Morgunblaðið - 24.02.2008, Page 54
54 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Heimilistæki
Uppþvottavél
Glæný Bosch uppþvottavél í kassa-
num til sölu. Selst ódýrt.
Upplýsingar í síma 554 3279 og
695 8868.
Hljóðfæri
Fiðla til sölu Smíðuð af Karel Goll.
Djúpur og fallegur hljómur. Er í góðu
ástandi. Nánari upplýsingar á
www.ymislegt.net/violin
Iðnaðarmenn
Pípulagningameistari
getur bætt við sig verkefnum stórum
sem smáum.
Upplýsingar í síma 892 8720.
Múrverk, flísalagnir,
utanhúsklæðningar,
viðhald og breytingar.
Sími 898 5751.
Námskeið
Enska!
Einstætt enskunámskeið fyrir þá sem
vilja þjálfa talmál og styrkja
enskugrunninn. Námskeið á 19 cd
diskum, vinnubók með enska og
íslenska textanum. Námsleiðbein.
Aðstoð frá kennara á námstímanum.
Nánari upplýsingar á tungumal.is.
Skráning í síma 540 8400 og 8203799
Gisting
www.floridahus.is
Mikið úrval sumarhúsa í Orlando í
Flórída til leigu. Glæsileg hús í boði,
golfvallahús og nálægt Disney.
www.floridahus.is eða tölvupóstfang
info@floridahus.is
Golf
Golfbílar
Er með nýja Golfbíla og Golf-fjórhjól
á frábæru verði. H-Berg ehf. Sími
893 3347.
Gefins
Nokkrir pottofnar fást gefins
gegn því að vera sóttir.
Upplýsingar í síma 858 5222.
Húsnæði óskast
Par óskar eftir íbúð
Reglusamt og reyklaust par,
tæknifræðingur og nemi óska eftir
2ja-3ja herbergja íbúð á
höfuðborgasvæðinu. Skilvísum
greiðslum heitið. Verðhugmynd
80.000 kr. Upplýsingar í e-mail:
hrunjons@khi.is eða í síma 690 3034
Óska eftir íbúð
Óska eftir að taka að leigu stúdio eða
2ja herb. íbúð. Skilvísum greiðslum
heitið, reykleysi og snyrtimennsku.
Meðmæli ef óskað er. S:899 5292.
Barnagæsla
Vantar góða mömmu/ ömmu/
frænku í 8 vikur.
16 mán. stelpa þarf að komast í
pössun frá byrjun mars í 6-8 vikur,
virka daga kl. 10-16.
Uppl. í síma 696 5521/695 4755.
Dýrahald
Tíbet Spaniel hvolpar til sölu
Til sölu Tíbet Spaniel hvolpar, fjörugir,
skemmtilegir og kelnir. Orðnir 3 mán.
Þeir eru heilsufarskoðaðir, bólusettir,
ormahreinsaðir og ættbókafærðir hjá
HRFI uppl. í síma 846 0723.
Smáauglýsingar 5691100
Gullsmárinn
Það var spilað á 12 borðum
21. ferbrúar sl. og þessi urðu
úrslitin í N/S:
Sigtryggur Ellertss.- Tómas Sigurðss. 195
Jón Stefánss. - Eysteinn Einarss. 189
Guðm. Magnúss.- Leifur .Jóhanness. 184
A/V
Auðunn Guðmss. - Björn Árnas. 214
Sigríður Gunnarsd. - Björn Björnss. 209
Óli Gíslason - Sigfús Skúlason 199
Spilað var á 10 borðum 18. febr-
úar og urðu úrslitin þessi í N/S:
Magnús Halldórss.- Þorsteinn Laufdal 16
Elís Kristjánsson - Páll Ólason 197
Leifur Kr.Jóhanness- Ari Þórðars. 196
A/V
Hrafnhildur Skúlad. - Þórður Jörundss.
