Morgunblaðið - 24.02.2008, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
GEIR H. HAARDE
þetta er raunin, að bannið standi
út vertíðina, er höggið þungt fyrir
þennan mikilvæga atvinnuveg.
Hitt er annað mál að niðurstaða
kjarasamninga í síðustu viku eyðir
óvissu. Vonandi gildir kjarasamn-
ingurinn út árið 2010 sem skapar
forsendur til þess að sameiginlegt
markmið okkar og hins almenna
vinnumarkaðar náist – að auka
stöðugleika og draga úr verðbólgu.
Ríkið kemur að samningunum með
margvíslegum hætti og flest atrið-
in eru í samræmi við stefnuyfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar. Margt stóð
til á kjörtímabilinu og gott að um
þau atriði skuli vera þokkalega
breið samstaða.
Ég nefni sérstaklega skattaþátt-
inn, skattalækkanir einstaklinga í
formi hækkunar persónuafsláttar
og aukinna barna- og vaxtabóta.
En einnig verulega lækkun á
tekjuskattshlutfalli fyrirtækja úr
18 í 15%. Til lengri tíma tel ég að
sú breyting sé tekjuöflunaraðgerð
og hafi ekki í för með sér tekjutap,
nema þá til skamms tíma. Það var
reynslan af lækkuninni úr 30 í 18%
á sínum tíma. Með þessu sendum
við skilaboð út á markaðinn um að
við viljum standa við bakið á at-
vinnulífinu, ekki síst bönkunum, í
þeim lausafjárerfiðleikum sem
steðja að. Ég finn að þetta atriði
vegur þungt við núverandi að-
stæður.“
– Getur verið að kjarasamning-
arnir hafi verið of dýrir í þeirri
lægð sem framundan er?
„Ég tel ekki að svo sé. Kjara-
samningarnir eru mjög skyn-
samlegir af hálfu aðila vinnumark-
aðarins. Þeir byggjast á þeirri
hugsun að verðmætasköpun sé
undirstaða velferðar í landinu.
Auðvitað reyna allar launahækk-
anir á fyrirtækin en sú skyn-
samlega niðurstaða að afmarka
launahækkanir við tekjulægstu
hópana auðveldar fyrirtækjunum
að standa við skuldbindingar sínar.
Það er hins vegar ekki ósennilegt
að fyrirtæki í ýmsum greinum
þurfi á næstu mánuðum að hag-
ræða í rekstri sínum til að bregð-
ast við utanaðkomandi áföllum,
einkum lánsfjárkreppu á alþjóð-
legum mörkuðum og aflabresti á
miðunum hér heima. Íslenskt efna-
hagslíf hefur reyndar aldrei verið
betur í stakk búið til að standa af
sér slík áföll og kemur þar einkum
til sterk staða ríkissjóðs, gífurlegar
eignir lífeyrissjóðanna og stöndug
og vel rekin fyrirtæki.“
Flinkir bankamenn
– Eftir því er tekið að þú ert já-
kvæður í tali þrátt fyrir að nei-
kvæðar fréttir berist af fjár-
málamörkuðum hér heima og
erlendis?
„Það er vegna þess að grunn-
þættirnir í íslensku efnahagslífi og
í starfsemi bankanna eru mjög
sterkir. En það er lausafjárskortur
á alþjóðlegum fjármálamörkuðum,
sem við höfum ekki búið til og ráð-
um ekki við, en sem bitnar á fjár-
málastofnunum okkar. Sama má
segja um olíuverðshækkanir úti í
heimi. Við ráðum ekki för á þeim
markaði. Og þær hækkanir á elds-
neyti sem við flytjum til landsins
eru í raun skattur á okkar þjóð-
arbú.
Sem betur fer höfum við heil-
mikinn styrk til þess að takast á
við þennan vanda. Þá er ég að tala
um ríkið, sem er nánast skuldlaust,
og getur þar af leiðandi búið sig
undir áföll. Bankarnir eru líka að
bregðast við þessum aðstæðum,
hafa sterkan efnahag og hafa haft
góða afkomu framundir það síð-
asta.
Auðvitað verða bankarnir, hver
og einn, að hugsa um að leysa sín
mál sjálfir og ég get ekki kennt
þeim neitt í því efni. Bankamenn á
Íslandi eru flinkir í sínu fagi og
munu áreiðanlega grípa til þeirra
ráðstafana sem mögulegar eru til
að draga úr kostnaði og minnka
efnahagsreikning bankanna ef með
þarf. Ég tel það til fyrirmyndar að
nýr stjórnarformaður Glitnis lækk-
aði laun stjórnarmannanna sjálfra.
Þó að sparnaður af því sé ekki stór
með hliðsjón af heildarefnahag
bankans felur hann í sér mikilvæg
táknræn skilaboð.“
– Það hlýtur að vera áhyggjuefni
hversu hátt skuldatryggingaálag er
á íslensku bankana?
