Morgunblaðið - 03.02.2008, Síða 64

Morgunblaðið - 03.02.2008, Síða 64
SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 34. DAGUR ÁRSINS 2008 Heitast 0 °C | Kaldast -8 °C  Norðlæg átt, víða 8- 13 m/s en heldur hvassara á annesjum. Él norðan og austan til, annars léttskýjað. » 8 ÞETTA HELST» Skortur á leikreglum á orkumarkaði skaðlegur  Umræðan um eignarhald á orku- auðlindum hefur staðið í heila öld en niðurstaðan er samt rýr, að mati Aagotar Vigdísar Óskarsdóttur lög- fræðings. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingar, segir að skortur á leikreglum á þessum markaði hafi verið skaðlegur og löngu sé tímabært að kveðið sé á um eignarhald á orkuauðlindum til að verja almannahagsmuni. »Forsíða, 10 Vill sveigjanleika  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði á fundi Málfundafélagsins Óðins í gær að leyfa bæri fyrirtækjum að gera upp í þeim gjaldmiðlum sem þau kysu. „Við verðum að vera sveigj- anleg,“ bætti hún við og sagði að auðvelt væri fyrir alþjóðleg fyr- irtæki að flytja sig héðan frá Íslandi. »2 Ný stjórn í Færeyjum  Þrír flokkar í Færeyjum – jafn- aðarmenn, Þjóðveldisflokkurinn og Miðflokkurinn – hafa náð sam- komulagi um að mynda nýja land- stjórn. Jóannes Eidesgaard, leiðtogi jafnaðarmanna, verður áfram lög- maður Færeyja eða forsætisráð- herra. »4 SKOÐANIR» Staksteinar: Nýr forystumaður Forystugreinar: Súez Bandaríkj- anna? | Reykjavíkurbréf Ljósvakinn: Gleraugu réttvísinnar UMRÆÐAN» Hjúkrunarfræðingar mikilvægir SGS fundaði með ríkisstjórninni Styrkir Þekkingarsetrið SA vill fleiri konur í stjórn Sundabraut og ónafngreindir … Gamalt og nýtt af vinnumarkaði Kumbaravogsbörnin Skerðingar á þagnarskyldu lækna ATVINNA» HÖNNUN» Hefur hannað mörg þekkt lógó. »60 Hugrún Ragn- arsdóttir, Huggy, verður dómari í raunveraleikaþætt- inum Britain’s Next Top Model. »57 FÓLK» Situr á dóm- arapalli TÓNLIST» Melissa Etheridge í Tón- list á sunnudegi. »58 FÓLK» Albarn segir Allen hæfi- leikaríkan krakka. »59 Tónlist Lay Low við Ökutíma er komin út á plötu. Þar er að finna fimm ný lög og átta Dolly Parton- ábreiður. »55 Keyrsla á Lay Low TÓNLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Gunnar Reynir Sveinsson látinn 2. Íslendingur handtekinn á Spáni 3. Litla dóttirin nefnd Indiana Rose 4. Ósætti vegna tölvunotkunar FROSTIÐ á landinu mældist mest um 30 stig aðfaranótt laugardags og víða á Suðurlandi og inn til landsins var frostið meira en 20 stig. Mesta frost sem mælst hefur á landinu er 38 stig. Snjókoma eða él einkenndi veðrið norðan og austan til á landinu, en annars var létt- skýjað. Gert er ráð fyrir að það dragi smám saman úr frostinu, en áfram verður kaldast í innsveitum. Mesti næturkuldinn var á miðhá- lendinu vestan Vatnajökuls. Í Veiði- vatnahrauni við Þórisvatn mældist frostið 30,3 stig milli klukkan þrjú og sex og í Þúfuveri sunnan Þjórs- árvera 29,1 stig á sama tíma. Á láglendi var frostið aðeins minna. Á Kálfhóli við Þjórsá var frostið mest 23,7 stig og víða á Suð- urlandi, eins og til dæmis í Árnesi og Búrfelli, var frostið um og yfir 22 stig. Í Reykjavík mældist mest 19,4 stiga frost. Annars staðar en á Suðurlandi og miðhálendinu var minna frost. Frostaveturinn mikla 1918 var kaldast í Reykjavík og víðar á land- inu frá því mælingar hófust. 