Morgunblaðið - 24.02.2008, Síða 35

Morgunblaðið - 24.02.2008, Síða 35
framandi slóðir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 35 Hulda Björnsdóttir skrifar frá Kína 6. febrúar var síðasti dagur árs svíns- ins hér í Kína. Ár rottunnar, sem tal- ið er verða gott ár, er gengið í garð. Til stóð að ég færi til vinafólks hér í Fuzhou en þar sem mig langaði að upplifa hvernig síðasti dagur ársins væri í borginni fór ég út að ganga um fimmleytið. Ég gleymdi mér á göng- unni, kom ekki heim fyrr en tæplega níu, og þar sem ég hafði gleymt sím- anum heima heyrði ég ekki þegar hringt var til þess að láta mig fá heimilisfang vinafólksins. Það var yndislegt að ganga um Hua Lin RD og Wu Zuli RD. Ég hef gengið þessar götur frá 11. janúar og þær hafa verið haldreipi mitt í að rata um borgina, fasti punkturinn í tilveru minni. Ég hef villst alveg ótrúlega. Þar sem ég gekk um göturnar þetta kvöld brosti fólk til mín, kinkaði kolli og allir voru fullir tilhlökkunar. Faðir gekk á eftir mér með dóttur sinni og var að segja henni eitthvað sem virt- ist mjög merkilegt og ég skildi auð- vitað ekki. Þau gengu í rólegheitum alveg eins og ég og nutu þess að anda að sér síðustu augnablikum ársins. Brosmilt fólk Fólkið í búðunum brosti til mín og vinkaði, það er farið að þekkja þessa undarlegu konu sem gengur um göt- urnar og brosir til þeirra. Það er auð- velt að láta sér þykja vænt um fólkið sem hefur orðið á vegi mínum. Margt ungt fólk var á ferli um leið og ég, það er duglegra að heilsa og finnst flott að geta sagt hello og mér finnst voða flott að geta sagt ni hao á móti. Eldri kynslóðin er varkárari og horfir bara. Þennan síðasta dag ársins var þetta öðruvísi, margir heilsuðu og brostu svo unaðslega að hjarta mitt fylltist fögnuði og sælu. Sumir héldu á litlum börnum og víða gengu fjölskyldur saman. Það var mikið sprengt síðustu dagana. Í götunni minni voru sölustaðir fyrir flugelda og ungt fólk þar að afgreiða. Það reyndi að fá mig til þess að kaupa en ég sagði meio og allir hlógu dátt. Fínir skór fyrir nýja árið Það er fullt af skóbursturum sem hafa reynt að fá þessa konu til þess að leyfa sér að bursta skóna, sem hef- ur auðvitað verið full þörf á, en hún hefur ekki gefið sig. Fljótlega eftir að ég kom til Fuzhou fann ég stað þar sem ég gat fengið að borða yndislega súpu með núðlum og grænmeti. Fyrsta kvöldið fann starfólkið leið til þess að komast að því hvað ég vildi, hvaðan ég var og vakti mikla hrifn- ingu að ég væri frá Íslandi. Við not- uðum tölvu og orðasafn og gekk bara vel. Það var opið hjá þeim 6. febrúar og ég fékk mér heita súpu í kuld- anum. Þegar ég gekk út var einn skó- burstarinn að bursta skó ungs manns sem sat með son sinn í fanginu. Ég stoppaði og horfði á þá, það var ekki hægt annað þeir voru svo fallegir og skóburstarinn vandaði sig svo mikið. Ungi maðurinn útskýrði fyrir mér að það væri nýarsdagur á morgun og skórnir þyrftu að vera fínir. Ég spurði hvernig maður segði gleðilegt nýtt ár á kínversku og feðgarnir kenndu mér það í sameiningu. Ég ákvað að fara heim með varn- inginn sem ég keypti í stórmark- aðinum, koma aftur og láta pússa mína skó svo ég yrði fín á nýársdag. Te samkvæmt hefðinni Á leiðinni heim kom ég við í tebúð. Ég átti ekkert almennilegt te og þarna var búð sem ég gat fengið það sem mig langaði í. Nú sá ég hvað ég hafði látið plata mig laglega í júní þegar ég keypti te og hló dátt með sjálfri mér. Þegar te er keypt í al- mennilegri tebúð fær viðskiptavin- urinn auðvitað að bragða og þá bæt- ast oft fleiri við. Ungur maður bættist í hópinn í þetta skipti og við drukkum jasminte sem var búið til í glærri könnu. Ég horfði á kubbinn opnast og þetta unaðslega blóm birtist. Eigand- inn sagði að þetta te væri gott fyrir bragð og auga. Ég valdi samt það sem var venjulegra því mér fannst bragðið af því betra. Svo var mér sýnt eitthvað kringlótt með lítilli kónguló, auðvitað dauðri. Vatni var hellt yfir gripinn og bunaði þá út úr honum eins og gosbrunni. Voða fal- legt og mér skildist að þetta ætti að vera gott fyrir sálina. Kannski kemst ég seinna að því hver tilgangurinn er en ég keypti ekki gripinn. Gleðilegt nýtt ár. Áramót Í götunni voru sölustaðir fyrir flugelda og þar var af nógu að taka enda mikið sprengt um áramót í Kína. Fagnað Ung og brosmild stúlka brá blysi á loft í tilefni áramótanna. Þennan síðasta dag ársins var þetta öðruvísi, margir heilsuðu og brostu svo un- aðslega að hjarta mitt fylltist fögnuði og sælu. Á síðasta degi svínsins Höfundur flutti búferlum til Kína í upphafi ársins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.