Morgunblaðið - 24.02.2008, Side 45

Morgunblaðið - 24.02.2008, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 45 UMRÆÐAN SÍÐUSTU dagana hafa fjöl- miðlar gert það að umtalsefni að ég hafi í góðra vina hópi farið inn á stað þar sem póker var spilaður upp á pen- inga og tekið í spil. Augljóst er að sumum þykir það ekki við hæfi að þingmaður setjist að slíku spila- borði og kallar það viðhorf raunar á þarfa umræðu um hvers vegna nokkrar teg- undir fjárhættuspils eru leyfðar og jafnvel reknar af ríkisvaldinu á meðan aðrar eru í hlutskipti litla ljóta andarungans og hafa beðið þess lengi að fá uppreist æru. Ég hef alla tíð verið áhugamað- ur um margs konar spilamennsku. Ég spila t.d. bridge af miklum móð og hef bæði orðið Íslandsmeistari í þeirri íþrótt og Norðurlandameist- ari með unglingalandsliði Íslands. Skemmtilegast finnst mér þó að spila við móðurömmu mína sem er á níræðisaldri og nýtir sér langa reynslu við spilaborðið með þeim meistaralega hætti að fáir stand- ast henni snúning. Í spilum eru peningar stundum lagðir undir. Á bingókvöldum greiða menn þátttökugjald og hin- ir heppnu hirða pottinn. Á bridge- hátíð sem ég sótti um síðustu helgi greiddu allir þátttökugjald og þeir slyngustu fengu hluta þess í verð- launafé. Með mér við spilaborðin voru hæstaréttardómari, seðla- bankastjóri og bæjarstjóri og fjöl- miðlar greindu með velþóknun frá stóru og vel heppnuðu móti. Reglulega birta fjölmiðlar fréttir af þeim sem stærsta vinninginn hljóta í happdrættum og lottó- eða lengjuleikjum landsmanna. Í nafni menntagyðjunnar og hjálp- arsamtaka eru spilakassavíti rekin í skúmaskotum um alla borg og á fjölmörgum netsíðum er fólki boð- ið að leggja fjármuni undir og freista gæfunnar í alls kyns spil- um, veðmálum og happdrættum. Lög banna ekki að spilaður sé póker upp á peninga. Það mega þingmenn, bankastjórar og móð- urömmur gera hvenær sem þeim sýnist. Þess vegna datt mér ekki í hug eitt andartak að fjölmiðlum gæti þótt það misbjóða almennu velsæmi að ég spilaði póker en skemmtilegt og til fyrirmyndar að ég spilaði bridge upp á verð- launafé. Ég skal játa það líka að ég hef spilað á sunnudögum. Ég þori að veðja upp á sumum finnist það alls ekki við hæfi. Ég hafði ekki hugsað mér að verða sérstakur baráttumaður fyr- ir réttinum til að leggja peninga undir í spilum. Sjálfsagt hefur um- ræðan, þótt hún hafi skapast af frekar litlu tilefni, verið upplýs- andi engu að síður. Ég hef líka fengið tilefni til að hugleiða hvers vegna það sé ólöglegt að útvega aðstöðu á borð við herbergi og spilaborð fyrir áhugasama pók- erspilara á meðan yfirvöld setja kíkinn fyrir blinda augað hvað varðar t.d. rekstur spilakassavít- anna sem því miður leika marga sem falla í spilafíkn afar grátt. Flestir fara létt með að spila bridge, póker, tuttuguogeinn, vist eða rommí, leggja kapal og spila matador án þess að verða spilafíkl- ar. Flestir geta líka fengið sér rauðvín með helgarsteikinni án þess að verða alkóhól- istar. Frá þessu eins og öðru eru auðvitað undantekningar, sum- um verður hált á svellinu og þurfa að leita sér aðstoðar, en lausnin er ekki allt- umlykjandi for- sjárhyggja sem bann- ar fjárráða einstaklingum að auka spennuna við spila- borðið með því að leggja svolítið undir. Með því er ég þó ekki að gera lítið úr þeim vanda sem spilafíkn er og vil skoða þau mál enn frekar í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað. Tvískinnungurinn blasir við öll- um sem horfa á þetta mál sann- gjörnum augum. Ég hvet til hrein- skiptinnar umræðu um hvað sé heppilegt í þessum efnum og hvernig við getum tryggt að hin ólíka spilamennska landsmanna geti setið við sama borð. Að sitja