208
Sigfús Skúlason - Óli Gíslason 200
Bergljót Gunnarsd.- Jóhanna Gunnld. 191
Úrslit í N/S 14. febr. en þá var
spilað á 13 borðum
Haukur Guðbjartsson - Jón Jóhannsson
319
Eysteinn Einarsson - Jón Stefánsson 309
Sigurður Gunnlaugss. - Sigurpáll Árnas.
299
A/V
Jónas Jónsson - Einar Markússon 328
Guðbjörg Gunnarsd. - Fjóla Helgadóttir
308
Sigtryggur Ellertss. - Tómas Sigurðss. 307
Bridsfélag Kópavogs
Ákveðið var að fresta Hrað-
sveitakeppninni um eina viku, en
þess í stað var spilaður eins kvölds
Howell tvímenningur sl. fimmtu-
dag þar sem Gulli Bessa og Stein-
ar sýndu mátt sinn og megin.
Röð efstu para:
Guðlaugur Bessas.- Jón St Ingólfss. 213
Bryndís Þorsteinsd. - María Haraldsd. 178
Loftur Péturss. - Þórður Jónsson 174
Árni M Björnss.- Heimir Tryggvas. 172
Jörundur Þórðars. - Þórður Jörundsson
170
Björn í stuði í Akureyr-
armótinu í einmenningi
Á fyrsta spilakvöldinu af þremur
í Akureyrarmótinu í einmenning
náði Björn Þorláksson langbesta
skori eða 65,0%. Mótið er jafn-
framt firmakeppni félagsins og
Björn spilaði fyrir fjölmiðlafyrir-
tækið N4. Næstur var Stefán
Sveinbjörnsson með 55,6% (Marín
ehf.) og í 3.-5. sæti með 53,3% skor
urðu Una Sveinsdóttir (Villaprent),
Helgi Steinsson og Sigfús Aðal-
steinsson. Samanlagður árangur
tveggja kvölda gildir í einmenn-
ingsmótinu. Næsta einmennings-
kvöld er 23. mars en næst á dag-
skrá B.A. er tveggja kvölda
Heilsuhornstvímenningur. Heilsu-
hornið á Glerártorgi veitir verð-
laun í formi vöruúttektar. Spila-
mennska hefst í Lionssalnum Ánni,
Skipagötu 14, 4. hæð kl. 19:30 og
spilarar eru beðnir að mæta tím-
anlega þann 26.2. til skráningar.
Stjórn B.A. minnir á sunnudags-
bridge á sama stað kl. 19:30. Spil-
aður er eins kvölds tvímenningur.
Bridsfélögin á Suðurnesjum
Mánudaginn 18. febrúar var spil-
aður eins kvölds tvímenningur hjá
Bridsfélaginu Muninn, Sandgerði,
og Bridsfélagi Suðurnesja og voru
9 pör sem mættu og spilað á 4
borðum sem er nú heldur rýrt.
Úrslit kvöldsins eru sem hér
segir:
Birkir Jónsson og Karl Einarsson 92
Dagur Ingimundars. og Karl G. Karlss.
84
Reynir Jónss. og Kristján Kristjánss. 81
Jón Ólafur Jónss. og Sigurður Albertss.
73
Næstkomandi mánudag 25. febr-
úar hefst nokkurra kvölda aðal-
sveitarkeppni félaganna og verður
spilað eftir kerfi sem er kallað
sveitarokk. Það er þannig að allir
spila með öllum í sveit. Og tvö
efstu pörin í þessari keppni verða
okkar fulltrúar á Kjördæmamótinu
ásamt völdum pörum.
Hvetjum við alla til að skrá sig í
þetta skemmtilega mót tímanlega
hjá Lilju Guðjónsdóttur í síma 868-
7313.
Reykjanesmótið í tvímenningi
verður haldið hér hjá okkur aðra
helgina í mars.
Spilað er alla mánudaga í Fé-
lagsheimilinu að Mánagrund og
hefst spilamennska á slaginu 19:15.
