Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 26
kvikmyndir 26 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ G ael García Bernal, fulltrúi mexíkanskrar bíónýbylgju númer eitt, kom fljúgandi frá Ís- landi að þessu sinni en annars hefur leiðin legið milli Trolly- wood og Taílands, til að leika hjá Lu- kas Moodysson í myndinni Mammut, og milli Lundúna og Reykjavíkur til að leika hjá Gísla Erni Garðarssyni. Stundum kemur hann við í Mexíkó … Það var myndin Drama/Mex á Gautaborgarhátíðinni í fyrra, sem kom nýja framkvæmdastjóranum Marit Kapla á sporið að eigin sögn. Spor sem tengist því allra nýjasta í mexíkanskri kvikmyndagerð, því Drama/Mex var framleidd hjá Can- ana Films í Mexíkóborg, kvikmynda- félagi sem Gael García Bernal stofn- aði ásamt vinum sínum, leikaranum Diego Luna og framleiðandanum Pablo Cruz. Pablo er einnig á svæð- inu, með tvær myndir úr félagsbúinu: Gocohochi og fyrrnefnda Déficit. Gael reynist töfrastjarna sem skín kvölds og morguns í hvaða veðri sem er, heiðskíru eða dumbungi, jafnvel húðarigningu og roki, óháð lang- ferðum um loftin blá. Það er dáðst að látleysinu: bara eins og hver annar bíógestur í gallabuxum og hettu- treyju, ekki einu sinni í hlífðarfötum í óveðrinu! Og stjörnuleikarinn lætur ekki bíða eftir sér í blaðaviðtal nema örfáar mínútur, þrátt fyrir stíft pró- gramm dag og nótt. „Gott kvöld, gott kvöld, yndislegt veður,“ tónar hann einsog til að prófa ósýnilegan hljóðnema um leið og hann dansar inn úr rigningunni að morgni dags. Staður: veitingahúsið Respekt við Járntorgið, nálægt aðal- miðstöð hátíðarinnar. Þegar hann fær hrós fyrir tónlistarval nætur- innar, hljómar svarið að bragði: „Þú hefur ekki smakkað matinn sem ég elda!“ Í opnunarveislunni var hann nefni- lega ráðinn DJ eftir miðnættið, leysti af heimastjörnur úr kvikmynda- og tónlistarheiminum á DJ-maraþoni fram eftir nóttu. Nærvera hans varð dúndrandi hápunktur næturinnar og hin ábyrga Marit Kapla lukkuleg með þá kynningu á mexíkönsku þema árs- ins. – Á Gael fleiri áhugamál. Fótbolta? „Jú að sjálfsögðu er fótbolti hluti af lífinu. Ég var sex ára gamall þegar argentínska liðið kom í heimsókn og ég sá Maradona. Ég sá hann leika, ég féll í stafi. Augnablik sem ég man enn …“ En auðheyrilega eru kvikmyndir númer eitt, og vinirnir, vinnan, leik- urinn, samstarfið. Ný bíógullöld í Mexíkó og sein- asta „nýnýnýbylgjan“. Fyrir um 50 árum átti Mexíkó sitt gullna tímabil í kvikmyndagerð. Svo kom lægð. Árið 2000 voru aðeins 6 nýjar myndir frumsýndar, en þar á meðal var Amores perros sem reynd- ist upphafið á heimsframa Gael García Bernals. Árið 2006 voru gerð- ar 34 myndir og árið 2007 heilar 70. Mexíkanskar myndir njóta nú athygli á stórhátíðum, í Cannes, Feneyjum og víðar, með leikstjórana Alejandro González Iñárritu, Alfonso Curón og Guillermo del Toro í fararbroddi. Michel Lipke sem á stuttmynd í mexíkönsku deildinni – El niño sin piernas no puede Bailar/Fótalausi strákurinn getur ekki dansað – hefur gert úttekt á þróuninni fyrir Gauta- borgarhátíðina, og talar um Nýja gullöld. Hann er jafnaldri Gaels, um þrítugt, og starfsmaður Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Mexíkó, Contempráneo de la Ciudad de Méx- ico. Hina öru fjölgun á innlendum bíó- myndum þakkar hann meðal annars nýjum lögum sem auðvelda prívat fyrirtækjum að styrkja kvikmyndir. En listræna velgengni tileinkar hann annars vegar þeirri kynslóð kvik- myndagerðarfólks sem barðist við að gera óháðar myndir á áttunda og ní- unda áratugnum og eru enn að, svo sem Arturo Ripstein, Paul Leduc, Nicolás