„Ljóst er að staða bankanna,
hvað varðar öflun nýs lánsfjár á
erlendum mörkuðum, er núna
mjög þröng, eins og allra annarra.
En kunnáttumenn telja að það
kunni að rætast úr því ástandi á
næstu mánuðum. Ef ekki er staðan
náttúrlega mjög alvarleg.
Ég fór vel yfir þetta á nýaf-
stöðnu Viðskiptaþingi og við höfum
átt margvísleg samtöl um þetta
mál við bankana, Seðlabankann og
fleiri. Ríkisstjórnin er tilbúin að
leggja sitt af mörkum til þess að
koma réttum upplýsingum á fram-
færi um íslensk efnahagsmál, aldr-
ei er nóg að gert í þeim efnum, og
efna til samstarfs um það milli
bankanna, Seðlabankans, og fleiri.
Það mun ekki breyta grundvall-
arástandi á fjármálamörkuðum en
við getum reynt að útrýma rang-
hugmyndum um stöðu Íslands.
Ekki gleyma því að ef horft er
til þess hversu hagkerfið er opið
og alþjóðavætt eru til erlendir að-
ilar sem hagnast á því að taka
stöðu gegn krónunni og eru til-
búnir til þess, án þess að við fáum
rönd við reist. Við þurfum að búa
okkur undir allt mögulegt í þeim
efnum. Það er fylgifiskur opins
fjármálakerfis að slíkir fjárfestar
eru á ferðinni, stundum kallaðir
spákaupmenn, og geta verið sjóðir
og fjárfestar af ýmsu tagi.“
– Þú talaðir um að við hefðum
ekki búið til lausafjárskortinn, en
má ekki rekja erfiðleikana að hluta
til gífurlegrar skuldsetningar ís-
lenskra fjármálafyrirtækja?
„Bankarnir hafa verið djarfir í
útrásinni og fjárfestingum erlend-
is. Það hefur verið hluti af þeirra
viðskiptamódeli, ef svo mætti
segja, og við þær aðstæður sem
komnar eru upp, þá getur það
skapað erfiðleika. En ég býst nú
við því að flestar fjárfestingar
bankanna erlendis hafi verið góðar
í þeim skilningi að þær skili ávöxt-
un og þá eru þær ábyggilega góð
söluvara ef á þarf að halda á nýjan
leik. Sumir hafa sagt að þetta við-
skiptamódel feli í sér ábyrgðarleysi
en ég vil ekki taka mér það orð í
munn. En menn hafa verið djarf-
ir.“
Trúnaðartraust lykilatriði
– Er hægt að ætlast til þess að
ríkið komi til bjargar með fjármuni
skattborgaranna ef einkageirinn
hefur farið fram með óábyrgum
hætti?
„Almennt séð er það ekki. Auð-
vitað stöndum við vörð um okkar
bankakerfi að því leyti sem lög og
reglur segja til um. En ríkið tekur
aldrei alla áhættu af mönnum sem
standa í áhætturekstri. Það hefur
aldrei verið ætlunin. Ríkissjóður
stendur vel og hefur gott láns-
traust en það verður líka að gæta
þess að nýta það með réttum
hætti.“
– Hefur ríkið bolmagn til þess
að hlaupa undir bagga ef allt fer á
versta veg?
„Í fyrsta lagi hafa bankar komið
vel út úr álagsprófum, m.a. þeim
sem Fjármálaeftirlitið leggur fyrir
þá, og svo hefur Moodys komist að
jákvæðri niðurstöðu um stöðu rík-
issjóðs gagnvart bönkunum ef á
reyndi. En enginn ríkissjóður get-
ur staðið af sér alvöru hrun í
bankakerfinu. Við sjáum hvað
Northern Rock kostar breska ríkið
og þó er það lítill banki á þeirra
mælikvarða.
Aðalatriðið er að það ríkir trún-
aðartraust og við höfum ekki
ástæðu til að gera því skóna að
bankar hér séu í hættu. Og þar
með ekki innistæður sparifjáreig-
enda. Trúnaðartraust er lykilatriði
í öllum bankaviðskiptum.“
– Skuldatryggingaálag ríkisins
hefur einnig hækkað, raunar þre-
faldast.
„Okkur finnst það mjög óeðlilegt
vegna þess hvað ríkissjóður skuld-
ar lítið, nettóskuldir eru nálægt
núlli og ríkissjóður hefur engin
sérstök áform um að fara út á
lánamarkaðina. Þetta álag er því
undarlegt. En það er sennilega til
komið vegna þess að einhverjir
telja að með óbeinum hætti beri
ríkissjóður ábyrgð á bönkunum.
Þetta er því afleiðing af hinu háa
skuldatryggingaálagi bankanna,
sem ég tel reyndar líka að sé óeðli-
lega hátt miðað við hvað þeir eru
stórir og stöndugir.“
– Rætt hefur verið um að fram-
undan séu sameiningar íslenskra
fjármálafyrirtækja, til dæmis
Glitnis og Landsbankans. Myndu
stjórnvöld greiða fyrir því gagn-
vart samkeppnisyfirvöldum?
