Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 49
UMRÆÐAN
Til leigu 235 fm nýlegt einbýlishús á
einni hæð við Fákahvarf. Húsið skiptist
m.a. í stofu, borðstofu og fjögur her-
bergi. Innbyggður bílskúr. Húsið er laus
strax.
Nánari upplýsingar veitir
Magnea Sverrisdóttir fasteignasali
í síma 861-8511
Fákahvarf, við Elliðavatn - til leigu
Mb
l
97
50
30
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095
Sími: 588 9090
Mi›hraun 16 • Laust strax
172 m2 Lagerhúsnæ›i • 178 m2 Lagerhúsnæ›i + 112 m2 skrifstofur á efri hæ›.
Selst í einu e›a sitt hvoru lagi.
Vöruhús
vi› Sundahöfn
4000 m2 til leigu
Til leigu 4.000 m2 í n‡ju vöruhúsi vi›
Sundahöfn. Afhending vori› 2008.
Topp fjárfesting!
Vesturbær
– verslun og fljónusta
Til leigu allt a› 2000 m2 í væntanlegum
n‡byggingum í nágrenni vi› BYKO
í Fiskisló›.
Nor›lingabraut 4: Stær› húss allt a› 3.100 m2 og ló› 4.287 m2
Nor›lingabraut 8: Stær› húss allt a› 4.800 m2 og ló› 6.813 m2
Auk fless eru áætla›ir bílakjallarar undir húsunum.
Atvinnuhúsnæ›i í Nor›lingaholti
Glæsilegar n‡byggingar fyrir atvinnuhúsnæ›i
til sölu á frábærum sta›.
6 8 10
Byggingarnar eru á hönnunarstigi. Afhending eftir 1 ár.
Vesturlandsvegur
Rétt hjá Bauhaus ló›inni.
Til sölu/leigu 2.000 m2 í væntanlegri
n‡byggingu, sem mun blasa vi›
umfer›inni.
Ármúli
Til leigu ca. 680 m2 lagerr‡mi á jar›hæ›
og ca. 300 m2 skrifstofur‡mi á 1. hæ›.
Laus 1. apríl.
Til leigu í Síðumúla
Mjög gott 342 m² skrifstofuhúsnæði með sérinngang á 2. hæð í nýlegu
húsnæði við Síðumúla til afh. strax. Húsnæðið er bjart með glugga á 3
vegu, fullinnréttað með ágæta blöndu af opnum rýmum og lokuðum her-
bergjum. Dúkur á gólfum og niðurtekin loft með innfelldri lýsingu. Góðar
tölvulagir og tölvuskápur í sérherbergi. Mikil lofthæð.
Öryggiskerfi. Snyrtilegt og gott skrifstofuhúsnæði
miðsvæðis í Reykjavík.
Áhugasamir hafið samb. við skrifstofu okkar.
Sanngjarnt leiguverð.
Sími 511 2900
Mb
l
97
55
38
SÖNGSKÓLINN í Reykjavík
undir stjórn Garðars Cortes hefur
enn á ný staðið í stórræðum. Að
þessu sinni flutti Nemendaópera
skólans meistaraverk Mozarts,
Brúðkaup Fígarós, í tvígang fyrir
fullu húsi í Langholtskirkju. Brúð-
kaupið er ein vinsælasta ópera
allra tíma og byggist
á leikriti Beaum-
archais, La folle jour-
née, ou le Mariage de
Figaro. Leikrit þetta
olli uppnámi enda
hörð samfélagsádeila.
Óperan hefur í gegn-
um aldirnar verið
túlkuð á marg-
víslegan hátt. Að
þessu sinni var valin
leið gamanóperunnar.
Hentaði það vel bæði
hinum ungu söngv-
urum og svo sýning-
arrýminu.
