Morgunblaðið - 24.02.2008, Qupperneq 50
50 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ebba GuðrúnEggertsdóttir
fæddist í Bald-
urshaga á Akureyri
21. apríl 1935. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri föstudaginn
8. febrúar síðastlið-
inn. Hún var dóttir
hjónanna Eggerts
Ólafssonar, f. 1905,
d. 1975, og Jónínu
Benediktsdóttur, f.
1906, d. 1994.
Ebba giftist hinn
3. janúar 1960 Benjamín Ár-
mannssyni rafvirkja frá Borg-
arfirði eystra, f. 6.11. 1925, d. 26.7.
f. 1985, gift Inga Karli Sigríð-
arsyni, dóttir þeirra er Sigríður
Karen og Benjamín Ingi, f. 1989,
unnusta Fanndís Ósk Brynj-
arsdóttir, sonur þeirra er Fenrir
Ingi. 4) Guðrún Greta, f. 1963, gift
Helga Haraldssyni, f. 1963, þeirra
börn eru Herdís f. 1990 og Har-
aldur f. 1992. 5) Eggert, f. 1967,
kvæntur Ástu Hrund Jónsdóttur,
f. 1972, börn þeirra eru Gunnar
Atli f. 1992, Sigrún Ebba, f. 1999
og Marín Ósk, f. 2003. Fyrir á
Eggert soninn Fjölni Þey, f. 1986.
6) Sævar Ísleifur, f. 1973, sam-
býliskona Lilja Jakobsdóttir, f.
1976, dætur Lilju eru Steinunn
Alda og Maríanna Vilborg.
Ebba bjó alla ævi í Eyjafirði,
lengst af á Akureyri. Hún var hús-
móðir og vann ýmis störf, lengst af
á skóverksmiðjunni Iðunni.
Útför Ebbu fór fram frá Höfða-
kapellu á Akureyri 15. febrúar, í
kyrrþey, að ósk hinnar látnu.
1980. Börn þeirra
eru: 1) Anna Jónína,
f. 1959, gift Brynjari
Jacobsen f. 1957,
þeirra börn eru: Guð-
mundur Rúnar, f.
1978, sambýliskona
Sigríður Ragna
Björgvinsdóttir, þau
eiga 2 syni, Óliver
Enok og Aron Ísak,
Ebba Særún, f, 1982,
á hún 2 dætur, And-
reu Marý og Elisu
Lönu og Brynja Ey-
rún, f. 1995. 2) Ár-
mann f. 1960. 3) Sigríður, f. 1961,
gift Guðgeiri Halli Heimissyni, f.
1956, þeirra börn eru Rósa Dröfn,
Elsku hjartans mamma. Með
þessu ljóði Jórunnar Ólafsdóttur
frá Sörlastöðum, sem hún sendi
okkur þegar pabbi dó 1980, viljum
við kveðja þig með hjartans þökk
fyrir allt það sem þú varst okkur
og gerðir fyrir okkur.
Brostinn er hlekkur í bjartri festi
brenna á hvörmum tár.
Þung fylgdu örlög þöglum gesti
þau gjöra sporin sár.
Hér örlagavöldin öflum sínum
óvænt stefndu til leiks.
En skuggi fannst ei á skildi þínum
og skær var æ logi kveiks.
Gafstu af auðlegð þíns góða hjarta
gafst með fögnuð í hug.
Vígðir þú líf þitt vorinu bjarta
vísaðir öðru á bug.
Mild var þín hyggja og mundin haga
mild var hún gerð þíns brags.
Með ljósum stöfum var lífs þíns saga
letruð til hinsta dags.
Burtu er vina og breytt er högum
brennir sig undin inn.
En gullnar perlur frá gæfudögum
geymast við arinn þinn.
Minning þín vakir sem vor í hjarta
veitandi yl og frið.
Gróðurinn angar og geislar skarta
er gistir þú hærra svið.
Minning þín mun ávallt lifa með
okkur og lýsa um ókomin ár. Við
vitum að nú líður þér vel, þú ert
komin til pabba og annarra ástvina.
Við elskum þig.
Börnin þín og fjölskyldur.
Elsku amma mín.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Ég sakna þín svo sárt. Vil ekki
trúa því að þú sért farin.
Við áttum svo gott spjall einar
uppi í herberginu þínu þegar ég
kom norður um jólin. Það var ynd-
islegt. Ég sá það samt á þér að þú
varst ekki eins og þú áttir að þér að
vera, ég fann það á mér. Þrátt fyrir
það var hrikalega erfitt að fá frétt-
irnar um þenna illvíga sjúkdóm
þinn í byrjun janúar. Ég talaði oft
við þig í síma meðan á veikindum
þínum stóð og þú varst alltaf svo
jákvæð. Eitt skiptið sagðir þú við
mig: „Nabba mín, ég held ég sé
bara öll að hressast.“ Mér fannst
svo frábært að heyra jákvæðni þína
og vildi að orð þín hefðu ræst, en
það fór á hinn veginn. Ég á svo
margar yndislegar og góðar minn-
ingar frá þér, amma mín. Að koma
í Byggó var alltaf yndislegt og það
verður erfitt að koma þangað núna
þegar Ebba amma mín tekur ekki
á móti mér með orðunum: „Ebba
mín, ertu komin eða: „Nabba mín,
voðalega er gott að sjá þig“ og
knúsar mann í kaf.