„Ég vil ekki ræða einstaka
banka í því sambandi en það er
hugsanlegt að það þurfi að breyta
eitthvað lagaumhverfinu. Ég úti-
loka ekki neitt slíkt. En í grunninn
er það hlutverk markaðarins að
leita leiða til að hagræða og þá
hvort sameiningar í einhverri
mynd eru svarið.“
– Er líklegt að ríkisstjórnin horfi
til þess jákvæðum augum?
„Ég tel að við myndum gera það
ef sýnt væri fram á að ekki væri
farið gegn hagsmunum almennings
í samkeppnislegu tilliti.“
Smæðinni fylgir sveigjanleiki
– Það hefur lengi staðið til að
taka á stöðu Íbúðalánasjóðs.
„Og stendur til. Félagsmálaráð-
herra er með vinnu í gangi við að
einangra félagslega þáttinn í
íbúðalánakerfinu, þannig að við
getum tryggt áfram aðstoð til
þeirra sem þurfa á því að halda en
rekið íbúðalánakerfið að öðru leyti
á markaðslegum forsendum. Í yf-
irlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem
gefin var út í tengslum við nýja
kjarasamninga, segir að unnið
verði að stefnumótun í húsnæð-
islánum þar sem skyldur hins op-
inbera verði skilgreindar og verka-
og kostnaðarskipting ríkis og sveit-
arfélaga endurskoðuð. Jafnframt
vill ríkisstjórnin taka til endur-
skoðunar fyrirkomulag vaxta- og
húsnæðisbóta. Þetta tengist allt
hlutverki Íbúðalánasjóðs. Einnig
ætlum við að fella niður stimp-
ilgjöld vegna kaupa á fyrstu fast-
eign og koma á sparnaðarkerfi fyr-
ir ungt fólk sem er að koma sér
þaki yfir höfuðið í fyrsta skipti.
Við erum ekki ennþá búin að
finna framtíðarfyrirkomulagið í
þessum efnum. Það má vel vera að
það verði heildsölubanki, eins og
þekkist sumstaðar í öðrum löndum,
sem allir sem veita húsnæðislán
eiga viðskipti við.
En það er hins vegar rangt að
tala um bankakerfið, sem að vísu
kom fullgeyst inn í íbúða-
lánamarkaðinn fyrir nokkrum ár-
um, sem einhvern sérstakan óvin
íbúðareigenda eða húsbyggjenda.
Það er pláss fyrir alla þessa aðila á
lánamarkaði fyrir íbúðarhúsnæði
og við þurfum að koma umgjörð-
inni í varanlegt horf sem allir geta
unað við. Það er ómögulegt að
Íbúðalánasjóður sé endalaust bit-
bein og deiluefni í stjórnmálum eða
milli ríkisvaldsins og atvinnulífs-
ins.“
– Þú nefnir ímyndarmál sem
dæmi um sértækar aðgerðir rík-
isstjórnarinnar. Er fleira á prjón-
unum?
„Já, það er verkefni okkar dags
daglega að vinna að því. Sérstakur
hópur á vegum forsætisráðuneyt-
isins vinnur nú að tillögum um
hvernig við getum bætt ímynd Ís-
lands. Viðskiptaþingið í fyrra var
sérstaklega helgað því og við tók-
um þátt í undirbúningi að því
nokkrir ráðherrar á þeim tíma.
Fundurinn sem við ráðherrar átt-
um með bankastjórum nú nýverið
var hinsvegar ekki nema að hluta
til um það enda er ljóst að þegar
kemur að íslenskum efnahags- og
bankamálum eru bankarnir best
fallnir til að útskýra sína stöðu og
gera það sjálfir vandlega gagnvart
lánardrottnum, matsfyrirtækjum
og fleirum.
En hvað varðar efnahagslífið á
Íslandi og sérstöðu þess, sem er
mikil og helgast af því hvað hér er
lítið hagkerfi, þá geta stjórnvöld
vel útskýrt hana og kannski betur
en bankamennirnir. Það er athygl-
isvert að þegar hingað koma er-
lendir sérfræðingar og setja sig
virkilega vel í inn í málin, eins og
Frederic S. Mishkin, sem vann
skýrslu með Tryggva Þór Her-
bertssyni árið 2006, og Richard
Porters, sem vann skýrslu með
Friðriki Má Baldurssyni í fyrra,
hvað þeir eru fljótir að átta sig á
því að grundvallaratriðin eru í
góðu lagi en smæð hagkerfisins
veldur stundum misskilningi.
Og við erum svo heppin hér á
Íslandi að smæðinni fylgir líka
Hagræðing Geir segir ekki ósennilegt að fyrirtæki þurfi á næstu mánuðum að hagræða í rekstri sínum.
»Sameigin-
leg fiskveiði-
stefna ESB
hefur siglt
í strand
Árvakur/Kristinn Ingvarsson
16