Sibylle Köll leikstjóra tókst með
einstakri útsjónarsemi og innsæi í
verkið að skapa sannfærandi um-
hverfi og skýrar persónur með
einföldum ráðum. Hver karakter
átti sinn auðkennislit og stór litrík
nafnspjöld létu áheyrendur ekki
velkjast í vafa hver væri á ferð-
inni. Umfram allt tókst Sibylle að
laða fram gleði og hlýju hjá
söngvurunum og fá þá til þess að
njóta stundarinnar og er það mik-
ilvægt skref fyrir unga söngvara.
38 nemendur Söngskólans
skiptu með sér hlutverkunum en
28 hljóðfæraleikarar úr Sinfón-
íuhljómsveit Íslands mynduðu
hljómsveitina sem Garðar Cortes
stýrði af öryggi. Hann valdi
smekkleg tempó sem hentuðu hin-
um ungu söngvurum vel. Hljóm-
sveitin spilaði létt og fallega og
naut tónlist Mozarts sín í frábær-
um hljómburði Langholtskirkju.
Una Sveinbjarnardóttir kons-
ertmeistari hefur sérstakt lag á
Mozart og nær fram tærum hljómi
sem þó er fullur hlýju.
Þetta mun vera í 27. sinn sem
óperudeild Söngskól-
ans setur upp nem-
endasýningu. Fyrsta
nemendaópera Söng-
skólans var Hans og
Gréta eftir Hump-
erdinck, og var sýnd
árið 1982. Síðan hefur
hvert verkefnið rekið
annað og mikil stíg-
andi verið í starfsem-
inni. Um fjögur þús-
und söngnemendur
hafa gegnum árin
skráð sig í Söngskól-
ann. Má án efa telja
Söngskólann í Reykjavík í hópi
þeirra stofnana sem stuðlað hafa
mest að framgangi sönglistar og
óperu á Íslandi. Stór hluti starf-
andi íslenskra óperusöngvara hef-
ur numið við skólann og ótaldir
eru þeir sem starfa í kórum eða
við kórstjórn hérlendis. Erlendar
rannsóknir benda til þess að fyrr-
um söngnemendur séu mikilvægur
hluti þeirra sem sækja óperur,
söngtónleika eða komi að sjálf-
boðnu starfi sem því tengist.
Söngskólinn nýtur styrkja til
kennslulauna frá Reykjavíkurborg
og fleiri sveitarfélögum í landinu,
en skólinn nýtur einnig styrkja frá
Baugur Group sem leggur fjár-
muni í að styrkja grunn góðrar
söngmenntar á Íslandi.
Nemendur Söngskólans stóðu
sig með prýði og ekki var ein röng
tilfinning í flutningi þeirra. Inn á
milli glittir í söngstjörnur framtíð-
arinnar. Einmuna gleði skein úr
hverju andliti og ekki mátti á milli
sjá hvorir skemmtu sér betur
flytjendur eða áheyrendur. Það er
mikilvægt hverjum þeim sem
hyggur á starf óperusöngvara að
fá að spreyta sig á sviði og með
hljómsveit, fyrir framan fullan sal
gesta. Þetta er ómetanleg reynsla
fyrir alla þátttakendur og eiga
þeir efalaust einhverjir seinna
meir eftir að hugsa með hlýju til
þessa tíma. Reynsla og ráðgjöf at-
vinnufólksins sem stóð að þjálfun
og undirbúningi Brúðkaupsins
mun fylgja þeim út lífið.
Forráðamönnum söngmennt-
unar á Íslandi má ljóst vera að
Söngskólinn í Reykjavík er fjör-
egg sjálfrar söngmenntarinnar á
Íslandi og ættu menn að taka
höndum saman við einkaframtakið
og tryggja rekstur skólans til
framtíðar.
Gleði í Brúðkaupi Fígarós
Björn Jónsson skrifar um Söng-
skólann Í Reykjavík og upp-
færsluna á Brúðkaupi Fígarós
»Nemendur Söng-
skólans stóðu sig
með prýði og ekki var
ein röng tilfinning í
flutningi þeirra. Inn á
milli glittir í söng-
stjörnur framtíðarinnar.
Björn Jónsson
Höfundur er óperusöngvari.