Morgunblaðið - 24.02.2008, Page 32

Morgunblaðið - 24.02.2008, Page 32
hvað varð um | David Mellor 32 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is S umarið 1992 birtist á for- síðu breska götublaðsins The Sun fyrirsögn þess efnis að David Mellor, þá- verandi ráðherra lista, fjölmiðlunar og íþrótta í ríkisstjórn Bretlands, hefði yndi af því að bylta hjákonu sinni í bólinu íklæddur keppnisbúningi knattspyrnuliðsins Chelsea. Þá fullyrti blaðið að hjá- konan sygi gjarnan á ráðherranum tærnar undir voðum. Upplýsingarnar um framhjáhald- ið hafði blaðið frá fyrstu hendi en hjákonan, spænska leikkonan Ant- onia de Sancha, seldi því þær fyrir þrjátíu þúsund sterlingspund. Síðar kom raunar í ljós að blaðið færði sitt- hvað í stílinn. Meðal annars er al- mennt talið að þetta með Chelsea- búninginn eigi ekki við rök að styðj- ast. Hvað þá að Mellor hafi iðulega vitnað í meistara Shakespeare með- an á rekkjubrögðunum stóð. En skaðinn var skeður. Enda þótt Mellor héldi fyrst um sinn velli eftir áhlaupið var hann pólitískt laskaður. Hann bauðst til að segja af sér í kjöl- farið en John Major, þáverandi for- sætisráðherra og náinn vinur Mel- lors, tók það ekki í mál. Gula pressan hafði aftur á móti ekki sagt sitt síðasta orð og hélt áfram að hamast á Mellor, auk þess sem sjónvarpssatíran Spitting Image eða Spéspegill fór mikinn. Ekki var fortíð Mellors honum til framdráttar í þessum efnum en árið 1989 veittist hann opinberlega að „sumum“ götublaðanna með þeim orðum að þau væru „að drekka á síð- asta barnum fyrir lokun“ og að prentfrelsið væri ef til vill ekki „heil- ög kýr“. Umdeilt sumarleyfi Mellor lá vel við höggi og síðsum- ars 1992 komust fjölmiðlar á snoðir um að dóttir framámanns nokkurs í Frelsissamtökum Palestínu (PLO) hefði tveimur árum áður fjármagnað sumarleyfi fyrir ráðherrann. Þá kom á daginn að emírinn af Abu Dhabi hafði áður gert slíkt hið sama. Þetta mátti skilgreina sem mútur, auk þess sem það þykir ekki góð lat- ína í Bretlandi að leggja lag sitt við arabíska áhrifamenn. Fjölmiðlar rifjuðu líka í þessu sambandi upp sjónvarpsupptöku sem sýnir Mellor hella sér yfir ísraelskan ofursta í heimsókn til Vesturbakkans árið 1988. Það sem fór fyrir brjóstið á ráðherranum var framkoma Ísr- aelsstjórnar gagnvart palestínskum ungmennum. Eftir þessa uppljóstrun átti Mel- lor sér ekki viðreisnar von og sagði hann loks af sér embætti 24. sept- ember 1992. Gaf hann þá skýringu að ofsóknir af hálfu gulu pressunnar væru orðnar óbærilegar og fyrir vik- ið væri hann orðinn byrði á rík- isstjórninni. John Major kvaðst í yfirlýsingu dást að hugrekki Mellors og að hann tæki við afsögn hans með trega. Því hefur þó verið haldið fram að forsætisráðherrann hafi í raun verið búinn að fá sig fullsaddan af æv- intýrum Mellors. Talsmaður Verkamannaflokksins tók annan pól í hæðina og sagði að Major hefði ákveðið að fórna Mellor á þessum tímapunkti til þess að draga athygli frá þeirri niðurlæg- ingu sem hann hefði sjálfur orðið fyrir í breska þinginu deginum áður, en þá sætti stefna hans í geng- ismálum og Evrópumálum gagn- rýni. Í þágu almennings Gula pressan fagnaði fulln- aðarsigri og vísaði ásökunum Mel- lors um að hann hefði sætt ofsóknum á bug. „Þetta er í fyrsta skipti í háa herrans tíð sem David Mellor breyt- ir rétt. Við birtum upplýsingar um samband hans við Antoniu de Sancha vegna þess að við töldum málið varða almenning,“ sagði Bill Hagerty ritstjóri eins götublaðanna, People. The Sun lét heldur ekki sitt eftir liggja. „From Toe Job to No Job“, stóð á forsíðunni daginn eftir af- sögnina. Þetta er vitaskuld vonlaust að íslenska. Og líklega óþarfi. Mellor sat áfram á þingi og sleikti sárin um tíma. Vorið 1997 taldi hann sig hafa safnað nægu pólitísku þreki til að verja þingsæti sitt. Framboð hans féll aftur á móti í grýtta jörð og laut hann í lægra haldi fyrir fram- bjóðanda Verkamannaflokksins í sínu kjördæmi, Tony Coleman. Kosningabaráttan er eft- irminnilegust fyrir þær sakir að Mellor lenti í orðaskaki við Sir James Goldsmith stofnanda Þjóð- aratkvæðagreiðsluflokksins að kvöldi kjördags. Sá síðarnefndi klappaði ásamt fleirum í hægum takti meðan Mellor var í pontu og hrópaði: Út, út, út!