Stjórnir félaganna hvetja alla þá
sem áhuga hafa á brids að láta sjá
sig og vel verður tekið á móti nýj-
um spilurum. Alltaf er heitt á
könnunni.
Keppnin
um Súgfirðingaskálina
Þriðja lota í keppni um Súgfirð-
ingaskálina, tvímenningsmóti
Súgfirðingafélagsins, var spiluð
eftir bridshátíðina.
Heildarstaðan er svohljóðandi en
alls hafa 16 pör spilað í keppninni.
Arnar Barðason - Hlynur Antonsson 452
Gróa Guðnad. - Guðrún K. Jóhannesd. 448
Eðvarð Sturluson - Þorleifur Hallbertss.
412
Einar Ólafsson - Þorsteinn Þorsteinss. 408
Friðgerður Friðgeirsd.- Kristín Guðbjd.
403
Meðalskor er 390 stig.
Staðan á toppnum jafnaðist
nokkuð og stefnir í spennandi
keppni.
Úrslitin í þriðju lotu, hátíðarlot-
unni, meðalskor 130 stig.
Auðunn Guðmss. - Hlynur Antonsson 164
Einar Ólafsson - Þorsteinn Þorsteinss. 154
Sveinbjörn Jónss. - Karl Jóh.Þorsteinss.
149
Sigurður Sigurðars. - Guðbjörg Gíslad.
145
Fjórða lota verður spiluð mánu-
daginn 17. mars í spilasal Brids-
sambands Íslands.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
✝ Frank JosephPonzi fæddist í
New-Castle í Penn-
sylvaníuríki í
Bandaríkjunum
hinn 18. maí 1929.
Hann lést á heimili
sínu í Brennholti í
Mosfellsdal 8. febr-
úar síðastliðinn, á
79. aldursári. For-
eldrar hans voru
innflytjendur frá
Ítalíu, Josephina og
Attilio Ponzi. Hann
var elstur þriggja
bræðra en hinir eru David Ponzi
og Richard Ponzi vínbóndi sem
búsettir eru í Bandaríkjunum.
Frank stundaði nám í myndlist
við Art Students League í New
York og síðar nám í listasögu og
forvörslu við Oxford-háskóla á
Englandi. Hann starfaði við kvik-
myndadeild City College í New
Kjarvalsstöðum á fyrstu starfs-
árum safnsins þar. Jafnframt vann
hann að eigin listsköpun, for-
vörslu, ráðgjöf og sá um ýmsa list-
viðburði og sýningar, auk þess
sem hann stundaði rannsóknir á
sviði íslenskrar menningar-
arfleifðar. Liggja eftir hann grein-
ar og bækur um þau efni, þ. á m.
bók um Finn Jónsson listmálara.
Frank gerði tvær heimild-
armyndir um brautryðjendurna
dr. Alexander Jóhannesson há-
skólarektor og Engel Lund söng-
konu.
Einnig stundaði Frank sjálfs-
þurftarbúskap í Brennholti, eink-
um á sviði ylræktar og fiskeldis.
Á síðari hluta ævinnar sinnti
Frank aðallega ritstörfum. Hann
skrifaði fjórar veglegar bækur um
Ísland á síðustu öldum, byggðar á
sýn erlendra leiðangurs- og lista-
manna í málverkum og ljós-
myndum. Síðasta bók Franks er
endurminningabókin „Dada Col-
lage and Memoirs.
Athöfnin fór fram í kyrrþey.
York og síðar sem
listráðunautur hjá
Guggenheim-safninu
í New York.
Árið 1958 fluttist
hann til Íslands
ásamt eiginkonu
sinni, Guðrúnu Tóm-
asdóttur söngkonu.
Þau reistu bæ sinn
Brennholt í Mosfells-
dal og áttu þar heima
síðan. Börn þeirra
eru Tómas Atli og
Margrét Jósefína.
Börn Tómasar og
Kristjönu Bjargar Benediktsdótt-
urr eru Guðrún Theódóra og
Gabríel, og börn Margrétar og
Ólafs Árna Bjarnasonar eru Ást-
ríður Jósefína, Bjarni Jósef og
Frank Nikulás.
