum heimildir opinberra aðila til að framselja auðlindaréttindi breyti á engan hátt eignarheimildum „almennra“ fasteignaeigenda eða eignarheimildum yfir auðlindum sem háðar eru einkaeignarrétti. Svipuðu máli gegnir um vatnsorku og háhita en þó er flokkun vatnsork- unnar flóknari, þar sem vatn rennur iðulega úr þjóðlendu og niður í eigna- land, samanber Jökulsá á Dal og Þjórsá. Frumvarp iðnaðarráðherra Í frumvarpi iðnaðarráðherra sem nú er til meðferðar á Alþingi er gert ráð fyrir því að ríki og sveitarfélög Morgunblaðið/BFH Þeistareykir Litadýrð er mikil á háhitasvæði Þeistareykja. Óbyggðanefnd fjallar nú um þjóðlendur á þessu svæði og er úrskurðar að vænta. EIGNARHALD Á ORKUAUÐLINDUNUM                    !"     #$ %  &    "  '  "    #    ( )$                  "       * + &       ,-   .   )" &    #  . #  /    ##&# #"                                                !"              # $  %    &     '" (      !"# $  !"# %  !"# &'  !"# &&  !"# ( / &                    -&   "   %      "   )  0 &  " +  1&   ( +  (+  /     ##  /     $ & # 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.