“ Þegar þolinmæði Mellors þraut sneri hann sér að kórstjóranum og sagði: „Þú hefur ekkert til að vera drjúgur yfir, Sir James. Þú hefur sýnt og sannað í kvöld að flokkur þinn er steindauður. Þú getur því hypjað þig aftur til Mexíkó vitandi það að tilraun þín til að kaupa breska stjórnmálakerfið rann út í sandinn.“ Engum sögum fer af því hvort Sir James klappaði fyrir þessum um- mælum. Eins og gefur að skilja er Mellor mikill áhugamaður um knattspyrnu og á árunum 1997-99 fór hann fyrir opinberri nefnd sem skoðaði hina göfugu íþrótt frá ýmsum hliðum. Það starf skilaði ekki varanlegum árangri. Orðinn útvarpsmaður Fyrir um áratug sneri Mellor sér alfarið að blaðamennsku og útvarpi. Hann skrifaði fram til ársins 2001 m.a. fyrir The Evening Standard, The Guardian og merkilegt nokk The People. Snerust skrif hans eink- um og sérílagi um íþróttir og hina ástríðuna hans, listir. Þá stjórnaði hann ýmsum útvarpsþáttum á veg- um breska ríkisútvarpsins, BBC. Mellor er mikill áhugamaður um sígilda tónlist og í dag hefur hann umsjón með tveimur þáttum á út- varpsstöðinni Classic FM í Bret- landi, Ef þú kannt að meta þetta, kanntu líka að meta hitt og Nýja geislaplötuþættinum. Meðan á ósköpunum með de Sancha stóð hafði Mellor verið kvæntur Judith Mellor í rúma tvo ártatugi. Þau skildu árið 1995. Hann býr nú með sambýliskonu sinni, Penelope greifynju Cobham, í hinu sögufræga Dockmaster’s-húsi við báta- og skútuhöfnina St. Katherine Docks, sem er eitt best varðveitta leyndarmál Lundúnaborgar. Síðast þegar til hans spurðist í fyrra var Mellor að berjast gegn fyr- irhugaðri byggingu sautján hæða fjölbýlishúss á svæðinu. Sem fyrr hafði hann munninn fyrir neðan nef- ið í þeirri deilu. „Allri hönnun er áfátt. Þetta myndi virka billegt á öf- ugum enda strandar á Torremol- inos. Þetta snýst ekki bara um það að ég vilji ekki fá þetta ferlíki í bak- garðinn, hér eru friðaðar byggingar og þetta svæði hefur sögulega þýð- ingu. Þá er það við hlið Tower of London sem er á heimsminjaskrá.“ Engum sögum fer hins vegar af því hvort Mellor hafði erindi sem erfiði. Tilfinningaleg nauðgun Antonia de Sancha hefur ekki átt sjö dagana sæla. Áratug eftir at- ganginn iðraðist hún gjörða sinna í tímaritsviðtali og líkti meðferðinni í kjölfar þess að hún seldi sögu sína við „tilfinningalega nauðgun“. Hún hefur fengið sárafá tækifæri sem leikkona síðan og kennir, að sögn, þessari erfiðu lífreynslu um að hjónaband, sem hún gekk í fáeinum árum síðar, fór út um þúfur. Það er huggun harmi gegn – all- tént fyrir Mellor – að gengi Chelsea hefur verið stórkostlegt undanfarin hálfan annan áratug og félagið unnið hvern bikarinn á fætur öðrum, m.a. ensku úrvalsdeildina í tvígang. Ætli það smyrsl dugi þó ekki skammt á sár de Sancha. Sigraður David Mellor á leið til fundar við John Major forsætisráðherra þann örlagaríka dag 24. september 1992. Á fundinum sagði hann af sér eftir að hafa verið dálæti gulu pressunnar um hríð, meða annars vegna kvennamála. Chelsea- rýtingurinn Í HNOTSKURN »David Mellor fæddist 12.mars 1949 og var því 43 ára þegar hann sagði af sér ráð- herradómi. »Antonia de Sancha er fædd14. september 1961 og var því þrítug þegar ástarævintýri þeirra Mellors stóð sem hæst. »Mellor, sem er lögfræðingurað mennt, var kjörinn á þing fyrir Putney árið 1979. »Hann gegndi ýmsum ráð-herraembættum í ríkis- stjórnum Margarethar Thatc- hers og Johns Majors. FRINGE GARDÍNURNAR KOMNAR AFTUR Opið alla daga vikunnar Askalind 1, Kópavogur. Sími 568 9700. LITIR SVARTUR, HVÍTUR, RAUÐUR, GRÆNN OG BLÁR VERÐ 7.990 KR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.