Frank vann við forvörslu hjá
Þjóðminjasafni Íslands og síðar
hjá listasafni Reykjavíkurborgar á
Ég kynntist Frank Ponzi þegar
hann var orðinn gamall maður.
Frank var dæmigerður ítalskur
Bandaríkjamaður af austurströnd-
inni, strákur frá Pennsylvaníu sem
sinnti herþjónustu í Kóreustríðinu
og flutti eftir það til New York. Hann
menntaðist sem listsagnfræðingur.
Hann kynntist Marcel Duchamp,
Hans Richter og fleiri þekktum lista-
mönnum. Um tíma vann hann með
Zero Mostel í sjónvarpsþáttum Ze-
ros. Í New York kynntist hann einn-
ig Guðrúnu Tómasdóttur sem var
þar í söngnámi og ákvað að fara til
Íslands með henni. Þegar hann kom í
fyrsta skipti til landsins heilsuðu þau
upp á fjölskylduna. Þegar Frank var
búinn að heilsa upp á alla var honum
sagt að líta bak við bæinn þar sem
einn frændinn væri að vinna. Þegar
Frank fór út í myrkrið sá hann mann
að svíða kindahausa. Hvaða trúarat-
höfn er ég nú að trufla, hugsaði
hann.
Þau fengu land hjá Hraðastaða-
bónda við Suðurá þar sem hún liðast
fram úr Helgadal og inn á sléttuna í
Mosfellsdal. Þar heitir Brennholt.
Þegar ég kom fyrst þangað bjuggu
þau við sjálfsþurftarbúskap, rækt-
uðu silung og grænmeti og áttu
meira að segja vínvið í gróðurhúsi.
Þar höfðu þau byggt upp hús sem óx
áleiðis upp í holtið eftir því sem árin
liðu. Þau höfðu einnig reist gróður-
hús, skemmu og steypt sundlaug
enda var heitt vatn í holu, meira en
nóg fyrir heimilið og silungana.
Þarna sat Frank og gerði við mál-
verk, skrifaði bækur og sýslaði við
eitt og annað. Mosfellingar kunnu að
meta störf þeirra hjóna og gerðu þau
að heiðursborgurum bæjarins.
Frank safnaði ljósmyndum og teikn-
ingum erlendra ferðalanga sem
höfðu sótt heim Ísland. Hann skrif-
aði og gaf út bækur sem varpa ljósi á
það hvernig útlendingar sáu landið á
öldunum sem leið. Þessi saga er lítið
skoðuð af Íslendingum sem hafa
sjálfir fundið upp allt og gert allt
fyrstir. Oft rak Frank sig á að ljós-
myndir voru kenndar Íslendingum
sem erlendir ferðalangar höfðu tek-
ið. Þetta voru menn sem fyrstir
gengu á hæsta fjall landsins, fyrstir
tóku myndir af alls kyns tækjum og
vinnuaðferðum vegna þess að Ís-
lendingar létu annars bara taka
myndir af sér í sparifötunum en
menningarþjóðin Íslendingar vill
sem minnst af útlendingunum vita.
Það mátti finna að hann taldi sig
hafa getað unnið á stærra sviði ef
hann hefði búið áfram í New York. Á
Íslandi valdi hann sér þó bústað og
eignaðist sína fjölskyldu, þar ólust
upp Tómas og Margrét. Á Íslandi
fann hann ríka sögu sem hann skoð-
aði og stúderaði fram á síðustu
stundu. Hann vann síðustu árin að
ævisögu sinni og handlék eintak af
nýútgefinni bókinni þegar febrúar
heilsaði. Viku síðar var hann allur.
Ég naut hjálpar Franks og þakka
fyrir alla góða tíma með honum,
hvort sem það var að negla þak í híf-
andi roki eða sitja hjá þeim hjónum,
fá sér kaffi með biscotti frá Guðrúnu
og hlusta á Frank. Megi minning
hans lifa. Ég votta eftirlifendum sam-
úð mína.
