Morgunblaðið - 03.02.2008, Page 54

Morgunblaðið - 03.02.2008, Page 54
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG ætla að gera mynd um leik- stjórann að Börnum náttúrunnar og móður hans. Vinnuheitið er Mamma Gógó,“ segir Friðrik Þór Frið- riksson kvikmyndagerðarmaður sem er með mynd byggða á eigin ævi í bígerð. „Þetta fjallar um móð- ur mína og samskipti hennar við mig. Þetta er sem sagt leikin gam- anmynd, og ég skrifa handritið.“ Þótt myndin sé á frumstigi er Friðrik Þór nú þegar búinn að finna aðalleikarana tvo. „Kristbjörg Kjeld mun leika móður mína og svo mun Hilmir Snær fara með hlutverk leik- stjórans,“ segir hann og bætir því við að um verði að ræða fremur ýkta útgáfu af honum sjálfum. „Eins og Bíódagar er þetta byggt á minni ævi, og atriðum úr mínu lífi þjappað saman. En þessi mynd tengist bæði Bíódögum og Börnum náttúrunn- ar.“ Fer hugsanlega í tökur í sumar Þessa dagana er Friðrik Þór að ljúka við sitt nýjasta verkefni, heim- ildarmynd um einhverfu sem verður líklega frumsýnd í haust. Aðspurður segist hann vera búinn að klippa myndina gróflega. „Hún er reyndar ansi löng eins og er, einhverjir fimm tímar. Ég ætla hins vegar að stytta hana niður í hefðbundna bíólengd, svona 90 mínútur,“ segir hann. „Við erum búin að taka upp 350 klukku- tíma og þetta er mikill fróðleikur þannig að kannski verðum við með eitthvað af því á DVD,“ segir leik- stjórinn, en vinnuheiti myndarinnar er Sólskinsdrengurinn. Friðrik Þór vonast til þess að geta hafið tökur á Mömmu Gógó fljótlega eftir að vinna við Sólskinsdrenginn klárast, hugsanlega strax í sumar. „Núna fer maður vonandi að vakna til lífsins aftur eftir að hafa legið í dvala í nokkur ár. Nú fer maður bara á fljúgandi ferð,“ segir Friðrik Þór glaður í bragði. Sambland af Bíódögum og Börnum náttúrunnar  Friðrik Þór undirbýr kvikmynd byggða á eigin ævi  Hilmir Snær Guðnason fer með hlutverk leikstjórans Hilmir Snær Guðnason Kristbjörg Kjeld Merki ýmiss konar eru allt í kringum okkur, við veitum þeim sjálfsagt fæst mikla eftirtekt … 60 » reykjavíkreykjavík Myndir Friðriks Þórs Brennu-Njálssaga (1980) Rokk í Reykjavík (1982) Kúrekar norðursins (1984) Hringurinn (1985) Skytturnar (1987) Börn náttúrunnar (1991) Bíódagar (1994) Á köldum klaka (1995) Djöflaeyjan (1996) Englar alheimsins (2000) Fálkar (2002) Niceland (2004) FRIÐRIK Þór gerði Bíódaga árið 1994, en hún fjallar um ungan dreng á sjötta áratug síðustu aldar sem hrífst af bandarískum bíómyndum sem sýndar voru í íslenskum kvikmynda- húsum á þeim tíma. Börn náttúrunnar er hins vegar frá árinu 1991 og segir frá fullorðnum manni sem bregður búi og flytur til Reykjavík- ur. Þar hittir hann æskuástina sína, og saman lenda þau í miklum ævintýrum. Börn náttúr- unnar var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin á sínum tíma. Fjör Úr Bíódögum. Bíódagar og börnin Fegurð Úr Börnum nátt- úrunnar. Árvakur/Kristinn Leikstjórinn „Nú fer maður bara á fljúgandi ferð,“ segir Friðrik Þór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.