Morgunblaðið - 03.02.2008, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 03.02.2008, Qupperneq 54
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG ætla að gera mynd um leik- stjórann að Börnum náttúrunnar og móður hans. Vinnuheitið er Mamma Gógó,“ segir Friðrik Þór Frið- riksson kvikmyndagerðarmaður sem er með mynd byggða á eigin ævi í bígerð. „Þetta fjallar um móð- ur mína og samskipti hennar við mig. Þetta er sem sagt leikin gam- anmynd, og ég skrifa handritið.“ Þótt myndin sé á frumstigi er Friðrik Þór nú þegar búinn að finna aðalleikarana tvo. „Kristbjörg Kjeld mun leika móður mína og svo mun Hilmir Snær fara með hlutverk leik- stjórans,“ segir hann og bætir því við að um verði að ræða fremur ýkta útgáfu af honum sjálfum. „Eins og Bíódagar er þetta byggt á minni ævi, og atriðum úr mínu lífi þjappað saman. En þessi mynd tengist bæði Bíódögum og Börnum náttúrunn- ar.“ Fer hugsanlega í tökur í sumar Þessa dagana er Friðrik Þór að ljúka við sitt nýjasta verkefni, heim- ildarmynd um einhverfu sem verður líklega frumsýnd í haust. Aðspurður segist hann vera búinn að klippa myndina gróflega. „Hún er reyndar ansi löng eins og er, einhverjir fimm tímar. Ég ætla hins vegar að stytta hana niður í hefðbundna bíólengd, svona 90 mínútur,“ segir hann. „Við erum búin að taka upp 350 klukku- tíma og þetta er mikill fróðleikur þannig að kannski verðum við með eitthvað af því á DVD,“ segir leik- stjórinn, en vinnuheiti myndarinnar er Sólskinsdrengurinn. Friðrik Þór vonast til þess að geta hafið tökur á Mömmu Gógó fljótlega eftir að vinna við Sólskinsdrenginn klárast, hugsanlega strax í sumar. „Núna fer maður vonandi að vakna til lífsins aftur eftir að hafa legið í dvala í nokkur ár. Nú fer maður bara á fljúgandi ferð,“ segir Friðrik Þór glaður í bragði. Sambland af Bíódögum og Börnum náttúrunnar  Friðrik Þór undirbýr kvikmynd byggða á eigin ævi  Hilmir Snær Guðnason fer með hlutverk leikstjórans Hilmir Snær Guðnason Kristbjörg Kjeld Merki ýmiss konar eru allt í kringum okkur, við veitum þeim sjálfsagt fæst mikla eftirtekt … 60 » reykjavíkreykjavík Myndir Friðriks Þórs Brennu-Njálssaga (1980) Rokk í Reykjavík (1982) Kúrekar norðursins (1984) Hringurinn (1985) Skytturnar (1987) Börn náttúrunnar (1991) Bíódagar (1994) Á köldum klaka (1995) Djöflaeyjan (1996) Englar alheimsins (2000) Fálkar (2002) Niceland (2004) FRIÐRIK Þór gerði Bíódaga árið 1994, en hún fjallar um ungan dreng á sjötta áratug síðustu aldar sem hrífst af bandarískum bíómyndum sem sýndar voru í íslenskum kvikmynda- húsum á þeim tíma. Börn náttúrunnar er hins vegar frá árinu 1991 og segir frá fullorðnum manni sem bregður búi og flytur til Reykjavík- ur. Þar hittir hann æskuástina sína, og saman lenda þau í miklum ævintýrum. Börn náttúr- unnar var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin á sínum tíma. Fjör Úr Bíódögum. Bíódagar og börnin Fegurð Úr Börnum nátt- úrunnar. Árvakur/Kristinn Leikstjórinn „Nú fer maður bara á fljúgandi ferð,“ segir Friðrik Þór.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.