Echevarría, María Novaro, Jorge Fons, Felipe Cazals, Maryse Sistach, Luis Estrada Carlos Carrera og Ignacio Ortiz. Og hinsvegar talar hann um „the newest new new new generation“ í mexíkanskri bíómynda- gerð, og leggur fram langan nafna- lista, meðal annars nýliðana á Gauta- borgarhátíðinni með myndir frá 2007: Simón Bross; Ernesto Contreras; Enrique Begne, Pedro Aguilera og Israel Gárdenas að ógleymdum Gael García Bernal. „Svo lengi sem þessir óháðu kvik- myndagerðarmenn halda áfram að gera þær myndir sem þá í alvöru langar til að gera og meðan kerfið leyfir það og hugsanlega örvar, þá er bjart framundan,“ er niðurstaða Mic- hels. Bæði hann Gael leggja þó áherslu á að engin einlit stefna sé í gangi heldur myndir eftir ungt hæfi- leikafólk, sem er frumlegt og fylgið sér. Þegar Gael spáir í framtíðina, segir hann athyglina undanfarið gera meiri kröfur um gagnrýnið hugarfar og vandvirkni og að kvikmyndagerð- arfólk sé meðvitað um það. „Mínuskynslóðin“ „Í fátækum löndum eru allar hliðar lífsins pólitískar, allar ákvarðanir. Hvar þú gengur í skóla, hvaða fót- boltaliði þú heldur með, hvað þú borð- ar. Allt skiptir máli,“ segir Gael sem hikar ekki við að taka afstöðu, og segja hug sinn í málum sem lúta að menningarlegum aðskilnaði og þjóð- ernishyggju. En hver ætli hafi verið kveikjan að „Déficit“, sem þýðir mínus á íslensku eða halli. Gael segist vera fæddur með þetta orð alveg framan í sér rétt eins og orðin kreppa og gengisfelling. „Það á við um mína kynslóð, ekki bara mig, við erum mínuskynslóðin, alin upp við svona hverfulleika. Einn daginn er gengið þetta og næsta ann- að. Tilgangslaust að láta stjórnast af peningum, þeir eru eitthvað sem kannski er ekki til. En tvöfeldnin í pólitík og gjáin milli ríkra og fátækra er óhugnanleg. Og ég nota „Déficit“ líka um tilfinningalegan mínus. Söguþráðurinn kviknaði í timbur- mönnum. Það er algengt í Mexíkó- borg að fá kolvitlausar upplýsingar, ef maður spyr til vegar, vera á leið í sama partí alla nóttina. Sagan var um strák sem lokkar kærustuna sína til að bruna hingað og þangað, allt útaf annarri stelpu. Ekki baun gaman að segja frá svoleiðis nema í timbur- mönnum og aðeins timbraður hlust- andi hlær. En þrem dögum seinna komst sagan á kreik í kollinum, breyttist í alvöruhugmynd með trag- ískum undirtónum og „Déficit“ varð lykillinn. Það er glaumur og gleði í myndinni en líka harmleikur sem ég vona að komist til skila.“ Í Déficit eða Mínus, leikur Gael dekraðan dreng rúmlega tvítugan Cristobal, yfirstéttarstrák í við- skiptafræði. Faðir hans er hátt settur spilltur pólitíkus og þegar foreldr- arnir flýja landið til að redda sér úr klandri, byrjar ballið: á yfirborðinu er veisla; undir yfirborðinu glittir í gjána milli fólks. Þegar Cristobal og systir hans bjóða til veislu í foreldralausri lúx- usvillu, afhjúpast afstaðan til þjón- ustufólksins sem býr í húsinu og allt- af í kallfæri, og til jafnaldrans Adán, sonar garðyrkjumannsins sem passar eða passar ekki inn í gengið. Eins reynir á sambandið við 17 ára litlu systur, föður í fjarlægð og kærustu á villigötum. Leikarar eru sérstök tegund Þótt mér þyki Gael bara heppinn með leikara í aðalhlutverkið og hon- um þyki „skelfilegt“ að leikstýra sjálfum sér, eftir að hafa slegið í gegn í tvígang í hlutverkum hjá Alejandro González Iñárritu (Amores Perros og Babel), leikið Che Guevara hjá Wal- ter Salles, klæðskipting hjá Pedro Almodóvar ásamt fleiri afrekum, langar mig að heyra hvað honum fannst um að leikstýra meðleik- urunum í Mínus? „Allt annað mál,“ segir Gael. „Það var gaman, þá þóttist ég vita hvað ég var að gera. Leikarar eru alveg sér- stök tegund. Það þarf að segja rétta hluti á hárréttum augnablikum og vita hvenær á ekki að segja aðra hluti. Leikstjóri þarf að skapa örygg- isnet fyrir leikarann og geta sagt gjörðu svo vel, nú er þér óhætt að henda þér fram af …“ – Og hvað ertu þá núna? Hvað viltu helst gera? Sérðu þig sem leikara eða leikstjóra í framtíðinni? „Ég er leikari. Ég lít fyrst og fremst á mig sem leikara. Það er starf sem ég er stoltur af.