Morgunblaðið - 03.02.2008, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 03.02.2008, Qupperneq 28
líf og starf 28 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ H ún er í hárauðum jakka, litglöð í skammdeginu og lætur sig litlu skipta þótt síminn hringi, afgreiðir snaggaralega hvert málið á eftir öðru meðan blaðamaður kemur sér fyrir og býr sig undir að viðtalið hefjist. Ingibjörg Rann- veig Guðmundsdóttir er varafor- seti Alþýðusambands Íslands, for- maður Landsambands íslenskra verzlunarmanna og reyndar líka sóknarnefndarformaður Neskirkju. Langur titill sem augljóslega felur í sér mikið annríki og amstur á stundum. „Ég neita því ekki að mikið er að gera núna, en þó eru viðræður varla komnar af stað að neinu gagni,“ segir Ingibjörg og setur símanum sínum það fyrir um stund að vera þögull. Hún fæddist í Reykjavík 1949 og átti röskum sex árum eldri systur, Maríu, sem gift var í Bandaríkjunum en lést 1980. Ingi- björg á tvo stráka, Bjarna og Andrés, sem eru orðnir upp- komnir. „Við eigum svo tvo hunda, ég ólst upp við samskipti við dýr. Foreldrar mínir, Helga Eiríks- dóttir húsmóðir og Guðmundur Jónssson efnisvörður hjá Raf- magnsveitunni, bjuggu lengst af á Starhaga, þar sem ég og strák- arnir mínir búum enn,“ segir Ingi- björg. Hún reynist hafa verið lukk- unnar pamfíll í æsku en fer svolítið hjá sér þegar spurt er um fyrstu endurminningu. „Ég pota aldrei í börn, ég man eftir mér lasinni á handlegg móður minnar og einhver gestur var að kjá framan í mig og potaði aðeins í mig. Ég kunni ekki við þetta þótt lítil væri. Ég hef verið mjög lítil þegar þetta var,“ segir hún mitt á milli glettni og alvöru. Hún hefur vafalaust orðið að mynda harða skel í öllum þeim bardaga sem samningaviðræður um kjaramál eru á stundum. „Ég vandist snemma miklum samgangi við fólk. Það voru gestir heima hjá okkur alla daga, bæði í mat og kaffi. Mamma hafði nóg að gera þótt hún ynni ekki úti. Það fóru tveir dagar í þvotta, annan daginn þvoði hún og hinn dagurinn fór í að ganga frá þvottinum. Verk húsmæðra þeirra tíma voru miklu umfangsmeiri en nú er af marg- víslegum orsökum,“ segir hún. „Á heimili okkar voru móðurfor- eldrar mínir auk okkar systra og foreldra okkar. Amma og afi voru bæði austan af Síðu og voru fædd upp úr 1880. Móðurbróðir minn, Jón, var líka til heimilis hjá okkur af og til. Ég var aldrei pössuð af utanaðkomandi en María systir einu sinni – sólarhringinn sem ég fæddist. Ég veit að pabbi vildi eignast heilt fótboltalið af strákum en svo komu bara tvær stelpur.“ – En hvernig var að alast upp á Starhaganum? „Það var ákaflega skemmtilegt og viðburðaríkt. Það voru þarna fleiri en 30 krakkar en svo bjó Vil- helm G. Kristinsson, fyrrverandi fréttamaður, með fjölskyldu sinni í sama húsi og við í 18 ár og það var opið á milli, mér finnst hann hafa að hluta alist upp með okkur systrum. Starhaginn var sveit á þessum tíma. Svo langt þótti þetta frá bænum að það þurfti á mínum sokkabandsárum að útskýra fyrir leigubílstjórum hvar Starhaginn væri í bænum. Í nágrenni við okk- ur voru kindur og fjós með kúm, við fengum að heyja fyrir kind- urnar með eigendum þeirra. Á svæðinu var fiskvinnsla og sút- unarverksmiðja. Alliance átti þetta svæði og var með starfsemi. Inn á milli alls þessa voru góð útivist- arsvæði fyrir krakka að leika sér á. Mjög mörg úr þessum hópi hitt- ust fyrir tveimur árum og það var skemmtileg stund. Ég, systir mín og pabbi vorum mikið fyrir dýr en mamma var ekki jafnhrifin. Við lokkuðum pabba til að leyfa okkur að hafa kanínur, skjaldbökur og fleiri dýr en ég var orðin vel fullorðin þegar mér tókst að koma hundi inn á heimilið. Nú eigum við strákarnir sem fyrr sagði tvo hunda og þeir eru í miklu uppáhaldi, annar er Tíbet Spaníel og hinn Pomer- anian.