21. jan- úar fyrir 90 árum mældist 24,5 stiga frost í Reykjavík, 36 stiga frost á Grímsstöðum og 38 stiga frost í Möðrudal. Á nokkrum öðrum stöðum mældist frostið um 30 stig, samkvæmt upplýsingum Veðurstof- unnar. Mikið frost víða um land og éljagangur fyrir norðan Vetrarhörkur Það var kuldalegt á Siglufirði í gærmorgun, eins og raunar á öllu landinu. Frostið fór í rúmlega 30 stig í Veiðivatnahrauni Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Samdi við spilaborðið NORSKIR heimsmeistarar mæta til leiks á Bridgehátíð, sem haldin verð- ur um miðjan febrúar, en í sveitinni verða þrír úr liðinu sem vann Berm- úda-skálina síðastliðið haust. Með þeim verður Rune Hauge sem var í þeirra röðum í sigrinum í sveita- keppninni á hátíðinni í fyrra. Hauge er umtalaður umboðsmaður fyrir knattspyrnumenn, einkum enska og norska, og er með 40 til 50 leikmenn á sínum snærum. „Því færri og hæfileikaríkari, þeim mun betra.“ Hann segist eiga í viðræðum við tvo íslenska leikmenn en hann geti ekki upplýst hverja. Hann eigi þó fyrst og fremst samstarf við íslenska umboðsmenn. Hauge er for- fallinn áhugamað- ur um bridds og segist keppa á mótum að jafnaði einu sinni í mán- uði. „Þetta hjálpar mér að slaka á inn á milli tarna í fót- boltanum,“ segir hann. „Þetta er engin venjuleg vinna. Maður kveikir á símanum á morgn- ana og slekkur ekki fyrr en farið er í háttinn á miðnætti. Íþróttir hafa eng- an skrifstofutíma; þær eru sífellt í gangi – líka um helgar.“ Það hefur verið í nógu að snúast hjá Hauge, því félagaskiptaglugginn lok- aðist á fimmtudagskvöld. „Ég gekk frá síðasta samningnum um kvöldið á meðan ég sat við spilaborðið,“ segir hann. „Þetta er nú bara í annað skipti á löngum tíma sem slíkt gerist. Það var samningur um að Wigan fengi varnarjaxlinn Erik Hagen að láni frá Zenit í St. Pétursborg.“ Á Bridgehátíð verða fjölmargir sterkir spilarar að venju, karlar og konur. Og Hauge veit af þeim fram- förum sem félagar hans í norsku sveitinni hafa tekið. „Ef ég geri mis- tök núna fæ ég að heyra það – og það þýðir ekkert að þræta fyrir það!“ | 6 Norsku heimsmeistararnir koma á Bridgehátíð og umtalaður umboðsmaður fyrir knattspyrnumenn er með í för Rune Hauge EINN frægasti verjandi og refsiréttarfræð- ingur Bandaríkj- anna, Alan Derschowitz, kemur hingað til lands í byrjun apríl til að halda fyrirlestur á vegum Skál- holtsskóla fyrir lögmenn og dómara. Derschowitz er þekkt- astur fyrir að hafa fengið ruðn- ingskappann O.J. Simpson sýkn- aðan af morðákærum og hafa varið Mike Tyson. Einnig er hann prófessor í refsirétti við Harvard- háskóla og virtur rithöfundur inn- an lögfræðinnar, ekki síst um tengsl hennar við guðfræði. Róbert Ragnar Spanó, starfandi deildarforseti lagadeildar HÍ, seg- ist spenntur að fá Derschowitz til landsins enda hafi hann mikið fram að færa fyrir þá sem hafi áhuga á lögfræði, þróun rétt- arkerfisins og tengslum verald- legra málefna og trúarlegra. | 4 Þekktur bandarískur verjandi væntanlegur Alan Derschowitz HILMIR Snær Guðnason mun fara með hlutverk Friðriks Þórs Frið- rikssonar kvikmyndagerðarmanns í nýrri kvikmynd sem leikstjórinn hyggst gera, og mun að hluta til byggjast á ævi hans. Myndin hefur hlotið vinnuheitið Mamma Gógó. „Þetta fjallar um móður mína og samskipti hennar við mig. Þetta er sem sagt leikin gamanmynd og ég skrifa handritið,“ segir Friðrik, en Kristbjörg Kjeld mun fara með hlutverk móður hans. Um þessar mundir er Friðrik að ljúka við heimildarmynd um einhverfu, en að því loknu ætlar hann að snúa sér að nýju myndinni. | 54 Hilmir Snær verður Frið- rik Þór Friðrik Þór Friðriksson Hilmir Snær Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.