við sama borð Birkir Jón Jónsson vill hrein- skiptna umræðu um ólíka spila- mennsku landsmanna » Lög banna ekki að spilaður sé póker upp á peninga. Það mega þingmenn, banka- stjórar og móðurömmur gera hvenær sem þeim sýnist. Birkir Jón Jónsson Höfundur er þingmaður og áhuga- maður um spilamennsku. Fréttir í tölvupósti Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090 GRÆNAHLÍÐ – ARINN 6 herb. 148,2 fm á 3. hæð (efstu) ásamt 36,3 fm bílskúr. Hæðin skiptist í hol, stórar stof- ur með arni, 4 herbergi, eldhús, baðh., þvotthús og gestasnyrtingu. V. 45 m. 7372 SÓLEYJARRIMI – FALLEGT ÚTSÝNI Glæsilegt 210 fm (þ.a. er bílskúr 29,9 fm) raðhús byggt árið 2006. Eignin skiptist m.a. í þrjú svefnh., fatah., tvö baðh., tvær stofur og eldh. Allar innréttingar og gólfefni er mjög vandaðar. Örstutt er í leik- og grunnskóla. V. 56,9 m. 7349 ÓLAFSGEISLI – GLÆSILEGT ÚTSÝNI Fallegt og vel staðsett tvílyft 200 fm raðhús í fremstu röð við Ólafsgeisla með óviðjafn- anlegu útsýni yfir Reykjavík. Eignin skiptist í forstofu, baðherbergi, eldhús, stofu, borð- stofu, sjónvarpsherbergi, fjögur herbergi, þvottahús, baðherbergi og geymslu. Einstakt útsýni. Frábært skipulag. Garðurinn snýr til suð-vesturs. Mjög sólríkur. 7368 LANGABREKKA 18 – SÉRHÆÐ Mjög björt og vel skipulögð 125,9 fm efri sérhæð ásamt 24,5 fm bílskúr, samtals 150,4 fm í fallegu og vel viðhöldnu tvíbýli. V. 38,9 m. 7359 BÓLSTAÐARHLÍÐ – LAUS STRAX Falleg og vel skipulögð 137,9 fm (þ.a. bílskúr 21,8 fm) 4ra herb. íbúð á 3. hæð á eftirsótt- um stað. Eignin skiptist í forstofuhol, eldh., stofu og borðstofu, þrjú svefnh, og baðh. Örstutt er í leiksvæði fyrir börn og alla þjónustu. Eignin stendur innarlega í botnlanga. V. 28,9 m. 7330 EFSTALAND – LAUS STRAX Mjög glæsileg, björt og vel skipulögð 3ja herb. íbúð á 2. hæð með miklu útsýni, í góðu fjölbýli. Íbúðin er öll nýstandsett á vandaðan hátt. Nýtt eldhús, gólfefni, hurðir og skápar. Glæsileg eign. V. 25,9 m. 7143 ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG SUNNUDAG FRÁ 17.00-18.00. OPIÐ H ÚS SÓLHEIMAR – ÞARFNAST VIÐHALDS Vel skipulöggð 104,9 fm íbúð á 10. hæð með mjög miklu útsýni. Íbúðin skiptist í forstofu, baðherbergi, eldhús, hol. 2 til 3 herbergi og stofu. V. 22,5 m. 7364 LAUFENGI – LAUS STRAX 4ra herb. björt og góð íbúð á 2. hæð með sérinngangi og stæði í opnu bílskýli (nr. 9). Íbúðin skiptist í forstofu, hol, 3 svefnher- bergi, stofu, eldhús og baðherb. m. þvotta- aðstöðu. V. 22,7 m. 7356 ÁRBORG - LAND VIÐ SELFOSS 44 ha land við núverandi íbúðabyggð á Selfossi. Landið liggur að Björk, sem er í eigu Árborgar og er framtíðar byggingarland Selfoss. Þetta land er í land- búnaðarnotkun og er hægt að sækja um lögbýlisrétt eða skipuleggja hluta eða allt til íbúðabyggðar. Land sem eykur verðgildi sitt. Allar nánari upplýsingar gefur Andri Sig., sölustjóri DP FASTEIGNA í síma 561 7765 eða andri@dp.is. ATH. Grunnskóli og leikskóli innan um 1 km fjarlægðar. Flugvöllur er í um 1,5 km fjarlægð. KJARRVEGUR 2 GLÆSILEGT EINBÝLISHÚS Í FOSSVOGSDALNUM Opið hús í dag frá kl. 14-16 Glæsilegt einbýlishús/tengi- hús staðsett við opið svæði, skógi vaxið með útsýni yfir Fossvogsdalinn og til sjávar. Húsið er um 380,0 fm þ.m.t. 30,7 fm bílskúr, kj. og tvær hæðir, innréttað á vandaðan og smekklegan hátt og skipt- ist m.a. í 4 glæsilegar stofur, tvær garðstofur, eldhús með ljósum innréttingum, 5 góð herb. auk líkamsræktarherb. og fataherb. og tvö baðherb. Allar innréttingar eru sér- smíðaðar og granít, parket og flísar á gólfum. Suðursvalir út af efri hæð. Ræktuð lóð með fallegu holtagrjóti og timburverönd með skjólveggjum. Verðtilboð. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.