“ – Er það satt að það þurfi að berja hund einu sinni til að hann virði húsbónda sinn? „Það á aldrei að berja hund. Gyðingar segja held ég að það eigi aldrei að berja börn með neinu stærra en skóreimunum þínum og það er eins með hunda – ef fólk lemur hunda lemur það úr þeim eitthvað sem er mjög mikilvægt að varðveita. Ef þú vilt eiga hund að vini þá lemur þú hann ekki – ekki frekar en aðra vini þína. Hundarn- ir okkar eru ólíkir, Tíbet Spaníel- inn er mjög sjálfstæður – dálítið líkur mér,“ segir Ingibjörg og hlær. Í stjórn VR í kjölfar deilna á vinnustað Hún rekur að svo mæltu skóla- vist sína. „Ég var í Ísaksskóla, Melaskóla, Hagaskóla og svo Verzlunarskóla Íslands og tók þaðan stúdentspróf í gamla fyrirkomulaginu. Ég ætl- aði að fara í háskóla en svo tók vinnan minn tíma allan. Ég tel brýna nauðsyn fyrir fólk að læra það sem það vill læra og tryggja það að halda sér þannig við að það geti unnið fyrir sér og fylgst með. Margt af því sem ég vann við áður fyrr þarf háskólamenntun í nú. Tímarnir hafa breyst mjög mikið að þessu leyti.“ – Ætlaðir þú svo snemma að verða verslunarmanneskja? „Ég ætlaði aldrei að vinna inni. Ég byrjaði 16 ára að vinna í far- þegadeild Eimskipafélags Íslands með skóla og vann þar svo þar til ég fór að vinna hjá Flugleiðum 1973. Um tvítugt lét ég mig dreyma um að fara til sjós og var um tíma búin að fá boð hjá skip- stjóra um vinnu uppi á dekki á einu Eimskipsskipanna. Ég setti þetta til hliðar því strákarnir í greininni voru atvinnulausir. Mér finnst yndislegt að vera á sjó – á stórum skipum – úti á ballarhafi. Ég hef fengið útrás fyrir þetta í margvíslegum ferðalögum.“ – En hvað með félagsmálin, hve- nær komu þau til sögunnar? „Árið 1975 var uppi deila í deild- inni sem ég vann í hjá Flugleiðum sem endaði með því að við köll- uðum til fulltrúa frá VR, okkur til aðstoðar. Í kjölfarið var ég beðin um að taka sæti í stjórn Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur, sem ég gerði vorið 1976. Árið 1989 var ég beðin að taka við sem for- maður Landssambands íslenskra verzlunarmanna, sem ég gerði og hef verið formaður síðan. Þetta er mikil vinna, mismikil þó eftir tímabilum. Fundasetur eru miklar. Lengi vel var ég í hluta- starfi og vann á Flugleiðum á móti. Þar mætti ég miklum velvilja sem gerði þetta mögulegt. Frá haustinu 2002 hef ég verið hér í fullu starfi. Formennskan hér felur í sér umtalsvert erlent samstarf. Auka þarf menntun- verslunarfólks Ég er einnig varaforseti Alþýðu- sambands Íslands, hef verið það í nokkur ár, þannig að ég hef oftast mjög mikið að gera. Það að vera varaformaður í ASÍ og formaður Landssambands íslenskra verzl- unarmanna er á vissan máta línu- dans. Það þarf að taka tillit til um- hverfisins.“ – Er skrifstofufólk fleira en starfsfólk verslana í Lands- sambandi íslenskra verzl- unarmanna? „Innan okkar vébanda er skrif- stofufólk fyrir löngu orðið stærsti hópurinn, starfsfólk í verslunum er í minnihluta. Ætli um 30% félags- manna séu ekki við verslunarstörf. Þróunin er að það er vöxtur í skrifstofuvinnu og ýmsum þjónustustörfum en fækkun í röð- um afgreiðslufólks í verslunum. Þetta gera m.a. hinar stóru kjör- búðir með fáu starfsfólki. Birgjar koma líka í auknum mæli inn með vörur sjálfir, en starfsfólk þar er almennt innan okkar vébanda. Við höfum lagt mikla áherslu á að útbúið verði nám fyrir starfsfólk verslana, það hefur leitt til versl- unarfagnáms sem fram fer í Mími – símenntun og á Akureyri en byrjaði í Verzlunarskólanum. Þetta nám eflir fólk í vinnu og eykur möguleika á að fá betra starf. Það er geysimikil starfsmannavelta í verslunum og það hefur verið áhugamál okkar að gera þetta fag- legra.“ Vonbrigði að ekki tókust samningar – Nú standa yfir kjarasamningar – hvernig gengur? „Kjarasamningaviðræðurnar eru ekki komnar alveg á fullt skrið ennþá. Það voru auðvitað von- brigði að ekki skyldi ganga saman hvað varðaði tillögu þær sem ASÍ lagði fram í upphafi.“ – Nú eru blikur á lofti í efna- hagsmálum – hefur það ekki áhrif Þetta er línudans Árvakur/Golli Félagsmálamanneskja Ingibjörg Rannveig Guðmundsdóttir hefur mikið umleikis í störfum sínum. Í ölduróti efnahagsóvissu og pólitískra hræringa í borgarmálum sitja fulltrúar launafólks og at- vinnurekenda og ræða kjaramál. Guðrún Guð- laugsdóttir spurði Ingi- björgu R. Guðmunds- dóttur, varaforseta ASÍ og formann Lands- sambands íslenskra verzlunarmanna, um horfur í kjaramálum auk þess sem hún fékk hana til að segja svolítið frá „hinni hliðinni“ á sjálfri sér. Ég tel að okkar sam- félag gangi af því að við erum áræðin og miklum ekki fyrir okkur hvað gæti gerst. Við teljum okkur geta allt – og getum það fyrir bragðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.