“ Canana films – og „skrímslið“ Ambulante Þeir félagar í Canana Films eru búnir að framleiða fjórar myndir á minna en tveim árum: J.C. Chávez, heimildarmynd eftir Diego Lunas, auk þriggja áðurnefndra mynda, en Cocohochi er eftir Israel Gárdenas og Laura Amelia Guzmán. Og ekki nóg með eigin kvikmyndaframleiðslu, Ga- el segir glaður frá Ambulante, heim- ildarmyndahátíð sem þeir félagar hafa komið á laggirnar og sem ferðast nú milli 18 borga í Mexíkó með 30 heimildarmyndir, sýningar í bíó, ut- anhúss, í fangelsum og skólum. „Svo nú er Ambulante orðin skrímsli, það er fínt, hún er farin að lifa eigin lífi,“ segir hinn „energíski“ Gael, sem nokkrum mínútum síðar er mættur á fullsetinn Drekann ásamt nývöknuðum Pablo Cruz. Þeir opna þann hluta hátíðarinnar, sem nefnist Nýja Mexíkó, með húmor og myndinni Déficit. Gael tileinkar sýninguna öllum fjarstöddu vinunum sem tóku af örlæti tóku þátt í tilurð hennar og bætir við: „Hún er ekkert löng! Þið náið ekki að láta ykkur leið- ast, ég lofa því!“ En Gael hefur ekki sagt sitt síðasta orð þann daginn; hann á að mæta í tjaldinu bak við Drekann á „master- klass“ klukkan þrjú síðdegis. Og það gerir hann. Rétt eins og nóttina áður fara símarnir á loft um leið og hann birtist; allir að nota innbyggðu myndavélarnar sínar. Eins og á rokk- tónleikum. Og orðalag fótboltaþjálf- arans „tala saman strákar“ er ekkert langt undan þegar hann lýsir sam- stöðunni meðal mexíkanskra nýliða í kvikmyndagerð, „compañeros hvað sem á dynur“. Svo flýgur hann á braut sína um himinhvolfið, en mexíkanska bylgjan heldur áfram að virka á 10 daga Gautaborgarhátíð. Tvær merkar heimildarmyndir fljóta með: Traz- ando Aleida/Tracing Aleida eftir Christiane Burkhard og Nacido sin/ Born Without eftir Eva Norvind, um munnhörpuleikarann Jose Flores, fæddan án handleggja … en með mikla persónutöfra (kosin besta heimildarmyndin í Mexíkó á liðnu ári). Horft er til baka með gersemum frá fyrra gullaldartímabili: Días de Otoño eða Haustdagar frá 1963 og Macario frá 1960, báðar eftir Roberto Galvadón, og frá 1950 er myndin Los Olvidados eftir Luis Buñuel, sem fluttist til Mexíkó á fimmta áratugn- um og gerði þá mynd sína um götu- börn í Mexíkóborg. Mínus frá Mexíkó í plús „Það er skelfilegt að leik- stýra sjálfum sér! Von- laust að spjalla sam- an …,“ sagði Gael García Bernal við Kristínu Bjarnadóttur á Al- þjóðlegu kvikmyndahá- tíðinni í Gautaborg. Þar opnaði hann þann hluta hátíðarinnar sem helg- aður er Mexíkó með mynd sinni Déficit eða Mínus. Hans fyrsta leik- stjórnarverkefni og hann sjálfur í aðalhlutverki. Skærasta stjarnan Gael García Bernal kom fljúgandi frá Íslandi á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Gautaborg, þar sem hann er skærasta stjarnan og löngu er uppselt á hátíðarsýningu Déficit í Drekabíóinu við Járntorgið. Í fátækum löndum eru allar hliðar lífsins póli- tískar, allar ákvarðanir. Hvar þú gengur í skóla, hvaða fótboltalið þú held- ur með, hvað þú borðar. Allt skiptir máli. Höfundur er ljóðskáld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.