Við áttum yndislegt og sterkt
samband sem ég er og verð æv-
inlega þakklát fyrir.
Ég veit að það hefur verið tekið
vel á móti þér hinum megin, afi er
búinn að bíða þín lengi.
Litlu skvísurnar mínar, Andrea
Mary og Elísa Lana, spyrja oft um
langömmu sína, þær biðja englana
að passa þig á hverju kvöldi í bæn-
um sínum. Ég kveð þig með sökn-
uði og endalausum tárum.
Amma mín, mér þykir endalaust
vænt þig, minningin um yndislega
konu og ömmu lifir í hjarta mínu.
Sjáumst síðar.
Þín
Ebba Særún, „nabban þín“.
Elsku besta amma mín.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um þig, minningar sem ég
mun aldrei gleyma. Ég þakka þér
fyrir að hafa veitt mér gleði og
ánægju. Þú verður alltaf í hjarta
mínu og ég vona að þú vitir hvað ég
elska þig mikið.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Þín ömmustelpa
Brynja Eyrún.
Elsku langamma.
Við þökkum þér fyrir allar
stundirnar okkar saman og allar
góðu minningarnar sem við munum
aldrei gleyma. Nú ertu komin til
Benna langafa og við vitum að þið
verðið ánægð saman.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Þín elskandi langömmubörn,
Óliver Enok, Aron Ísak,
Andrea Mary og Elísa Lana.
Ebba Guðrún
Eggertsdóttir
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919 Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HELGA RUNÓLFSDÓTTIR,
andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði 11. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Rúnar Smárason, Valgerður Kristjánsdóttir,
Lára K. Byrns, Gary Kent,
Ingvar S. Garðarsson, Anna Ragnarsdóttir,
Friðgeir Garðarsson, Freyja Ásgeirsdóttir,
Garðar Oddur Garðarsson,
Sigmundur Freyr Garðarsson, Ragnheiður Samúelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
INDIANA INGÓLFSDÓTTIR,
Starrahólum 7,
sem lést á Hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn
16. febrúar, verður jarðsungin þriðjudaginn
26. febrúar frá Grafarvogskirkju kl. 11.00.
Stefán Gunnar Vilhjálmsson,
Sigríður Jóna Ásmundsdóttir, Jóhann Gunnar Óskarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
HÓLMFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR,
Skarðshlíð 29d,
Akureyri,
lést að Dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 19. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 29. febrúar kl. 10.30.
Börn, tengdabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Móðir okkar og tengdamóðir,
ARNÓRA FRIÐRIKKA SALÓME
GUÐJÓNSDÓTTIR,
síðast til heimilis
að Sléttuvegi 13,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn
17. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju
þriðjudaginn 26. febrúar kl. 14.00.
Eiríkur Valdimarsson,
Arnfríður H. Valdimarsdóttir, Ólafur Árnason,
Magnúsína G. Valdimarsdóttir, Þór G. Þórarinsson,
Sigurjóna Valdimarsdóttir, Kristjón Sigurðsson,
Arnór V Valdimarsson, Guðlaug Jónsdóttir,
Páll G. Valdimarsson, Soffía Gísladóttir,
Sigurborg Valdimarsdóttir, Jón Egilsson,
Guðjón Valdimarsson, Ólafía G. Einarsdóttir,
og aðrir aðstandendur.
✝
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
GUÐNÝ VALGEIRSDÓTTIR
Ofanleiti 29,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 11. febrúar á
Landspítalanum við Hringbraut, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. febrúar
kl. 15.00.
Egill Valgeirsson,
Þorbjörg Valgeirsdóttir, Ólafur H. Hannesson,
Ásdís Egilsdóttir, Erlendur Sveinsson,
Hrefna Egilsdóttir, Sigurður Pálsson Beck,
Dagný Egilsdóttir, Magnús Kristinsson,
Garðar Hilmarsson, Sigríður Benediktsdóttir,
Ólöf Kristín Ólafsdóttir, Jón Egilsson,
Ása Ólafsdóttir, Ólafur Örn Ólafsson.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir
okkar og mágkona,
JÓNÍNA RANNVEIG SNORRADÓTTIR
Fögrusíðu 11c,
Akureyri,
sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 20. febrúar,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju 28. febrúar kl.
10.30.
Arngrímur Ævar Ármannsson,
Daníel Snorri Jónsson, Hulda Dagmar Reynisdóttir,
Sigurbjörg Jónsdóttir, Stefán Steinarson,
Ármann Pétur Ævarsson, Rakel Hinriksdóttir,
Sandra Björk Ævarsdóttir,
Þórir Snorrason, Guðrún Ingimundardóttir,
Lovísa Snorradóttir, Hilmir Helgason,
Unnur Björk Snorradóttir, Jónas Marinósson.