Sveinn Ólafsson.
Frank Ponzi er fallinn frá. Hann
fékk að deyja í faðmi Guðrúnar Tóm-
asdóttur, konu sinnar.
Frank var maður tveggja heima,
sjálfsþurftarbóndinn í Brennholti og
heimsmaðurinn. Hann var af ítölsku
foreldri, fæddur og uppalinn í stór-
borginni New York.
Frank var holdgervingur þess sem
tengja má við sen-búddisma, þar sem
lagt er upp úr natni og fágun, með
fullkomnun að leiðarljósi. Hvort held-
ur hann var að prikla tómatplöntur,
skrifa texta, gera við málverk fallinna
listamanna eða búa til vín úr eigin
víngarði.
Frank og Dúna kynntust á náms-
árunum í New York og tók Frank þá
afdrifaríku ákvörðun að flytja með
henni til Íslands og það í heimasveit
hennar. Þar reistu þau sér hús við
bakka Suðurár, stærðarinnar gróð-
urhús, með öllu því inni í sem fólk
þráir að innbyrða nú til dags. Þau
hjón gerðu Brennholt að hálfgerðri
paradís, enda var þar fíkjutré og lítill
lækur sem liðaðist um garðinn. Við
hjónin kynntumst Frank á sama
tíma, annað okkar hér í Mosfellsdal,
en hitt í Norður-New York, þar sem
hann bjargaði lífi Halldórs frá
drukknun. „Þið þrjú eruð mér að
kenna,“ sagði hann líka þegar hann
hitti okkur fjölskylduna.
Frank var fljótur að koma sér inn í
bæði íslenska menningu og bænda-
samfélag. Sennilegast fyrstur Banda-
ríkjamanna sem gekk um á tékk-
neskum gúmmískóm. Hann hafði
græna fingur og það var viss serem-
ónía að ganga með honum í gegnum
gróðurhúsið, sníkja af honum fræ og
fá leiðbeiningu um ræktun. Svo þeg-
ar inn í stofu var komið tók við háal-
varleg kennslustund og umræða um
list, sögu hennar og stöðu og fór þá
Frank iðulega inn í vinnustofuna
sína, eina þá úttroðnustu sem til er,
og náði í bækur, blöð eða sendibréf,
máli sínu til stuðnings. Oft var reynt
að rökræða við Frank, sem endaði
iðulega á því að maður fór sneyptur
út, samt með fangið fullt af salati og
tómötum.
Frank lét ekki lífsgæðakapphlaup-
ið hlaupa með sig í gönur. Hann var
nægjusamur, húmoristi, ræðinn og
kveikti ævinlega á einhverju
skemmtilegu. Hann þekkti fjölmarga
úr ameríska listheiminum og hélt
nánu sambandi og fylgdist með öllu,
þó að hann hafi búið hér á útnára
heimsins. Það var ævinlega gest-
kvæmt í Brennholti og sumir komnir
yfir hafið einungis til að heimsækja
Frank. Á síðari árum fór Frank að
hafa meiri áhuga á að mála sjálfur og
lét sig þá hverfa til Ítalíu þar sem
hann fann andagiftina. Síðasta verk
Franks var að lesa fyrsta eintak af
nýju bókinni sinni, endurminninga-
bók sem er að koma út vestanhafs.
Það er mikill sjónarsviptir að
Frank, hann gerði mikið fyrir land og
þjóð. Bækur hans um Ísland á fyrri
öldum í máli og myndum eru óvið-
jafnanlegar heimildir um íslenskt
þjóðfélag, sem hann sýndi ávallt mik-
inn áhuga og kynnti okkur betur er-
lendis, en nokkurt útflutningsráð.
Frank skilur bara eftir sig góðar
endurminningar sem munu lifa með
okkur lengi.
Guðný og Halldór, Melkoti.
Frank Ponzi
MINNINGAR
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn